Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 12. sept. 1961 Fullkomin jöklarann- sdknarstöð í Svíþjdð Þar eru 237 litlir jtfklar Jöklarannsóknarfélagið lagði nn helgina af stað í haustferð sína til mælinga á Vatnajökli. Að þessu sinni er með í ferðinni ein- hver fremsti jöklafræðingur, sem nú er uppi, Svíinn Valter Schytt. Hann stjórnar Tarfala jöklarann- sóknarstöðinni í Svíþjóð. kennir við Stokkhólmsháskóla og er formaður Jöklarannsóknarfélags- ins í Svíþjóð. Sigurður Þóraxins- son fetjórnar leiðangrinum, en auk hans taka 6 íslendingar þátt i hon-um. Farið verður í tveimur snjóbílum og áætlað að vera viku í ferðinni. Sigurður skýrði fréttamönnum frá því að 25 ár væru lið- i*i síðan fyrst var farið að fara reglulegar rannsóknar- ferðir á Vatnajökul. Þá fór „hundasleðaleiðangurinn“ svo- nefndi undir stjóm Svíans próf. Ahlmanns og Jóns Eyþórssonar. Og þar sem Valter Schytt hefur nú tekið við jöklarannsóknum í Svíþjóð af próf. Ahlmann, þótti vel við eigandi að bjóða honum með í þessa ferð. Auk þess er hann sérfræðingur í mælingum á jöklum, og kunnugur þeim skekkjum, sem orðið geta, þeg- air rannsókmir eru ekki mjög nákvæmar, og því gott að fá hann til ráðuneytis, ekki sízt nú þegar standa fyrir dyrum virkj- anir stóru jökulánna og því nauðsynlegra en nokkru sinni að kanna jöklana vel. ' Jón Eyþórsson, form. Jöklarann- sóknarfélagsins, unnið með hon- um á yngri árum, þegar þeir komu saman upp fyrstu háfjalla stöðinni á Norðurlöndum skammt frá Bergen. • Rarmsóknir og þjálfun Valter Schytt stjórnar eins og fyrr er sagt Tarfala jöklarann- sóknarstöðinni, sem er ein bezta rannsóknarstöð af sínu tagi, sem rekin er. Sagði hann fréttamönn- um, að fyrir skömmu hefðu ver- ið vígðar viðbyggingar við stöð- ina, að viðstöddum fjallagarpin- um Fuchs. Stöðin er í 1130 m hæð, rétt við rætur hæsta fjalls- ins í Norður-Svíþjóð Kebnekajse. Þar byrjuðu rannsóknir árið 1945—1046. Verkefni rannsóknarstöðvar- innar er þríþætt, þar fara fram reglulegar árlegar mælingar, í öðru lagi eru tekin fyrir einstök rannsóknarefni, sem unnin eru á nokkrum árum og þá stund- um með talsverðum mannafla, og í þriðja lagi er þetta æfingarstöð fyrir háskólanema í jarðfræði, þar sem þeim eru fengin viðfangs efni, sem síðan geta fallið inn í þær rannsóknir er þarf að leysa af hendi. Hér skaut Sigurður Þórarinsson því inn í, að slíkan mannafla vantaði mjög hér, þar eð engin kennsla er í þessum fræðum við háskólann. Erlend; stúdentar, sem vilja koma hinga; nýtast ekki, þar eð erlendir skól- ar hætta ekki fyrr en í júlí, en rannsóknir þyrftu að byrja miklu fyrr. Aðspurður gaf Valter Schytt þær upplýsingar, að í Svíþjóð væru 237 jöklar, sem hægt væri að greina úr flugvél, en þeir væru allir litlir sá stærsti 14 ferkílómetrar, álíka og jökl- arnir í Tindafjallajökli. Alls væru jöklar 307 ferkílómetrar þar. Þessir jöklar líktust jöklunum í Alpafjöllunum, en væru ekki stórar bungur eins og hér. Hefðu jöklamenn í Svíþjóð valið lítinn jökul, 3 ferkílómetrar að stærð, til rannsókna. Væri þá hægt að hafa rannsóknirnar mjög nákvæmar, því ,,sá sem gapir yfir miklu, missir stundum allt stykk ið,“ eins og Svíarnir segðu. • I 13 daga fastir á heimskautajökll Valter Schytt hefur tekið þátt í leiðöngrum á bæði heim- skautin. Hann hefur verið í Thule á Grænlandi, Norður-Kanada og stjórnað leiðöngrum á Svalbarða í sambandi við alþjóðlega jarð- eðlisfræðiárið. Hann var t. d. í norsk-brezk-sænska leiðangrin- um á Suðurskautið 1949—52, sem var