Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 23
Sunnu'dagur 20. Sgöst 1961 MORGVTSBLÁÐIÐ 23 lerkitrén í Guttorms- lundi dafna vel I jafngamall Guttormslundi og viðlíka vöxtulegur, Jónsskógur, sem er rúmlega eins ha stór lerkilundur gróðursettur 1951 og nokkrir fleiri staðir. Veittu þeir Sigurður Blöndal og Hákon Bjarn’ason mönnum ýmsan fróðlek um alla þá staði, sem skoðaðir voru. í morgun hófst fundur aftur 'kl. 9,30. Haukur Ragnarsson skóg fræðingur flutti erindi um til- raunir í skógrækt og lýsti mikil- vægi þessa þáttar í skógræktar- starfinu. Stjórnin bar fram í gær nokkrar ályktanir, sem nú eru i til umræðu á fundinum, eftir að allsherjarnefnd, sem kosin var á.fundinum í gær hefir fjallað um þær. Stjórnarkosning mun væntanlega fara fram fyrir há- degið í dag, en eftir hádegið verð ur aftur farið í skógargöngu. Verður græðireitur skógræktar- innar þá skoðaður Mörkin og fleiri staðir í skóginum. Gert er ráð fyrir að fundi verði slitið um hádegi á morgun. Kjömir þingfulltrúar voru 46. Aðalfundur Skógræktavfélagsms haldinn' að Hallormsstað Hallormsstað, 19. ág. Aðalfundur Skógræktarfélags fslands hófst s.l. föstudag. Meiri hluti fulltrúanna kom til Hall- ormstaðar fimmtudagskvöldið 17. ágúst. Viscount-flugvél frá Flug- félagi íslands flutti til Egilsstaða flesta fulltrúa af svæðinu austan frá Eyjafjöllum vestur til Dala, en á aðalfundinum eru fulltrúar iskógræktarfélaga í flestum sýsl- um landsins. Gestir fundarins eru, ráðuneytisstjórinn í land-. toúnaðarráðuneytinu, Gunnlaug- ur Briem og frú hans og Óli Val- ur Hansson ráðunautur B.í. í Hallormsstaðarskóla var vel tekið á omóti komumönnum og gista fulltrúar og gestir fundar- ins í skólanum og nærliggjandi húsum. • SKÝRSLA Aðalfundur hófst kl. 9.30 á föstudágsmorgun. Varaformaður Skógræktarfélags fslands, Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari setti fundinn og flutti ávarp. Þar inæst flutti framkvæmdastjóri félagsins Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri skýrslu um það helzta, sem gerzt hefir á vett- vangi félagsins á umliðnu ári og komu þeir víða við báðir nafn- arnir. Síðan las gjaldkeri félagsins, Einar E. Sæmundsen skógarvörð- ur, reikninga félagsins og skýrði þá. • STÆRSTA TRÉ f GUTTORMSLUNDI lV/2 m Að loknum hádegisverði var farið í skógargöngu um hluta Hallormsstaðaskógar. Gekk Sig- urður Blöndal skógarvörður fyr- ir og sýndi mönnum ýmsa þá staðj og þau svæði í skóginum, þar sem nýr skógur er að vaxa upp. Merkast þessara svæða er Guttormslundur, rúmlega hálf- ur hektari að stærð. Þar voru gróðursettar um 5000 lerkiplönt- ur árið 1938 fyrir atbeina Gutt- orrns Pálssonar þáverandi skógar varðar. Plönturnar voru uppald- ar í græðireit á Hallormsstað af ffræi frá Arkangelsk, sem Gutt- ormi tókst að útvega árið 1933. Guttormslundur var grisjaður fyrir nokkrum árum og fjöldi trjáa í lundinum nú um 2400. Meðalhæð trjánna er nú um 9 m, en hæsta tréð 11% m. Sigurð ur Blöndal fræddi tilheyrendur um ýmislegt varðandi vöxt trjánna í þessum merkilega skóg- arteig. Kostnaður við ræktun og