Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. sept. 1961 MORGVNBL AÐIÐ 15 Um holdanaut og fjárkynbætur KVIKNE nefnist fjallasveit í Heiðmerkur-fylki sennilega helzt !kunn utan landsteina Noregs af þvi að þar var skáldið Björnstjerne Björnson í heiminn iborinn, á prestssetrinu Björgan, 1832. f Kvikne hefir að fornu verið búið mjög við sumargagn af heiðalöndum og selstöðu. En tímarnir breytast. Nú eru um 80% af seljunum í eyði, en glögg- ir bsendur viðurkenna þó að enn verði sauðfjeð og sumarbeitin að vera aðalstoð bónda hvers í Kvikne ef vel á að vera. Fyrir 8 árum var efnt til sauðfjárrækt- arbús á vegum ríkisins á býli sem iheitir Sæter (Sel) þar í sveit. Búskapur ríkisins í Seli á að nokkru að marka leið bændum þar um slóðir og miklu víðar í fjallasveitunum. Er ýmislegt við slíkan búskap í hásveitum Nor- egs fróðlegt til samanburðar v'ið búskap á fslandi. Hæð til fjalla í Noregi getur að mörgu leyti samsvarað aðstöðu til búskapar í hinum snjóasamari sveitum á ís- landi. — Fregnir frá Seli herma meðal annars um búskapinn þar. Ræktað land er 200 mál (20 ha) og fjárstofninn er 235 kindur á fóðrum. Vegna ilrauna er féð af mismunandi stofnum. Dala- kyn 20 ær, Ryggjakyn 22, stutt- rófukyn = norskt fje nærskylt ísl. fje 40, Merinó og % Merinó 30, hálfblóðs Merinó 24, Colum- foiakyn 8, þýzkt kjöt-Merinó 4 ær, og svo eru um 75 kindur vetur- gamlar og 10 hrútar. Lögð er stund á mismunandi blöndun þessara fjárkynja. Mikið væri unnið segja tilraunamenn- irnir, ef hægt væri að auka fall- þunga norska stuttrófukynsins, því að kjöt af því ber af að bragðgæðum. — Þetta, að auka stærð og fallþunga gamla norska kynsins ætti að vera einfalt mál að mínum dómi — sem ekki hef vit á sauðfjárrækt — allur gald- urinn er að fá góða kynbótahrúta frá íslandi. Þetta gerði Jón Sæ- land sauðfjárræktarráðunautur Normanna áður fyrr með góðum árangri. Eftir að Karakúlsjúk- dómarnir bárust til landsins þora norskir sauðfjárfræðingar ekki að minnast á að kaupa hrúta frá íslandi. í þess stað voru fengnir hrútar af ísl. kyni frá Grænlandi, en sá innflutningur var víst eitt- hvað misheppnaður. , Innistaða í Seli er um 8 mán- uðir. Svo gengur féð á rækt- uðum bithaga mánaðartíma sam- anlagt vor og haust, en á fjalli er það í 3 mánuði. Töðufall í Seli er yfirleitt um 60 hestar á ha, «n ef borið er vel á fást allt að því 100 hestar af ha í tveimur sláttum. Býlið er vel hýst og hæfilega búið að vélakosti, notuð er múga- vél — þær eru alls ebki algengar hér í Noregi og sízt í fjallasveit- unum — gnýblásari (höykanon) og súgþurrkun. Með þessari tækni annar bústjórinn heyskapn um einn síns liðs eða því sem næst. Auk annara fóðurtilrauna má nefna að þangmjöl er reynt til fóðurs. Já, svona er það á þessu fjalla- býli — tilraunabúi — sem ekki er neitt stórfyrirtæki, fjarri því. En lífið er ekki bara kjöt og beit, kjarnfóður og taða, þarna í Kvikne. Eitt sinn bjó í Seli bóndi sem var frægur úrsmiður og . klukkugerðarmaður. Þetta menningarfyrirbæri vilja bænd- ur í sveitinni að sé munað Og að þess sjáist merki í Seli. Þeir komu höndum yfir forláta stofu- klukku sem er ættuð frá Seli, og færðu tilraunabúinu hana að gjöf. Klukkan er ekkert smásmíði, lóð- in á henni vega 120 kíló, Og þeg- ar hún gengur heyrist til hennar um öll hlöð og stéttar í Seli. — Ætli það sé ekki fremur sjald- gæft fyrirbæri að bændur færi tilraunabúum ríkisins höfðing- legar gjafir? O—“ f Svíþjóð er nú mikið rætt um holdanaut, að bæta holdafar og kjötgæði nautgripa af sænskum stofnum. Ber í því sambandi mjög á hugleiðingum um hið franska kjötkyn Charolais og fregnum af ágæti þess. Á nú að reyna kynið til blöndunar við sænska nautgripi. Eftir skýrslu frá sænska búnaðarfélaginu um franskar