Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. sept'. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 3 Kjör listamanna ekki slæm á Norðuriöndum Samtol við 4 IMorðurland^listamenn 1 SAMBANDI við Norrænu listsýninguna og aðalfund manna hér í Reykjavík sl. Bandalags norrænna lista- sunnudag, eru hér staddir nokkrir þekktir listamenn á Norðurlöndum og framámenn í félagsmálum þeirra. En það er ekki heiglum hent að ná tali af þeim. íslandsferðin er Vel notuð og þeir tru á stöð- ugum þeytingj úr einum stað í annan, til að koma sem mestu í verk. í gær tókst okk- ur þó að ná í fjóra listamenn, er þeir voru að stiga upp í 'langferðabifreið tii að fara austur að Sogi, og spjalla við þá nokkur orð þó Valtýr Pét ursson, listmálari reyndj að smala þeim inn í bílinn. Aðstæður danskra listamanna góðar Myndhöggvarinn K n u d Nellemose er í stjórn dönsku dieildarinnar innan Norræna listalbandalagsins. Hann sagði okkur í fáum orðium frá sam- tökum danskra listamanna, sem skiptast í þrennt: Mal- ende Kunstneres Samfund, Dansk Billedhugger Samfund; og Grafisk Samfund, en þessi samtök hafa sameiginlegt ráð, sem er raiunverulega stéttar- félag listamanna, en í verka-, hring þess er ekki val á sýn- ingarmyndum. Auk þess eru í Danmörku starfandf fjöl- margir „listamannahiópar“. Úr 7—8 þeirra er valdð 12 manna ráð, er hefur það blutverk að velja myndir á erlendar sýn-; ingar. Nellemose sagði, að ekki væri erfiðleikum bundið fyrirl danska listamenn að komal verkum sínum á framfæri. t>ar í landi væru árlega tvær stórar sýningar, sem listafólk; gæti óhinurað sent verk sín til, Charlottenborgarsýningin, sem er eldri og Haustsýning- in. Þangað senda einkum ung- ir listamenn verk sín. Oft ber er hann notaður til listskreyt ingar í skólum, sjúkrahúsum, herskálum og í öðrum opinber um byggingum. Þessum verk- um úthlutar ráð með fulltrú- um frá listamönnum, arkitekt um, bæjarfulltrúum o. s. frv. Nellemose kvaðst ánægður, með sýningu danskra lista- manna á Norrænu listsýning- unni. Þar séu abstraktamálar- ar, sem taldir séu á oddinum; nú og svo aðrir úr andstæð- um fylkingum. 1% byggingarkostnaðar til skreytingar Sænski listmálarinn Tage Hedqvist er í stjórn sænsku deildarinnar. Við spurðum] hann um samtök listamanna í Sviþjóð. Hann sagði að Kunstnarnes Riksorganisation, KRO, væru; samtök listamanna, sem allirj listamenn í Svíþjóð, er sýna list sína, ættu aðild að. Þetta værj stéttarfélag listamanna, sem hefði skrifstofu og lög- fræðilegan ráðunaut og það hefði deildir úti um landið. Knud Nellewose ast upp udir 4 þús. listaverk, sem fulltrúar listamanna sjálfra velja úr 300. Og ef minni listamannahóparnir — eins og t. d. Den frie, sem Nellemose tilheyrir sjálfur, koma á þessium sýningum auga á einhvern, sem þeim finnst góður, þá bjóða þeir þeim að bætast í sinn hóp. —. Aðstæðurnar eru ágætar í dag, sagði Nellemose. í Dan mörku eru fjölmargir styrkt- arsjóðir, sem listamenn fá úr, ríkissjóður, nýi Carlbergssjóð urinn. og sjóðir einstaklinga. Ennfremur var árið 1956 stofn aður Statens Kunstfond, sem ar norsku deildarinnar, sagði að norskir listamenn hefðu miðstjórn. Það er nefnd, sem valin er af atkvæðisbærum ‘listamönnum. En réttindi til að greiða atkvæði fá menn Tage Hedqvist Verk á erlendar sýningar sem Norrænu sýninguna veldu sérstakar nefndir, skip- aðar fulltrúum frá KRO og sænsku deildinni í Norræna bandalaginu. Þar væru full- trúar myndhöggvara, málara og svartlistarmanna. Aðspurð ur sagði hann að sænsku verk in á norrænu listsýningunni í Reykjavík gæfu góða hug- mynd um sænska list í