Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 20
20 M O R C T’iV r> r 4 Ð IÐ Þriðjudagur 12. sept. 1961 Aroher Winsten, blessaður karlinn, sagði, að söngur minn í myndinni hefði haldið „hinum persónulega stíl sem óteljandi söngkonur hafa stælt. Þaó er gleðilegt að geta sagt, að dálítill hluti af músíkalskri og tilfinn- dngalegr' alvöru hennar kemur fram á tjaldinu, einmitt um þær mundir, þegar hún sjálf á við erfiðleika að stríða.“ Áhorfandinn má vera glöggur, ef hann á að geta greint allt þrasið, sem myndatökunni íylgdi. Samt finnst mér allt þetta þras hafa borgað sig, ef aðeins ein manneskja sér hinn endan- lega árangur og skilur hvað ég var að reyna að gera. 16 Það sem aðeins má hvísla Mér hefur leerzt að finna á mér vandræði í vændum. Og vissulega hafði ég hugboð um það kvöld eitt í maí 1947, þegar Eane leikhúsið í Phila- delphiu lokaði. Þá var næstum ár liðið síðan ég fór læknuð af einkasjúkrahúsinu í New York, og lögin höfðu fylgt mér eftir öðru hvoru alla tíð síðan, allt frá New York til Hollywood og til baka. Þeir voru nærstaddir þeg- ar við unnum í Chicago. Og þeir fylgdu okku.- eftir þessa viku sem við unnum á Earle leikhúsinu á sömu dag- skrá og Louis Armstrong og hljómsveit hans. Við höfðum konJð frá New York í leigðum bíl, ég og Joe Guy, Bobby Tuck- er, undirleikari minn, og ungur maður Jimmy Asundio, sem þá var ferðastjóri minn. Joe fór aftur til New York um miðja vikuna og við hin áttum að aka aftur til New York í bílnum. Eftir síðustu sýninguna fannst mér ég ekki eiga að fara aftur til hótelsins. Þegar þeir ætla að grípa mann, reyna þeir alltaf að bíða og gera það eftir að sýningunni er lokið. Ef einhver væri tekinn í miðri viku, myndu klúbbeigendur og leikhússtjórar fá kast. Þeir kvarta yfir, að umtalið komi ó- orði á staðina og þar fram eftir götunum. Venjulega taka lögg- urnar afarmikið tillit til tilfinn- inga þeirra. En um leið og sýn- ingin er búin og samningstíminn útrunninn er betra að vara sig. Ég bað Bobby og Jimmy að fara ekki aftur til hótelsins, en 'þeir hlustuðu ekki á mig. Þeir 'höfðu skilið eftir ýmsa hluti í herberginu. Þeir vildu fara aftur þangað og láta niður. Ég hafði 'lært að treysta sjötta skilningar- vitinu og sagði þeim að láta það eiga sig. Við gætum hringt eeinna í hótelið og fengið drasl- ið sent á eftir okkur til New York. En þeir hlógu að mér og sjötta skilningarvitinu og héldu beint aftur til hótelsins. Þegar ég var búin að taka af mér farðann og fara í önnur iöt, fór ég frá leik- (húsinu og leiguibílstjórinn ók mér til gistihússins til að sækja strákana. Mister, hundurinn minn, var í aftursætinu. Þegar við stönzuðum framan við hótel- ið, vissi ég, að ég hafði haft rétt fyrir mér. Ég sá þá inn um igluggana, forsalurinn var fullur af lögreglumönnum. Ég flýtti mér að segja bílstjóranum, að keyra fyrir hornið. Ég sá á við- brögðum hans, að hann yrði ekki rtil neinnar hjálpar. Það er ægi- llegt að vera í vanda staddur, ásamt einhverjum sem ekkert reynir. Við stönzuðum hinumegin við hornið, og þá sá ég sambands- lögreglumann koma í áttina til okkar yfir götuna. Hann var