Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 15
Sunnud^gur 20. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ' 15 ☆ ÞAÐ er súr en sönn stað- reynd, að máltíð um borð í geimfari á braut úti í geimnum mun aldrei verða framreidd á svipað- an hátt og við jarðarbúar erum orðnir vanir við: borð, hlaðin alls konar krásum, þar sem diskun- um, hnífunum, skeiðun- um o. s. frv er raðað nið- ur eftir öllum kúnstarinn- ar reglum, og hinn svangi þarf ekki annað en teygja út hendurnar eftir því, sem framkallar mest vatn í munninn í augnablikinu. Hvort sem það er vín, vatn eða mjólk, sem drukkið er, þá sér þyngd- araflið fyrir því, að vökv- Þannig verður eldhúsinu komið fyrir í geimfarim' líkjast risastórum tannkrems- túpum, munu geyma mest af matnum, sem einnig mun þó verSa í venjulegum niðursuðu dósum. Þegar geimfarinn borð ar, þá mun hann kreista mat- inn úr túpunum upp í sig í gegn um þar til gerð munn- stykki. Jafnvel fæðunni í nið- ursuðudósunum mun á sama hátt verða þrýst upp í munn geimfarans með sérstaklega gerðu áhaldi. Lítil vatnsdæla mun sjá svo til, að vatnið fari sömu leið. Ekkert uppvask Já, máltíðin úti í geimnum mwn verða einföld í sniðum og lítið um venjuleg matará- höld, og er ekki laust við, að manni finnist máltíðin heldur rislág. Einn kost hefur þó þessi mataraðferð. Geimfarinn sleppur svo að segja við allt uppvask. Til þess að hita upp matinn stendur geimförunum lítill ofn til boða, og er þá ekki ann að en að stinga túpunum eða niðursuðudósunum inn í hann hálftíma áður en matast er. Kælikerfi finnst einnig í eld- húsinu. Björgvin Hólm: Fyria geimeldhúsiö Geimfarar verða að venja sig við algjörlega nýja borbsibi inn heldur kyrru fyrir í glasinu þar til honum er „hellt upp í munninn“. Ef geimkokkurinn yrði skyndilega gripinn heimþrá og reyndi að framreiða matinn á sama hátt og hann var vanur heima ,,niðri á Jörðunni“, er hætt við, að hann fengi fljót- lega nóg. Ekki myndi líða á löngu þar til matsalurinn yrði ónothæfur, því til þess að kom ast að matborðinu yrðu geim- fararnir að brjótast í gegn um frumskóg af göfflum, diskum, glösum, kartöflum, piparglös- um, svífandi í lausu lofti og hver veit hvað. Og ef geim- kokkurinn hefur vogað að hella vatni í glösin, þá geta geimfararnir fengið sér bað á leiðinni. En að um nokkra máltíð yrði að ræða er harla hæpið. Geimeldhúsið Til þess að koma í veg fyrir Tveir þeirra, sem vinna að smíði geimeldhússins, H. Brehm og W. Saenger, ræðast við um ýmis vandamál, lem leysa þarf, áður en eldhúsið verður tekið í notkun úti í geimnum. að slíkt þurfi nokkurs tíma að koma fyrir úti í geimnum hefur fyrir- tæki í Michigan, Whirlpool Corporation, fengið það verk- efni að framleiða fyrsta geim- eldhúsið. Fyrirtækið, sem er ósköp venjulegt fyrirtæki, sem fæst við heimilisinnrétt- ingar, hefur tekið verkefnið föstum tökum, og hefur nú þegar gert líkan af fyrsta geim eldhúsinu. Þeir gera sér það Jjóst, að þar sem algjört þyngd arleysi ríkir úti í geimnum, þá geta matarsiðirnir þar aldrei líkst þeim sem menn- irnir eru vanir við. Vegna þess og einnig fyrir það, að hætta er við að geimfararnir verði einmana úti í geimnum við hin óvenjulegu og framandi skil- yrði, þá hafa þeir sem teikn- aS hafa eldhúsið reynt að hafa það eins líkt og venjulegt heimiliseldhús og hægt er. Á þann hátt reikna þeir með að geimförunum finnist þeir ekki vera alveg slitnir frá Jörðinni. og að þeir fái meiri öryggis- tlfinningu, sem er svo nauð- synleg. Einn í einu Eldhúsið, sem á að geta fætt þrjá geimfara í 14 daga, mun vera staðsett í framhluta margþrepa geimflaugar og er um 3 metrar að lengd. Að- eins einn geimfari mun geta borðað í einu, enda er reiknað með þvií, að nauðsynlegt verði, að tveir menn séu stöðugt við stjórntæki geimiflaugarinnar. Mun hann sitja á stól, sem mun halda honum föstum við ,,matborðið“ og þaðan mun hann ná til alls sem hann þarfnast. Þar sem maðurinn sjálfur breytist ekkert þótt honum sé skotið út í geiminn, þá þarfn- ast hann nákvæmlega sömu næringarefna þar, sem hann er vanur við niðri á jörðinni. Vatn mun auðvitað verða nóg og einnig nægileg smáfæða svo sem sælgæti, hnetur, smá- kökur og litlar samlokur. Mest af fæðunni mun þó verða í heldur óvanalegu á- standi. Matarílát. sem helst DIVINC5 FROM A SPACE ALTITUDE Of= IOO MILES INTO EARTH'S ATMOSPHERE, THE WHOLE X-15 ROCKETPLANE GLOWS AT A CHERRY RED HEAT 01= 1200” F. 1961, McCLUtE NEWSFAfER SYNOICATR & 8UT wrm HIS COCKPIT WELL- INSULATED -PLUS A REFRIGERAnoN SYSTEM— THE SRACE POOT H/OULD ^EMAlN C00L IN HI5 FLAMIN6 CHARIOT. Hættuleg dýfa. — Þegar tilraunaflugvélin X-15 dýfir sér úr 100 mílna hæð í gegnum lofthjúp jarðar, er hún gló- andi af hita, 1200 gráður F. En flugmaðurinn mundi sitja þægilega í stjórnklefa sínum, sem mundi verða vel ein- angraður og búinn kælitækjum. Fine World EARTH'S ATMOSPHERE NITR.OGEN....7S% OKYOEN.____.21% OTHER GASES___1% IN OUR EARTHLY AIR-WHICH IS Hs OK/GEN- FIRE 15 ONLY AN OGCASIONAL DANGER. * BUTIF AN ALIEN PLANETÍS ATMOSPHERE HELD 50% QWGEN/ EVEN 5UNLIGHT REFLECTED FROM A SPACEMAN'S SHINy HELMET' WOULD 5TART RRES „ . WHEREVER HE WENT/ e 1991, McCLURE NEWSPAFEi SYNDICAYE Andrúmsioftið á jöðinni er samsett af kijfnunarefni 78%, súrefni, 21% og öðrum lofttegundum 1%. Þar sem súrefnismagnið í loftinu er aðeins einn fimmti hluti, er hættan á eldsvoðum tiltölulega lítil, en súrefnið er mjög eldfimt. — En ef andrúmsloftið á einhverri stjörnunni væri súrefni til helminga, eða 50%, þá mundi ástandið vera þannig, að endurskin sólarinnar frá hjálmi geim- farans, mundi kveikja elda hvar sem hann færi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.