tilraunir er sagt að vaxt- arauki gripa af þessum franska stofni á aldursskeiðinu 2—16 mánuðir sé 1029—1181 grömm á dag þegar um kvígur er að ræða en 12621—1430 grömm þegar naut- kálfar eiga í hlut. önnur tilraun hvað greina að gripir felldir 16 mánaða hafi ver- ið 630 kg lifandi vigt og fallþungi 418 kg, eða 66,3%, og er það með ágætum. Ekki er þess getið hvernig viðurgerning gripir þessir þurfa og aðbúð til þess að ná slíkum þroska og þrifum, en vafalaust þurfa þeir að fá eitthvað meira en „vind og snjó að eta“. Svíar eru einnig enn á hnot- skóg eftir holdanautum af Aber- deen Angus stofninum hér á Rogalandi, og láta það ekki á sig fá þótt það óhapp kæmi fyrir í fyrra að garnaveiki varð vart á tveimur búum sem rækta holda naut. Auðvitað voru veikir og grunaðir gripir felldir og mikið eftirlit er haft með gripum af þessum stofni framvegis. — Hér kemur til að garnaveiki er ekki ókunnur sjúkdómur á Norður- löndum. Nýlega átti ég tal við Odd Stórhaug hinn mikla loðdýrarækt armann í Klepp á Jaðri. Eg spurði um útlit og horfur á sölu minka- skinna og minkaræktina yfirleitt, og um leið drap ég á verðfallið á grávöruuppboðunum um síð- ustu áramót. Oddur hló við: Bless aður góði, þetta er allt í fínasta lagi, söluhorfur tel ég nú mjög góðar, enn er minkaræktin örugg atvinna í höndum dugandi manna sem fylgjast með þróuninni, fitja stöðugt upp á nýju og vanda vöruna eftir óskum kaupendanna. Það koma stöðugt fram ný af- brigfþ minka um lit og háralag, og þá er um að gera að vera vel á verði. Þannig munum við norsk ir minkaræktunarmenn halda fram og halda forustunni í minka ræktinni, og þá þolum við verð- sveiflurnar þótt nokkrar séu. — Eitthvað á þessa leið fórust hon- um orð, og svo bætti hann ein- hverju við að íslendingar væru dýrir á minkafóðrinu, þó að gott væri að fá það þaðan. Svo var ég í Eikundasundi og gekk um garða í sláturhúsinu þar. Það var verið að mala og frysta úrgang til minkafóðurs. Kvörn ein mikil gleypti allt seip að kjafti hennar kom, kýrhausa og fætur, kjötbein og lambsfæt- ur. Það er mikill munur og fund- ið fé sagði forstjóri Sláturfélags Rogalands við mig, áður fór þetta allt í súginn og var jafnvel köstn- aður við að eyða því og lósna við það, nú fáum við rúmlega 90 aura (norska) fyrir kilóið, og eftir- spurnin er mikil frá minkarækt- armönnum. — Mér datt í hug heima, er komið nægilega gott lagt á að notfæra sér allt sem til fellur í sláturhúsunum og gera það að verðmætri vöru? Spyr sá er ekki veit. Ungur bóndi úr Axar firði dvelur nú tíma í Eikunda- sundi og vinnur þar í sláturhús inu, hann getur sagt bændum heima nánar af þessu eftir dvöl- ina á þessum stað. * Það er talað um að sérhæfing og stórbúskapur sé það sem koma skal, einnig á voru landi fslandi, sbr. meðal annars miklar grein- ar um það efni í Morgunblaðinu s.l. vetur. Einyrkjabúskapurina sé dauðans matur o. s. frv. Hér hefi ég í höndum stutta frá sögn um eitt af stærstu hjarð- búum í heimi King Ranch í Tex- as. Landareignin er 0,4 nillj. ha. og hefir verið að smáaukast í höndum þriggja ættliða sem þar hafa búið. Um 85.000 nautgripir eru þar á búi og einhver reiting- ur af hestum. Ræktun nautgripa af hreinkynjuðum stofnum er að- alatriðið og hin árlega sala lif- dýra er um 20.000. Eigendur King Ranch eiga líka „hjáleigubú" í Argentínu, Brazi- líu og Ástralíu og eru eitthvað að bauka við búskap á þeim stöð- um líka, en allt er það óveru- legra heldur en á aðalbúinu í Texas. — Margs þarf búið við, og svo er á King Ranch, t.d. valda innyflaormar miklum skaða og kostar ærna fyrirhöfn og drjúgan skilding að fást við þá plágu. Mikil brögð eru að því í Noregi að fé heimtist illa af fjalli og úr högum á haustin. Er talið að þetta standi aukinni sauðf járrækt