Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 12
12
MORGVWBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. ágúst 1961
Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm: úðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
ÞAÐ SEM GERÐIST í SUMAR
k rangurinn af viðreisnar-1
ráðstöfunum, sem gerð-
ar voru í fyrravor, var sem
alkunnugt er orðinn mjög
góður rúmlega ári síðar. —
Efnahagslegt jafnvægi hafði
náðst, sparifjársöfnun aukizt,
greiðsluj öfnuður við útlönd
var hagstæður o. s. frv. —
Stjórnarandstæðingar höfðu
spáð því allt viðreisnarárið,
að efnahagsráðstafanimar
mundu hrynja um sjálfar
sig. En þegar kom fram á
vormánuðina, varð þeim
ljóst, að allar áætlanir hefðu
staðizt, þrátt fyrir aflabrest
og verðfall á útflutningsaf-
urðum.
í stað þess að játa, að
þeim hefði skjátlazt, gripu
bandalagsflokkarnir, komm-
únistar og Framsóknarmenn,
til þess ráðs að gera leynd-
aráætlun um samræmda
skemmdarstarfsemi í þjóðfé-
laginu. Inntak þeirrar áætl-
unar var á þá leið, að komm-
únistar skyldu efna til víð-
tækra verkfalla í þeim fé-
lögum, sem þeir réðu. Þeir
skyldu ekki semja um nein-
ar kjarabætur, heldur krefj-
ast svo mikilla launahækk-
ana, að útilokað væri að
efnahagslífið gæti undir þeim
staðið. Gegn þessu hét Fram-
sóknarflokkurinn því, að láta
SÍS bregðast skyldu sinni
sem heilbrigður atvinnurek-
andi í lýð-fæðisþjóðfélagi og
gera pólitíska kaupgjalds-
samninga.
Öllum er ljóst, hverjar
urðu afleiðingar þessara
skemmdarstarfa. 1 verkföll-
unum var gengi íslenzku
krónunnar fellt, kippt var
stoðum undan því jafnvægi,
sem náðst hafði og var orðið
grundvöllur að stórstígum
framförum og bættum lífs-
kjörum.
ATTI AÐ
BINDA KAUP
Ý^msir hafa hreyft því, að
ríkisstjórnin hefði átt að
lögfesta miðlunartillögu sátta
semjara, þegar báðir aðilar í
vinnudeilunum höfðu fellt
hana. Tvenn rök hefðu mælt
með því að fara þá leið.
í fyrsta lagi var ljóst af
hinni litlu þátttöku í at-
kvæðagreiðslunni, og at-
kvæðatölum, að ekki var a.
m. k. mikil andstaða gegn
lausn á þann veg, sem tillag-
an gerði ráð fyrir. í öðru
lagi fór það svo ekki á milli
mála, að þegar SlS tók upp
sérsamninga við Dagsbrún,
var ekki lengur um venju-
lega vinnudeilu að ræða,
heldur pólitíska svikastarf-
semi.
Viðreisnarstjórnin hafði
lýst því yfic, að það væri
mál vinnuveitenda og laun-
þega að semja um kjörin og
hún mundi ekki hafa af-
skipti af slíkum samningum.
En þegar vinnudeilurnar
voru orðnar pólitískar, mátti
segja að málin horfðu öðru-
vísi við. Þess vegna hefði
stjórnin getað lögfest miðl-
unartillöguna.
En hins er þá að gæta, að
heilbrigt lýðræði þróast ekki,
ef stjórnarvöld þurfa sýknt
og heilagt að grípa inn í hags
munaárekstra. í vinnudeil-
um ætlast lýðræðið til ákveð
ins þroska beggja deiluaðila.
Því miður hefur hann ekki
verið fyrir hendi hérlendis,
þar sem verkfallsvopninú
hefur verið beitt óhæfilega
og meira að segja oft and-
stætt hagsmunum launþega.
Mjög mikilvægt er hins-
vegar, að slíkur þroski og
ábyrgðartilfinning nái að
festa rætur. En hæpið er að
sú yrði raunin, ef stöðugt
væri gripið í taumana af
æðstu stjórnarvöldum. Þvert
á móti mætti þá gera ráð
fyrir eilífum uppþotum á-
byrgðarlausra manna, sem
eftir á gætu skellt skuldinni
á stjórnarvöldin, sem hefðu
tekið lokaákvörðun í málinu.
