Morgunblaðið - 05.09.1961, Page 10
10
MORGVISBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. sept. 1961
'
i
íslenzk listsýning
Louisiana-safninu
í FEBRÚAR 1962 er fyrirhug-
að að halda sýningu á íslenzk-
um málverkum í listasafninu
Louisiana í Humlebæk um 30
km. fyrir norðan Kaupmanna-
höfn. Dansk-íslenzka félagið
stendur að sýningu þessari í
samvinnu við listasafnið og
áttu þeir próf. dr. med. Einar
Meulengracht o>g Knud W.
Jensen, forstjóri, að koma til
Reykjavíkur til þess að undir-
búa sýninguna í gærkvöldi.
Professor Meulengracht hef-
ir komið til íslands og á hér
marga vini. Hann er heims-
kunnur sem læknir og vísinda
maður, m.a. fyrir rannsóiknir á
gulu, sérstakri tegund blóðleys
is (anæmia perniciosa) og fyr-
ir sérstaka meðferð við blæð-
andi magasár, og er sú með-
ferð við hann kennd víða um
heim. Prof. Meulengracht hef-
ir látið af spítalastörfum fyrir
aldurs sakir, en er í fullu fjöri
Og vinnur kappsamlega. Hann
hefir alltaf haft mikinn áhuga
á íslandi og hefir verið for-
maður í dansk-íslenzka félag-
inu í Danmörku síðan 1957.
Knud W. Jensen (f. 1916),
forstjóri listasafnsins Lousi
ana á sæti í stjórn Gyldendals
útgáfufyrirtækisins og er
þekktur kaupsýslumaður. 1958
lét hann býggja listasafnið
Louisiana í fögru umhverfi í
Humlebæk. Hann gaf einnig
öll listaverk í safnið: málverk,
höggmyndir, o. s. frv., enda
hefir hann frá æskuárum haft
Tveir Dðitir
komnir til
undirbúniitgs
brennandi áhuga á bókmennt-
um og listum og hefir á marg
víslegan hátt styrkt unga lista
menn og rithöfunda.
Erlendar gestasýningar
Louisiana safnið skoða nú
yfir 200 þús. manns á ári, fleiri
en nokkurt annað listasafn á
Norðurlöndum. Þetta er safn
fyrir danska list og listiðnað á
20. öldinni. En fasta safnið er
oft látið víkja fyrir sýningum
á listaverkum víðs vegar að úr
veröldinni, t.d. frá Moderna
Museet í Stokkhólmi, Sonja
Henies listasafninu og italska
stjórnin hefur sent þangað
verk, sem eiga að sýna „menn
ingu ítala í dag“. Auk íslenzku
sýningarinnar verða þar í vet
ur sýningar á listaverkum m.a.
frá Hollandi, Englandi og Eg-
yptalandi.
Meðan erlendar sýningar
eru í safninu, sendir það oft
umferðasýningar af eigin verk
um í skóla og á vinnustaði.
Einnig eru þar oft haldnir
hljómleikar, þar sem þekktar
kammermúsikhljómsv. leika
klassiska eða nýtízku músík,
stundum færð upp ný dönsk
Úr sýningarsal í Louisiana safninu.
tónverk, og þar eru tiðum fyr
irlestrar, upplestrar og kvik-
myndakvöld. Á listasafninu
eru málverk, höggmyndir,
grafik, listiðnaður, byggingar-
list o.fl.
Safnhúsið, sem stendur í
stórum garði á strönd Eyrar-
sunds, var byggt fyrir 100 ár-
um. Það gerði þríkvæntur að-
alsmaður, en konur hans höfðu
allar heitið Louise og í höfuð
ið á þeim heitir safnið. Gamla
húsið er notað sem inngangur,
en þaðan er svo gengið inn í
nýjar byggingar, þar sem safn
ið er til húsa.
Kvöldvaka dansk-ísl. félagsins
Á miðvikudag verður kvöld
vaka á vegum dansk-ísl. félags
ins í Tjarnarcafé kl. 20:30. Þar
talar prófessor Meulengj. acht
um dansk-ísl. félagið. Og eftir
kaffihlé mun Knud W. Jensen
forstjóri tala um Louisiana og
sýna skuggamyndir. Er öllum
sem áhuga hafa heimill ókeyp
is aðgangur meðan húsrúm
leyfir.
r'mt*
Próf. Meulengracht
SCAiMBRIT
útvegar fólki skóla og úrvalsheimili í Englandi. Á
heimilunum er yfirleitt ungt fólk, sem gerir nem-
endum kleift að æfa talmálið við beztu skilyrði ut-
an skólatímanna. Fyrir þá, sem taka vilja námið
alvarlega, eru haust- og vetrarmánuðirnir ákjósan-
legastir. Hagstætt verð. Upplýsingar gefur Sölvi
Eysteinsson, sími 14029.
