Morgunblaðið - 05.09.1961, Síða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. sept. 1961
J9te0tufir!afrU>
Útgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: A.rni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og argreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
AÐ TRYGGJA HEILBRIGT
ATHAFNALÍF
/'’unnar Thoroddsen, fjár-
^ málaráðherra, hefur skýrt
frá því, að fyrir næsta þing
verði lagt frumvarp það um
breytingar á skattgreiðslum
fyrirtækja, sem boðað hafði
verið. Er þar um að ræða
veigamiklar umbætur, sem
miða að því, að heilbrigður
og öflugur atvinnurekstur
geti þróazt án þess að
skattalög séu sniðgengin.
Það er opinbert leyndar-
mál, að skattsvik hafa verið
almenn og víðtæk hér á
landi. — Skattalöggjöf var
þannig, að almenningsálitið
beinlínis lagðist á þá sveif, að
sjálfsagt væri að sniðganga
skattalögin, hvenær sem því
varð viðkomið. Ekki er þægi-
legt að meta, hve miklu fé
hafi hér verið skotið undan
framtölum, en það hefur
vafalaust skipt geysiháum
upphæðum.
Enginn efi er á þvi, að
þegar þessi breyting á skatt-
greiðslu félaga hefur náð
fram að ganga og svipuð
skattalög ríkja í því efni og
að því er varðar skattgreiðsl
ur einstaklinga, þá mun al-
menningsálitið breytast þann
ig, að alvarlega verður litið
á skattsvik. Ástæða er til að
ætla, að skatttekjur ríkisins
minnki ekki verulega við
þessa lagfæringu, jafnvel get
ur svo farið, að t ekjurnar
verði meiri.
Hitt er þó aðalatriðið, að
hægt verður að reka heil-
brigð fyrirtæki án þess að
þurfa stöðugt að hafa áhyggj
ur af því, að sérhver ávinn-
ingur verð«i hirtur til ríkis-
sjóðs og þess vegna sé bezt
að vera í eilífum feluleik.
Þjóðviljinn bregzt að von-
um hinn versti við hinum
fyrirhuguðu skattalagabreyt-
ingum. Kommúnistum finnst
ástandið ágætt eins og það
er og hælast yfir því, að
einkaframtakið sé hálfdautt.
Þeir vilja umfram allt, að
löggjöfin sé í þessu efni
þannig, að allir séu brotlegir
við lögin. Þannig náist það
hvorttveggja, að fyrirtæki
séu verr rekin en ella og eins
hitt, að trú manna -
dvína á einkaatvinr. ,
þegar ölium er kunnugi um
stórielld skattsvik.
Á AÐ AFSALA
RÉTTI?
jlieð samkomulaginu við
Breta í landhelgismál-
inu höfum við náð 12 mílna
fiskveiðitakmörkum án þess
að skuldbinda okkur til að
hlíta þeim í framtíðinni. Á
tveimur Genfarráðstefnum
vorum við reiðubúnir til að
lögbinda 12 mílur sem fisk-
veiðitakmörk um alla fram-
tíð. Er því ljóst, hve þýðing-
armikið það er að hafa nú
fengið 12 mílur, án þess að
þurfa að hlíta slíkri alþjóða-
samþykkt.
Málgagn Framsóknarflokks
ins hefur verið spurt að því,
hvort sá flokkur mundi nú
vilja stuðla að því, að 12
mílur yrðu samþykktar sem
alþjóðalög. Varla fer á milli
mála, að Bretar mundu nú
vilja fá slíka samþykkt og
gætu Framsóknarmenn þá
án efa orðið bandamenn
þeirra. Tíminn hefur fram
að þessu hlíft sér við að
svara þessari spurningu.
Síðastliðinn sunnudag birt-
ir blaðið hinsvegar ræðu
Hermanns Jónassonar, for-
manns flokksins, þar sem
hann ræðst að samkomulag-
inu við Breta. Liggur því
beint við að spyrja hann per-
sónulega þeirrar spurningar,
hvort hann mundi nú á al-
þjóðlegri ráðstefnu vera
reiðubúinn til að lögbinda
12 mílurnar og afsala okkur
rétti til frekari útfærslu.
NÝ VINSTRI
STJÓRN?
Annars er það athyglisverð-
ast við ræðu Hermanns
Jónassonar, að þrátt fyrir
hina hörmulegu uppgjöf
vinstri stjórnarinnar, þá boð-
ar hann það að slíkt ævin-
týri ætti að leggja út í aftur.
„Ég tel örlög vinstri
stjórnarinnar engan úrslita-
dóm. Ég bjóst aldrei við, að
fyrstu tilraunir vinnustétt-
anna mundu takast“.
Þannig farast Hermanni
Jónassyni orð, þegar hann
ræðir um uppgjöf stjórnar
sinnar. Hann vill sem sagt
gera fleiri tilraunir til náins
samstarfs við kommúnista.
Hann virðist heldur ekki
mikið leiður yfir því, að
Rússar skuli hrósa Tímanum
og Framsóknarflokknum á
hvert reipi. Þvert á móti
kemur hann til liðsinnis við
Þórarinn Þórarinsson, sem
nú hefur það að meginmark-
miði að telja íslendingum
trú um, að kommúnisminn
sé ekkert lakara stjórnarfar
en það, sem við búum nú við
— og aoi'ar lýðræðisþjóðir.
