Morgunblaðið - 15.09.1961, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.09.1961, Qupperneq 12
12 ’ MORGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 15. sept. 1961 Otgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurðuf Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: A.ðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SKYLDA RÍKISSTJÖRNARINNAR AÐ BREGÐAST FLJÖTT VIÐ VANDANUM T>íkisstjórn íslands hefur sent frá sér ýtarlega greinargerð um efnahagsmál- in, sem birt var hér í blað- inu í gær. Er þar glögglega sýnt fram á haldleysi stað- hæfinga stjórnarandstöðunn- ar um bágborið ástand efna- hagsmálanna. Kemur m. a. fram í greinargerðinni, að hallinn á greiðslujöfnuði landsins hefur horfið að mestu eða öllu, gjaldeyris- staðan hefur stórbatnað, meiri hluti innflutningsins hefur verið gefinn frjáls, aukning sparifjár hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr, jafnvægi náðst milli tekna og gjalda ríkissjóðs og lífs- kjör almennings hafa batnað. I greinargerðinni er einnig vikið að kjaradeilunum á sl. vori, sem lauk með því, að samtökum almennings, verka lýðs- og samvinnuhreyfing- unum, var misbeitt til atlögu gegn efnahagslífi landsins. Af völdum launahækkananna er bent á, að heildartekju- aukningin í landinu er 8—900 millj. kr. á ári, eða 11—12% af þjóðarframleiðulunni. Skil- yrði þess, að svo stórfelld tekjuaukning geti orðið að raunverulegum kjarabótum er, að hún eigi sér stoð í auk- inni þjóðarframleiðslu. Vegna verðfalls og aflabrests rýrn- aði hins vegar framleiðslu- verðmæti höfuðatvinnuvegs þjóðarinnar um 320 millj. kr. frá árinu 1959 til ársins 1961, þegar tillit er tekið til auk- ins tilkostnaðar vegna stækk- unar skipaflotans. í öðrum greinum þjóðarbúskaparins varð heldur ekki sú fram- leiðsluaukning, að hún gæti staðið undir svo stórfelldum launahækkunum, enda er gengi þeirra mjög háð gengi sjávarútvegsins. Hér hefur því ekki orðið sú framleiðslu aukning, sem þarf til að standa straum af hinni gífur- legu tekjuaukningu. Kaup- hækkanirnar í sumar voru þess vegna langt umfram það, sem þjóðarbúskapurinn þoldi, og óhjákvæmilegar af- leiðingar slíks ástands eru halli á greiðoluviðskiptunum við útlönd og verðhækkanir innanlands. „Þegar þannig horfir við í efnahagsmálum er aðeins eitt úrræði til: breyting gengis- skráningar“, segir í greinar- gerðinni. „Ríkisstjórnin taldi það skyldu sína að bregðast fljótt við þessum mikla vanda, og gera hiklaust það, sem þurfti að gera. Dóm- greind íslenzku þjóðarinnar er áreiðanlega nógu mikil til að skilja, að með því var einmitt verið að tryggja fram tíð hennar og velferð“. „ÖAFMÁANLEG SKÖMM OG FORDÆMING" TTefji eitthvert ríki kjarn- ”■*•■*• orkutilraunir að nýju, er ekki erfitt að sjá fyrir af- leiðingar þeirrar ákvörðunar. Önnur ríki, sem hafa yfir sömu vopnum að ráða, munu sjá sig nauðbeygð til þess að gera slíkt hið sama .... Ryfi annar hvor aðilinn þær skuld bindingar, sem hann hefur gengizt undir, mundi hann kalla yfir sig óafmáanlega skömm og fordæmingu alls mannkyns“. Þetta eru ekki orð neins af leiðtogum lýðræðisþjóð>anna um kjarnorkusprengjutilraun