Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 20
20 MORGV N BL AÐIÐ Þriðjudagur 19. sept 1961 20 Slæmur náungi Þegar ég var búin að reyna all- ar löglegar leiðir til að fá lögreglu kortið til að vinna í New York komst ég að því, að til voru aðr- ar aðferðir. Og þá kom hr. Levy til sögunnar. Það má kannski segja, að ég hafi kynnzt honum gegnum lögguna. Árið 1948 rak John Levy Ebony Club við 52. götu. Einhver annar hafði lagt til peningana en hr. Levy stjórn- aði öllu saman. Ekki var séð ann að en að hann væri forstjórinn. Þá var mér sama um allt annað en að hann vildi láfca mig hafa vinnu, þegar enginn annar þorði það. Hann var einn af stóru mönn unum, sem hafði áhuga á stelpu nýkominni úr fangeisi. Levy var viss um, að hann gæti útvegað mér leyfisbréfið. Og þegar hann var fús til þess að láta mig byrja í Ebony, án þess, var ég sann- færð um að hann vissi hvað hann var að tala um. Ég var hrædd í fyrstu, bjóst við að löggan myndi koma inn á hverri stundu og fara með mig. En ekkert skeði. Ég varð fei’ki- lega vinsæl, og þar sem þetta var í fýrsta sinn, sem ég kom fram í klúbb í New York, síðan ég kom úr fangelsinu, streymdi fólk til að sjá mig. Bobby Tucker og hin ágæta hljómsveit hans spiluðu undir hjá mér. Noro Morales kom fram um leið með hina stóru, spönsku hljómsveit sína. En hr. Levy gerði fleira fyrir mig. Hann fór með mig í búðir eins og hjá Florence, Lustig og Wilma, keypti þar handa mér tuttuguþúsund króna kjóla og samstæða hanzka og skó. Hann fór aldrei með mig sjálfur í skartgripaverzlanir. Svoleiðis nokkuð fékk hann í heildsölu, en fcann fékk það og gaf mér það. Það voru fallegir skartgripir. Ég tók út svolítið af peningum, eftir þörfum hvern dag. En ég bað aldrei um neitt uppgjör. Ég bjóst við, að það sem hann keypti fyrir mig í hverri viku kostaði tvisvar sinnum meira en launum mínum nam. Og ef ég bæði um uppgjör, myndi koma í ljós að ég skuldaði Levy peninga. Ég hafði aldrei átt minkapels á ævinni. John Levy keypti þann fyrsta handa mér. Eftir það minntist ég aldrei á peninga. Þá vissi ég, hvað klukkan sló. Það sem undraði mig mest, var, að hann lét aldrei svo mikið sem skína í, að ég ætti að hátta hjá sér. Hann var afar fágaður og alltaf hugsunarsamur og prúður í fram komu. En einungis sem kaupsýslu maður. Ef ég fór að verða eitt- hvað taugaóstyrk eða hvumpin, og velta fyrir mér, hvað þetta ætti allt að þýða, sagði hann mér að fcaka lífinu með ró, Joe Glas- er, umboðsmaður minn, gæti ekk- ert fyrir mig gert, en það gæti hann. Ég hafði búið á búgarði Bob Tucker við Morristown. Seinna fluttist ég á hótel. Dag nokkurn fór hann með mig í fallega íbúð, með húsgögnum og öllu tilheyr- andi, og sagði að ég ætti að búa þar. Eftir það sannfærðist ég. Ég hélt, að þetta væri hluti af und- irbúningnum, að ástleitnin kæmi seinna. Það reyndist ekki fjarri lagi. Ég var ekki með neinum og hann vissi það. Þegar einhver minna gömlu kærasta virtist ætla að nálgast mig, kom hann í veg fyrir það. Eiginmaður minn, Jimmy Monroe, fór að ’koma á Ebony, Mér þótti gaman að sjá hann aftur. Mér var jafnvel að detta í hug, að við gætum reynt aftur og að það mundi takast. En John kom í veg fyrir það. Það var ekki nóg að hann ræki Jimmy burtu, hann gerði það á þann hátt, að Jimmy, sýndist lítilsigld- ur og fáráður, miklu lítilsigldari en ég vildi að karlmaður væri. Þegar John Levy sagði Jimmy að vem ekki að elta mig, hypjaði Jimmy sig. John var að vísu I mikill maður en enginn er svo mikill. John sá um, að mig vaníaði ekki neitt. Ég hafði bíl og bíl- stjóra til þess að aka mér um. Við fórum á alla fínustu veitinga staði. Að endingu braut hann nið ur síðustu leifar af mótstöðu hjá mér, með því að kaupa handa mér fyrsta heimilið, sem ég hafði átt, síðan mamma átti húsið við Pensylvania Avenue í Baltimore. Þetta var heil