Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 6
6 MORGZJISBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. sept 1961 Fulltrúi Si>. í Elisa- betville hætt kominn Elisabethville og Leo'poldville, 10. sept. — (NTB-Reuter) — MINNSTU munaði að aðalfull- trúi Sameinuðu þjóðanna í Elisa bethville, Cruise O’Brien, léti lífið í dag, er orrustuþota frá Katangaher steypti sér með skothrið yfir bústað hans í borg inni. — O’Brien stóð undir tré einu í garði sínum og spjallaði við nokkra blaðamenn, er hann heyrði hvin af þotu. Honum varð litið upp, sá þegar hvað verða vildi og varpaði sér til jarðar. Hið sama gerðu blaða- mennirnir en kúlum rigndi um- hverfis þá. ★ Annars var litt barizt í Elisa- bethville í dag. Hermenn er vart að sjá á götum bæjarins en einstaka skoti hleypt • af. Hermenn Sameinuðu þjóðanna hafa búizt um í aðalpósthúsinu. Her Katanga er ekki lengur heild, heldur hefur hann klofn- að niður í smá hópa, sem vinna hver fyrir sig, án sambands við liðsforingja sína eða aðalstöðv- arnar. • Bardagar I Albertville Belgíska utanríkisráðuneyt- ið tilkynnti hins vegar í dag, að til bardaga hefði komið í nótt í Albertville í Norður-Katanga, en þeim hefði linnt er líða tók á daginn. Allir íbúar voru sam- hentir um öryggisráðstafanir, sem ráðgerðar voru fyrirfram og varð enginn mannskaði. Orrustuþota gerði loftárás S stöð sænskra hermanna við Kamina, ein af flugvélum Sam- einuðu þjóðanna var eyðilögð með öllu og önnur mikið lösk- uð. — Frá írsku herdeildinni er það að segja, að hún gafst alger- lega upp eftir að hafa verið vista- og skotfæralaus um nokkum tíma. Eru írarnir nú allir fangar Katangahers en hljóta ágæta meðferð. Hjálparbeiðni GÖMXJL kona, sem er algjörlega þrotin að heilsu og kröftum, svo að hún getur ekkert unnið, sök- um titrings í höndunum og hand- leggjum, stofnaði til nokkur þúsund króna skuldar í fyrra til að leita eiginmanni sínum lækn- inga utanlands. Hann er nú dá- inn, og hún stendur uppi algjör- lega eignalaus og getur ekki greitt skuldina. Þetta veldur henni stöðugu hugarstríði, því að hún hefur þrátt fyrir erfiða lífs- baráttu aldrei skuldað neinum neitt og verið heiðarleg í fyllsta máta. Vildu nú ekki einhverjir, sem þetta lesa, og eiga nóg fyrir sig, hjálpa henni.. Þetta er ekki stór skuld, en samt óbærileg fyrir ör- magna einstæðing. „Alla þá sem eymdir þjá er yndi að hugga og lýsa þeim, sem ljósið þrá en lifa í skugga.“ Morgunblaðið veitix gjöfum til bennar móttöku. Árelíus Nielsson í Velvakandaþætti 3. ág. sl. birtist bréf frá M. S., þar sem mælt er með þeirri hugmynd, að líknarfélög og sjóðir gefi út blómamyndakort, sem gefa megi sjúklingum. Velvakandí lagðist gegn hugmyndinni og vildi heldur, að menn færðu sjúklingum raunveruleg. ilm. andi blóm. M. S. sendi Vei- vakanda langt bréf um hæl, en það hefur því miður glat- azt á einhvern hátt. Þótt nokkuð sé um liðið, birtist hér bréfið, (nokkuð stytt), sem M. S. hefur skrifað á ný. • Sá, sem gefur mest... „Kæri Velvakandi: Hér sendi ég þér nokkrar línur vegna athugasemda þinna við' bréf mitt um líkn- argjafakort handa sjúkling- um. Ég vil fyrst taka fram, að uppástunga mín um slík kort er ekki gerð vegna þess, að við, sem áhuga höfum á þessu máli, njótum ekki fegurðar blóma og skiljum ekki — svo sem Velvakandi vill vera láta — þá hugsun, er liggur því til grundvallar, að vinir okk- ar færa okkur blóm. Hitt er sönnu nær, að auk þess sem við vildum gjarnan leggja góð um málefnum lið, skiljum við einnig hug þeirra vina okkar, sem ekki hafa efni á því að færa okkur blóm — a. m. k. ekki að staðaldri — því að eins og spakmælið segir: „Sá sem gefur mest, gefur ekki alltaf bezt, en sá, sem gefur bezt, gefur alltaf mest“. Auk þess væri hverjum og einum vitanlega í sjálfsvald sett að færa sjúklingum blóm eftir sem áður, — uppástung- an var miðuð við það, að fólki gæfist einnig kostur á að kaupa slík kort og færa sjúkl ingum í stað blóma og sælgæt- is. Svo geta þeir, sem vilja, gefið allt þetta til skiptis eða samtímis. Kortin væru og hent ug þeim, sem eiga sjúka vini í fjarlægð. Mér finnst því, að kort til að gleðja sjúka, óska þeim góðs bata og leggja um leið góðum málefnum lið, væru síður 3n svo óviðeigandi. Velvakandi bendir á, að ekki finnist ilmur af pappaspjaldi. Til er máltæki, sem segir: Eitt orð getur vermt þrjá vetrarmánuði. — Orð geta ilm að á sinn hátt, og fallegt kort, sem á væri letrað fagurt ljóð eða spakmæli, undirritað hlý- legum óskum, nafni gefanda, dags. og ártali, myndi áreiðan lega margan sjúkan gleðja, hversu mikið yndi, sem hann hefði af blómum. Fróðlegt væri að vita, hvort Öryrkjabandalagið hefði á- huga á þessari hugmynd. E. t. v. mætti líka gefa út jólakort til ágóða fyrir starfsemi þess“. • Blóm eru orð . . . Velvakandi sjálfur er nú I fríi, en sá, sem þetta ritar, sonur Velvakanda, er hug- myndinni hlynntari, en karl faðir hans, sem tók hana nokk uð óstinnt upp á sínum tíma. Uppástungan er góð og gagn- leg, en hins vegar má hún alls ekki verða til þess að draga úr blómagjöfum. Mál- tækið segir, að blóm séu orð, sem hvert barn geti skilið, og ekkert er fegurra til tækifær- isgjafa en einmitt blóm. Þau gleðja bæði ilm- og sjónskynj- unina, auk þess sem þau bera vott um hugarfar gefandans í garð þess, sem þiggur. Aldrei er of mikið af blómum um- hverfis mann. • Blómaskrevtingar — Á seinni árum hefur færzt í vöxt að skreyta veizlu- sali með blómum, og er það vel. Ekki ber að anza þjóð- varnarlegum nöldurkerling. um, sem þusa um bruðl, óþarfalúxus o. s. frv. í því sambandi. Fagurt umhverfi kemur ekki alltaf af sjálfu sér. í þessu sambandi má og minna á hina leiðinlegu setningu í útfararauglýsingum: „Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á xyz-sjóð ... .“ Oft er ekki einu sinni haft fyrir því að benda á einhvern líknarsjóð, heldur látið nægja að afþakka blómin. Hvers vegna? Fyrst menn eru á ann- að borð jarðsungnir og jarð- settir með viðhöfn. er sjálfsagt að prýða eftir föngum. Það er í sjálfu sér ágætur siður að heiðra minningu látinna með líknargjöf, en alger óþarfi virðist að hann verði til að auka á ömurleik hinztu kveðju stundarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.