Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 24
I
Bókmenntir
Sjá blaðsíðu 13.
205. tbl. — Þriðjudagur 12. september 1961
IÞROTTIR
Sjá bls. 22
Lýðræði verði tryggt inn-
an verkalýðsféla
16. þingi SUS lauk sl. sunnudag
Þór Vilhjáflmsson endurkjórinn
formaður
SEXTÁNDA þingi Sambands
ungra sjálfstæðismanna var
slitið á Akureyri sl. sunnu-
dagskvöld, en alls sóttu þing-
ið 140 fulltrúar frá félögum
ungra sjálfstæðismanna víðs-
vegar um landið.
Á sunnudag fór m.a. fram
stjórrjarkjör, og var Þór Vil-
hjálmsson lögfræðingur end-
urkjörinn formaður SUS til
næstu tveggja ára. Þingið
sendi frá sér fjölmargar
ályktanir um hina ýmsu
þætti þjóðmálanna, en einnig
voru gerðar þar samþykktir
um skipulagsmál sambands-
ins og samþykktar breytingar
á lögum þess. Auk almennr-
ar stjórnmálaályktunar voru
gerðar ályktanir um utan-
ríkismál, öryggismál, efna-
hagsmál, markaðsmál, vinnu-
löggjöfina og kjör ©pinberra
starfsmanna. Birtist ályktun
þingsins um utanríkismál á
forsíðu blaðsins í dag, en
aðrar ályktanir verða birtar
síðar á síðu SUS hér í blað-
inu. —
á; Þingfundir
Eins og skýrt hefur verið frá
áður, var þingið sett sl. föstudags
kvöld, og flutti formaður SXJS
þá ræðu og skipað var í nefndir
þingsins. Nefndir störfuðu svo
fyrir hádegi á laugardag, en al-
mennir þingfundir hófust kl. 2
þann dag. í hádegisverðarboði,
sem miðstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins hélt þingfulltrúum á laugar-
dag, hélt varaformaður flokksins.
Eldur í sumarhúsi
í GÆRMOBGUN kl. 11.55 var
slökkviliðið hvatt að sumarbú-
stað skammt ofan við Geitháls.
Var þar mikiH eldur uppi í ekúr-
byggingu við sumarbústaðinn,
sem er einnar hæðar hús með
rÍ6Í.
Skúrinn brann að mestu, en
húsinu tókst að bjarga. Hvort-
tveggja er úr timbri. Eldsupptök
eru ókunn.
Ógnanir
MOSKVU, 11. sepember. — Um
helgina hélt Krúsjeff eina ræð-
una enn þar sem hann sagði, að
tortíming vofði yfir. allri V-
Evrópu, ef til styrjaldar kæmi.
Sagði hann að Ráðstjórnarríkin
mundu sleppa bezt, því byggðin
værj þar svo dreifð. í kjölfar
'bollalegginga Krúsjeffs um það
hve mörgum mannslífum væri
hægt að eyða með rússneskum
kjarnorkusprengjum kom svo
fregnin um síðustu kjarnorku-
sprengingar Rússa. — í ræðunni
sagði Krúsjeff og, að vestur-
veldin færu nú að láta undan
— og sennilega mundu au vilja
semj um Berlínarmálið.
Bjarni Benediktsson, ræðu, en
skýrt var frá efni hennar í blað-
inu sl. sunnudag. Gunnar Thor-
oddsen fjármálaráðherra sat
einnig hádegisverðarboð þetta
svo og Jónas Rafnar alþingis-
maður: Þær nefndir, sem ekki
luku störfum á laugardag, héldu
áfram sötrfum fyrir hádegi á
sunnudag, en að því loknu hófust
almenn þingstörf að nýju. í upp-
hafi fundar var lesið símskeyti
frá London frá Geir Hallgríms-
syni borgarstjóra, fyrrv. for-
manni S.U.S. Er lokið var af-
greiðslu mála og stjórnarkjöri,
ávarpaði Gisli Jónsson mennta-
skólakennari þingið af hálfu
heimamanna. Eftir lokafundinn
var farið í kynnisferð um Eyja-
Þór Vilhjálmsson
fjörð í boði ungra sjálfstæðis-
manna á Akureyri. Var m.a.
höfð viðdvöl að Grund í þeirri
för, en þar sleit Þór Vilhjálms-
son formaður SUS þinginu, og
Jónas G. Rafnar alþingismaður
ávarpaði þingfulltrúa.
★ Stjórnarkjör
A síðasta fundi þingsins fór
fram kjör stjórnar Sambands-
ins, og hlutu neðantaldir menn
kjör í stjóm SUS til næstu
tveggja ára:
83
fdrust
SHANNON, 11. sept. — f gær
varð mikið flugslys á Shannon
flugvellinum. Þar fórust 83,
er bandarísk flugvél af DC-6
gerð hlekktist á í flugtaki.
Rann vélin út af brautinni og
hvolfdi í vatni ekki langt þar
frá. Enginn af þeim, sem í
vélinni voru, komst lífs, en
farþegarnir voru 76, áhöfnin
7 manns. Flugvélin var á leið
vestur um haf, frá Þýzka-
landi. Flestir farþeganna voru
bændur og búfræðinemar, sem
voru í kynnisför til Banda-
ríkjanna.
Formaður: Þór Vilhjálmsson,
Reykjavík.
Aðalstjórn: Ámi G. Finnsson,
Hafnarfirði, Birgir ísl. Gunnars-
son, Reykjavík, Jóhann J. Ragn-
arsson, Reykjavík, Jónatan Ein-
arsson, Bolungavík, Magnús Þórð
arson, Reykjavík, Sigfús John-
sen, Vestmannaeyjum.
