Morgunblaðið - 27.08.1961, Page 20

Morgunblaðið - 27.08.1961, Page 20
20 MORCllTSniAÐlÐ Sunnudagur 27. ágúst 1961 verið herbergisþerna hennar, þegar sú síðarnefnda stóð á há- tindi frægðar sinnar. Mamma var viss um að þetta væri mitt stærsta tækifæri, og þess vegna eyddi hún heillar viku launum í að kaupa handa mér kvöldikjól með við eigandi skóm og nokkr- ar útsetningar. Þá var nóg eftir fyrir fargjaldi aðra leið og ein- hverju að borða. Á síðasta augnabliki notaði ég matarpen- ingana til að kaupa mér leik- sviðsfarða og örlitla handtösku, sem hæfði kjólnum. Eg man það ennþá, hvað ég skalf, þegar ég kom upp á sviðið til að reyna mig. Eg sagði píanó- leikaranum að spila „Under- neath the Harlem Moön“, sem var afar vinsælt um þessar mundir. Eg var ekki búin með fyrsta kórinn, þegar Ethel Wat- ers stökk á fætur í dimmu leik- húsinu. „Það verður ekkert úr að neinn syngi á þessu bölvaða sviði, nema ungfrú Ethel Wat- ers og The Brown Sisters,“ þrumaði hún. Þá var það búið. „Underneath the Harlem Moon“ var bezta at- riði hennar, en enginn hafði sagt mér frá því, ég hafði ekki hug- mynd um það. Svo rétti leikssviðsstjórinn mér hundraðkall, og sagði mér, að óhætt væri fyrir mig, að taka næsta vagn heim. Eg henti pen- unum í hausinn á honum og sagði honum að skammast sín, og skila því sama til ungfrú Wat ers. Eg átti ekki grænan eyri, þeg- ar ég kom út. Eg var í Phila- delphiu í nokkra daga, unz mér hafði tekizt að skrapa saman fyrir fargjaldinu heim. Seinna heyrði ég eftir ungfrú Waters, að ég syngi „eins og skórnir væru of litlir" á mig. Ekki veit ég, hvers vegna Eth el Waters var illa við mig. Eg — Halda dýrin ykkar áfram að hverfa? — Já, tveer geitur hurfu í nótt, Berfai hafði aldrei gert henni neitt, nema þá að syngja þetta fína lag hennar kvöldið, sem ég átti að fá mitt gullna tækifæri þarna í Philadelphiu. ★ Meðan ég kom víðar og bar hróður Holiday nafnsins um landið, heyrði ég reglulega frá pabba. Hann var hinn montnasti af mér. Svo var það að næturlagi í febrúar 1937, þegar ég vann í Uptown House, að ég var kölluð í símann rétt áður en ég átti að koma fram. Það var landssíminn fná Dallas í Texas. Kuldaleg rödd sagðP „Er þetta Eleanóra Billie Holiday ? Eg sagði já. „Er Clarence Holiday faðir yðar?“ Aftur játaði ég. „Hann er nýdáinn", sagði röddin. Hann hélt áfram, en ég var svo höggdofa, að ég heyrði ekki orðaskil. „Viljið þér láta senda yður likið?“ Eg vissi ekki hvað ég ætti að gera né segja. Eg stóð þarna með heyrnatólið í hendinni, og gat engu orði komið upp. Til allr ar hamingju var Clarke Monroe viðstaddur. Hann tók við síman- um. Það var einhver uppgjafa- hermannaspítali í Texas, sem var að reyna að losa líkhúsið hjá sér. Clarke var ágætur. Hann tók stjórnina, lánaði mér bílinn sinn, og sá um allan undirbún- ing. Þegar líkið kom, sáum við, að pabbi hafði verið lagður til í smókingjakkanum, sem hann var í á sviðinu. Stífað skyrtu- brjóstið var blóðstokkið. Eg komst aldrei að, hverjum þetta var að kenna, Clarke var hvort eð er búinn að laga hann til, áð- en mamma sá hann. Mamma gekk að kistunni, og ég get enn séð hana í huganum. Hún