Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. sept. 1961 M ORCVTVBL4Ð1Ð 13 C&m&/tdaA OchH&iritiA HH &i£endaA í/ókmeMitiA A erlendum leiksviðum Islenzkum lesendum hefur ný- lega verið skýrt frá helztu verk- efnum Þjóðleikhússins á vetri komanda, og getur í því sam- toandi verið fróðlegt að líta sem snöggvast á hvað leikhúsin í ná- grannalöndunum, og þá einkum •Englandi og Danmörku, hafa á boðstólum. Leikhúslífið í Lundúnum er sevinlega fjörugt, jafnt sumar sem vetur, og á þessu sumri hafa 40 leikhús keppt um hylli áhorf enda. Að sjálfsögðu eru þau ekki öll jafnvandlát í vali verkefna, en a. m. k. 10 þeirra bjóða upp ó fyrsta flokks verk. Shakespeare verður auðvitað alltaf fyrst fyrir þegar rætt er lum ensk leikhús. í sumar hefur ,,Hamlet“ verið sýnt fyrir fullu húsi í Strand Theatre með ung- um leikara, Jeremy Brett, í aðal- Ihlutverkinu. Hefur leikur hans fengið einróma lof. Hann dregur fram hið ungæðislega í fari Ham- lets og gerir þannig efa hans og hik meira sannfærandi. írinn Joseph O’Connor leikur Claudius með miklum tilþrifum, en Frank Hauser hefur sett leikinn á svið með mjög einföldum en áhrifarík um leiktjöldum. Hið gamla og góða leikhús Old Vic, þar sem Gielgud og Olivier störfuðu á sínum tíma, hýður upp á þrjár Shakespeare-sýning- ar: „Kaupmanninn í Feneyjum" ,,Rómeó og Júlíu“ og „Þrettánda- kvöld“. Ég sá sýninguna á ,,Rómeó og Júlíu" í vor og fannst mikið til um hana, því hér var ekki aðeins um það að ræða að sjá og heyra Shakespeare leikinn á sinni eigin tungu af úrvalsleik- urum, heldur var verkið sett á svið af ítölskum leikstjóra, sem gaf því hinn rétta ítalska þlæ, enda voru Bretar frá sér numdir af hrifningu yfir þessari nýstár- legu túlkun. Theatre Royal við Haymarket hefur lengi sýnt ,,Rosö“ eftir Terence Rattigan, fyrst með Alec Guinnes í aðal'hlutverkinu, en síðan tók ungur leikari, Michael Bryant, við því. Leikritið er byggt á ævi hins fræga ævin- týramanns T. E. Lawrence, sem kunnastur er undir nafninu Ara- híu-Lawrence. Æfiferill hans hefur verið mörgum hrein ráð- gáta, og gerir Rattigen tilraun til að skýra sálfræðilegar for- sendur þess, að Lawrence hvarf frá Arabíu árið 1922, þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar, og lét skrá sig sem óbreyttan liðs- mann í brezka flugherinn undir dulnefninu J. H. Ross. Hefur Willlam Shakespeare leikritið sjálft fengið misjafna dóma en aðsóknin verið óslitin frá byrjun. Royal Shakespeare Company hefur sýnt fjögur verk í sumar í Aldwych-leikhúsinu: „Beckett" eftir Jean Anouilh, sem fjallar um örlög Thomasar Becketts erkibiskups af Kantaraborg; „Ondine" eftir Giraudoux; „The Hollow Crown" eftir John Bar- ton og „The Devils" eftir John Whiting. í þessum verkum koma fram ýmsir af frægustu leikurum Breta, t. d. Peggy Ashcroft, Les- lie Caron, Eric Porter og Richard Johnson sem leikur föður Grandi- er í „The Devils". Royal Shake- speare Company leikur bæði í Aldwych-leikhúsinu og í Strat- ford-on-Avon, fæðingarbæ hins mikla snillings. Sviðinu í Ald- wych-leikhúsinu hefur verið breytt þannig, að það nær fram yfir fremstu áhorfendasætin, og skapazt við það stóraukið svig- rúm sem gefur tilefni til mjög nýstárlegra sviðsetninga. John Whiting hefur sótt efnið í „The Devils“ í bók eftir Aldous Huxley um „Djöflana frá Lou- dun“. Er þar sagt frá furðuleg- um atburðum í Frakklandi á 17. öld, sem um sumt minna á efn- ið í kvikmynd Carls Dreyers, „Heksen“. Uppistaðan í leikn- um er örlög hins karlmannlega og „bersynduga" prests Gran- diers og viðureign hans við sín- ar eigin hvatir og hin pólitísku og trúarlegu öfl 1 landinu. Verk- ið er eitt hið áhrifamesta sem ég hef nokkru sinni séð á leik- sviði, enda stuðlaði allt að því. Kjeld Abell leiktjöld, sviðsetning og þó fyrst og fremst frábær leikur allra sem við sögu koma. Richard Johnson leikur Grandier, eins og áður segir, af næstum yfir- mannlegum myndugleik. Vir- ginia McKenna leikur abbadís- ina Jeanne í klaustri heilagrar Ursulu og dregur með óhugnan- .legum hætti fram hið sérkenni- lega sambland kynóra og trúar- ofstækis sem knýr þessa nunnu til að senda manninn, sem hún hefur aldrei séð en þráð í leyni, á bálið. í leiknum koma líka fram Loðvík XIII., Richelieu kardínáli og prinsinn Henri de Conde. >f Jean Anouilh Globe Theatre við Shaftsbury Avenue sýnir hinn glitrandi gamanleik „The Rehearsal" eft- ir Anouilh. í aðalhlutverkunum eru Phyllis Calvert, Diana Churchill, Robert Hardy og Alan Badel. Leikurinn fjallar um spillta og blóðlata aðalsfjöl- skyldu sem ætlar að fara að æfa og sýna gamanleik eftir Mari- vaux á árlegri sumarhátíð óð- alsins. Anouilh fléttar síðan leik Marivaux saman við söguþráð- inn í sínum leik, og verður úr því furðulegur og skemmtilegur tvíleikur, þar sem kaldhæðni og hunzka ráða lögum og lofum. Anouilh er einstakur snillingur í að lýsa mannlegum hégóma og fláttskap með léttum og leikandi hætti, en undir niðri finnur mað- ur sviðann yfir því hve mann- eskjurnar gera lífið og tilfinn- ingarnar ómerkilegar. Af öðrum leikhúsverkum sem sýnd hafa verið í Lundúnum að undanförnu má nefna „The Bishop’s Bonfire" eftir Sean O’Casey í Mermaid Theatre, „My Fair Lady“ í Theatre Royal, Drury Lane (þessi söngleikur Erik Mörk hefur nú gengið á fjórða ár í Lundúnumj, og loks glæpamála- leikinn „Músagildruna“ eftir Agatha Christie, sem gengið hef- ur óslitið í 9 ár á Ámbassadors og þannig slegið öll fyrri met. ★ Ef við snúum okkur að Kaup- mannahöfn þá er leikárið rétt nýbyrjað, því þar loka leikhús- in yfir sumarmánuðina eins og hér heima. Det ny Teater hafði frumsýningu á nýju verki um síðustu mánaðamót. Er það gam anleikurinn „Höll í Svíþjóð“ eft- ir frönsku tízkuskáldkonuna Francoise Sagan, fyrsta verk hennar fyrir leiksviðið. Sýningin í Kaupmannahöfn fékk mjög góða dóma, enda mun leikstjórinn, Erling Schroeder, hafa lagt síg mjög fram og nýtt alla möguleika til leikrænna áhrifa. Með aðalhlutverkin fara Erik Mörk, Birgitte Federspiel, Ingeborg Brams, Bent Mejding og Kjeld Jacöbsen. Fá þau öll góða dóma, en þó einkanlega þrjú hin fyrstnefndu. Hinsvegar þykir leikritið sjálft ekki sérlega veigamikið; það er iétt, hnyttið. kaldhæðið, drama- tískt, en þykir hvorki djúp- skyggnt né áhrifasterkt. Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn hefur skýrt frá helztu verkefnum sínum framan af vetri. Fyrsta frumsýning þess nú um miðjan mánuðinn verður „Þrjár systur" eftir Anton Tsé- kov. Verður það sýnt á Gamle Scene undir leikstjórn Torben Anton Svendsens. Þýðinguna gerði hið kunna látna ljóðskáld Paul la Cour. Systurnar þrjár verða leiknar af Astrid Vilaume, Bodil Kjer og Birgitte Price. Meðal annarra leikenda má nefna Johannes Meyer, Jörn Jeppesen og Ellen Gottschalch. Seinna í mánuðinum verður frumsýnt á Nye Scene leikritið „Góða manneskjan frá Sezifan" eftir Bert Brecht. Þýðinguna gerði Finn Methling, en leikstjóri verður Sören Melson. Leikendur verða ekki færri en 26, og meðal þeirra verða Gunnar Lauring, Elith Pio, Lily Weiding (sem varð léttari á dögunum), Poul Reichardt og Else Höjgaard. Næsta frumsýning verður í lok október á Gamle Scene, og verð ur þá sýnt síðasta verk Kjeld Abells, „Skriget", sem hann lét eftir sig þegar hann dó. Leik- stjóri verður Sören Melson. Eins og jafnan í leikritum Abells hef ur Clara Pontoppidan stórt hlut- Claes Gill verk en aðrir leikendur verða m. a. Henning Moritzen, Poul Reichardt, Lily Weiding og Holg er Juul Hansen. Á afmæli Holbergs sýnir Kon- unglega leikhúsið „Mascarade" undir stjórn John Price. Aðal- hlutverkið, Jeronimus, fer Poul Reumert með. Eins og stendur leikur Reumert eitt af sínum mörgu glanshlutverkum í Kon- unglega leikhúsinu, nefnilega Kristján konung fjórða í „Elver- höj“, sem var frumsýnt 5. sept- ember. Seinna í haust verður frum- sýnt á Nye Scene hið kunna leik rit Anouilhs, „Beckett“, sem vakti svo mikla athygli í París í vetur sem leið. Leikstjóri verð- ur John Price, en í París setti höfundurinn það sjálfur á svið. Þá hyggst Konunglega leík- húsið sýna hið margumtalaða verk „Húsvörðinn", eftir enska leikarann og leikskáldið Har- old Pinter. Það var sýnt í heilt ár 1 Lundúnum í fyrra, jafnan fyrir fullu húsi. Eins og kunnugt er sýnir Þjóðleikhúsið þetta verk einnig í vetur. Ennfremur er í ráði að frum- sýna nýtt verk eftir áður óþekkt an danskan höfund, Svend Eng- elbrechtsen. Hann er 28 ára gam- all og barnakennari. Leikritið heitir „Generalen" og fjallar um „della Rovere hershöfðingja" sem í seinni heimsstyrjöldinni gabbaði Þjóðverja og féll sem hetja. Rosselini gerði kvikmynd um þetta efni með Vittorio de Sica í aðalhlutverkinu. Loks er ætlunin að frumsýna „Kvindernes oprör“ eftir ICnud Sönderby, en það hefur beðið sýningar árum saman. Sam Besekow hefur aftur ver- ið fastráðinn leikstjóri við Kon- unglega leikhúsið, og verður fyrsta verkefni hans gamanleik- urinn „Mirandolina“ eftir Gon- doli (1707—93). Bodil Kjer leik- ur aðalhlutverkið. Konunglega