Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 6
e MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 20. ágúst 1961 „Rocco og bræður hans“ Morðið er sýnt á óhugnanlega raunsæjan hátti MT Ný, Itölsk kvlkmynd, er veldur deilum I FYRRA beindist athygli áhuga manna um kvikmyndalist eink- um að Frakklandi, þegar „hin nýja bylgja" reis hvað hæst. I ár eru það aðallega tveir ítalsk- ir listamenn, sem eftirtekt vekja. Annar er Michelangelo Antoni- oni, sem varð heimsfrægur í einu vetfangi, þegar myndir hans, ,,#ívintýrið“ og ,,Nóttin“ komu á markaðinn. Áður umdeildur. Hinn er Visconti, 54 ára gam- all, og löngu þekktur í heima- landi sínu. Hann er af hertoga- ættum í Langbarðalandi, vann við kvikmyndagerð með Jean Renoir fyrir stríð, og gerði fyrstu myind sína, „Ossessione", 1942. Hún var gerð eftir sögu James McCains ,,Pósturinn hringir allt- af tvisvar“. Utan Ítalíu munu tvær myndir hans hafa orðið einna þekktastar: „Hvítar næt- ur“, sem gerð er eftir samnefndri sögu Dostojefskís og þykir frem ur slappt og misheppnað lista- verk, gervi-rómantísk vella, og „Sonso“. Sú kvikmynd er ástríðu þrungin ástarsaga, sem gerist í( styrjöld Austurrí'kismanna og ítala 1866. Hún hefur venjulega verið sýnd niðurskorin og lim- lest. Höfuðmynd Viscontis til þessa er talin kvikmyndin „Jörðin skelfur", som hann gerði 1948 um líf fátækra fiskimanna á Sikiley. Myndin er beizk og mis- kunnarlaus í raunsæi sinu og fékk mikinn mótbyr meðal ým- issa, sem nokkurs máttu sín í kvikmyndaheimi ftala. Leiddu þær undirtektir til þess, að Vis- conti srieri sér að leikhúsinu um hríð. Fjölhæfur og réð við Callas Hann gerðist leik- og óperu- stjðri á sjötta tugi aldarinnar og gat sér alþjóðlega frægð. Nýjasta mynd hans, „Rocco og bræður hans“, hefur vakið slíkt umtal og athygli, að með fádæm um er. Deilurnar, sem standa um hana, eru svo hatrammar og margvislegs eðlis, að mönnum hefur reynzt örðugt að meta Framhald á bls. 22. Kristmann Guðmundsson rithöfundur sendi Velvakanda eftirfarandi pistil um skrúð- garða. ÞAÐ er aðallega tvennt, sem athuga þarf, þegar gera skal skrúðgarða á íslandi: bæta jarðveginn og skapa skjól. Það er ákaflega vindasamt á íslandi og skjól óvíða sjálf- fengið, nema þá helzt inn til dala. Vindurinn er versti tálminn á vegi allrar skrúð- ræktar hérlendis. Ef góður árangur á að nást, verður fyrst og fremst að koma í veg fyrir að vindurinn geti eyðilagt hinn viðkvæma gróð ur, sem alloft er hinn feg- ursti. Þar sem ekki er skýlt frá náttúrunnar hendi eða af húsum í borgunum, verður ekki hjá því komizt að búa til skjól, ef gera á fallegan skrúðgarð. * En mögulegt er að hefta ofsa vindsins á tvennan hátt, svo að hann geri tiltölulega lítinn skaða: með góðum lim- girðingum og skjólveggjum, annað hvort steyptum eða hlöðnum úr grjótj og torfi. • Skjólveggir 1 limgirðingarnar má nota ýmsar víðitegundir, t.d. lyng- víði Og íslenzkan gulvíði. Ef beltið má vera breitt, er ágætt að hafa röð af sitka- greni innst, því að það skýl- ir bæði sumar og vetur og er fljótvaxið. Þingvíðir verður allt að 8 metra hár, en