Nokkrir úr þeim rúmlega 1000 manna hópi, sem safnaðist saman nálægt sovézka sendiráðinu
í Kaupmannahöfn, til þess að mótmæla nýjum vetnisvopnatilraunum Sovétveldisins.
Kjarnorkutiiraunum Rússa
mótmælt víða um lönd
VÍÐA um lönd hefur ver-
ið efnt til mótmælaað-
gerða vegna þeirrar á-
kvörðunar Sovétveldisins
að héfja að nýju tilraunir
með kjarnorku- og vetnis-
vopn. M. a. var tilraunun-
um mótmælt af miklum
fjölda fólks í Danmörku.
Hermann Jónasson segir:
„í utanríkismálum þarf
einnig hreinna lífsloft. Það
þarf að koma í veg fyrir, að
þjóðin sé einnig þar dregin í
dilka tveggja andstæðra fylk
inga“.
Og ræðu sinni lýkur hann
með því að láta að því
liggja, að nokkuð sé sama,
hvort við séum við hlið vest-
ursins eða austursins. Það
skipti ekki öllu máli, „hvort
þeir heita Rússar eða Banda-
ríkjamenn“.
Þetta er sá áróður, . sem
kommúnistum er hagkvæm-
astur. Það er ekki amalegt
í miðri Berlínardeilunni að
fá slíkar yfirlýsingar um það,
að íslendingar eigi í raun-
inni enga afstöðu að taka til
heimsmála; þá eigi ekki að
draga í dilka, eins og Her-
mann Jónasson orðar það.
Eftir þessa ræðu formanns
Framsóknarflokksins lítur því
miður út fyrir, að forysta
hans sé staðákveðin í að við-
halda hinu nánasta bræðra-
lagi við kommúnista í einu
og öllu í nánustu framtíð.
Hitt er- eftir að sjá, hvort
óbreyttir Framsóknarmenn
láta sér þetta lynda.
þangað fór hann ört vaxandi
og voru um 3000 manns í þyrp
ingunni, þegar komið var á
leiðarenda. Yið Nþrreport
neyddist lögreglan til að
stöðva alla umferð í 10 mínút-
ur, til þess að fylkingin kæm-
ist leiðar sinnar.
Tvær ræður
Á Ráðhústorgi var hlýtt á
ræður tveggja manna, sem for
göngu höfðu um mótmælaað-
gerðirnar, Tage Hind háskóla-
kennara og rithöfundarins
Carl Scharnberg. Báðir vöktu
sendiráðinu sjálfu. Var gripið heJr m' ,a' a hinni gíf-
til þess ráðs, að loka fyrir UrlegU ,hættu- "em mannkyn'
mu stafar af kj arnorkuvopn-
unum, Og lögðu áherzlu á nauð
s.vn þess, að fólk sameinaðist
til mótmæla gegn frekari til-
raunum með þau.
3000 manna
mótmælafund-
ur í Haup-
mannahófn
Það var á föstudagskvöldið,
sem fólk tók að safnast saman
í nánd við sovézka sendiráðið í
Kaupmannahöfn. Um 100 lög-
regluþjónar voru kvaddir út,
til þess að koma í veg fyrir, að
mannþyrpingin kæmist að
allri umferð í götunni, sem
það stendur við. Urðu þeir,
sem komnir voru til þess að
sýna andúð sína á þessu ráðs-
lagi Sovétveldisins, því að láta
sér nægja, að gera það á
næsta götuhorni. Voru þar
saman komnar yfir 1000
manns. Engar æsingar voru
Yfirlýsing
norskra kommúnista
Margir fleiri aðilar á Norð-
hafðar í frammi, heldur var ur.öndum hafa lýst andúð
aðeins um þögul mótmæli að sinni á kjarnorkuvopnatilraun
ræða — en mörg mótmæla- om í tilefni af þessum síðustu
spjöld voru borin í þyrping- aðgerðum sovézkra stjórnar-
unni. valda. Þ. á. m. hefur meira að
segja norski kommúnistaflokk
Á Ráðhústorgi urinn, sem að vísu er hvorki
Eftir að staldrað hafði verið stór né öflugur, gefið út yfir-
við þarna á horninu stundar- lýsingu, þar sena hann segist
korn, hélt mannsöfnuðurinn vera andvígur kjarnorkuvopn
til Ráðhússtorgsins. Á leiðinni um og tilraunum með þau.
Frétfir í stuttu máli
★ TOKYO, 4. sept. — Fulltrúar
Sovétríkjanna og japanskra fyrir
tækja hafa skýrt frá því, að und
irritaðir hafi verið kaupsamning-
ar fyrir vörur samt. að verðmæti
40 millj. dala í sambandi við
fyrstu sovézku vörusýninguna í
Japan, sem staðið hefur yfir að
undanförnu.
★ REMSCHEID, 4. sept. — Eug
ene Black, forstjóri Alþjóðabank
ans, hefur átt viðræður við Lud
wig Erhard, efnahagsmálaráð-
herra Vestur-Þýzkalands, til und
irbúnings fundi Alþjóðabankans
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
Vín síðar í mánuðinum.