Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. sept. 1961 Öllum þeim, er heiðruðu mig á margvíslegan hátt á sjötíu og fimm ára afmæli mínu, hinn 21. ágúst sl. og gerðu mér daginn ógleymanlegan, færi ég mínar inni- legustu þakkir og bið góðan guð að blessa þá um alla framtíð. — Lifið he'l. Borghildur Oddsdóttir Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu mér vinarhug á sjötugs afmæli mínu 26. ágúst sl. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Bósa Ivarsdóttir, Marðarnúpi Hjartans þakkir færi ég börnum mínum og tengda- börnum, systrum og öllum vinum og kunningjum, fyrir margvíslegém vinarhug, sem mér var sýndur með gjöf- um, heimsóknum, skeytum og blómum á 70 ára afmæli minu 1. sept. sL — Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Einarsdóttir, Hlíðargerði 1, Reykjavik Innilegar þakkir til allra þeirra mörgu, er sýndu mér vináttu og hlýhug á 60 ára afmæli mínu þann 3. sept. sl. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Lifið öll heil. Signrjón Jónsson, Hvaleyrarbraut 5, Hafnarfirði Lokað í dag vegna jarðarfarar Verzlun Guðmundar Guðjónssonar h.f. Skólsvörðustíg 21 A. Móðir okkar JÖRUNN NORÐMANN Laufásvegi 35 andaðist að morgni 11. september Fyrir hönd okkar systkina. Óskar Norðmann Systir mín SIGRlÐUR MADSLNUD lézt í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 8. þ.m. Ólöf Sigurðardóttfr Útför móður okkar og tengdamóður MARlU JÓNSDÓTTUR Máyahlíð 13, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 14. þ.m. kl. 13,30. Áslaug M. Friðriksdóttir, Sophus A. Guðmundsson, Sigríður Guðvarðsdóttir, Friðrik J. Friðriksson, Maðurinn minn og faðir okkar SIGURBJÖRN ÁSBJÖRNSSON . Skúlagötu 68 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. sept. kl. 1,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnarfélagið eða Krabbameinsfélagið. Margrét Guðjónsdóttir og börn Maðurinn minn BJÖRN JÓHANNSSON lézt í Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn þann 11. þ.m. Helga Jóhannsson Hjartkær LITLA DÓTTIR OKKAR andaðist 1. sept. í Landspítalanum. — Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstaklega þökk- um við aðstandendum Stefáns heitins Guðmundsson- ar, trésmíðameistara. Guðfinna Jónsdóttir, Sigurður Wium Árnason Guðmundur kaupmaður í DAG verður til moldar borinn Guðmundur Guðjónsson, kaup- maður, er lézt hinn 3. þ.m. Guðmundur var faeddur að Efra-Seli í Stokkseyrarhreppi 19. júní 1894, sonur Guðjóns Björns- sonar, sjómanns og síðar verzl- unarmanns, frá Raufarfelli undir Eyjafjöllum, Björnssonar Stefáns sonar. en þeir nafnar afi og lang- afi Guðmundar voru nafnkennd- ir í sinni tíð fyrir lækningahæfi- leika og hagleik. Amma Guð- mundar var Guðrún Jónsdóttir, systir Þorsteins næturvarðar og lögregluþjóns í Stöðlakoti hér í bæ, Jónssonar bónda Guðnasonar að Strandarhöfða í Landeyjum. Móðir Guðmundar var Steinunn M. Þorsteinsdóttir, Þorsteinsson- ar frá Úthlíð í Biskupstungum, síðar að Breiðumýri í Stokkseyr- arhreppi og konu hans Guðlaug- ar Stefánsdóttur frá Brekku í Biskupstungum, Gunnarssonar frá Hvammi í Landi, af hinni eldri Hvammsætt. Guðmundur ólst upp í foreldra húsum að Efra-Seli og stundaði alla þá vinnu, sem algengust var meðal ungmenna þess tíma. Fet- aði hann brátt 1 fótspor föður síns og sótti sjóinn frá brimveiði- stöðvunum fyrir sunnan. Varð hann brátt eftirsóttur til allra starfa, enda sérlega traustur mað ur og raungóður. Árið 1912 flutt- ist Guðmundur með foreldruin sínum hingað til Reykjavíkur, og stundaði hér hvers konar vinnu. Var hann jafn eftirsóttui starfsmaður eftir að hingað kom til Reykjavíkur. Hér kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Önnu Maríu Gísladóttur, héðan úr Reykjavík, dóttur Gísla Jóns- sonar, sjómanns, en hann fluttist til Vesturheims um aldamótin, en móðir frú Önnu var Vilborg Frímannsdóttir, ættuð