Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞriðJudagUr 12. sepf. 1961 Verðskuldaður yfirburðasigur KR KR vann Akranes 4-0 og titilinn „bezta knattspyrnufél. íslands 1961" KR vann yfirburðasigur yfir Akurnesingum í úrslitaleik tslandsmótsins. Voru yfirburðir KR-inga svo miklir að mark KR komst eiginlega aldrei í hættu. En fjórum sinn- um sendu KR-ingar knöttinn í net Skagamanna. Og svo mikla yfirburði hafði KR, að markatalan 4:0 lýsir þeim engan veginn réttlátlega. Sex mörk yfir hefðu betur lýst þeim tökum sem KR hafði á leiknum. KR-ingar náðu strax í byrj- un öllu frumkvæði í leiknum. í fyrri hálfleik sýndu þeir ein- hvern þann bezta leik sem ísl. lið hefur sýnt. Notuðu þeir mjög útherjana og fundu þar leiðina að marki Akurnesinga. Innherjarnir og þó einkum framverðirnir Garðar Árna- son og Helgi Jónsson höfðu öll völd á vallarmiðjunni og möt- uðu framherjana og útherjana með hverri sendingunni af ann arri. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Skaga- manna, sem aðeins fengu rof- ið þessa vel upp byggðu sókn KR með einstaka skyndiupp- hlaupum, sem voru nær und- antekningarlaust einstaklings- glettur en ekki vel uppbyggð sókn. KR skoraði aðeins tvö mörk í fyrri hálfleik, en hefði að minnsta kosti 4 marka yfir- burði. Skagamenn gerðu góða til- raun til að hrista af sér slen- ið í upphafi síðari hálfleiks. En það vantaði alla festu í sóknartilraunirnar. Og þegar KR bætti 3 markinu við var allri baráttu lokið og leikur- inn fór í farveg hinnar árang- urslitlu „miðjuvallar“ knatt- spyrnu. KR-ingar minnkuðu hraðann og slökuðu verulega á og leikurinn endaði í hálf- gerðri deyfð. En í heild var hér um mjög góðan úrslitaleik að ræða og lið KR vann vel verðskuldaðan sigur. Það er ekki vafi á að bezta lið lands Gólu blóm og sýndu bikurinn LIÐSMENN KR gleymdu ekki i gömlum félögum og vinum er þeir á sunnudaginn unnu sinn fræga sigur. Átta af liðsmönn- unum heimsóttu Jóhann Boga son húsvörð í KR-húsinu og Svein Þormóðsson ljósmynd- ara, en þeir liggja báðir í sjúkrahúsi. Færðu KR-ingar þeim báð- um blóm og sýndu þeim hinn fræga íslandsbikar. — Vakti heimsókn liðsmannanna mikla gleði þessara tveggja manna, sem nú liggja sjúkir. ins í dag fór með æðstu verð- laun knattspyrnunnar úr þessu móti. • Völdin á vallarmiðju Verðskuldaður sigur KR fólst fyrst og fremst í góðum leik út- herjanna, Gunnars Guðmanns- sonar og Arnar Steinsen sem nú lék aftur með KR, frábærri leikni og uppbyggingu Þórólfs Beck og yfirburðaleik Garöars Árnasonar og Helga Jónssonar á vallarmiðj- unni, aðstoð þeirra og tengingu varnar Og sóknar. Ellert vann Og mjög vel og var einn af ásum liðsins í þessum leik. • Bjargað á línu Ingvar átti fyrsta skot á mark í þessum leik, en það var auð- varið fyrir Heimi. En þau tök sem KR náði strax í leiknum fóru síðan að segja til sín. Á 10. mín. er fyrsta „dauðafærið". Þórólfur leikur vel upp, gefur út til Arn- ar Steinsen sem gefur vel fyrir. Ellert fær knöttin á markteig — en spyrnir yfir. Fjórum mín. síð- ar sendir örn aftur til Ellerts, en hönum mistekst að afgreiða í góðu færi. Og sókn KR þyngist