stærsti leiðangur, er þá hafði verið farinn. Tarfala-jöklarannsóknarstöðin í Svíþjóð. Sagði hann fréttamönnum til gaman frá atviki, sem gerðist, er Rússar buðu tveim ur Svíum og Norðmanni með í leiðangur á 8 þús. lesta ís- brjót árið 1956. Var farið til Grænlands, lagt norður með ströndinni og síðan til Spitzberg- en. Þá gerðist það að helikopter- flugvélin, sem var með 9 menn, varð að skilja 5 eftir uppi á jökli, til að komast á loft og átti síðan að sækja þá. Schytt var einn af þeim sem eftir urðu. Þetta var 8. september. í þrjá næstu daga var þoka og heyrðu mennirnir í flugvélinni tvisvar á dag. Þann þriðja var heiðskírt, en þyrlan kom ekki og heldúr ekki þann næsta. Mennirnir voru matarlausir. Þá sást tveggja hreyfla flugvél í fjarska, og henti hún niður miða þar sem tilkynnt var að þyrlan hefði lent í sjón. um, er hún ætlaði að setjast á isbreiðu er ekki reyndist nógu þykk. Þar sátu fjórir menn, uppi i landi 5 og skipið 40 km. úti fyrir ísbreiðunni. 21. september tókst loks að ná mönnunum. Hafði vanur heimskautaflugmað-* ur verið sóttur til Moskvu og flogið með hann til Franz Jósepa lands og þaðan náði hann mönn- unum loks í flugvél. Sagði Schytt að þetta væri með viðburðarmeiri ferðum, sem hann hefði farið. Áætlað er að jöklafarar komi af Vatnajökli um næstu helgi, og mánudag eða þriðjudag mun Valter Schyt væntanlega halda fyrirlestur á vegum Jöklarann- sóknarfélagsins og segja frá ferð um sínum á jöklum og sýna lit- skuggamyndir til skýringar. Sagði Sigurður að nauðsynlegt væri fyrir Jöklarannsóknarfélag- ið hér, sem vegna skorts á mann- afla og fé gæti ekki haldið uppi nákvæmum jöklarannsóknum, að hafa samband við fullkomnar jöklarannsóknarstöðvar. Hér væri lítill mannafli til rannsókna og of stórir jöklar, í Svíþjóð væru margir menn en litlir jökl- ar. Síðustu 25 árin hefðu íslend- ingar haft mikið samband um þessar rannsóknir við Svía, m. a. af því að hann hefði sjálfur lært hjá próf. Ahlmann og einnig hefði Um 10 ára skeið var Lilo Pulver leikkona í Þýzkalandi og lék kærleiksríkar mæður og meinlausa stúlkugarma. — Bandarískur leikstjóri, Billy Wilder að nafni og ættaður er frá Vín, kom auga á hana ög lét hana hafa aðalhlutverk í amerískri gamanmynd, sem hann nefnir: „Einn, tveir, þrír“. Hápunktur myndarinn- ar er, þegar Lilo stekkur upp á borðin og dansar dans, sem jafnvel Marilyn Monroe mundi verða hreykin af. Ár- angurinn varð sá, að Þjóðverj ar urðu einni kynþokkadísinni ríkari. Lilo Pulver skemmti sér kon unglega, þegar hún horfði í fyrsta sinn á dansatriði sín, þegar búið var að festa þau á filmuna. Kvikmyndin er ann- ar gamanleikur, sem fjallar um samskipti borgaranna í Austur- og Vestur-Berlín. Lilo leikur einkaritara auðugs Am eríkumanns í Vestur-Berlín, sem fær hana til að dansa til að skemmtan viðskiptavini úr austurhlutanum. En hvernig myndin endar, fáum við að vita, þegar hún kemur hingað til land . . . Einn, tveir, Oþurrkar um alit land PISTLI mínum í Morgunblað- inu 27. f. m. var ætlað að vekja einhvern upp úr móki, en ekki átti ég von á því, að hann mundi hrista úr hugskoti Gísla Kristjánssonar, ritstjóra búnað- arblaðsins Freys, þá alvarlegu játningu í Tímanum 8. þ. m., að hann hafi sofið á vanrækslu- synd í tvö ár, sem nú fær loks- ins að sjá dagsins ljós. Synd hans er sú, að þegar hann ásamt öðrum úr hópi bún- aðarmanna og blaðamanna skoðaði votheysturnana á Keld- um 4. nóv. 1959, hafi hann vit- að, en ekki sagt frá, að „um- rædd frumstæð aðferð rannsókn arráðs, sem