Varastjórn: Ólafur Egilsson,
Reykjavík, Hörður Einarsson,
Framhald á bls. 23.
Hvalkjöt
til Englands
Akranesi, 11. sept.
SJÖ dragnótatrillur voru á sjó
í nótt. Mestur afli var 900 kg. —
og ofan í ekki neitt. — Flutn-
ingaskipið Ljónið kemur hingað
í nótt með gips til Sementsverk-
smiðjunnar frá Danmörku, en
sementsskipið Peter annað kvöld
frá Skotlandi. — Hér er nú flutn
ingaskipið Theresia Horn. Hófst í
morgun þriggja daga útskipun á
hvalkjöti í hana. Alls tekur skip-
ið 350—400 tonn af hvalkjöti, sem
það flytur á Englandsmarkað.
Oddur.
Björgvin Schram, form. KSÍ, afhendir Helga Jónssyni, fyrir«
liða, bikarinn. KR-ingar í baksýn eru broshýrir.
(Ljósm. Mbl.: K. M.)
Ruissar sprengdu tvær til viðbótar
Oflugasta sprengjan til þessa
I Skandinaviu óttast fólk geislavirkt ryk
WASHINGTON og Stokkhóimi,
11. september. — Rússar hafa nú
sprengt tvær kjarnorkusprengj-
ur til viðbótar og eru sprenging
arnar þá orðnar sex síðan þeir
hófu tilraunirnar að nýju um síð-
ustu mánaðamót. Önnur þessa
150 t af sementi
upp um reykháf
Akranesi, 11. sept.
FREGNIR herma, að 150 tonn af
sementi hafi streymt með reykn-
um upp í gegnum reykháfinn á
Sementsverksmiðjunni á þrem
sólarhringum í fyrri viku,
fimmtudag, föstudag og laugar-
dag.
Húsgarðar og trjágróður í ná-
grenni verksmiðjunnar stór-
skemmdist, og þvottur úti á snúr-
um gjöreyðilagðist.
Reykbindingartæki verksmiðj-
unnar virðast hafa bilað. Allt
bendir þó til að tæknifræðingum
verksmiðjunnar hafi tekizt að
færa reyksíurnar í lag, og gert
það vel.
Oddur.
síðustu sprenginga var langsam-
lega aflmest af þeim öllum og er
talið, að hér hafi verið um vetn-
issprengju að ræða og samsvar-
aði sprengikraftur hennar milljón
um lesta af TNT.
2.750 km frá íslandi
Rússar sprengja nú í Norður
íshafi, við Novaja Semla, en það
mun vera um 2,750 km frá ís-
landi, í beinni loftlínu. Ekki gáfu
Rússar út neinar tilkynningar
um þessar sprengingar frekar en
hinna fyrri og hefur almenn-
ingi í Ráðstjómarríkjunum enn
ekki verið sagt frá því að Ráð-
stjómin sé þegar byrjuð að
sprengja. Hins vegar hamra út-
varp og blöð kommúnista á því,
að Bandaríkjamenn séu að und-
irbúa sprengingar.
Óttast geislavirk áhrif
á Norðurlöndum
Það var bandaríska kjarnorku
málanefndin, sem fyrst greindi
frá nýju sprengingunum tveim.
ur, en þeirrar öflugustu varð vart
víða um heim, m.a. sýndu jarð-
skjálftamælar í Svíþjóð hana.
í Skandinaviu óttast fólk nú
mjög geislavirkt ryk frá þessari
síðustu og stærstu sprengingu
Rússa, en sænskir vísindamenn
sögðu, að ef vindátt héldist hin
sama næsta sólarhringinn færi
versta demban fram hjá Svíþjóð,
lenti aðallega í N-fshafinu, Kola-
skagann og nyrztu héruð Rúss.
lands. Hins vegar er búizt við að
mjög aukin geislavirkni mælist
í Skandinaviu næstu daga.
Orsöli Sleipnisslyssins:
Skipið sló úr sér
HAUSTMÓT Sjálfstæðisfélag-
anna á Austurlandi verður hald-
ið í Ásbíói á Egilsstöðum laug-
ardaginn 16. september nk. Þátt-
taka tilkynnist Ara Bjömssyni,
Egilsstöðum, fyrir fimmtudags-
kvöld, 14. september.
segja vitnin
KLUKKAN rúmlega fimm sl.
laugardag lauk yfirheyrslu út
af Sleipnisslysinu, er vélbát-
urinn Sleipnir sökk í hafi á
heimleið frá Englandi í sl.
viku.
Yfirheyrðir vóru fimm skip-
verjar, skipstjóri, stýrimaður,
1. og 2. vélstjóri og háseti.
Eftir því, sem fram kom við
þessar yfirheyrslur virðist or-
sök til lekans er upp kom kl.
7 að morgni og reynt var að
stemrna stigu við þar til skips
menn yfirgáfu skipið kl. um
11 fyrir hádegi, hafa verið
sú, að „báturinn sló úr sér“,
sem svo er nefnt, er þéttingar
(kalfakt) losna er skipið sæk-
ir móti vindi og sjó, eins og
var í þetta skipi, en 6 vind-
stig vöru og nokkur alda.
Vitni báru öll að þau hefðu
séð, eftir að þau yfirgáfu skip-
ið, og það var á hvolfi, nokkru
áður en það sökk, að sjór og
loft hefði frussast út með kili
beggja megin í þann mund er
skipið sökk.