Indíáni. Ég þekkti hann aftur. Ég hafði aldrei ekið bíl á ævinni áður. Það skipti engu máli nú. Ég sá, að ég varð að gera það þetta kvöld, og það var ekki augnablikstími til að eyða í að læra það. Ég öskraði til bílstjórans að fara frá stýrinu og bafa vélina í gangi. Um leið og lögreglu- maðurinn kom að okkur, steig ég á benzíngjöfina. Hann æpti. „Stanz,“ og reyndi að stöðva bíl- inn með því að standa fyrir hon- um. Ég ók bara beint áfram, og hann stökk til hliðar. Ég ók iburtu í kúlnaregni. Mister ýlfraði af hræðslu í aftursætinu. Bílstjórinn var fram í, engu betur á sig kominn. Ég gaf því engan gaum og stanz- aði hvergi. Ég vissi, að ég gat ekki hjálpað Bobby og Jimmy, nema ég kæmist til New York. Og til New York kæmist ég aldrei nema ég hugsaði skýrt og héldi mig á veginum. Mér datt í hug, að þeir myndu ef til vill reyna að loka götunum einhvers staðar í borginni, og þess vegna iét ég bílstjórann sýna mér, hvar ætti að fara yfir fljótið tií að komast gegnum Camden í New Jersey. Ég mun aldrei kom- ast að raun um, hvernig ég fór að þessu, en það tókst. Þetta var á föstudegi. Eg átti að byrja í Onyx Club við 52. götu kvöldið eftir. Fyrst varð ég að fá lögfræðing. Bobby var sak- ’laus eins og ungbarn, hann hafði aldrei tekið neitt, bragðaði ekki einu sinni vín. Hann fór í sam- ’kvæmi, drakk gos, var hinn kát- asti og hélt sig vera jafn hátt uppi og alla 'hina. Ég náði Bobby úr fangelsinu og hann kom til mín. Hann sagði mér, að tveir sambands- ilögreglumenn hefðu komið til herbergis þeirra á gistihúsinu, igengið inn og leitað án þess að ihafa nokkra heimild til þess. Þeir sögðust hafa fundið „sönn- unargögn" undir rúminu. Ég byrjaði á Onyx og ekkert skeði. Þeir sýndu sig ekki einu sinni fyrr en þriðja völdið. Eftir það viku þeir ekki frá mér. Og þeir létu mig vinna alla vikuna. 'Það er alltaf þannig. Meðan þeir voru að reyna að finna eitthvað gegn mér, gerðu þeir fyxirtækinu greiða með því að handtaka mig ekki þar inni. En þeir vissu að þeir gætu reynt að ná mér aftur, þegar vikan væri liðin. Ég var orðin uppgefin. Nú var búið að elta mig í meira en ár, og ég gat ekki hugsað mér að búa við það á- fram. Ég vissi, að ég gæti aldrei hætt aftur og haldið mér frá þyí, meðan þeir hefðu mig í sigti. Ég gat reynt, en það myndi kosta peninga. í síðasta skipti hafði það kostað mig áttatíuþúsund og sennilega yrði það jafndýrt núna. Þá peninga gat ég ekki reytt saman án hjálpar Joe Glasers. Ég átti fyrir þessu, ef ég gat fengið í hendurnar laun síðasta hálfa már.aðarins. Án þeirra igátu þeir elt mig uppi eins og ihundelt dýr og kastað mér í fangelsi. Joe Glaser sagði mér, að það væri það bezta sem fyrir mig gæti komið. Og ég gat ekk- ert annað farið. Þegar ég hætti á Onyx, tók ég leigubíl til Hótel Grampion. Tveir lögreglumenn biðu eftir mér í forsalnum með handtöku- skipun, sem hljóðaði á nafn mitt. Þeir fylgdu mér til her- bergis míns. Joe beið þar. Dyrn- ar voru lokaðar, þegar við kom- um þangað. Meðan þeir börðu kallaði ég: „Joe, það er löggan, hreinsaðu til.