Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
ounnudagur 20. ágúst 1961
Viðhorf kvenna
Konan og hjdnabandið
Eftir Frú Þóru
Jónsdóttur
LIGGUR ekki í Xoftinu, ein-
mitt nú, endurmat á þeirri út-
breiddu skoðun, að konum sé
borgið og vel fyrir þeim séð,
ef þær aðeins ganga í hjóna-
band?
Hefur ekki þessi skoðun allt
af borið vott nokkurrar
skammsýni, hvort heldur er
hjá ungum stúlkum, foreldr-
um þeirra eða tilvonandi eig-
inmönnum?
Bein afleiðing er oft sú að
ekki er talin ástæða til að
kosta upp á aðra undirbúnings
menntun þeim til handa en
nám í húshaldi, sem auðvitað
er hverri konu nauðsynlegt.
Bóknámi eða faglærdómi er
talið á glæ kastað, þar eð eig-
inmaðurinn muni annast fyr-
irvinnuna.
Ekki er þá búizt við að
hjónabandið kunni að leysast
upp, maðurinn geti fallið frá
eða misst heilsuna. Heldur
ekki að konan muni standa
betur að vígi gagnvart fjölda
viðfangsefna í hússtjórn,
barnauppeldi og hlutverki
sínu sem sálufélagi eigin-
mannsins, hafi hún víkkað
sjóndeildarhring sinn og auk-
ið við hæfni sína með nárni.
Ekki þekki ég tölur yfir þær
konur hérlendar, sem fram-
fleyta sér og oft börnum sín-
um að miklu leyti á ófag-
lærðri vinnu, en þær eru
sennilega nokkuð margar og
lítt öfundsverðar.
Þótt ekki komi slys og
dauðsföll til, sýna hinir tíðu
hjónaskilnaðir að hjónabandið
er ekki alveg örugg höfn.
Væri hægt að gera þá höfn
eitíhvað öruggari, m. a. með
raunhæfari undirstöðumennt-
un tilvonandi eiginkvenna?
Sú kona, sem telur að hún
hafi náð settu marki í lífinu
þegar hún giftir sig um tví-
tugt, og gerir ekkert upp frá
því til að öðlast aukna
reynslu eða þekkingu útyfir
það sem barnauppeldi og
heimilishald veitir, hlýtur að
eiga á hættu að farast á mis
við eiginmann sinn í andleg-
um skilningi.
Þótt ég telji fyrrnefnda
reynslu þá þýðingarmestu
sem kona getur öðlast fer ekki
hjá því að hún er Of einhæf
til að veita henni alhliða
þroska. Maður hennar hins
vegar, sem stöðugt þarf að
fylgjast með tímanum, til að
vera hæfur í starfi sínu, verð-
ur fyrir mun meiri og fjöi-
breyttari utanaðkomandi á-
hrifum.
Segja má að eiginkonan
standi ek-ki vel að vígi, oft
einangruð og viðbundin á
heimilinu. Eg held þó að
ýmsar leiðir geti opnast ef
Fyrst og fremst virðist vera
vilji er fyrir.
þörf meiri forsjár og hvatn-
ingar foreldra varðandi hald-
betri menntun dætranna.
Enda þótt vitað sé að allt
nám er takmarkað í sjálfu sér
og fellur í misjafnan jarðveg,
hlýtur það að opna hverjum
einstaklingi leið til frekari
þroska og möguleika og er
aldrei ófyrirsynju. Sízt til
handa þeim, sem vitað er með
vissu að muni annast að mestu
uppeldi næstu kynslóðár.
QHlHlHlhQhQHlhQHHhQHli
EINS og kunnugt er af fréttum
hófst skákeinvígi milii S. Res-
hewsky og R. Fisoher í New
York í lok júlí. Safnað hafði ver-
ið $7000 til þess að fullnægja
kröfum keppenda um peninga-
greiðslur fyrir einvígið. Nokkrir
kunnir stórmeistarar hafa spáð
Reshewsky sigri í þessu einvígi,
en engan hefur heyrzt um sem
spáð hefur Fischer sigri. Aftur
á móti hefur þátturinn hallazt á
þá skoðun að pilturinn verði yfir
sterkari. Efti. 11 skákir stóðu
leikar 5Vz—5Vz. Tólfta skákin
átti að teflast í Kaliforníu á laug
ardaginn 12/8, en vegna trúar-
skoðanna neitaði Reshewsky að
tefla og var það tekið til greina.