úr Skaga- firði, en hún lézt þegar Anna var aðeins tveggja ára. Fósturfor- eldrar frú Önnu voru þau Karitas Tómasdóttir og Gunnar Hafliða- son, er bjuggu í Nýjabæ (í Skuggahverfi) hér í bænum. Þau Anna og Guðmundur gengu í hjónaband 17. maí 1917. Hefur hjónaband þeirra verið mjög farsælt og heimili þeirra til fyrirmyndar. Þau eignuðust 5 börn og eru 4 þeirra á lífi: Karitas, kona Sigurðar Ingimund arsonar, alþingismanns, Guðjón Aðalsteinn, kaupmaður, sem veitt hefur verzluninni forstöðu nú hin síðustu árin, kvæntur Þóru Hannesdóttur, Borghildur, gift Gunnari Magnússyni fulltrúa, og Kristín, gift Geir Fenger, verzl- unarmanni. Eru börn þeirra mannkostafólk eirus og foreldr- arnir. Eftir að Guðmundur var flutt- ur hingað til Reykjavíkur réðist hann brátt til Lofts Loftssonar, útgerðarmanns. og var þar verk- stjóri. Naut hann þar, sem ann- ars staðar er hann hafði unnið, óskoraðs trausts allra, er eitthvað höfðu saman við hann að sælda. Var hann jafn vinsæU og virtur af vinnuveitendum sínum sem starfsmönnum, er undir hans stjórn störfuðu. Hann átti því vísan stóran hóp viðskipbavina, þegar hann opnaði fyrst verzlun í félagi við Bjöm Jónsson, bakara, 1. apríl 1918. Var hún fyrst til húsa á Vatnsstíg 4 undir nafninu verzlunin Venus. í des. 1919 fluttu þeir verzlunina að Grettisgötu 28 og kölluðu hana B. Jónsson og G. Guðjónsson. Þeir starfræktu síðan verzlun þessa saman til 1. apríl 1923, en þá gekk Guðmundur úr fyrirtæk- inu og setti á stofn sína eigin verzlun á Skólavörðustíg 22 í Stóra-Holti. Rak hann fyrst verzl unina þar í 4 ár, en flutti þá verzlunina yfir götuna, þar sem hún hefur verið síðan. Þegar Guðmundur flutti verzlunina á Guðjónsson — Mínning Skólavörðustíginn, þurfti til þess mikla bjartsýni, þar sem Skóla- vörðustígurinn var þá utan al- faraleiðar í útjaðri bæjarins. Það sýnir hins vegar vinsældir Guð- mundar og það traust, sem hann naut sem kaupmaður, að vegur vérzlunar hans fór vaxandi jafn- vel eftir að hann hafði sezt að langt uppi í Holtum. Guðmundur var hreinræktaður kaupmaður, sem hafði alla þá kosti, sem góð- ur kaupmaður þarf að hafa. Hann skildi það manna bezt, að hagur verzlunarinnar var undir því kominn að þjónusta væri sem mest við viðskiptavinina, og að bagur viðskiptamannsins og hag- ur verzlunarinnar fóru saman. Enda fór það svo, að Guðmund- ur eignaðist brátt stóran og traustan viðskiptamannahóp, Verzlun sína rak Guðmundur alla tíð af miklum dugnaði og ósérplægni og keppti að því að hún væri ávalt í töki traustustu og beztu matvöruverzlana hér í bænum, og það tókst honum sann arlega vel, eins og annað það er hann setti sér að takmarki. Guðmundur tók frá upphafi virkan þátt í félagsstörfum kaup- manna. Hann sá það manna gleggst, hve mikil nauðsyn væri á því til þess að verzlunin gæti sem bezt sinnt hinu þýðingar- mikla þjónustuhlutverki sínu til eflingar allmennri hagsæld í landinu eftir nýfengið sjálfstæði, að kaupmenn efldu samtök sín sem mest. Hann var einn af stofnendum Félags matvörukaup- manna árið 1928. Það sýndi sig strax stofnun fé- lagsins hvílíku nauðsynjamáli hafði verið komið í framkvæmd. Guðmundur Guðjónsson var isnemma valinn til forrustu í stjórn félags matvörukaupmanna, enda var hann manna bezt til forrustu fallinn. Hann var vörpu legur á velli og fyrirmannlegur, drengskaparmaður og hvers manns hugljúfi, kunni vel að koma fyrir sig orði, kátur og fjörmaður mikili, tápmikill og fastur fyrir. Hann var umfram allt sann- gjam maður og réttsýnn. Allir þessir kostir Guðmundar leiddu til þess, að hann var sjálf- kjörinn formaður Félags matvöru kaupmanna í samfleytt 20 ár, frá 1935—1955, er hann sakir heilsu- brests óskaði eindregið eftir því að verða leystur frá því starfi. Á 15 ára afmæli félagsins komst Guðmundur m. a. svo að orði: „Með vaxandi starfsemi innan sérhverrar greinar verzlunarinn- ar og með vaxandi samvinnu milli hinna ýmsu greina hennar vona ég að tabast megi að sam- eina svo hina tiltölulega ungu stétt, að hún geti ævinlega komið fram, sem órjúfandi heild um sameiginleg málefni sín, og megi alltaf með sæmd inna af hendi1 hið þýðingarmikla hlutverk sitt í þjóðfélagi okkar.