Friðfinnur V. Stefánsson
Heiöagröður og stdriðja
FÆST Á ALLAR
VÖRUBIFREIÐIR
Ámokstursskófla
fæst einnig með
Gunnar
Ásgeirsson h.f.
Suðurlandsbraut 16
Sími 35200
FLJÓTT upp úr aldamótunum
síðustu fór að rofa til í þjóðlífi
okkar íslendinga, eftir hinn ör-
lagaríka og grimma harðinda-
kafla áratugina tvo fyrir alda-
mótin, þar sem nærri lá að þjóð-
in einangruð Og allslaus bugaðist,
eins og landflóttinn, sem þá greip
þjóðina bezt sýnir. En brátt á
fyrstu árum hinnar nýju aldar,
fór hlýr vorblær vaknandi þjóð-
lífs, að berast um landið og hvatn
ingarorðin „íslandi allt“ hljóm-
uðu um byggð og ból, og iljuðu
mörgum æskumönnum, sem áttu
þá ósk heitasta að duga þjóð
sinni og ættjörð sem bezt, og
teisa hana úr niðurlægingu, fá-
fræði og allsleysi, sem óáran, ein
Okun, eldgos og ísar höfðu búið
henni. Og orðtakið „íslandi allt“
var meira en hvatning, í því fólst
innilegur fögnuður og stolt þeirra
manna sem létu ekki bugast og
urðu ekki landflóttanum að bráð,
en gátu í þess stað fagnað nýrri
öld í sínu eigin landi fullir af
framfarahug og fórnarlund, gædd
ir ættjarðarást og hollustu, en
áttu litið af fjármunum Og mennt
un. En þetta er nú liðin tíð, og
heyra brátt sögunni til. Þó held
ég að okkur íslendingum sé ein-
mitt í dag hollt að rifja upp erfið
leikana, fátæktina, menntunar-
skortinn, umkomuleysið og land-
flóttann, og svo eftir aldamótin
fagnandi þjóð, sem af dæmafárri
þrautseigju hafði brotizt í gegn-
um þrengingar og erfiðleika, en
hefur nú á nokkrum áratugum
umskapað þjóðfélag okkar svo
alhliða að hvergi á byggðu bóli
mun meiri og jafnari velsæld
en hér. ,
En nú ber nokkurn skugga á,
því viðskipta og efnahagsástand
okkar var óðum að færast í heil-
brigðari farvegi og spáði góðu
um afkomu okkar í framtíðinni.
En þá var brugðið á það óheilla-
ráð, að þyrla upp svo sótsvartri
kauphækkunarhríð, að Viðreisnin
nær fennti, en fljótt og karlmann
lega var við brugðið, og reynt
að bjarga því sem bjargað verður.
En þetta sýnir hve erfitt er að
stjórna hér á íslandi. Því er okk-
ur hollt að minnast þess við og
við, að eitt sinn spáðu Danir því,
| að íslendingar mundu aldrei geta
stjórnað sér sjálfir. Og það hlá-
legasta við þetta er það, að viss
íslenzkur aðili, virðist róa að því
öllum árum, að þessi hraklegi
spádómur Dananna rætist. Hér
er átt við stjórnarandstöðu
hverju sinni, sem virðist oft ekki
hirða um að sýna þann sjálf-
sagða manndóm og hollustu við
þjóðina, að kjósa heldur að vera
vökul hjálparsveit, en skemmdar-
verka og spellvirkjahópur. Stund
um heyrist talað um flótta úr
landi vegna þess að afkoma okk-
ar getur ekki en greitt eins hátt
kaup og háþróuð og gömul iðn-
aðarlönd. Og bágt væri að með
allri þessari menntun og skóla-
göngu ef peningaþorstanum tæk-
ist að koma af stað landflótta,
eins og harðindin grimmu og alls-
leysið gerðu fyrir aldamótin. En
í stað landflótta ætti trúin á land
ið okkar í krafti nýrrar tækni,
að gera okkur skyggnari á nýja
og gamla möguleika, efla þá og
margfalda með hjálp tækninnar,
svo þeir verði færir um að auka
og efla hagsæld okkar og við
getum unað glaðir í okkar eigin
landi, Og sýnt að ávöxtur langrar
skólagöngu og mikillar menntun-
ar er aukinn manndómur og ný
úrræði.