víða mjög fyrir þrifum. Nú hefir verið undirbúið að safna örugg- um skýrslum um heimtur í haust sem víðast um landið. Það eru sauðfjárræktarfélögin sem að þessu standa. Svo er ætlunin að reyna að komast að samkomulagi við tryggingarfélög sem tryggja búpening, um sérstaka tryggingu að því er nær til sauðfjár á fjalli og í öðrum högum sumar- langt. Telja bændar þetta sér vænlegt til nokkurra úrbóta frá því, sem nú vill verða með töp aí illum heimtum. Jaðri, við lok Hundadag- anna 1961. Suðu rhafseyjabuar hafa ekki háan blóðþrýsting London, 25. ágúst SÚ UPPGÖTVUN að á Kyrra- hafseyjum hafa fundizt heilir tveir þjóðflokkar, sem ekki fá háan blóðþrýsting, bendir óneitanlega til þess, að þetta böl sé afsprengi siðmenning- arinnar. Eðlilegt er, að blóðþrýsting ur hækki eitthvað eftir því sem einstaklingarnir eldast. Hann er merki um að einstak- | lingarnir eldast. En hjá Evrópubúum, Ameríkumönn- um og mörgum Asíuþjóðflokk- um, eykst hann hraðar eftir 50 ára aldur. Oft hefur verið sagt, að blóðþrýstingur sumra þjóð- flokka, sem ekki hafa kynnzt vestrænni siðmenningu, hækki ekki verulega eftir miðpn aldur. Hinsvegar er afar érf- itt að sanna þessa tilgátu með athugun á stórum og breyti- legum hópum manna, því við val manna til að mæla á blóðþrýsting er aldrei hægt að útiloka rangar niðurstöður og að hinn athugaði hópur gefi ranga mynd af hinu almenna ástandi hjá viðkomandi þjóð. En á nokkrum Kyrrahafseyj- um má rannsaka alla íbúanna, og þar af leiðandi geta til- raunirnar ekki haft áhrif á niðurstöðurnar. Ástralskur læknir, dr. I. Maddocks, fór til tveggja eyja, Abraham IUarcus Gau í Fiji-eyjum, og Abaiang í Gilberts-eyjum. Á Gau búa þrjár þúsundir manna, en á Abaaiang 2900 óg mældur var blóðþrýstingur næstum hvers einasta fullorðins manns. Meðalblóðþrýstingur eyja- búa var svipaður og hjá full- orðnum Bretum til 50 ára ald urs. Aftur á móti fannst ekki sú aukna hækkun, sem á sér stað á efri árum Vesturlanda- búa. Evrópu- eða Ameríku- maður má búast við, að blóð- þrýstingur hans hækki úr 120 mm kvikasilfurs við 25 ára aldur í 135 mm um fimmtugs aldurs, og síðan hraðar í 160 mm um sjötugsaldur. Meðal- tal eyjaskeggjanna var 130 mm um sjötugsaldur. Þessi uppgötvun getur haft talsvert að segja í þeim rök- ræðum, sem hafa átt sér stað í læknablöðum hin síðari ár. Þessi tegund hækkaðs blóð- þrýstings leiðir stundum til stækkunar á hjartanu og ann- arra sjúklegra fyrribæra. Or- sök hans hefur ekki fundizt og skoðanir hafa verið mjög skipt ar um, hvers eðlis hann væri. Spurningin er: Er hinn hái blóðþrýstingur í raun og veru sjúkdómur í þessum tilfellum, galli á líkamsstarfseminni, eða er hann aðeins merki eðlilegr- ar hrörnunar? Hið eðlilega er ekki ein nákvæm tala heldur bil, sem hefur hvorki skýr efri né neðri mörk, og nálgast stundum hið afbrigðilega, eins og til dæmis hæð manna. Hin nýju gögn frá Kyrra- hafseyjunum geta bent til hvorutveggja. Álykta má af þeim, að blóðþrýstingshæðin geti breytzt frá því að vera eðlileg, unz hún er orðin sjúk- leg, eins og á sér stað í göml- um Vesturlandabúum. Einnig má segja, að hinn hái blóð- þrýstingur, sem veldur sjúk- legum einkennum, sé ekki frá- brigðilegum hinum eðlilega þrýstingi í grundvallaatriðum og að eyjaskeggjar þéssir séu lausir við einhver áhrif frá umhverfinu, eða erfðaeigin- leika, sem valda blóðþrýst- ingi á efri árum. í framtíðinni mun verða fylgzt nákvæmlega með þeim. Þeir eiga án efa eftir að semja sig að vestrænum siðum og þá er ekki ómögulegt að blóð- þrýstingur þeirra eigi eftir að breytast. Blóðþrýstingshæðin er ef til vill mælikvarði á að- lögun annarra þjóða að vest- rænni siðmenningu. (Observer — öll réttindi áskilin) Wi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.