ir Ráðstjórnarríkjanna að undanförnu, þótt þau hefðu sannarlega sómt sér vel í munni hvers þeirra, sem væri. Nei, þetta eru orð Krús- jeffs forsætisráðherra Ráð- stjórnarríkjanna, sem upp á síðkastið hefur verið önnum kafinn við að sýna heiminum í verki vilja sinn til „friðsam legrar sambúðar“, eins og hann kallar baráttu Austurs og Vesturs við hátíðleg tæki- færi. Það er raunar óþarft fyrir Morgunblaðið að vera mjög stóryrt til fordæmingar á þessum aðförum. Krúsjeff hefur sjálfur með hinum til- vitnuðu orðum sínum lýst manna bezt þeim hug, sem mannkynið ber til þeirra, er frumkvæði eiga að slíkri ógnun við friðinn í heimin- um. Hann hefur beðið um „óafmáanlega skömm og for- dæmingu alls mannkyns“, og þessa ósk fær hann nú ríku- lega uppfyllta. FAGURT SKAL MÆLA, EN FLÁTT HYGGJA að er á almannavitorði, að undirbúningur undir slík ar sprengjutilraunir, sem UTAN IIR HEIMI Kanada HVAÐ er Kanada stórt land? Hvað búa margir í Kanada? Þetta eru spurn ingar, sem margir spyrja um þessar mundir, þegar forseti íslands er þar í op inberri heimsókn. — En þótt miklar íslendinga- byggðir séu í Kanada, vita þó flestir lítið um landið. ÁRIÐ 1867 voru nýlendurnaY Nova Scotia, New Brunswick, nOtario og Quebec sameinaff- ar í eitt ríki. Tvö síffast- nefndu héruffin höfðu veriff nefnd Efra og Neðra Kanada og viff sameininguna var Kanada valiff sem samnefnari fyrir öll héruffin, sem síðan hafa gengið undir nafninu the Dominion of Canada, effa Sjálfstjórnarríkiff Kanada. Fleiri nöfn komu til greina við sameininguna. Helzt var rætt um að nefna þetta nýja ríki Konungs ríkið Kanada, Laurentia, Nýja Bretland, Cabotia, Columbia, Britannica, Boretta, Mesopelagia og Ursalia. KOFAÞYRPING Cartier hefur tekið þetta sem nafn á landinu og hefur það ver- ið notað síðan. STÆRRA EN KÍNA Kanada er annað stærsta land veraldar eða 9,974 millj. ferkm og eru Sovjetríkin ein stærri. Til samanburðar má geta þess að Bandaríkin eru „aðeins" 7,8 millj. ferkm. Suðurhéruð Kanada eru á sömu breiddargráðu og Spánn oig teigir landið sig allt norður undir Norður Pól. fbú- arnir á austurströndinni eru nær| Diefenbaker hvert ríkl eða hérað I Kanada eigið þing og héraðsstjórn og auk þess landstjóra, sem er fulltrúi brezku krúnunnar. Auk þesa kjósa ríkin, sem nú eru 12, full- trúa á þjóðþing Kanada, sem kemur saman í höfuðborginni Ottawa. Kosnir eru 265 þingmenn ekki sjaldnar en á fimm ára fresti og taka þeir sæti í fulltrúadeild þingsins. Þá skipar landstjóri iand og þjóð Ýmsar hugmyndir eru uppi um uppruna nafnsins, sem valið var. Ein skýringin er sú að spánskir sjómenn sem fyrir löngu komu til Lawrenceflóa í gullleit og fundu ekkert, hafi vonsviknir sagt á eftir „Aca Nada“, eða hér er ekkert, og þar með gefið svæð inu nafn. En flestir hallast þó að þeirri skýringu að Indíánahöfð- ingi nokkur af Huron ættflokki hafi eitt sinn tekið á móti land- könnuðinum Jacques Cartier í Indíánaþorpi, sem stóð um það bil þar sem borgin Quebec er nú, og notað orðið Kanatta, sem þýðir kofaþyrping, um þorpið Evrópu en löndum sínum á vest- urströndinni, því frá Halifax til Bristol í Bretlandi