óperan hefur m. a. á efnisskrá sinni í vetur „Ungdom og galskap" eftir du Puys, „Dido og Aeneas" eftir Purcell, Rigoletto“ undir leik- stjórn Önnu Borg, „Saul og David", eftir Carl Nieken og ,,En skærsommernatsdröm1' eftir Benjamin Britten (samið upp úr gamanleik Shakespeares). Á efnisskrá ballettsins er m. «. „Fruen fra havet“ eftir Birgit Cullberg og Knudáge Riisager, en þessi ballett var frumsýndur í New York árið 1959. Um miðj- an október kemur kunnur ung- ur dansmeistari, Kenneth Mac Millan, til Hafnar og setur á svið þrjá balletta eftir sjálfan Bodil Kjer Lily Weiding sig: „Danses Coneertantes" við tónlist eftir Stravinskí, „Soli- taire“ við tónlist eftir Malcolm Arnold og „The Burrow" við tónlist eftir Frank Mortin. Þessir þrír ballettar verða sennilega frumsýndir um miðjan desem- ber. í byrjun janúar kemur Harald Lander til Hafnar frá París ásamt konu sinni, Toni Lander. Hann mun setja á svið ballettinn „Etude“, sem hann samdi með Knudáge Riisager, og tvo af nýrri ballettum sínum „Stjer- ner“ við tónlist eftir Knudáge Riisager og „Les Victoires de l’Amor" við tónlist eftir Lully. ★ Leikhúsið í Óðinsvéum á Fjóni hefur fengið nýjan forstjóra, Kai Wilton, sem gefur fyrirheit um viðburðaríkt leikár. Það hefst með sýningum á „My Fair Lady“, sem var sýnt í Óðinsvéum 56 sinnum á síðasta leikári fyrir fullu húsi. Fyrsta nýjung leikárs ins kemur hins vegar frá Eng- landi, leikritið „Livets rödder“ eftir Arnold Wesker. Leikstjóri er Edvin Tiemroth, en Birgit Sado- lin fer með aðalhlutverkið. Næsta verkefni er einnig enskt, leikritið „Lykkens bolig“ eftir John Arden, en það var fyrst sýnt í London í fyrra og hefur hvergi verið sýnt annars staðar. Leikurinn fer fram á elliheimili og fjallar um 14 persónur og ósýni- legan hund. Leikarinn Mogens Brix Pedersen hefur þýtt verkið og mun líka setja það á svið. Þá verður sýndur franski gam- anleikurinn „Sydfrugt“ eftir André Birabeau í þýðingu hins kunna bókmenntafræðings Jens Kruuse. Leikstjóri verður Birthe Bachhausen. Af klassískum verk- um má nefna „Ulysses von Ithacia“ eftir Holberg, en það hefur ekki verið leikið í Dan- mörku árum saman og aldrei í Óðinsvéum. Preben Neergaard verður leikstjóri. Það er í ráði að senda gesta- leik frá Óðinsvéum til Konung- lega leikhússins 1 Kaupmanna- höfn, og verður hann „Bieder- mann og brandstifterné“. í febrú ar verður sýnt nýtt verk eftir þýzka leikskáldið Leopold Ahl- sen, og er það byggt á skáldsögu Dostójevskís, „Raskolnikoff“. Var það frumsýnt í Berlín 1960. Aðalhlutverkið, Raskolnikoff, leikur Erik Mörk. Á þessu leikári munu leikhús- gestir í Óðinsvéum einnig sjá hinn mikla norska leikara Claes Gill í hlutverki Lears konungs í samnefndu leikriti Shakespeares. Þetta höfuðverk hefur ekki ver- ið sýnt í Danmörku síðan 1901 þegar Karl Mantzius lék áðal'hlut verkið í Konunglega leikhúsinu í Höfn. Kai Wilton mun sjálfur stjórna bessu verki. s-a-m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.