Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 8
8 MORCV1SB1 4 Ð1Ð Sunnudagur 20. ágúst 1967 Hagaskóla er nú búið að gera slétt sandborið svæði og mulin rauðamöl heíur verið borin á gangstíga. Utan við skólann sjáum við menn vera að mála, aðra að jafna möl og snyrta til, rafmagns- menn að tengja ljósker, en þarna verður allt flóðlýst, er húma tekur að kveldi. Þá sjáum við skyrtuklædda brunaverði vera að „spúla“ gangstéttir og sprauta þeir af miklum krafti. Enn aðrir eru að leggja hellur í nýjar gangstéttir, og svo mætti lengi telja. Forvitni okkar er vakin er við komum að brunatækjum, sem þarna eru til sýnis. —■ Elzta véldæla höfuðborgar- innar er þarna til sýnis og verið er að setja hana í gang, en gengur treglega, því kveikjan hefur blotnað í nótt sem leið. Þessi dæla er smíð- uð 1912 og er af Penta gerð. Var hún flutt af hestum og tók m.a. þátt í slökkvistarf- inu í stórbrunanum er Hótel Reykjavík brann árið 1915. Á seinni árum hafa verið gerð- ar tilraunir til að þjálfa hesta fyrir dæluna til þess að geta haft hana til sýnis við hátíðleg tækifæri, en það hefur ekki tekizt, enda er vélin hávaðagripur hinn mesti og þurfti án efa að verja miklum tíma til þjálf- unar þeirra hesta, sem sætta myndu sig við allan þann hamagang aftan í sér, véla- skrölt og klukknahljóm. Frá gömlu dælunni höld- um við eftir rauðamalar- gangstígum yfir á sýningar- svæðið við Melaskólann. Þar sjáum við eimreiðina gömlu og vinnuvélar, gamlar og nýj ar. Má þar geta valtarans Bríetar, sem margir kannast við af götum bæjarins frá fyrri dögum. Þar eru og slysavarnatæki og farartæki, flugbjörgunartæki, svo og sviffluga og vélfluga. Deild er frá skógræktinni og víða má sjá blóm og annað jurta- skraut. Heima undir Mela- skólanum er komið fyrir glæsilegum barnaleikvelli með víkingaskipi, sandgryfj- um og allskins völtum og rólum og úir og grúir þar af börnum að leik. Þá er austan við skólann danssvæði og veitingatjöld. Yfir öllu þessu glymur í hátalarakerfi sýn- ingarinnar, og er verið að kalla á menn og koma orð- sendingum áleiðis. Vig höldum nú inn I Mela- skólann og skoðum nokkrar af sýningardeildunum þar, en þær eru yfir 20 talsins, svo ekki verður það nema hrafi eitt hjá okkur að þessu sinni. Lengst dvelst okkur í deild pósts og síma og skoðum þar bæði gömul og ný símatæki, firðrita og loranstöðvar. Allt er þetta hið fróðlegasta fyrir Framhald á bls. 23. í FYKRADAG var opnuð glæsileg sýning til kynn- ingar á ýmsum starfsgrein um og þjónustu í Reykja- vík, svo og listum og bók- menntun höfuðstaðarins. Margt er einnig, sem sýn- ir þróunarsögu staðarins og starfsins í höfuðborg okkar. Lýsing af þessari heimsókn getur ekki verið nema lítið brot, þar sem þessi Reykja- víkurkynning er svo umfangs rnikil og stór, að bæði þarf miklu lengri tíma en frétta- í fordyri Melaskólans eru listaverk myndhögum Melaskólans. af Reykjavíkurkynningu Ljósm.: Mbl.: K. M.) slökkviliði, rafveitu, hita- veitu, húsameistara, skipu- lagi og vatnsveitu. Þar eru og samkomu- og veitingasal- ir. Hverskonar munir, er skýrt geta starfsemi þessara Ágúst Hafberg, framkvstjóri Reykjavíkursýningarinnar, sýnir okkur spennistoðvar í deild rafveitunnar. Málverk listamanna höfuðborgarinnar í göng gvaranna. (Ljósm. Mbk: K. M.) i manni í dagsins önn gefst til , þess að skoða hana til hlít- ■ ar, svo og þarf rntrn meira ! rúm en ein blaðagrein veitir . til þess að lýsa öllu því, er 1 þar ber fyrir augun. ; Við skulum fyrst líta inn í ' Hagaskólann og hitta fram- . kvæmdastjóra kynningarinn- ' ar, Ágúst Hafberg. Við getum þó ekki tafið hann lengi, því hann er önnum kafinn og hefur verið það svo tmdan- • farna daga, að honum gefst ekki tími til að sinna okkur nema stutta stund. Hann gengur þó með okkur um. nokkrar sýningardeildir og ; leiðir okkur af stað. í * 1 stuttu samtali lætur I Ágúst þess getið að hann dá- ist að því, hvernig starfslið ’( sýningarinnar hafi getað fram Það er líka gaman að velta sér í sandkössunum. kvæmt svo mikið verk á jafnskömmum og jafnóheppi- legum tíma. Nú standá yfir sumarfrí og auk þess er mesti annatími ársins, svo að sýningarverk sem þessi eru alger aukastörf fyrir flesta þá, er að þeim vinna. En það verður ekki ofsögum af því sagt, að þarna hefur verið bæði mikið og vel unnið. Þá sjá menn, er þeir hafa, þótt ekki sé nema lauslega litið á hinar ýmsu sýningardeildir. Á Við göngum fyrst um sýn- ingardeildirnar í Hagaskólan- um, sem helgaðar eru ýms- um bæjarstofnunum, svo sem stofnana og hægt er með góðu móti að koma fyrir í sýningarherbergjunum eru þarna. Má þar nefna hjálma brunaliðsmanna, töflur yfir rafstöðvar og spennustöðvar og hverskonar skýringarrit, bæði í orðum og línum. Allt er haganlega upp sett og auð velt til skilnings og glöggv- unar fyrir almenning. Úr skólanum höldum við út á svæðið kringum Neskirkju og við bæði Haga- og Melaskól- ann, sem nú virðist sem sam- felld heild, þar sem gang- stígar tengja svæðin saman. Þar sem fyrir nokkrum dög- um var moldarflag austan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.