dag. Þarna væru verk eftir elztu og yngstu núlifandi lista- menn. Tage Hedqvist sagði að öll sænsk nútímalist hneigðist til hins abstrakta. í Svíþjóð værj nú mikill áhugi meðal almennings fyrir listum, og . verk listamanna seidust vel. Auk þess fengju sænskir lista menn mikið af viðfangsefnum við nýbyggingar hjá hinu op- inbera, og veitir Listaráð rík- isins þau verkefni. Fyrir stríð hafði verið ákveðið að 1% af byggingarkostnaði ríkis- bygginga færi í skreytingu á 'þeim, en það komst ekki í framkvæmd. Nú sagði Hed- qvist að stæði til að taka þetta upp, og hefði verið tek- ið vel í það af viðkomandi aðilum. Aðstæður sænskra listamanna væru því ekki slæmar. Ungir Norðmenn mála figuratift Norski listmálarinn HSkon Stenstadvold, formaður stjórn fást úr 700 d. kr. árlega, og Hákon Stenstadvold er Listasafn ríkisins hefur keypt af þeim mynd eða þeir hafa sýnt 5 sinnum á ríkis- safni. Þeir velja þá miðstjórn- ina og einnig nefnd til lista- verkakaupa. í Noregi hafa listmálarar ekkert stéttarfélag, en talið er að um 400 hafi atkvæðis- rétt listamanna, þar af lifa um 10% af því einu að mála. En myndhöggvarar hafa sitt félag, með 17 meðlimum og graflistarmenn álíka fjölmenn an félagsskap. Listamenn í Noregi eiga yf- irleitt ekki í erfiðleikum með að koma verkum símum á sýn ingar. Listamenn hafa sjálfir yfirráð yfir einum etórum, tveim meðalstórum og einum litlum sýningarstað í Oslo og þar eru 3 mikilsmegandi lista verkasalar. Sagði Stenstad- vold að það gæfi huigmynd um sölu á listaverkum í Nor- egi að af 300 verkum á hinni árlegu ríkissýningu seldust venjulega svona 110—120. Aðspurður um það hvort norsku listaverkin á norrænu sýningunni gæfu góða hug- mynd um listsköpun í Noregi nú, sagði Stenstadvold, að það hefði ekki beinlínis verið Áke Hellman ætlunin. Verkin væru valin með tilliti til þess að þau sýni hæfileikamenn og nýja listamenn, sem ekki væru þekktir á íslandi, en Norð- mönnum fyndist ástæða til að kynna. Hann sagði að í Nor- egi væri togstreita milli lista- manna á ýmsum aidursskeið- um. Þeir sem væru 30—40 ára að aldri ynnu yfirleitt ab- strakt, menn yfir fimmtugt figuratift og ungir menn milli 20 og 30 ára einnig figuratift. Lítil listaverkasala í Finnlandi Finnski listmálarinn Ake Hellman er í stjórn finnsku deildarinnar. Þegar við náð- um í hann, voru orðin mikil áhöld um hvorir yrðu yfir- sterkari, blaðamennirnir að fá nokkrum spurningum svar að eða Valtýr að reka hann upp í áætlunarbílinn. Hellma sagði áð finnskir listamenn hefðu þrjú stór fé- lög fyrir listgreinarnar þrjár, 'höggmyndalist, málaralist Og ‘graflist og fjórða félagið væri félag listamanna úti á lands'byggðinni. Sameiginlega mynduðu þau svo Konstnar- gillet í Finnlandi, ®em veldi sjálft nokkra listamenn til að sýna. Annars er árlega kjörin ný sýningarnefnd er v-elur á aðrar sýningar. Sagði Hellman að listamenn væru ráðgefandi um styrk- veitingar í Finnlandi, og þeir væru yfirleitt alltaf með í ráðum um þau mál er vörð- uðu listir í Finnlandi. Hann sagði að þar væri ekki erfitt að fá verk sín sýnd en lítil ®ala væri á listaverkum í Finnlandi. Nærri enginn lista maður gæti lifað á listinni einni. Um finnsku deildina á Nor- rænu sýningunni sagði hann, að hún væri nokkuð góð. Þar væru nokkrir af beztu lista- mönnum Finna með en ekki þó allir. 