er gisinn að neðan. Þar má nota gulvíðinn til þéttis. Sé hann klipptur skynsamlega, greinir hann sig alveg niður að beð- inu og skapar þannig gott skjól á fáum árum. Sitka- grenið má standa með eins til hálfs annars meters milli- bili og þarf ekki að klippa það. Á 10—15 árum verður úr því þéttur skjólveggur, svo naumast kemst andblær í gegn. Skjólveggina má gera með ýmsu móti og eiga þeir helzt einnig að vera beð fyrir alls- konar jurtir og runna. — Á þann hátt verða þeir miklu endingarbetri, því að rætur jurtanna njörva þá saman, svo að hvergi er lát á eftir nokkur ár, og eins miklu fal- legri. Bezt er að hafa undir stöðurnar úr grjóthleðslu, sem fyllt er með mómold í allt að meterhæð — má vera einn og hálfan meter. Grjótlag verður a.m.k. að snúa að garð inum, bæði til þess að vama grasinu að vaxa niður í beð- in og til fegurðarauka og nyt semdar. Grjótið safnar sólar- ylnum á daginn og gefur hann frá sér í svala nætur- innar, en auk þess eru blóm ætíð falleg upp við steina. Veggurinn sé að öðru leyti úr góðri mold, mó og gras- rótarhnausum, breiðastur að neðan, en þynnist því meir sem ofar dregur, allt í 30— 40 sm. og hættir *þá síður við hruni. í slíkum skjólvegg má rækta íslenzkt birki og fjall- drapa, grávíði, loðvíði, gul- víði, skráprós, íslenzku villi- rósimar, Douglaskvist og fjölda blómjurta, svo sem sigurskúf, garðatvítönn, dag- stjörnu, náttfjólu, risadún- jurt, blágresi, mjaðarjurt, um feðmingsgras, giljaflækju, rauðsmára. Alaskalúpínu, randagras og margt, margt fleira. Undir slíkum vegg er tiltölulega auðvelt að rækta margar fegurstu skrúðgarða- jurtir, sem vaxa á Norður- löndum, að því tilskildu þó, að jarðvegurinn sé hæfur, en þá er komið að því, sem næst skjóli, er nauðsynlegast að taka með í reikninginn, þegar verið er að skipuleggja skrúðgarð. ■ Blönduð mold íslenzk mold er nálega ætíð snauð af rotnuðum jurtaleif- um, það gerir skógarleysið. En mold, sem er of leirkennd og þétt í sér er ákaflega ó- heppileg í skrúðgarða, þótt hún geti í sjálfu sér verið nægilega frjó fyrir trjá- kenndan gróður. Holklakinn lyftir hénni, þegar frýs á auða jörð, sem hér er al- gengast, og slítur þá rætur allra ungra og veikbyggðra jurta. Til að koma í veg fyrir þetta verður að blanda jarð- veginn með rotnuðum jurta- leifum, og til þess er illgres- úr garðinum hið prýðileg- asta, þegar það hefur verið látið ronta í safnhaugi. Auk þess þarf að blanda í mold- ina, eins og áður er sagt, grófum sandi, og gömlum hús dýraáburði. Sá þannig frá garðinum gengið í fyrstu, þá þarf ekki að kvíða svo mjög mistökum og heldur ekki að láta í hann mikinn húsdýra- áburð fyrst um sinn eftir það; verður þá miklu léttara að halda illgresinu í skefj- um. Náuðsynlegt er þó að láta húsdýraáburð í garðinn a.m.k. þriðja hvert ár. Tilbúinn áburður hefur mér alltaf gefizt illa og þori ég því ekki að mæla með honum í skrúðgarða. Ekkert er unnið við það að hauga Og miklum áburði í garðinn, því að margar jurt ir, einkum trjákenndar, blómstra illa í offrjórri mold. En allar jurtaleifar, sem til falla, þarf moldina að