hér var málefni dagsins, var óforsvaranleg og ekki meðmælanleg á vettvangi bænda“, eins og hann játar nú; og að „rannsóknaráð leggði stund á nokkuð, sem af öðrum hefur fyrir löngu verið stimplað sem fimbulfamb". Gísli Kristjánsson vissi þetta meir að segja af eigin raun, og lét það samt viðgangast athuga- semdalaust, að dagblöðin segðu þá: „Merkar tilraunir í votheys- gerð“ (Mbl.), og „Hægt að verka súrhey í turnum úr pappa og vír“ (Tíminn). En Gísli Kristjánsson hafðist ekki að, heldur steinþagði yfir van- rækslusynd sinni í tvö ár. Ekki ætla ég að ræða við Gísla Kristjánsson á þessum vettvangi um „fimbulfambs“- dóm þann, sem hann varð fyrir, en hefði honum verið hug- hægra, að geta spornað við því með áhrifum sínum, að vel- heppnuð tilraun mín með turn- ana yrði bónda í Dölum til bjargar frá hallæri í fyrrasum- ar og aftur í ár? Grein Gísla Kristjánssonar er annars hreinræktuð skammar- grein, og í þeim efnum ekki svo lítið illkynjuð. Þótt hann brenni í skinninu þorir hann samt ekki að bera mér á brýn, að ég hafi dregið mér fé af fjármunum til rann- sókna og tilrauna — en „Hitt er svo annað mál, hvort Alþingi hefur nokkru sinni fleygt fjár- magni út um glugga Alþingis- hússins í jafn tilgangslaust fyrirtæki og hér um ræðir“, segir Gísli þó. Við þessari spurningu hef ég svar á reiðum höndum, án sér- stakrar eftirgrennslunar. Var ekki ráðstöfun á Marshall fé til svonefndrar búnaðar- fræðslu falin Gísla Kristjáns- syni ritstjóra í allmörg ár, og nam milljónum króna? Ef umhyggja Gísla Kristjáns- sonar fyrir meðferð á opinberu fé er ærleg, og ekki bara bund- in við það fé, sem Rannsóknar- ráð ríkisins hefur haft til sinna umráða, ætti honum að vera hugleikið, auk þess að líta fyrst í eigin barm, að athuga gagn- semi fleiri fjárveitinga, svo sem „Til samanburðartilrauna með heyverkunaraðferðir“, sem nem- ur nú alls hátt í milljón króna. Yfirlit yfir rannsóknir og til- raunir mínar í grasnýtingu fram að desember 1960, hefur nú loks fengizt birt í ágústblaði Freys. Um votheysgeymslur úr vír og pappír segir: „Neyðarúrræði — nýr votheys útbúnaður. Fyrsta spurningin sem vaknar er því sú, hvað gera mætti í neyð, til að bjarga heyjum örugglega og að veru- legu leyti í þrálátu votviðri. Væri slíkur útbúnaður tiltæki- legur í verzlunum, mætti setja hann upp án tafar fyrir hey- skapinn og fylla hann grasi við- stöðulaust". Sá er kostur frumstæðra tækja, sem turnanna, að þau geta bjargað í neyð, þegar ann- að er ekki fyrir hendi. Þau koma vitaskuld ekki í stað var- anlegra ráðstafana, nema slíkar ráðstafanir séu trassaðar. Það er nú ekki uppbyggjandi að tala áfjram um mál sem þetta í skammartón og sæmir það hvorugum okkar. Ég vil að lokum lýsa undrun minni yfir því, að Gísli Krist- jánsson skyldi taka á móti sleggjudómi um fimbulfamb á verki, sem hann hefur unnið að, af heilum hug og í fullri alvöru, þótt ekki reyndist starf- ið árangursríkt. Slíkt eiga menn ekki að láta bjóða sér, og þess vegna er sú aðferð Gísla sjálfs líka búraleg, að stimpla lík störf annarra á sama hátt, sem þó hafa sýnt árangur. • Við Gísli erum sennilega all- nánir skoðanabræður um gagn- semi votheysgerðar, og þekkj- um til þess, hann þó fremur en ég, hvað þessi heyverkun á erf- itt uppdráttar í landinu. Fjöl- margir bændur neita af ráðn- um hug að búa sig undir vot- heysverkun vegna vantrúar, og aðrir starfa að henni við hina lélegustu aðstöðu. En vegna þess Framhald á bls. 17,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.