stöðugt. Helgi Dan bjargar með út- hlaupi á 18. mín. og mín. síðar veður hann móti Þóróifi og nær knettinum af tám hans og slær frá. Upp úr þeirri pressu berst boltinn að Akra- nesmarkinu en Björn Finsen bjargar á marklínu. Það var eins og KR ætlaði ekki að takast að nýta yfirburði sína. • Tvö mörk á 16 mínútum En þetta breyttist. Á 23. mín. byggir Þórólfur upp. Hann sendir fallega fram til Gunnars Fel. en hann er of seinn að nota tækifærið og knötturinn berst út til Arnar. örn miðjar vel og Þórólfur tekur á móti og skorar örugg- lega og fallega af 8—10 m færi. Sókn KR linnti aldrei í hálf- leiknum. Þeim fækkaði hinum opnu færum, en KR-ingar voru stöðugt ágengir. Ellert átti gott skot — en hitti Örn Steinsen og Þórólfur átti skalla yfir. En á 39. mín kemur annað markið. Aukaspyrna var tekin af um 35 m. færi og gefið fyr- ir markið. Gunnar Felixson sendir út á kant til Arnar, sem „Bezta knattspymufélag íslands 1961“ — lið KR. miðjar vel og Ellert kemst í gott færi og skorar örugglega. • Fjörkippur Þórður Jónsson og Ingvar Elís- son voru einustu bitvopn fram- línu Akraness. En þeir nutu lítill- ar aðstoðar og unnu lítt saman. Þeir áttu báðir gegnumbrot á fyrstu mín. síðari hálfleiks en mistókst er að marki dró. Og smám saman nær KR aftur öllum völdum í leiknum. Gunnar Felix- son kemst tvívegis í færi, en misnotar illa í bæði skiptin. • Fallegasta markið En á 13. mín. skorar Þór- Enska lands liðið valið BRETAR hafa nú valið Iands- lið það, sem keppa á við ís- Lendinga í Lundúnum n.k. laug ardag. Er það eins og fyrr segir skipað áhugamönnum, en sá þekktasti þeirra er Bobby Brown (hægri útherji), sem leikið hefir undanfarið með 1. deildarliðinu Fulham. Leik- urinn fer fram á High Wycom- be leikvanginum. Lið Bretanna verður skipað þessum mönnum: M. J. Pinner (Hendon), J. Martin (Wimble- don), J. Harris (Hendon), A. Mendrum (West Auckland), A. Law (Wimbledon), sem verður fyrirliði, C. Townsend (Wealdstone), R. Brown (Ful- ham), W. Broomfield (West Auckland), R. Jackson (Ox- ford Un), H. Lindsay (King- stonian), T. Howard (Hend- on). Þórólfur Beck skorar þriðja mark KR. ólfur fallegasta markið. Hann átti það einn að öllu leyti. Hann lék á eina þrjá varnar- menn og plataði síðast Helga markvörð og skoraði af öryggi. Þarna var sigur KR innsiglað- ur. Meistaralega gert hjá Þór- ólfi. • Fjórða markið Leikurinn dofnaði við þetta „úrslitamark". Þórður Jónsson og Ðonni komust báðir í gegn og kom til kasta Bjarna Felixsonar að bjarga á línu í upphlaupi Þórð ar. En þetta voru síðustu fjör- kippir Skagamanna. Tök KR á leiknum urðu aftur allsráðandi. Ellert átti gott skot og Helgi Dan bjargar með úthlaupi frá Gunnari Felixsyni. Stuttu síðar á Gunnar skot í þverslána eftir mikla pressu að Akranesmarkinu. Og 10 mín. fyrir leikslok leikur Ellert fallega gegnum vörn Akraness, rennir til Þór- ólfs, sem er í góðu færi og skorar af öryggi af stuttu færi. 5 mín. fyrir leikslok var Skúla Hákonarsyni innherja vísað af velli fyrir gróft bröt gegn Bjarna Felixsyni. Brottvísunin olli nokkr um deilum eftirá, en Haukur Óskarsson dómari sagði að eng- inn vafi hafi