31 mín. í Sovét 9 mín. hér ÞÝZk iðnaðarstofnun í Köln hefur látið gera samanburð á kaupgetu í Vestur-Þýzkalandi og Sovétrílcjunum. Ef við ber- um saman þær tölur við kaup- getu íslenzks verkamanns, kemur í ljós, að það sem ís- lenzki verkamaðurinn fær fyr- ir launin sín er allmikið meira en stéttarbróðir hans í Sovét. Þannig þarf t.d. rússneskur verkamaður að vinna í 31 mín. fyrir einum lítra af mjólk en sá íslenzki ekki nema 9 mín. Kartöflur og smjörlíki, t""»rttveggja ómissandi vörur á hverju heimili, voru meðal þeirra var sem samanburöur inn var gerður á. I Rússlaftdi er verkamaður 14 mínútur að vinna fyrir einu kíló af kart öflum og 3 klst. og 20 mín. að vinna fyrir einu kg. af smjör- líki. Hér á Iandi vinnur íslenzk ur verkamaður í 11 mínútur fyrir 1 kg. af kartöflum (er þá miðað við verðið á íslenzku liaustuppskerunni í ár, en einn ig er hægt að fá ódýrari, inn- fluttar kartöflur) og aðeins í 42 mínútur fyrir einu kíló af smjörliki. Má af þessu sjá að munurinn er mikill. 8TAKSTEII\IAR Ekki „Háskólabíó“ Greinileg andúð ríkir á þeirrl hugmynd að kalla hið nýja kvik myndahús og hljómleikahöll há- skólans, „Háskólabíó.“ Hafa all- miklar umræður orðið um þessa nafngift. Nú síðast birtir Al- þýðublaðið stutta forystugrein um málið sl. sunnudag og kemst þar að orði á þessa leið: „Nokkrar umræður hafa orð- ið um þá ákvörðun að kalla hina glæsilegu byggingu háskól- ans á Melunum „Háskólabíó". Hafa margir gagnrýnt þetta nafn og Iátið í ljósi eindregnar óskir um að það verði endur- skoðað. I fyrsta lagi er þetta heiti á byggingunni Iangt og leiðin- legt. I öðru lagi er orðið bíó ekki til fyrirmyndar, enda þótt því verði varla útrýmt úr mál- inu. I þriðja lagi er byggingin miklu meira en kvikmyndahús. Hún er stærsti og glæsilegasti hátíðar- og tónleikasalur þjóðar- innar, og þar munu fram fara ýmsar virðulegar samkomur, sem alþjóð er annt um. Alþýðublaðið bætir rödd sinni í kórinn og vonar að Háskólinn endurskoði nafngiftina.“ „Sannur vinstri flokkurM Þjóðviljinn lætur í ljós nokk- urn ugg um það í forystugrein. sinni sl. sunnudag, að Fram- sóknarflokkurinn muni ekki ti| frambúðar verða tryggur vinstri stefnunni. Kemst blaðið að orði um þetta á þessa leið: „Framóknarflokkurinn hefur nokkrum sinnum unnið stóra kosningasigra með þvi að segja kjósendum að hann væri sann- ur vinstri flokkur. Stundum hef- ur svo mikið verið haft við til að sanna þetta, að æðstu for- ingjar flokksins hafa verið lagð- ir til hliðar á miðjum starfs- aldri, er þeir hafa þótt orðnir of Utaðir í almenningsáliti, af afturhaldssemi í skoðunum og framkvæmd og samvinnu við ihaldið. Því miður hefur vinstri vakning flokksforystunnar sjald an enzt lengi, að loknum kosn- ingasigrum, sem unnust vegna þess að fólkið treysti því, að það væri að kjósa framsækinn vinstri flokk. En vera má að sá Ieikur hafi verið leikinn helzt til oft og verði ekki auðgert að endurtaka hann enn einu sinni.“ Enginn veit, hvort Framsókn verður róttækur vinstri flokkur, „milliflokkur“ eða hægri flokk- ur á næstunni. Það fer allt eftir því hvernig kaupin gerast á eyr- inni. Hin gamla maddama er fri af sér og ekur seglum eftir vindi. I dag virðist hún setja allt traust á kommúnista og ger- ir mikið til þess að þóknast þeim. Blindur er sá — Séra Jón Auðuns, dómprófast- ur, ritaði ágæta grein sl. sunnu- dag hér í blaðið um guðstraust og geimfarir. I niðurlagi hennar komst hann að orði á þessa leið: „En ábyrgðin, sem maðurinn verður að bera sinna gjörða, er voðaleg, og voða legust vegna þess, að hún fylgir mannin- um út yfir iandamæri lífs og dauða, inn í þann heim, sem frú Fúrtseva segir að sé ekki til. Sá guð, sem hinir gerzku geimfarar fundu ekki í himingeimnum, lætur ekki að sér hæða. Blind- ur er sá, sem Ies sögu kyn- slóðanna án þess að læra þá Iexíu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.