Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 12. sept. 1961 MORGZJ1SBLAÐ1Ð 17 Sjötugur i dag Björn Jóhannsson kennari Hafnarfiröi EJÖRN Jóhannsson, kennari í hefir tvímælalaust sannazt á 'Hafnarfirði er sjötugur í dag. Björn er fæddur 12. sept 1891 á Saurum í Dýrafirði. Foreldrar ihans voru Jóhann bóndi síðar á Þingeyri Samsonarson hreppsstj. á Brekku í Dýrafirði, og kona thans Þorbjörg Björnsdóttir, söðla smiðs á Refsteinsstöðum í Þor- kelshólshreppi í V.-Húnavatns- sýslu. Björn ólst upp í Meðaldal í Ðýrafirði hjá frænku sinni, Helgu Bergsdóttur og manni hennar Kristjáni Andréssyni, skipstjóra. Bjöm Jóhannsson er sprottinn úr góðum jarðvegi vestra. Svo eem títt var um vestfirzka ungl- inga vandist hann snemma á hvers konar störf í sveit og á sjó og varð skjótt öndverða ævi lákur af þeirri hagnýtu reynslu, sem hverjum og einum er hollt að hafa að vegarnesti á lífsleið inni, ekki sízt þeim, sem það á fyrir að liggja að gera sér kennslu og uppfræðslu barna og unglinga að ævistarfL Er Björn óx úr grasi stóð hug- ur hans til mennta, en allar voru bjargir bannaðar til langskóla- náms. Átján vetra að aldri sett- ist hann í Núpsskóla og stundaði þar nám í tvo vetur undir hand- íeiðslu hins landskunna fræðara og lýðskólafrömuðar, síra Sig- tryggs Guðlaugssonar. Að námi þessu loknu, veturinn 1912—1913, var hann kennari í Keldudal í Dýrafirði og þaðan í frá var lífs- stefna hans ráðin, því að vetur- inn eftir settist hann í Kennara- skólann og lauk þaðan kennara- prófi 1915. Strax að prófi loknu var hann ráðinn skólastjóri við Barnaskóla Súðavíkur í Norður- ísafjarðarsýslu, en starfaði þar aðeins einn vetur í það sinn. Næstu fjögur árin, 1916—1920, var hann kennari við skóla Ás- gríms Magnússonar í Reykjavík, en stundaði jafnframt verzlunar- störf hjá Garðari Gislasyni, stór- kaupmanni. Veturinn 1920—1921 var hann skólastjóri Barnaskól- ans að Görðum á Álftanesi. Haust ið 1921 hverfur Björn aftur til Súðavíkur og tekur við stjórn barnaskólans þar að nýju og hef ur þá forstöðu til ársins 1929 að hann gerist kennari við Barna- skóla Hafnarfjarðar. — í Súða- vík hlóðust á Björn ýmis trúnað- ar- og ábyrgðarstörf. Þar var bann hreppsnefndaroddviti um sjö ára skeið og skattanefndar- maður og fiskimatsmaður hin sömu ár. Á fjörutiu og fimm ára óslitn- um kennaraferli, hefir Björn Jóhannsson starfað lengstum við Barnaskóla Hafnarfjarðar eða samfellt í þrjá tugi ára og tveim vetrum betur. — Ekki skal farið hér út í mannjöfnuð, en það mun inál þeirra, sem gerst til þekkja, að Björn eigi sæti á bekk með þeim kennurum, sem bezt og far- sælast hafa starfað við þann skóla. — Góður kennari gegnir eetíð að verulegu marki forustu- hlutverki innan síns skóla. Þetta Birni Jóhannssyni án þess hann sjálfur væri sér þess meðvitsmdi. Geðprýði hans, samvizkusemi hans og árvekni í störfum og síð- ast en ekki sízt þýðlegt viðmót hafa ætíð reynzt vera sterkustu þættirnir í skapgerð hans. Birni er það áskapað og sú list lagin að kunna að deila geði við hvern sem er, jafnt ungan mann að ár- um sem aldinn. Hjá því gat ekki farið, að maður með slíka skap- höfn yrði úrvalskennari. — Ung- um og óreyndum kennurum hef- ir Björn oft á sinn hógværa hátt miðlað af reynslu sinni, án þess þó, að hann vildi gera þá sér háða að neinu leyti, aukin heldur að hann reyndi til að steypa þá í ákveðið mót. Honum var það fremur eðlislægara að mæla til þeirra uppörvunar- og hvatning- arorðum en ráða þá undir sinn eiginn áraburð. f hinum stóra hópi samstarfs- manna sinna hefir Björn ætið notið mikilla vinsælda, enda hafa samkennarar hans borið til hans mikið traust og oft kjörið hann til trúnaðarstarfa. Af þeirra hálfu hefir hann iðulega verið kjörinn til þess að sitja á fulltrúa þingum Sambands íslenzkra barnakennara, og í stjórn Kenn- arafélags Hafnarfjarðar hefir hann átt sæti í fjölmörg ár og var um nokkurra ára skeið for- maður þess félags. Auk aðalstarfs síns við Barna- skóla Hafnarfjarðar hefir Björn látið ýmis önnur hliðstæð störf til sín taka og veitt góðum mál- efnum liðsinni sitt. Heilan áratug var hann stundakennari við Iðn- skóla Hafnarfjarðar og kenndi þar íslenzku og dönsku. Á stríðs- árunum veitti hann forstöðu sum ardvalarheimili fyrir börn á veg- um R.K.f. Frá því Björn fyrst kom í Fjörðinn, hefir hann ver ið félagi í málfundafélaginu Magna og átti um nokkurt ára- bil sæti