höll í St. Albans, Queens, og við bjuggum það sam an nýtízkuhúsgögnum og göml- um listmunum, og risastóru hring laga rúmi eins og ég hafði séð Billie Dove eiga í kvikmyndun- um. Ég stóð mig jafnvel að því að hugsa um að ég kynni að verða hamingjusöm einn daginn enn. En það var skaðlegt, eins og venjulega. Vandræðin byrjuðu, þegar Levy réði mig á Strand Theatre við Broadway. Þetta var upphaf- ið, eftir það kom ég fram í röð af leikhúsum fyrir hundrað og fimmtíu þúsund á viku. Basie- hljómsveitin var á sama pró- gramminu og ég, og við lékum og sungum saman inn á plötu, eft ir að hafa verið átta vikur á Broadway. Þetta gaf mikið í aðra hönd en það var vinna: fimm sýning- ar á dag sjö daga vikunnar. Eftir nokkrar vikur langar mann til að segja öllu að fara til fjandans. Eina snertingin af umheiminum fékk ég, þegar einhver gamall vinur kom í heimsókn bakdyra- meginn þær 40 mínútur, sem ég fékk til að hvílast, eftir þriggja tíma vinnu á sviðinu. Við feng- um okkur svo miðdag á Edison hótelinu eða einn gráann í litl- um bar í grennd við leik húss- innganginn. Hin fagra framtíð með hr. Levy var taka á sig martraðar- blæ. Og ég þorði ekki að tala við neinn mann. Enginn sá var til, sem John Levy gat ekki hrætt burtu. Ég fékk hundrað og fimmtíu þúsund á viku, en ég hafði ekki svo mikið sem fimmkall í vas- anum. John sá um fjármálin og ég fékk ekki einu sinni að taka út hundraðkall. Mér leiddist þetta. Mér fannst óþægilegt að fara út og geta hvorki borgað matsölureikning né keypt mér sjúss. Þess vegna sagði ég eitt kvöldið við hr. Levy, þegar hann kom, að ég vildi fá vasapeninga. „Hvern dauðann ætlarðu að gera við peninga?" æpti hann. Hann lét sem það væri ófínt að bera á sér peninga. Allt sem ég þurfti að gera, eftir því að hann sagði, var að hvísla þarfir mínar og hann skyldi fullnægja þeim. Ég átti heimili, sagði hann, ég hafði bíl og bílstjóra til að fara með mig hvert á land sem væri. | Og alls staðar gat ég tekið út í ! reikning. „Ég skal sjá um allar þínar þarfir,“ sagði hann mér. Það sem ég átti eftir á Strand var sem martröð. Það er nógu erfitt í byrjun. Allir voru ánægðir yfir mann- fjöldanum, sem flykktist í leik- húsið. Menn stóðu í biðröð. þeg- ar það opnaði á morgnana. Og það var enn biðröð fyrir síðustu ! sýningu kvöldsins. Öllum fannst þetta dásamlegt, nema mér. Ég áleit, að fólkið kæmi bara til að sjá hvað ég væri hátt uppi. „Það vonar að ég stingist á hausinn," var ég vön að segja. Ég ætlaði ekki að fara að trúa dagblöðun- um, og heldur ekki að gera mér neinar grillur. „Það er ekki nema sumir, elsk- an mín,“ var sagt við mig. „Fjöldi fólks kemur hingað til að sjá þig og hlusta á þig af því að það dáist að þér, og því skaltu ekki gleyma.“ Nokkrum kvöldum áður en ég hætti á Strand, sendi Peggy Lee mér skilaboð, þar sem ég var beðin að koma til veizlu sem hún héldi í Bop City. Þetta var að nokkru leyti gert fyrir almenning. Eitthvert tíma- rit ætlaði að segja frá veizlunni. Hr. Levy fannst ég eiga að fara, en ég var of þreytt til að fara í stórveizlu eftir fimm sýningar á dag. Færi hann með mig út, var meira verk að undirbúa sig, en þó hefði átt að kynna mig við hirðina, Buckingham _ Palace fremur en Centre Street. Ég varð að vera gallalaus hvað snerti negl ur, hár og förðun og það tók mig venjulega um það bil tvær stund ir. Að minnsta kosti liðu tvær stundir þangað til ég var búin að klæða mig upp og hr. Levy var að fylgja mér í bílinn, sem við áttum að aka í 10 mínútna gang til Bop City. Gestir ungfrú Lee voru um það bil 25 og sátu við langborð: W. C. Handy, Count Basie, Billy Eckestines, ungfrú Lee sat við annan endann. Skemmtunin var rétt að byrja þegar við komum. Hver gestur átti að standa upp og skemmta hinum, Billy Eckstine var fyrst. Þegar veizlan var farin að drag ast á langin, kom Peggy Lee til okkar með nótnablað, og sagði: „Lady, þú átt að fá þetta. Ég samdi það fyrir þig.