Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBL AÐIÐ Þ'riðj'u'dagUr 12. sept. 1961 JMttttiiiitMftfeifr CTtgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÍSLAND - KANADA rORSETI íslands og frú hans eru nú lögð af stað í hina opinberu heimsókn sína til Kanada. Er það í fyrsta skipti, sem íslenzkur þjóðhöfðingi kemur í opin- bera heimsókn til Kanada. En leiðir íslenzkra manna hafa þó oft áður legið til þessa víðáttumikla og auð- uga lands. Fjöldi íslendinga flutti þangað búferlum í lok síðustu aldar og þúsundir manna af íslenzku þjóðerni eiga þar nú heima. Samtals mun talið að um 30 þúsund- ir manns af íslenzku bergi brotnir búi nú í Kanada og Bandarí k j unum. Islenzki landnemahópurinn í Kanada hlaut þar góðar móttökur og hefur fest þar djúpar rætur. Lífsbarátta margra þeirra var að vísu hörð. En þeir hafa getið sér gott orð í hinum nýju heim- kynnum og orðið þar traust- ir og góðir borgarar. Milli ís- lendinga og Kanadamanna liggja því traustar taugar vináttu og góðrar sambúðar. Forseti Islands flytur kana- disku þjóðinni góðar kveðjur íslenzku þjóðarinnar. Islend- ingar vilja í senn efla menn- ingar- og viðskiptatengslin við þessa þróttmiklu þjóð hins nýja heims. Þeir óska forsetahjónunum og fylgdar- liði þeirra góðrar ferðar og giftusamlegrar heimkomu. HVERS VEGNA HÆKKAR VERÐ- LAGIÐ ? VERS vegna er verðlag á margs konar vörum og þjónustu hér á landi að hækka um þessar mundir? Svarið við þessari spurn- ingu er ekki langsótt. Ástæða verðhækkananna er ákaflega einföld. Þær eru afleiðing þeirra kauphækkana, sem bandalag kommúnista og Framsóknarmanna knúði fram á þessu sumri með pólitískum verkföllum. Allir vissu það fyrir, að þetta mundi gerast, ef kaup- ið hækkaði verulega. Hvorki útflutningsframleiðslan né annar atvinnurekstur í land- inu gat bætt á sig auknum tilkostnaði. Þetta vissu eng- ir betur en kommúnistar og Framsóknarmenn. Þeir höfðu lýst því yfir á sl. ári og raun ar hamrað á því undanfarið, að útflutningsframleiðslan og atvinnulíf þjóðarinnar yfir- leitt ættu við hina mestu erfiðleika að etja. Á aðal- fimdi Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna í fyrra- haust lögðu kommúnistar höfuðkapp á að samþykktar yrðu kröfur um stuðming af hálfu ríkisvaldsins við út- gerðina. I sumar hafa þeir hins vegar haldið því fram, að útgerðin gæti bætt á sig stórfelldum útgjaldaauka af völdum hækkaðs kaupgjalds. ★ Af öllu þessu verður það auðsætt, hvílíkan skrípaleik stjórnarandstæðingar hafa leikið. Fyrst halda þeir því fram, að framleiðslan sé rek- in með stórtapi. Síðan lýsa þeir því yfir, að hún eigi auð velt með að greiða hundruð milljóna króna í hækkuðu kaupgjaldi. Loks halda þess- ir sömu menn því fram, að ríkisstjórnin og flokkar henn ar beri ábyrgð á þeim verð- hækkunum, sem nú dynja yfir!! Allt skynsamt og hugsandi fólk sér í gegnum þennan skollaleik. Niðurrifsbandalag kommúnista og Framsóknar- manna mun því hvorki hafa hagnað af hinum pólitísku verkföllum á þessu sumri, né heldur af áróðri sínum um það að ríkisstjórnin og flokkar hennar beri ábyrgð á verðhækkunum þeim, sem íslenzkur almenningur verð- ur nú að greiða. ENN SPRENGJ/ RÚSSAR! ITVER kjarnorkusprenging- in á fætur annarri er nú framkvæmd í Sovétríkjun- um. Friðardúfurnar íMoskvu virðast nú leggja