grisjim, viðarmagn, verðmæti, verðmætisaukningu o. s. frv. Auk Guttormslundar voru þessir stað ir skoðaðir: Rauðgrenilundur við Jökullæk, sem gróðursettur var árið 1908 og trén uxu upp í eins meters hæð fyrstu 27 árin fram til 1925, en hafa síðan á 26 árum vaxið upp í 10 m hæð. Atla- víkurlundur, sem er lerkilundur -- a Þannig f ara þeir ao ÞÆR eru ekki fáar orðnar sorgarsögurnar, sem spunnizt hafa af því, að börnum er víxlað á fæðingarheimilum, og foreldrar komast e. t. v. ekki að því fyrr en seint og síðar meir, að barnið sem þau hafa aanazt og elskað er ekki þeirra barn. Og enginn getur lokað augunum fyrir eða álas- að fólki fyrir þann mannlega breyzkleika að taka slíka vitn- eskju nærri sér, jafnvel þótt fólkinu geti eftir sem áður þótt mjög vænt um barnið. En skugga hefur börið á líf barns ins og foreldra þess, sem ekki verður auðveldlega þurrkað- ur brott. Eru þess jafnvel dæmi að langvinn og hörmu- leg málaferli hafa orðið vegna slíkra atburða. Margt hefur verið gert á undanförnum árum til þess að koma í veg fyrir slík mistök. Meðfylgjandi myndir eru frá „Jewish Hospital“ á Long Is- land í Bandaríkjunum Og sýna hversu mikið er við haft þar til þess að fyrirbyggja allan misskilning. Nafn móður barnsins og númer þess eru skráð á spjöld. Á þau spjöld eru einnig tekin fótaför barnsins og fingraför. Síðan eru ræmur með núm- erunum teknar af spjöldunum og festar utan um úlnlið barns ins og móðurinnar. Á þá að vera orðin hverfandi lítil hætta á misskilningi eða víxl- un. Námskeið íþróttakennara ÁKVEÐIÐ hefur verið með sam- þykki Menntamálaráðuneytisins, að íþróttakennaraskóli íslands efni til námskeiðs fyrir íþrótta- kennara frá mánud. 28. ágúst til föstud. 8. sept. 1. Leikfimi stúlkna í skólum barna- og gagnfræðastigs. Kenn- ari verður Ulla Berg frá Svíþjóð. — Skyndimyndir • Framh. af bls. 8 menn sem nota síma meira en flestir aðrir. Kannske er hvergi jafn talandi tákn hinna miklu framfara og öru þróunar rúmrar hálfrar ald- ar í höfuðborg hinna stór- Stígu framfara. Við sjáum símastaur, sem tekinn var fyrir nokkrum dögum uppi í Borgarfirði og teinréttur og ófúinn vann þar sitt hlutverk og hafði staðið sleitulaust frá því hann var settur upp órið 1906, er fyrsta símalínan var lögð yfir landið. Við sjá- um fyrstu símaskrána, sem gefin var út af Talsímahluta- félagi Reykjavíkur og þar hef ur Hafstein H. ráðherra, Hafnárstræti 14, símanúmer 5. Við höldum fram á ganga og sjáum listaverk eftir 48 málara og 10 myndhöggvara og mun það að líkum eitt stærsta listaverkasafn, sem saman hefur komið á einni sýningu íslenzkra listamanna. Alls eru þarna 94 verk. — Á milli skoðum við sýningu Bæjarútgerðar Reykjavíkur á skipslíkönum og afurðum sjávarútvegsins, svo og kort- um yfir landhelgi og fiski- mið. Síðan komum við inn í gamalt skósmíðaverkstæði, trésmíðaverkstæði og smiðju, allt í fornum stíl, og þaðan inn í fræðsludeildir nútím- ans, sem eru á sömu hæð og safndeildir frá fyrstu dögum Reyk j avíkurkaupstaðar. En nú er tíminn á þrotum. Margs er enn ógetið, en það verður að bíða. Hugfangnir yfirgefum við þetta safnhús nýs og gamals tíma, sem hef- ur gefið okkur innsýn í listir og framkvæmdir höfuðborg- arinnar í 175 vig. Leikfimikennari GCI í Svíþjóð. 