eru aðeins 3860 km en frá Halifax til Van- couver 5500 km. f þessu víðáttumikla landi búa aðeins tæpar 18 milljónir manna og eru 48% þeirra af brezkum uppruna en 31% af frönskum ættum. SIGUR DIEFENBAKERS Stjórnarskrá Kanada er jafn gömul sameiningunni, eða frá 1867. Samkvæmt henni hefur | Kanada 102 þingmenn Öldunga- deildarinnar og halda þeir venju- lega sætum sínum æfilangt. Rík- ísstjórnin er ábyrg gagnvart full. trúadeildinni. Síðustu þingkosningar fóru fram í Kanada 31. marz 1958 og lauk þeim með stórkostlegum sigri fhaldsflokksins undir for- ustu Diefenbakers, núverandi forsætisráðherra. Fengu Ihalds- menn 209 menn kjörna, en höfðu áður 113. Frjálslyndir fengu 48 (höfðu 106) og Verkamannaflokk urinn C.C.F. 8 menn (höfðu 25). Ráðstjórnarríkin hafa fram- kvæmt sl. hálfan mánuð, taka langan tíma, jafnvel mánuði. Það hefur því vakið hneykslun manna um allan heim, að samtímis því sem forystumenn þeirra hafa kappsamlega búið sig undir að hella hinu geislavirka Ráðstjórnarryki yfir heims- byggðina, hafa þeir setið að samningaborði með Vestur- veldunum um afvopnunar- mál. Og það er sérstaklega athyglisvert, að aldrei hafa þeir þótzt einlægari’í friðar- vilja sínum en einmitt með- an þeir hafa verið að brugga svikráð sín. Þetta atferli sýn- ir okkur betur en flest ann- að, hve lítið mark er takandi á blíðuhótum þessara herra. Óbilgirni Ráðstjórnarleið- toganna og undirferli, valda því, að það er hinum frjálsu þjóðum heims blátt áfram lífsnauðsyn, að þau haldi yf- irburðum sínum á kjarn- orkusviðinu. Hinar frjálsu þjóðir eiga tilveru sína undir því, að þær séu hernaðarlega nógu sterkar til þess að halda ofbeldisöflunum í skefjum. Þess vegna ber að fagna því, að Bandaríkin munu svara ógnunum þeirra með því að hefja kjarnorkutilraunir sín- ar að nýju innan skamms. Rússneski UNDANFARIÐ hefur verið mikið ritað um rússnesk fiski- skip við ísland. En það er ekki einungis á íslandsmiðum, sem rússneskum skipum fer fjölgandi. öðru hvoru berast fréttir um rússneska togara á ólíklegustu stöðum við strend- ur Bandaríkjanna, bæði á fiski miðunum og utan þeirra. Um þessar mundir eru til dæmis 18 risastórir rússnesk- ir togarar á Georgsbanka um 200 sjómílur fyrir austan Boston í Bandaríkjunum, en í fylgd rheð þeim eru stærðar „móðurskip". Togarar þessir eru 280 fet á lengd, eða svipað og Reykjafoss, og um 100 fet- um lengri en íslenzkir togarar af meðalstærð. Togararnir eru búnir fjöl- breyttum radar- og hlustunar- r togarar tækjum ofanþilfars og talið að þeir hafi einnig tæki til neðan- sjávarhlustunar. Þá eru uppi getgátur um það að togaramir séu búnir sérstökum fjarstýri- tækjum og geti, ef svo ber undir, tekið við stjórn rúss- neskra flugskeyta á leið til Bandaríkjanna og stýrt þeim í skotmarkið. Georgsbanki er aðeins um 98 mílur fyrir austan Hyannis Port, sumarbústað Kennedys forseta, og um 300 mílur fyrir norð-austan New York. Á rússnesku togurunum vinnur margt manna. Þar eru vísindamenn, fiskimenn og starfsmenn við frystingu og bræðslu afla. Er talið að á hverjum togara sé 75—100 manna áhöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.