“ Þeir tóku okkur bæði höndum og fóru með okkur burtu. Hann var færður til fangelsis í New York og ég til Philadelphia. Bú- ið var að stela mestöllum eigum mínum, kjólum, skartgripum og öðru, þegar Pobby Tucker komst til að sækja þær. ★ Flestir sambandslögreglumenn eru gæðaskinn. Þeir eru í ó- þverraatvinnu og þeir verða að gera sitt verk. Sumir hinna betri hafa svo miklar tilfinningar, að stundum hafa þeir skömm á sér fyrir það, sem þeir verða að gera. En þeir geta ekki breytt ilögunum frekar en ég. Þeir verða að gera það sem þeim er skipað. Þeir eru ekki illkvittnir og óheiðarlegir, eins og sumir úr borgarlögreglunni. Sambands ilögreglumennirnir sækja lækni. Þeir vilja ekki hafa fangann veikan og ælandi, eða ennþá verr á sig kominn. Ef til vill hefði verið betra, að þeir hefðu verið verri, þá hefði ég ekki itreyst þeim og trúað því sem iþeir sögðu mér. Meðan ég var 1 þeirra umsjá, fékk ég góðan mat, og var aldrei yfirheyrð ann ars staðar en í skrifstofu ein- hvers. Allan þann tíma var ég aldrei bak við lás og siá. Ég hef séð sa mbands rét ta rdóm ar a skamma einn þeirra, þegar hann kom með veikan mann fyrir rétt inn. Lögreglumannium var sagt, að hypja sig burtu með fangann og koma honum i iir læknis- hendur. Það er betri meðferð en lögin leyfa. Eftir lagabók- stafnum eiga þeir að meðhöndla sjúka menn eins og glæpamenn. Samt fara þeir með þá eins og sjúklinga, hvenær s«m þeir geta. Þetta minnti mig á Velferðar- eyju. Ef einhver hefur augastað á manni, er meðferðin betri. Gæzlukonan á Velferðareyju var mér góo og bjargaði lífi mínu, af því hún ætlaði sér að halda við mig. Eins var þessu varið hjá sambandslögreglunni í Phila delphia. Ég var ekki svo mikill eiturlyfjaneytandi, að sumir þessara sambandslögreglumanna reyndu ekki að gera hosur sinar grænar fyrir mér. Þeir hefðu ef til vill ekkj ávarpað mig á göt- unni, en hefðu orðið hæstánægð- ir að sofa hjá mér á lögreglu- stöðinni. 17 Ég átta mig ekki Málsóknln hét: „Bandaríki Norður Ameríku gegn Billie Holi- day“. Mér fannst þetta réttnefni. Ég var færð inn í réttarsalinn í svæðisdómhúsinu við 9. Og Mark- et-götur í Philadelphiu, aðeins 5 mínútna gang frá Earle-leikhús- inu, þar sem þetta allt hafði byrj- að ellefu dögum áður. En það var eins og heil eilífð hefði liðið. Dag urinn var þriðjudagurinn 27. maí 1947. Einhver las ákæruna: „Hinn 16. maí 1947 og við ýmis fyrri tækifæri tók Billie Holiday á móti, faldi og sá um flutning og hylmingu á.... eiturlyfjum í aust ursvæðum Pennsylvaníu. Eitur- lyfjum þessum hafði verið smygl að ólöglega inn í Bandaríkin, and stætt 147. kafla, 21. gr. hegningar laga Bandaríkjanna.“ Aðstoðarmaður ríkissaksóknar- ans hóf málssóknina. „Jæja Billie Holiday,* sagði hann. „Þér eruð ákærðar fyrir brot á eiturlyfjalög gjöfinni, og yður hefur verið sýnt afrit af kærunni, og þér hafið lát ið í ljós ósk um að sleppa máls- sókn frammi fyrir kviðdómi. Þér eigið rétt á lögfræðilegri aðstoð.