fá aftur: lauf og blöð, arfa og allt þess háttar. Illgresið lætur maður rotna í smáhaugum og dreif- ir því síðan í beðin. Það er bezti áburður, sem völ er á fyrir ýmsar jurtir, einkum þær, sem þrífast bezt í súrri mold. Þegar byrjar að frjólsa að haustinu getur verið nauð- synlegt að klippa blómin af jurtum, er þá eiga eftir nokkra blómgun, sem alloft vill verða með fallegustu lúp ínurnar t.d., en ekki má klippa annað en sjálf blómin. Hitt á að visna niður af sjálfu sér, svo að rótin geti heimt til sín það, sem hún vill úr stönglinum, áður en hún sofnar vetrarsvefninum. Það á aldrei að klippa ofan af plöntum Og jurtum á haust- in, en á vorin má fjarlægja hörðustu stönglana. Varast skal að hreinsa beðin, það er öruggasta leiðin til að eyði- leggja ræktunina í höndum sér, gamall pjattsiður, sem klókir garðyrkjumenn viðháfa ekki lengur. Náttúran. rakar ekki beðin sín á vorin, heldur nötar hún vísnað laufið og jurtaleifarnar til að skýla fræ- plöntunum og hinum unga gróðri. Þannig myndast smám saman hin svonefndi „skógar- botnsjarðvegur", sem geymir allar rætur bezt. En þar sem íslenzkur umhleypingavetur fær að leika lausum nala um nakin beð, er hætt við að eitt- hvað komi ekki til skila af fallegustu blómjurtunum næsta sumar. Hæpið er að fara beinlínis eftir útlendum fyrirmyndum í íslenzkri garðagerð. Af þeim má auðvitað talsvert læra, en af reynslunni, sem þegar er fengin á íslandi, er alveg aug- ljóst að við verðum að kanna nýja stigu Og sneiða hjá út- lendum alfaraleiðum. Skjól verður að skapast, en skjól- veggir Og skjólgirðingar þurfa að vera hluti af garðinum og auka á fegurð hans. Veggir úr torfi og grjóti eru ekki dýrari en gaddavírsgirð- ingar, þegar til lengdar lætur, en það er skrambans mikill munur á fegurðargildi þess- ara girðingaaðferða. Og hér á landi er mikið af fallegu grjóti, stuðlum og hálfstuðl- uðum dröngum af ýmsri gerð, hraunkörlum allskonar, hell- um og fl. af slíku tagi. Með öllu þessu má skapa fegurð í garðinn, fegurð sem jafnframt er vita gjafi og veitir skjól. Með tiltölulega litlum kostn- aði má búa til fallegar stein- hæðir, t.d. í sambandi við skjólveggina. f þeim má koma fyrir litlum fössum og lækjum, sem eru stórum skemmtilegri en gosbrunnar, og auðvitað ís- lenzkari og láta vatnið renna út í litlar tjarnir, þar sem svo má rækta ýmsar vatnajurtir, sem margar hverjar eru stór- fallegar. Ég er ekki í vafa um að landslagsgarðar munu eiga hér mesta framtíð, og ef til vill eru þeir auðveldastir i okkar loftslagi, þegar öllu er á botninn hvolft. Á ég þar við þá garðagerð, sem líkir eftir sjálfri náttúrunni á listræn- an hátt. En einnig þar vérður að finna leiðir, sem hæfa ís- lenzkum staðháttum og lofts- lagi. Við verðum að búa til jarðvegsblöndu, sem umhleyp- ingar vinna ekki á, og ráða fram úr þeim örðugleikum, er vindar valda. Hér er nógu bjart og nægilega hlýtt til þess að fagrir garðar megi þríf ast. En það er rosinn og hin þétta, leirkennda mold, sem standa einna fastast í vegi fyr- ir skrúðgarðaræktun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.