Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. sept. 1961 Þeir Páll sandgræðslustjóri og Þorvaldur í Síld og fisk ræða um afsláttargripina. Þar sem sauðfé og hofdanaut nýta gróður sem kominn er upp úr Örfoka hrauni Gestir skoða kornið með Páli sandgræðslustjóra. — (Þessa mynd tók Fr. Clausen, aðrar myndir tók vig.) þess að geta að öll aðstaða tíl HOLDANAUT, kornrækt, uppgræðsla auðnarinnar og sauðfjárrækt. Það var eins og hér væri eitthvað af efni sem hægt væri að gera blaða mat úr. Ég var líka svo hepp inn að hltta Þorvald Guð- mundsson, forstjóra í Síld og fisk, og hann þurfti einmitt að bregða sér austur í Gunn- arsholt til þess að líta á holdanautahjörðina og ræða við Pál Sveinsson, sand- græðslustjóra, um kaup á þessari forláta matvöru, sem alloft hefur fengizt í verzl- unum Þorvaldar og í veit- ingahúsum hans, en þó miklu sjaldnar en skyldi, að því er manni skilst á eftirspurn- inni. Við erum svo lánsamir að Páll sandgræðslustjóri er heima, er við rennum í hlaðið, en með það getur brugðið til beggja vona, því í mörg horn er að líta fyrir hann á þessum tíma árs. Hann þarf að fara í eftirlitsferðir vítt um landið til þess að sjá hvernig ýmis ræktunarsvæði hafa við- hafst yfir sumarið og hvaða ráð- stafanir skal gera í haust t. d. með melskurð, frætöku og ann- að þess háttar. Hraunið orðið grænn völlur Við byrjum á þvi að aka með Páli norður í hraunið upp undir svonefnda Brekknaheiði. Þangað kom ég fyrir tveimur árum og þá var þar um að litast eitt kol- svart ægihraun, svo brunnið, dautt og sandorpið, sem hugsast gat. Ofurlitlir grænir geirar skáru þá í gegnum hraunið á nokkrum stöðum en það var fyrsta til- raunin með sáningu og áburðar- dreifingu á þessum stað og til verksins hafði verið notuð flug- vél, því eRkert tæki, sem ekið er eftir jörðinni var nothæft við þessa ræktun: Sauðbeit með græðslunni Á þeim stað sem grænu geir- arnir voru fyrir tveim árum er nú iðgrænt haglendi rótfast og vel sprottið, þótt þar hafi verið sauðbeit allan tíman, frá því uppgræðsla þess hófst. í fyrra skeði það meira að segja að vik- ursandur fauk yfir stórt svæði sem þá hafði verið tekið til ræktunar og héldu menn að þar með væri tugþúsunda verk að engu orðið. Þetta fór þó betur en á horfðist, því gras kom upp úr öllu þessu svæði í sumar. Við héldum áfram yfir hraun Og vik- ursand, eins snautt land og hugs- ast getur. Hvarvetna gægist gróð- urinn nú upp úr auðninni og féð gengur í stórhópum á þessu landi þar sem ekki var stingandi strá fyrir tveimur árum. Friðaðir reit ir eru um hraunið og er þar hægt að sjá hvernig gróðurinn hefst við þar sem sauðkindin kemst ekki að honum. Þar er að sjá eins og þokkaleg háarslægja. Rótin myndi fúna ef ekki væri beitt Það vekur sérstaka athygli mína er Páll hefir orð á því að ef landið væri ekki beitt, myndu ræturnar fúna undan sinunni, sem myndaðist ár hvert og land- ið fara í auðn á ný. Hér er það mikil áburðarnotkun og spretta yfirvaxtarins hlutfallslega það mikið meiri en rótarinnar að tal- ið er að hún mundi fúna undir sinunni. Einhver mundi sjálfsagt hafa talið þetta firru, þegar ver- ið væri að koma