Og vissulega biða íslenzku þjóð
arinnar margháttaðir möguleikar,
margir líta hýru auga til stór-
iðjunnar sem þegar er hafin hér
á landi, og á eflaust eftir að bæta
hag okkar og veita mörgum at-
vinnu í framtíðinni. Aftur á móti
hrýs mörgum hugur við þeirri
innilokun sem verksmiðjuvinnu
er samfara. Því er næsta líklegt
að margir muni en um langan
aldur, þá ekki sízt þeir, sem
gæddir eru manndómi meiri en
í meðallagi, muni heldur reyna að
velja sér störf í fangbrögðum við
sjálfa náttúruna, því frelsi, at-
höfnum Og starfi gæðir lífið oft
þeim töfrum að menn gleyma
erfiði Og striti, en uppskera í
staðinn mikla ánægju og sjálfs-
traust.
Áður er minnt á, að trúin á
landið okkar í krafti nýrrar
tækni, ætti að gera okkur skyggn
ari á ýmsa möguleika, sem geta
orðið okkur til hagsældar í fram
tíðinni. Og nú langar mig til að
minna á hin heillandi íslenzku
heiðalönd, sem kalla á okkur full
af fyrirheitum, um frelsi Og vax-
andi velgengni, sem fólgin eru í
stórauknum sauðfjárbúskap á fs-
landi í framtíðinni. En það kostar
að við aukum gróður þeirra og
græðum sár þeirra, sem upp-
blástur, landníðsla, umhleyping-
ar, eldgos og öskufall hafa vald-
ið.
En nú gerir tæknin og stóriðj-
an okkur mönnunum fært að
snúa þessu við: f stað dauða ösku
og einyrju, getum við nú stráð úr
loftinu yfir heiðalöndin lífi í fræ
um og efnaríkum áburði, grætt
sárin, aukið frjómagn þeirra, Og
klætt þau á nokkrum áratugum
svo miklum nytjagróðri, að þau
verði fær um að ala upp fyrir
okkur milljónir dilka hvert sum-
ar.
Fyrir áeggjan framsýnna
manna og skilning ríkisstjórna og
Alþingis, hafa þegar verið unnin
mikil afrek í landgræðslu. Og er
sandgræðsla ríkistins þar fremst,
enda er árangur hennar víða
undraverður. Og reynsla sand-
græðslunnar verður að vísa okk-
ur veginn í þeim miklu átökum
sem við eigum fyrir höndum við
uppblásturinn og umhleypingana,
sem hættulegastir eru veikum
gróðri hér á Suðurlandi Og mest-
um skemmdum valda, en sauð-
kindinni oft kennt um.
Margir hafa nokkra tilheing-
ingu til að kenna sauðkindinni
um uppblástur Og eyðingu gróð-
urs og skóga. í því sambandi vil
ég benda á dæmi úr Garðahreppi
í Gullbringusýslu. Jarðirnar Víf-
ilsstaðir, Setberg og Straumur
voru um langan aldur, og eru
enn tvær mestu fjárjarðir I
Garðahreppi, og var vetrarbeit
mikið notuð á öllum þessum jörð-
um. En hverjar eru nú afleið-
ingarnar eftir margra alda sauð-
fjárbeit á jörðum þessum. Svarið
er bæði athyglisvert og ánægju*
legt: Þær eru í dag einu skógar-
jarðirnar í Garðahreppi, og líka
þær gróðurmestu, ef Arnarnes
er undanskilið. Þetta ætla ég að
sé hollt fyrir þá að hugleiða, sem
sjá fátt í fari sauðkindarinnar,
annað en eyðingarmátt til að
spilla gróðri Og skógi.
Miklar framfarir Og fram-
kvæmdir hafa fylgzt að 1 þjóðlífi
okkar undanfarið, og nú standa
■forystumenn bændasamtakanna i
stórræðum á melunum í Reykja*
Framhalxi á bls. 17.