kraup þar í fjórar stundir — Það var slæmt... .Ef til vill gæti ég verið þér til aðstoðar í nótt, ef þú ætlar að Lafa vörð við stíurnar! Hann var eini karlmaðurinn, sem hún hafði nokkru sinni elsk að. Þau höfðu ekki búið saman í mörg ár, en tilfinningar hennar og tuttugu miínútur. Eg segi þetta satt, því að ég beið eftir henni allan tímann. Henni kom ekki tór á auga, og hún sagði ekki orð. Hún hélt bara á bæna- bókinni, og varir hennar sáust hreyfast, ef vandlega var gætt að. í hans garð breyttust aldrei. Henni fannst hún ennþá eiga hann, eða að minnsta kosti hluta af honum, og náði sér aldrei eft- ir dauða hans. Hún var afskaplega viðkvæm, og ekki síður trúuð. Hún gat skilið og f/rirgefið, að aðrir litu ekki eins alvarlegum augum á hjónabandið, en henni var það alltaf heilagt sakramenti. Lækn- ir sagði einu sinni við hana, þeg ar ástæður hennar bötnuðu, að hún ætti að gleyma pabba, og reyna að lifa eðlilegu lífi, og fá áhuga á einhverjum öðrum manni. Hún hristi bara höfuðið. Hann var maðurinn hennar. Ekkert, nema hinar dýpstu og einlægustu tilfinningar g e t a breytt jafn átakanlegum við- burði og dauði pabba var í hlægilegt sjónarspil, eins og jarðarför hans varð. Ekki voru margir viðstaddir, en hún varð nógu flókin og erf- ið fyrir það. 1 fyrsta lagi vorum við mamma. Svo var stjúpmóðir mín, Fanny Holiday. Það varð til þess, að ég þurftí ekki að sjá um eina, hálf-vitskerta konu, heldur tvær. Það var ekki það eina. Nokkr- ar ævintýrakonur komu og þóttust hafa verið hans einasta. En það leið ekki á löngu, unz ég komst að því að ég átti ekki eina stjúpmóður heldur tvær, og sú síðari reyndist vera hvít kona. Hún birtist við jarðarförina með tvö börn. hálfsystkini mín, sem einnig voru hvít. Þetta voru mér fréttir en hún var falleg kona, börnin voru myndarleg. Það kom í ljós, að hún var vell- auðug og hafði kynnzt pabba, þegar hann vann á Roseland. Þau höfðu eignazt þessi tvö börn, sem hún ól upp sem hvít. Þetta minnti mig á, hversu furðulegu landi við lifum í. Ég hafði oft beðið eftir pabba í bak- dyraganginum á Roseland og stjóm þess hafði sagt upp þegar í stað þeim mönnum, sem gerðu — Það væri ágætt Berti. Týndi skógur er víðáttumikill og því erfitt fyrir einn mann og hund að hafa þar eftirlit. svo mikið sem að líta á hvita stúlku, ef þeir komust að því. Það hefði allt orðið vitlaust, ef þeir hefðu séð pabba sitja við sama borð og hvítan kvenmann. En þetta var al'lt til að sýnast, eða þá það var til einskis. Ef þeir voru að reyna að balda svörtum strákum frá hvítum stelpum, er öruggt, að áhrifin urðu þveröfug. Allar löggur í New York hefðu orðið að gefast upp við það. Enda voru þessi tvö börn otvíræð sönnun þess. Ég talaði við hana um bf-nin og pabba. Hún sagði mér, að hún æli þau upp sem hvít. Ég sagði henni að mér væri hjartanlega sama, og ef það gengi væri það ágætt en ég áleit samt, að ekki væri rétt af henni að segja þeim ekki frá því. Þau myndu komast að því einhverntíma, ef þau væru þá ekki búin að því, er þau sáu svip móður sinnar, er hún horfði á líkið. Hvern ætlaði hún að leika á veit ég ekki. Ég hefði séð hvernig í öllu lá