Klukkan 11 f. h. á sunnudag,
13/8, átti síðar að tefla 12. skák-
ina, en þá neitaði Fischer. Eigi
að síður var klukkan sett af stað
kl. 11 og þegar Fischer var ekki
mættur kl. 12, taldist mönnum
svo til að Fiseher hefði tapað á
tíma. Þættinum er ekki kunnugt
um hvernig þetta mál hefur
verið útkljáð, en óneitanlega
verður fróðlegt að heyra um þá
lausn!
Hvítt.
Svait.
Sikileyjarvörn
R. Fischer
S. Reshewsky
(Drekaaf brigðið)
1. e4 c5
2. Rf3 Rc6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 g6
5. Rc3 Bg7
6. Be3 Rf6
7. Be2
PANORAMA-glugginn er HVERFI-gluggi með:
umboðið á íslandi
OPPNUNARÖR YGGI
NÆTUR OPNUN
FÚAVARNAR EFNI
TRÉSMIÐJA
CISSURAR SÍMONARSOIMAR
við Miklatorg — Reykjavík — Sími 14380
Óneitanlega sjaldgæft að sji
Fischer tefla annað en f3.
7. — 0-0
8. f4 d6
9. Rb3 Be6
10. g4 d5!?
A B C D E F G
ABCDEFGH
Staðan eftir 10. — d5!?
Þessum leik beitti Botvinnik
fyrstur manna í skák sinni við
Aljechin í Nottingbam 1936. Sú
sögufræga skák varð jafntefli.
í mörg ár hvarf 10. g4 af
sjónarsviðinu vegna 10. — dö! ?
en Pachmann og fleiri hafa kom-
ið fram með þá skoðun, að hvít-
ur hafi góða möguleika á hag-
stæðu tafli með þeirri leið er
Fi-scher velur í þessari skák.
Einnig getur svartur reynt
10. — Ra5. 11. g5, Re8. 12. Dd2,
Hc8.
11. fS
Ef 11. e5, þá 11. — d4!
11. — Bc8
12. exd5 Rb4
13. Bf3/
Eftir 13. d6, þá e6!
13. — gxf5
14. a3f fxg4
15. Bg2
Hér yfirgtfi’r Fischer Pach-
mann. Aðalafbrigðið er 16. axb4,
gxf3. 17. Dxf3, Bg4. 18. Dg2,
Bh5. 19. Bd4 Bg6. 19. 0-0-0.
Samkvæmt mati Paehmanns,
hefur hvítur betri möguleika.
15. — Ra6
16. Dd3 e6?
Annar möguleiki er hér j.6,
— Rd7.
17. 0-0-0 Rxd5
18. h3 g3
Af skiljanlegum ástæðum viR
svartur forðast opnun h-línunn-
ar. Svartur getur ekki hreyft
Rd'5 og eftir 18. — Bxc3. 19.
bxc3, De7. . 20. Kb2 og svartur
hefur ekki tök á að stöðva
kóngssókn hvíts.
19. Hhgl! Dd6
20. Bxd5 exd5
21. Rxd5 Kh8
22. Bf4 Dg6
23. Dd2 Bxh3
24. Hxg3 Bg4 .
25. Hh Hfe8 1
Reshewsky á við mikla örðug-
leika að stríða. Ef 25. — Had8
þá 26. Re7!, Df6. 27. Hxh7f,
Kxh7. 28. Dh2|, Bh6. 29. Hxg4
og vinnur.
26. Re3 De4
27. Dh2 Be6
Engin fullnægjandi vörn finnst
fyrir svart.
28. Hxg7! Kxg7
29. Dh6? Kg8
30. Hglt Dg6
31. Hxg6t fxg6
32. Rd4 Had8
33. Be5 Hd7
34. Rxeð Hxe6
35. Rg4 Hf7
36. Dg5 Hflt
37. Kd2 h5
38. Dd8f ★ gefið
Friðrik Ólafsson er •
bil að vinna sér réttindi á milli-
svæðamotið í annað sbin á sama
árinu! og eftir því sem ég het
komizt næst er hann eini skák-
maðurinn í heiminum sem það
hefur leikið. í trausti ?ess að
Friðrik takist að verða efstuna
á þessu móti (Hefur hlotið 11 Va
í 13 skákum) vill þátturinn nota
tækifærið og óska Friðrik til
hamingju með þetta prýðisgóða
afrek.
Ingi R. Jóh. }'
<VT 4LFLUTNINGSSTOFA
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Aðalstræti 6, IH. hæð.