auðn sem þess- ari í rækt að þrælbeita hana á sama tíma. Féð mundi kippa upp rótunum og eyða landinu jafn- óðum. Þetta hefir þó ekki reynzt svo. Holdanautahjörðin hefir einnig fengið sinn skerf af beit- inni á þessu landi og nýtir hún það sem sauðkindin s^ilur eftir. Þannig verður landið nokkuð jafnbeitt og telur Páll að upp- græðslan sjálf fáist með þessu greidd í afurðum af þeim peningi sem á landinu gengur á tiltölu- lega skömmum tíma. Hér er því um geysiathyglisvert mál að ræða. Enn er ekki að fullu lokið græðslu þessa lands og ekki kannað hve oft þarf að bera á það til þess að segja megi að gróðurinn sé tryggður til fram- búðar. Nú hefir í þrjú sumur verið borinn áburður á elzta hluta gróðursins þar sem upphaflega var sáð 20 kg. af grasfræi á hekt- ara. 280 kg af blönduðum áburði hafa farið á landið árlega í þrjú sumur, en það er svipaður skammtur og notaður er á full- ræktað tún. Kostar 1200 kr. á ha. Landsvæði það sem hér er beitt er að vísu stórt eða 1800 ha. alls. Þar af eru eru 450 örfoka og búið að rækta um 300 af því. Á þessu landi gengur á 2. þúsund fjár í fjóra mánuði af sumrinu Og nokkur hluti þess allmiklu lengur. Dreifingarkostnaður á hvern ha. er um 60 kr., en þá er dreifingarinnar er mjög góð, bvi flugbraut er á landsvæðinu sjálfu. Páll telur að kosta muni um 1200 kr. að græða upp hvern hektara. Sauðféð, sem gengur á þessu landi er mjög fallegt að sja. Við spurðum hvort vatnsskortur háði því ekki. Svo virðist ekki vera, því heima við bæ í Gunnarsholti er vatnsból, sem holdanautin sækja í að jafnaði og þangað gæti féð einnig farið, en það lætur það ógert. Það virðist sem safinn í gróðrinum nægi því, en vatnsból er hvergi í þessu mikla hrauni. Kornsláttur Á heimleiðinni virðum við féð fyrir okkur og sjáum þess á með- al verðlaunahrútinn Sóma. Tals- vert er af gráu fé innan um, en nú reyna menn að rækta sem mest af því vegna verðmæti gær- unnar. Heima undir túninu blasa við okkur kornakrar sem teknir eru að gulna. Innan skamms hefst skurður kornsins og eru notaðar við það þreskisláttuvélar en korn ið síðan hraðþurrkað í olíukynt- um þurrkara, sem einmitt var ver ið að reyna þennan dag. Skammt frá kornhlöðunni er geysimikið hey, svo að við höf- um ekki séð annað stærra fyrr. Það er 65 m. á lengd og Páll telur að í því séu um 1000 til 1200 hestburðir. Það hefir verið góð- ur heyskapur í Gunnarsholti 1 sumar eða um 10 þúsund hest- burðir. Kringum akrana í Gunnarsholti hefir verið plantað til skjólbelta Og þar á skógurinn í framtíðinni að hlífa korninu. Einar G. E. Sæmundsen skógarvörður hefir stjórnað því verki. Nautunum beitt á fóðurkál Við höldum nú niður á sand, en þar er hjörðin af Galloway- nautunum, sem slegin verður af í haust. Henni er nú beitt á fóð- urkál. Nú þurfa þeir Þorvaldur og Páll að ræðast við, meta kjöt- gæði, fallþunga og annað er að þessum gripum lýtur. Auðvitað eru þeir misjafnir eins og að lík- um lætur með svo blandaðan Galloway-faðirinn í Gunnarsholti. Framh. á bls. 17 Plæging á kornakrl. Skjólbelti hafa verið ræktuð kringum akrana i Gunnarsholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.