um leið og ég kom inn, hefði ég 'verið á þeirra aldri. Og ég var ekki að halda, að krakkarnir væru neitt heimskari en ég. Það varð því talsvert erfitt að koma lagi á jarðarförina. Nán- oistu ættingjar áttu að koma mæst á eftir Kistunni, en þegar átti að ákveða, hverjir væru nán ástir, fór allt í háaloft. Ég fékk að kenna á öllu saman, af Því 'að ég stjórnaði. Presturinn, jarð- arfararstjóriim og læknirinn spurðu mig allir um, hvemig ætti að haga þessu. Mamma h_lt því auðvitað fram, að hún væri honum nán- ust og helzt vildi hún ekki láta ihinar tvær koma nálægt. Þá reis upp ógurleg deila milli henn ar og Fanny Holiday. Mamma sefti úrslitakosti og sagðist ekki mundu fara í -fyrsta bílnum, ef Fanny yrði þar líka. Ég reyndi að lempa hana til og sagði: „Liblab er dauður, og enginn getur kallað hann til baka. Eftir fimm mínútur verður hann kom inn ofan í jörðnia, og hvað í ósköpunum hafið þið tvær nú til að rífast um?“ Pabbi hafði 'gengið undir gælunafninu Lib- lab. Mamma var að vísu ekki há í loftinu, en hún var stolt. Hún hafði neitað að vera í sama bíl og við Fanny Holiday, og hún stóð við orð sín. Clarke Monroe faafði lánað mér kádiljákinn sinn, en mamma þaut í burtu til að leigja annan handa sér. Við Fanny ókum saman til 'grafarinnar. Það voru heilir bíl- farmar af blómum og sendi- nefndir frá hljómsveitum, sem faann hafði leikið í, en mamma 'sást hvergi, ég varð hennar ekki vör fyrr en ég var kominn heim. 'Þá kom hún al'lt í einu í leigða 'bílnum. Hún hafði villzt og ekki 'getað fundið kirkjugarðinn. Mamma náði sér eiginlega aldrei eftir það áfall, sem dauði pabba var fyrir hana. Það tók mig líka langan tíma, einkum eftir að ég komst að, hvernig dauða hans hafði borið að hönd- 'um. Big Sid Catlett hafði verið faerbergisfélagi hans, en báðir faöfðu verið í Don Redmond hljómsveitinni, og hann sagði okkur frá nánari atvikum. Pabbi hafði fengið einhvers 'konar lungnabólgu. Ég býst við, að nú hefði verið auðvelt að fajarga honum með penicillin og öllu því dóti. En þá var lungna- ibólga ekkert bmagaman. Hamn — Al'lt í lagi, ég sendi þá Riut heim í brunavarðstöðina og við stöndum vörð! 'gat ekki sofið, ekki setið, ekkert 'gert nema gengið um borgina eða gólfið í herberginu sínu. Lungnabólgan drap hann ekki, það gerði Dallas í Texas. Þar var. faann, og gekk hann milli spítal- anna og reyndi að fá hjálp. En enginn vildi lítillækka sig til að fajálpa honum, ekki einu sinni sHUtvarpiö Sunnudagur 27. ágúst I 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 FréttiP 9:10 Morguntónleikar: — (10:10 Veð* urfregnir). a) Strengjakvart- ett í B-dúr op. 130 eftir Beet* hoven, Koeckert-kvartettinn leilc ur. b) „Poemes Juifs“ eða Gyð ingaljóð eftir Milhaud (Irma Kolassi syngur; André Collard leikur með á píanó). c) „Dauðraeyjan“, sinfónískt ljóð op. 29 eftir Rakhmaninoff og „La Peri“, dansljóð eftir Dukas (Hljómsveit Tónlistarháskólans f París leikur; Emest Ansermet stjórnar). 11:00 Messa í Laugarneskirkju (Prest- ur: Séra Garðar Svavarsson; org anleikari: Kristinn Ingvarsson). 