2. Dansar. Kennari verður Mínerva Jónsdóttir. 3. Körfuknattleikur. Kennari verður C. H. Wyatt, sem er íþróttakennari við menntaskóla í Berea, Kentucky. 4. Stökk á áhöldum og dýnum fyrir pilta á ýmsum aldri. Kennslu annast Benedikt Jakobs son. Hann mun einig kynna stöðvarþj álf un. 5. Leikfimi pilta í skólum barna stigsins. Kennari verður Hannes Ingibergsson. 0. Leikir. Kennari Stefán Kristjánsson. Hann mun einnig rifja upp samkv. beiðnj tvo tíma seðla Klas Thoreson frá nám- skeiðinu 1959. 7. Efnt mun verða til funda og viðræðna. 8. Undirleik vegna leikfimí og dansa mun Unnur Eyfells ann- ast. Námskeiðið mun verða til húsa í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og Barnaskóla Austur- bæjar. — Friðarrof Framh. af bls. 1. ingu, bera fram aðvörun og í- treka stefnu Bandaríkjanna. — Við í Bandaríkjunum stönd um sameinaðir, hvar í flokki sem við erum, sagði varaforset- inn. Bætti hann því við að landa mæri frelsisins, sem liggja gegn- um sundurskilda en óhrædda borg, vseru í hættu. „Bandaríska þjóðin hefur enga kæfileika til undanhalds, og við höfum ekki í hyggju að láta undan nú“, sagði Johnson. Til Austur-Berlínar Seinna í dag átti Johnson svo að halda áfram för sinni til Ber- línar. Ferðast hann með flugvél úr bandaríska flughernum. Þegar þangað kemur mun Johnson ræða við Willy Brandt borgar- stjóra og kynna sér ástandið í borginni. Talið er sennilegt að Johnson muni einnig skreppa yf ir «til Austur-Berlínar. í \ estur-Berlín mun varaforset- inn meðal annars heimsækja Marienfelde flóttamannabúðirn- ar í fylgd með Willy Brandt. En þessar flóttamannabúðir hafa verið miðstöð flóttamanna- straumsins frá Austur-Þýzka- landi undanfarna mánuði. Með Johnson í Berlín verða, auk Clay hershöfðingja og Bohlens, Dowl- ing sendiherra Bandaríkjanna í Vestur-ÞýzJkalandi og John ConnaUy flotamálaráðherra. Mikill imdirbúningur er í V- Berlín undir að Þ>k» á móti varaforsetanum. Kvenfélag stofnað í Breiðdalshreppi BREIÐDAL, 10. ágúst: — Nýlega var frk. Steinurm Ingimundar- dóttir, húsmæðraráðunautur á ferð hér í Breiðdalnum. Var þá boðað til húsmæðrafundar, og stofnað kvenfélagið Hlíf, í Breið- dalshreppi. Stofnendur voru 25 konur, eða rétt um helmingur húsmæðra í hreppnum. í stjóm voru kjörn- ar: Frú Anna Þorsteinsdóttir, Heydölum. Frú Sigríður Helga- dóttir, bamaskólanum s. st. og frú Valborg Guðmundsdóttir, Tungufelli. Vafalaust fjölgar meðlimum bráðlega í félaginu, þótt fleiri hefðu ekki tök á að mæta á stofnfundi. Fyrsta vei-kefni fé- lagsins er að gangast fyrir or- lofsferð húsmæðra, samkvæmt lögum þar um en Breiðadals- hreppur hafði lagt fram sroá upp hæð í því tilefni. Um nafngift félagsms er þess að geta, að það er Jcueiti? eftir frú Hlíf Bogadóttjr, pi u—fi ú í Heydölum, en minwng h«nnar, og manc hannw, ate-a P*turs Þantfinwwr nnn imm l*.nga ■framtið lifa I brjó fwa þeirra, sem Breiðdal byggiaL i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.