höfuðkapp á að ógna hinum frjálsa heimi með hinum gífurlega morðmætti atómvopna sinna. I þrjú ár sátu Rússar að samningaborði á ráðstefn- unni í Genf og ræddu um bann við kjarnorkutilraun- um. Á sama tíma, sem þeir voru að undirbúa keðju kjarn orkusprengingar sínar, sátu þeir enn að þessum samn- ingavið'ræðum. Þannig er friðaráhugi og heilindi komm únista. Þeir hafa árum sam- an haldið uppi áköfum áróðri, þar sem því hefur verið hald ið fram, að þeir vildu banna allar kjarnorkutilraunir. Nú leika þeir sér að kjarnorku- sprengingum eins og ungl- ingar að flugeldum um ára- mót. Engu að sí&ur halda 5. herdeildir þeirra um öll lönd áfram að lofsyngja friðar- áhuga Sovétleiðtoganna og andúð þeirra á kjarnorku- vopnum! Slíkt er hyldýpi hræsni og óheilinda hinna austrænu friðarspilla. 1 þrír menn í geimfari Merkileg tilraun til undirbúnings tunglferð fyrirhugub i Bandarikjunum HINN 20. september er fyr irhuguð í Bandaríkjunum merkileg og sérstæð tilraun til undirbúnings geimferð- um. Verða þá þrír tilvon- andi geimsiglingamenn lok aðir inni í jarðbundnu geim fari í tvo sólarhringa (48 klst.) — og verða þeir látn ir mæta flestum þeim áhrif um og hættum, sem menn geta hugsað sér, að þeir yrðu fyrir í syo langri geim ferð. Mun tilraun þessi fara fram í bækistöðvum flug- hersins við Fíladelfíu. 4— Liður í Appollo- áætluninni Læknar, sálfræðingar og vélfræðingar munu fylgjast með öllum viðbrögðum mann anna þriggja, líkamlegum og andlegum, svo Og tækjum geimfarans, meðan á ,ferðinni‘ stendur. Vonast vísindamenn- irnir til þess, að fá með tilraun þessari hinar mikilvægustu upplýsingar um, hvernig mönnum muni líða í langri geimferð. — Yfirumsjón með tilrauninni hefir risafyrirtæk- ið Martin Company í Balti- more, og er hún m.a. liður í rannsóknum fyrirtækisins í sambandi við smíði Appollo- geimskipsins svonefnda, sem Bandaríkjamenn hyggjast senda til tunglsins og umhverf is það innan fárra ára. Vonast þeir til, að það verði fyrsta mannaða geimfarið, sem fer kringum tunglið. ♦— Líkt eftir „alvöru“- geimferð í einu og öllu Þessi merka tilraun verður opinber, að því leyti, að áhorfendum verður leyft að fylgjast með athöfnum „geim faranna" gegnum glugga geim skipsins — og einnig verður sjónvarpað frá því. — Eins og fyrr segir, verður reynt við tilraun þessa að líkja eftir öll um aðstæðum úti í geimnum, svo sem framast má verða — og verða „flugmennirnir" m.a. látnir mæta óvæntum „hætt- um“ til þess að kanna, hvernig þeir bregðast við. í geimfar- Xeikning af Appollo-geimfari. inu verður sérstakur svefnbún aður, en mennirnir skulu sofa til skiptist meðan á „ferðinni“ . . . og gelmrannsóknarstöð, einnig af Appollo-gerð. stendur. Þá hafa þeir með- ferðist sérstaklega tilreidda „geimfæðu“ í þar til gerðum hylkjum, sem ætlunin er, að notuð verði í raunverulegum geimferðum. Er þetta einnig mikilvægur þáttur tilraunar- innar — að kynna sér, hvern ig mönnum gengur að neyta fæðunnar við hinar óvenju- legu aðstæður, og hvernig þeim verður af henni. „Flug- mennirnir“ munu hafa radió samband við vísindamenn í til raunastöðinni tvisvar á dag, svo sem um raunverulega geimferð væri að ræða. Hevrir ekkert ilít — sér ekkert illt — segir ekkert illt. (tarantel press).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.