“ „Ég hef engan lögfræðing,** sagði ég. Það var satt. Ég hafði hvorki séð né talað við lögfræð- ing. „Óskið þér eftir verjanda, ung frú Holiday?" spurði saksóknar- inn. ,,Nei,“ svaraði ég. Ég bjóst ekki við, að neinn myndi vilja hjálpa mér. Og það sem verra var, ég hafði verið full vissuð um, að enginn gæti hjálp að mér.. „Hér er skrifleg neitun þess að yður verði skipaður verjandi. Vilj ið þér gjöra svo vel að skrifa Billie Holiday í þessa línu. Þeir fengu mér bleikt pappírs- blað til að skrifa undir, og ég und irskrifaði. Ég mundi hafa undirskrifað hvað sem væri. Ég hafði ekkert étið í nærri viku. Ég gat ekki einu sinni haldið niðri vatni. f hvert skipti, sem ég reyndi að sofna, kom einhver lögreglumað- irr, vakti mig til að undirskrifa 3|Utvarpiö I>riðjudagur 12. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tóit leikar. — 8:30 Fréttir. 8:35 Tón« leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar), 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar, 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:09 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og ttt kynningar. — 16:05 Tónleikar. —• 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Frá tónlistarhátíðinni 1 Bordeause í maí s.l.: Fílha'imoníusveit borg arinnar leikur tvö verk; Constaa tin Silvestri stjórnar. a) Sarabande, Gigue og Badiner ie eftir Corelli. b) Preludía og fúga eftir SH* vestri. 20:20 Erindi: Upphaf konungsdæipis 1 Israel (Hendrik Ottósson frétta* maður). 20:45 Operumúsík: a) Forleikur að „I Vespri Sicill ani“ eftir Verdi (Konungl. fH harmoníusveitin 1 Lundúnum leikur; Tullio Serafin stj.). b) Tveir dúettar úr „Lakmé** eftir Delibes (Pierrette Alarie og Leopold Simoneau syngja), 21:10 tJr ýmsum áttum (Ævar R, Kvaran leikari). 21:30 Kórsöngur: Gúnther-Arndt kói* inn syngur þjóðlög og fleiri söngva. 21:45 íþróttir (Sig. Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Jakob 1», Möller). 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 13. sept. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „Við vinnuna“: Tónleikar 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:09 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð* urfregnir). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Islenzk tónlist! a) Þjóðleikhúskórinn syngur lög eftir Jón Laxdal. Stjórnandi; Dr. Hallgrímur Helgason. b) Hljómsveit Ríkisútvarpsln* leikur forleik op. 9 eftir Sig urð Þórðarson; Hans Anto^ litsch stjórnar. 20:20 Farið í fjárréttir; slðari hluttf Stafnsrétt — frásöguþáttur eftir Þormóð Sveinsson á Akrureyri — (Andrés Björnsson flytur). 20:50 Tónleikar: Strengjakvartett nf*. 11 I f-moll op. 95 eftir Beethoven (Schweiger-kvartettinn leikur). 21:10 Upplestur: „Langþráðir endur«* fundir'*. smásaga eftir Gilbert Wright (|>ýðandi, Ingólfur I>or« kelsson kennari, les). 21:20 Einsöngur: Rita Streich syngur lög eftir Hugo Wolf og Richard Strauss. 21:35 Samtalsþáttur: Fjörutíu ár 1 Fannardal (Ragnar Jóhannesson cand. mag. ræðir við Ragnhildi Jónasdóttur). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eftir Arthur Omre; VII. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 Djassþáttur (Jón Múli Arnason). 23:00 Dagskrárlok. — Ekki nenni ég að skipta um föt fyrir þetta grímuball! Á meðan: — Andy, hvað kom fyrir? . . . Andy!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.