Hitt er svo annað mál, að
svo langt geta skemmdar-
verkamenn gengið, að taka
verði í taumana, enda munu
flestir þeir, sem andvígir
voru lögbindingu í sumar,
krefjast hennar, ef niðurrifs-
öflin gera nýja tilraun til að
eyðileggja efnahag landsins
og girða fyrir þær kjarabæt-
ur, sem við getum aflað
okkur.
LAGT AÐ
JÖFNU
Allt þar til í gær hefur
Tíminn hlífzt við að taka
afstöðu í Berlínarmálinu í
ritstjórnargrein. Lengur hef-
ur þó ritstjórinn ekki treyst
sér til að þegja þunnu hljóði,
og í gær segist hann for-
dæma atferli vina sinna í
Austur-Berlín. En hvers eðlis
er þá fordæmingin? Hún
birtist í þessum niðurlagsorð-
um ritstjórnargreinar Tím-
ans: a
„Vissulega fordæma þeir
(íslendingar) ofbeldið í
Berlín, en þeir munu ekki
láta það verða til þess yð
IITAN UR HEIMI
tP
.. *&&&$&&£
—
n ?
SAU FRANCISCO £XAMINER “"***
lOlfi CENTURY W
COLOKIIAtlSM f
vFy
Nýlendustefna 19. og 20. aldar.
Má ekki bjóða ykkur áhrifameiri vopn, herrar mínir?
SMt/
.b
f
yen TAIWAN
í fútspor föðurins
SÍÐASTLIÐINN þriðjudag
kom fram í Tívolí í Kaup-
mannahöfn nýr sænskur ten-
gleyma ofbeldinu, sem hefur
verið framið hér heima, held
ur einmitt láta Berlínarof-
beldið minna sig á það. Það
er jafnmikil nauðsyn að vera
á verði gegn brúnu og rauðu
ofbeldi“.
Inntak greinarinnar er sem
sagt það, að hér sé við líði
nazismi, í Austur-Berlín
kommúnismi, og stjórnarfar
hér og þar sé ámóta. Þá vita
menn það, að Tímamenn
leggja stjórnskipulag á ís-
landi og í kommúnistaríkjun-
um að jöfnu. Þeim mun auð-
veldara verður fyrir þá að
hoppa yfir í náðarfaðm
kommúnismans, ef þeir næðu
meirihlutavaldi hérlendis
með kommúnistum og mynd-
uðu stjórn með þeim, eins og
áætlanir hafa verið gerðar
um. —
órsöngvari, og var honum af-
ar vel tekið af áheyrendum.
En söngvari þessi heitir Rolf
Björling og er sonur Jussi
Björling.
Það má segja að söngurinn sé
hönum í blóð borinn. En hann
var þó ekki hvattur til söngnáms
af föðoir sínum, sem helzt vildi
að sonurinn helgaði sig viðskipta
lífinu. En röddin var fyrir hendi
og Rolf hóf söngnám í Stokk-
hólmi á tónlistarháskólanum ár-
ið 1953. Þar kynntist hann konu
sinni, sem er bandarísk, og
tveim árum síðar fiuttu þau til
Bandaríkjanna. í New York hélt
Rolf Björling áfram sönginámi
hjá ýmsurn þekktum kennurum,
meðal annars hjá Kurt Adler,
sem er stjórnandi við Metro-
politanóperuna þar í borg.
Rolf Björling var algjörlega
óþekktur í Danmörku og ríkti
þar mi'kil eftirvænting að heyra
son Jussi Björlings syngja. Og
í viðtali við eitt Kaupmanna-
hafnarblað sagði Rolf að hamn
teldi konsertinn í Tivolí afar
þýðingarmikinn. Þetta væri eig-
inlega fyrsti stóri konsert hans,
en auk þess vissu Svíar bezt
hvers virði það væri að vinna
hylli danskra áheyrenda.
Rolf Björling
Aðspurður um álit föður síns
á söng hans sagði Rolf: Ja, það
vill nú svo til að þegar hann var
í New York hittist alltaf þannig 4
að hann söng sömu kvöld Og ég.
Ef satt skal segja, hefur hann
aldrei heyrt mig symgja.