verið á brottrekstr- arsökinni. Skúli hefði lagt hend- ur á Bjarna og boltinn víðs fjarri. • Liðin Skagamenn voru heillum horfn ir í þessum leik. Vörn liðsins var mun sterkari sókninni og áttu varnarmennirnir Gunnar mið- vörður og Helgi bakvörður ágæt- an leik. Helgi í markinu verður ekki sakaður um mörkin. Þvert á móti bjargaði hann oft mjög vel og með öruggum úthlaupum stöðvaði hann margoft sókn KR. Kristinn átti og góðan leik í stöðu framvarðar, sem aðstoðar- maður í vörn, en uppbyggingu framvarðanna vantaði alveg. — Sveinn Teitsson hefur sjaldan eða aldrei átt jafn slakan leik og cpnaðist oft leið að Akranes- markinu þar sem hann átti að vera til varnar. Framlínan var í molum. Ein- staklingsafrek Þórðar og Ingvars dugðu ekkert. Hinir aðstoðuðu lítt, en ekki reyndi ýkja mikið á hana. Heimir fékk fátt að sýna Og aldrei reyndi verulega á hann til varnar. Bjarni átti mjög góð- an leik sem bakvórður. En það voru framverðimir, Garðar og Helgi, sem báru hita Og þunga varnarleiksins og skiluðu þeir því með prýði. Aðstoð þeirra við sóknina var og lykillinn að vel- gengni liðsins. Þórólfur átti af- bragðsgóðan leik og yfirburða- sigur KR byggist ekki sízt á leikni hans og uppbyggingu. Þrjú mörk í slíkum leik tala líka sínu máli um hæfni hans. Ellert vann og mjög vel, þó illa tækist hon- um til við markskotin í byrjun. Gunnar Felixson var veikasti hlekkur framlínunnar. Útherjarn ir Gunnar Guðmannsson og Örn Steinsen moluðu Akranesvörn- ina og léku mjög vel. Komu þeir báðir á óvart með getu sinni og einkum þó Örn, sem er mun betri nú en þegar hann yfirgaf liðið i sumar er hann hvarf af landi brott. Þetta var verðskuldaður sigur fyrir samstillt lið og einn bezti leikur, sem íslenzkt knattspyrnu- lið hefur sýnt. — A.St. Bikarinn kostaði 8 7 kr. ísl. ÍSLANDSBIKARINN var af- hentur KR-ingu«i í leikslok á sunnudaginn. En síðan verð- ur þessi bikar tekinn úr um- ferð og kemur nýr í staðinn — veglegur og glæsilegur. Bikarinn gamli sem KR vann á fyrsta íslandsmótinu 1912 og aftur nú 49 árum síð- ar ber nokkur merki hálfrar aldar tilveru. Hann hefur skemmzt og hnjaskazt í með- förum og gengist undir við- gerð sem gerði hann þó eng- an veginn lýtalausan. Á fót- stalli hans eru nú 50 skildir með nöfnum þeirra félaga er hafa unnið hann. Það eru 17 skildir með nafni KR, 13 með nafni Fram, 12 með nafni Vals, 6 með nafni Akraness og 2 með nafni Víkings. KSÍ bauð til kaffisamsætis að leikslokum. Meðal gesta var menntamálaráðherra og frú og auk þess ,5 af þeim mönnum er léku í úrslitaleik fyrsta mótsins 1912. Björgvin Schram minntist ýmissa atriða úr sögu mótsins, sæmdi hina \ gömlu garpa merki KSÍ Og voru þeir hylltir. Var hóf þetta hið ánægjulegasta og tengdi saman gamla og nýja sögu. Þar kom m.a. fram að Fram- arar sem gáfu bikarinn 1912 áttu í erfiðleikum með að safna fé fyrir honum. Bikar- inn kostaði 87 kr. ísl. og tókst að fá það fé eftir ítrekaðar til- raunir. En mikil barátta hef- ur staðið um þennan bikar — margir svitadropar 'fallið í bar áttunni um hann, en þeir verða nú ekki fleiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.