í stjóm þessa merka menningarfélags. í mörg ár hefir hann verið í stjórn Bókasafns Hafnarfjarðar og gegnir þar nú ritarastörfum. í einkalífi sínu hefir Björn átt góðu gengi að fagna og ekki síð- ur þar verið gæfumaður en í opinberu starfi. Hann er kvænt- ur hinni ágætustu konu, Elísabetu Einarsdóttur Long bónda á Hallormsstað í Suður-Múlasýslu. Alla tíð hefir verið mjög ástúð- legt með þeim hjónum og þau eftirtakanlega samhent og sam- rýmd í hvívetna. Þeim varð fjög- urra barna auðið og komust þrjú þeirra á legg. Telpu misstu þau nokkurra vikna gamla, en þau þrjú, sem upp komust, eru Snorri, bókari í Hafnarfirði, Þor- björg, húsfreyja í Hafnarfirði og Jóhann Gunnar, símvirki Reykjavík. Öll eru börnin mann- dómsfólk og hinir beztu og nýt ustu borgarar svo sem þau eiga kyn til. Nú, þegar Björn Jóhannsson hverfur frá Barnaskóla Hafnar- fjarðar og lætur af störfum þar sem fastur kennari, er skjöldur hans jafn fægður og hreinn sem í upphafi er hann hóf kenn- araferil sinn. Það sannast lítt á Birni hið fornkveðna að ergist hver sá er eldist, því enn myndi hann ganga ódeigur til kennsl- unnar af sama léttleika og áður, ef hann mætti því við koma. Og þótt hann sé gránaður á skör og með silfrað hár, verður þess ekki svo mjög vart að hann sé aldri orpinn. Enn sem fyrr er hann hvikur og léttur í hreyfingum og yfirbragðið ekki öldurmannlegt. Þar eð Björn dvelst ekki í dag á heimili sínu að Hverfisgötu 63 í Hafnarfirði, eigum við sam- kennarar hans og annað sam- starfsfólk ekki þess kost að sinni að þrýsta hönd hans og óska hon- um til hamingju með merkisaf- mæli, en eigi að síður vonum við að til hans berist innilegar árn- aðaróskir og hlýjar kveðjur okk- ar allra. . Þorgeir Ibsen. Friðaður reitur á beitilandinu. Þarna var sáð í vor sem leið og nú er þar þokkaleg háarspretta. — Þar sem sau&fé Frh. af bls. 10. stofn. Lengra niður á móum er þriflegur tuddi á beit með 14 kúm og þangað verðum við að bregða okkur. Tuddinn virðist óþarflega grannur af holdanauti að vera en þess er að gæta að það tekur á holdafarið að sinna þessum fjölda hins veikara kyns. Skammt frá nautahjörðinni var ungur piltur að plægja mó- ana.. Þar á að verða mikill og stór kornakur á næsta sumrL Að þessu sinni skoðum við ekki hina miklu kornakra á söndunum en þar er auðninni breytt í bylgj- andi akur og vekur það vissulega furðu að bláir sandar skuli geta fóstrað upp fullburða korn að — Ójb urrkar Framh. af bls. 8 hvað verkunin er vandasöm, fær hún misjafna dóma, og því þarf að vinna mikið átak til þess að koma henni sómasam- lega inn á alla bæi. Þetta tekur langan tíma, máske mannsaldra enn, en er það ekki sorgleg staðreynd, að á meðan skellur á hallæri vegna votviðra æ ofan í æ? —• Þess vegna má ekki forsmá neyðarúrræðin. Ásgeir Þorsteinsson. Vélamaður Óskum eftir að ráða vanan vélamann á vinnustofu okkar nú þegar. — Ákvæðisvinna. Kristján Siggeirsson h.f. Laugavegi 13 — Smi 17172 .*i°e sjálfsögðu með allmikilli áburð- arhjálp. 200 tonn af korni Heima í kornhlöðunni í Gunn« arsholti vinnur útlendur sér- fræðingur að því, að setja niður hraðþurrkarann en sniglar og blásarar munu flytja kornið til og frá þurrkaranum, en hlaðan er til geymslu fyrir 100 tonn af körni en Páll gerir ráð fyrir að uppskeran verði að minnsta kosti helmingi meiri, þótt auðvitað verði ekkert um það fullyrt á þessu stigi, enda fer það ’ eftir hvernig gengur að ná því hæfi- lega þroskuðu. Við vonum að allt gangi þetta að óskum Og kveðjum þetta höf- uðból íslenzkrar ræktunar að sinni. — vig. HASPENNUKEFLI 6-12 volt STRAUMLOKUR 6-12 volt STARTARAR DYNAMÓAR ÁNKER KVEIKJUR í Austin 8—10 Verzlun Friðriks Bertelsen Tryggvagötu 10 Húseignin Ingólfsstræti 18 er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Húsið stendur á eignarlóð. Upplýsingar gefnar á staðnum sunnu- dag og mánudag kl. 4—6. Bifreiðaesgendur! Gerist meðlimir í Féiagi íslenzkra bifreiðaeigenda. Inntökubeiðnum veitt móttaka í síma 15659, alla virka daga kl. 1—4 nema laugardaga. FÉLAG fSLENZKRA BIFREIÐAEIGENDA Austurstræti 14. 3. hæð — Sími 15659. Sfúlka óskast G Ólafsson & Sandholt Laugavegi 36 Iðnaöarhúsnæöi Bílskúr ca. 50 ferm. við mikla umferðargðtu í Austurbænum til leigu. — Upplýsingar í síma 10696 og 15235. Nýkomið mikið úrval Teak — viðargrip bygglngavörur h.f. Laugavegi 178 — Sími 35697

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.