“ Öll störf Guðmundar við stjórn Félags matvörukaupmanna einkenndust af þessum orðum hans, allar hans gerðir voru til þess fallnar að verzlunin mætti með sæmd inna af hendi hið þýðingarmikla hlut- verk sitt. Guðmundur var vak- andi og sofandi vinnandi að hags- munamálum félagsins. Á hinum langa formannsferli hans og áður en Kaupmannasamtökin voru stofnuð, liðu vízt ekki margir dagar svo, að hann þyrfti ekki að sinna félagsstörfunum jafnt eigin störfum. Skrifstofa félags- ins var í raun og veru inn af búðinni hjá honum, og þangað var stöðugt hringt allan daginn ef einhverjar upplýsingar þurfti að fá eða kvartanir fram að bera eða ráða að leita. Aldrei taldi hann slíkt eftir sér, og aldrei brást honum jafnaðargeðið og skapið góða. í búðinni hjá Guðmundi á Skóla vörðustíg 21 voru stjómarfundir í Félagi Matvörukaupmanna haldnir lengstum meðan Gutð- mundur var formaður. Það er nú títt um slíkar samkomur, að menn mæta oft seint og illa, en hjá Guðmundi var þessu alveg cfugt varið, þangað mættu menn fljótt og vel. Tápið og fjörið Guð- mundar heilluðu þá, sem með honum störfuðu í stjóminni og gerðu fundarstarfið og samstarf. ið við hann sérstaklega ánægju legt. Við, sem áttum því láni að fagna, að starfa með Guðmundi að félagsmálunum, minnumst þeirra ánægjustunda, er við nú sjáum á bak Guðmundi. Guðmundur var í hópi þeirra kaupmanna, sem lifað hafa mest- ar stökkbreytingar í íslenzkum verzlunarháttum. Hann var glögg sýnn á það hverjar breytingar væru æskilegastar fyrir verzlun. ina sjálfa og fyrir viðskiptavin. ina og skjótur að taka upp þá háttu, sem til mestrar þjónustu mættu verða. Hann notaði ekki þekkingu sína og reynslu í eigin þágu eingöngu, heldur miðlaði öllum er ráða leituðu hjá hon- um. Hann var einn af þeim mönn um, sem skapað hafa þá verzl- un, sem við búum við í dag. Fyrir öll þessi störf í þágu Fé- lags Matvörukaupmanna og verzl unarinnar í heild stendur verzl* unin í mikilli þakkarskuld. Meðan Guðmundur var formað ur Félags Matvörukaupmanna átti hann um skeið sæti í stjórn Verzlunarráðsins. Hann var síð- an einn af aðalhvatamönnunum að stofnun Kaupmannasamtaka fslands og virkur þátttakandi i störfum þeirra meðan honum entist heilsa og fjör. En Guðmundur lét fleiri félags* og menningarmál til sín taka. Hann var kirkjurækinn maður og trúhneigður mjög, þó að hann flíkaði þar eigi tilfinningum sín. um skoðunum eða bæri á torg. Hann var einn af stofnendum Frjálslynda safnaðarins og átti sæti í stjórn hans meðan hann starfaði. Hann starfaði einnig í Oddfellowreglunni og naut þar trausts og virðingar sem annars staðar. Enda þótt Guðmundur hafl látið félagsmál mikið til sín taka vanrækti hann þó aldrei skyidur sínar sem heimilisfaðir. Eftirlif- andi kona hans, Anna M. Gísla- dóttir, sæmdarkona, góð og vel gefin og með afbrigðum myndar- ieg, var Guðmundi mjög sam- rýmd og traustur förunautur. Heimili þeirra er og hefur ávalt verið við brugðið fyrir rausn og myndarskap. Eftir að heilsa Guðmundar bilaði var það hans lán að eiga jafn trausta og góða konu og frú Önnu og athvarf á slíku heimili, er þau höfðu byggt upp, og samveru með bömum og barnabörnum. Guðmundur Guðjónsson, kaup. maður, er nú fallinn í valinn fyr- ir aldur fram. Við eigum á bak að sjá mannkostamanni og góð- um dreng. Hann er okkur öllum harmdauði, en þó fyrst og fremst konu og börnum. Um leið og ég harma fráfall vinar og félaga sendi ég konu hans og börnum samúðark veð j ur. S. K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.