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónleikar: a) Dietrich Fischer-Dieskau syngur aríur úr óperum eftir Verdi; Fílharmoníu hljómsveitin í Berlín leikur með Alberto Erede stjómar. b) Sin- fónía nr. 6 í h-moll (Pathétíque) eftir Tjaikovsky (Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum leikur Guido Cantelli stjórnar. 15:30 Sunnudagslögin. — (16:30 Veður- fregnir). 17:30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson kennari): a) „Kópur í útlegð“. saga eftir Helgu í>. Smára; síðarl hluti (Elfa Björk Gunnarsdóttir les). b) „Fiskimaðurinn og konan hans“, ævitýri (Guðmundur M. Þorláksson þýðir og les). c) „Afr ískir skóladrengir segja frá“, II. lestur (Guðrún Guðjónsdóttir þýðir og les.). 18:30 Miðaftanstónleikar: Boston-Pops hljómsveitin leikur; Arthur Fiedl er stjórnar. 19:00 Tilkynningar. — 19:20 Veður fregnir. 19:30 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Jasscha Heifetz og Fíl harmoníusveitin í Los Angeles leika. Stjórnandi: Alfred Sinding b) Tzigane eftir Maurice Ravel. 20:20 Frá afmælishátíð Reykjavíkurt Minnzt merkisatburða í sögu bæj arins (Högni Torfason sér ura þáttinn). 21:00 Hin eldri tónskáld 1 Reykjavík og sönglög þeirra (Baldur Andréa son cand theol. kynnir). 21:40 Fuglar himins: Aamþór Garðars* son talar um húsöndina. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 28. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra KristJ* án Róbertsson. 7- 8 05 Tónleikar. —. 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. - 12:25 Fr.éttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. —, 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir. 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum 18:55 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Guðmund- ur Marteinsson verkfræðingur). 20:20 Einsöngur: Jóhann Konráðsson syngur. 20:40 Upplestur: Haraldur Björnsson leikari les smásögu. 21:00 Tónleikar: Fiðlukonsert op. 33 eft ir Carl Nielsen. (Yehudi Menuhin og Sinfóníuhljómsveit danska út- varpsins leika; Mogens Wöldike stjórnar). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og uxinnf eftir Kristmann Guðmundsson; VI. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Um fiskinn (Stefán Jónsson f réttamaður). 22.25 Kammertónleikar: Suk-tríóið I Prag leikur a) Saknaðarljóð (EI egie) op. 23 eftir Josef Suk. b) Tríó í g-moll fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu eftir Smetana. 23:00 Dagskrárlok. Afmælisútvarp Reykjavikur Öldulengdir : Miðbylgjur 217 m (1440 Kr/sec.). FM-út- varp á metrabylgjum : 96 Mr. (Rás 30). j Sunnudagur 27. ágúst. 20:00 Ræða: Gunnar Thordodsen, ráð- herra, fyrrverandi borgarstjóri, minnist afmælis Reykj avíkur. 20:20 Nokkrir merkisviðburðir í sögit Reykjavíku. Högni Tofason sér um þáttinn. 21:00 Frá Kiljanskvöldi. Hljóðritað 4 Reyk j aví kurky nningu. 21:20 Frá tónleikum í Neskirkju. \ 21:40 I lok Reykjavíkurkynningar. —• Sagt frá sýningunni. 22:00 Dagskrárauki: Gömlu og nýjU dansarnir. Útvarp frá dansstöð- um á sýningarsvæðinu. — Loíc Afmælisútvarps Reykjavíkur. — Þarna er þessi margumrædda ungfrú Guðríður, þessi líka horgrind! a r L / u ó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.