“ Ég leit á það. Það hét: „The Lady with the Gardenias" eða eitthvað í þá áttina. Það hefur víst átt að minna á gardeníurnar, sem ég notaði, þegar ég gat ekki sungið nema ég hefði blóm í hár- inu. Einn af hinum ggstunum leit á það líka og sagði svo illkvittnis- legan brandara. Það var eins og allir frysu, menn fóru að skrölta í glösum og reyna að láta sem þeir hefðu ekkert heyrt. Ég sagði: „Þökk fyrir“ við ungfrú Lee og reyndi að standa á fætur og fara. Hinn óskammfeilni gestur snerl sér þá að hinu fólkinu við borðið. „Hvaða fjas er þetta, elskurnar mínar. Út af hverju eruð þið svona reið? Ég sagði ekkert nema sannleikann.“ En það er ekki viðeigandi að vera svona opinskár. þegar kom* ið er framundir morgun. ★ Að undanteknum þessum tíma á Strand, held ég að erfiðasti tím inn í lífi mínu, meðan ég var með John Levy, hafði verið þegar hann hvarf og skildi mig og hljóm sveitina eftir sem strandaglópa einhvers staðar í Suðurríkjunum, gjörsamlega peningalaus. Þegar minnka fór um hjá leikhúsunum, ákvað Levy að koma saman sýningu, þar sem ég væri stjarna og stjórnaði hljómsveitinni. Levy hafði lagt fram dálítið af sínum peningum í þessar framkvæmdir svo hann var nízkari en Gyðing- urinn gangandi allan tímann. Þetta var hundleiðinlegt alveg frá byrjun. Nú fór að líða að lokum hjá okkur Levy. Ég vildi ekki lengur þvælast í bílum með umferða. hljómsveit og þurfa að vera eina og ungahæna fyrir hljóðfæraleik. ara á flakki. Einhver hefur sagt, að við vit« um aldrei hvað sé nóg fyrr en við erum búin að fá meira en nóg. Hann hefur sennilega haft mig og Levy í huga. SHtltvarpiö 8:00 12:00 12:55 15:00 18:30 18:55 19:30 20:00 w a k' / u — Ég held að dýraþjófurinn okkar noti örvar, sem hafa svefn- lyfssprautu 1 oddinum. Þessvegna notar hann þessar léttu örvar. — Og hann flytur dýrin meðan Fjaðrirnar hægja svo flug örv- anna að einungis nálaröddurinn fer í gegnum húðina! þau eru enn meðvitundarlaus! — En heldur þú að hann reyni aftur eftir nóttina sem leið? — Ef til vill . . . Ef við gerum það pess virði! 20:20 20:45 21:10 21:30 21:45 22:00 22:10 23:00 8:00 12:00 12:55 15:00 18:30 18:55 19:30 20:00 20:20 20:45 21:20 21:40 22:00 22:10 22:30 23:00 I»riðjudagur 19. septembei* Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tóa leikar. — 10:10 Veðúrfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). „Við vinnuna**: Tónleikar. Miðdegisútvarp (Fréttir. 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tiU kynningar. — 16:05 Tónleikar. —« 16:30 Veðurfregnir). Tónleikar: Harmonikulök. Tilkynningar. — 19:20 Veðurír, Fréttir. Tónleikar: Konsertsinfónía nr. 5 fyrir flautu, óbó, hom, fagott og hljómsveit eftir Ignaz Pleyel —• (Jean-Pierre Rampal, Pierre Pi- erlot, Gilbert Coursier og Paul Hongne leika með franskri hljóm sveit. Stjórnandi: Louis de Fro met). Erindi: Endalok konungsdSfemis f ísrael (Hendrik Ottósson frétta* maður). „Hnotubrjóturinn**, svíta efti? Tjaikovsky (Hollywood Bowl leilc ur; Felix Slatkin stjómar). Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kva* an leikari). Pólskir söngvar: Þjóðlagakórinn „Slask* ‘syngur. Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). Fréttir og veðurfregnir . Lög unga fólksins (Guðrún Ás« mundsdóttir). Dagskrárlok. Miðvikudagur 20. september Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón leikar — 10:10 Veðurfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Frétfir og tilkynningar), „Við vinnuna*': Tónleikar. Miðdegisútvarp. — Fréttir —• 15:05 Tónleikar — 16:00 Fréttir og tilkynningar — 16:05 Tónleik ar 16:30 Veðurfregnir). Tónleikar: Óperettulög. Tilkynningar — 19:20 Veðurfregn ir# Fréttir. Tónleikar: Sónata nr. 2 fyrlr fiðlu og píanó eftir Béla Bartóik (Wolfgang Schneiderhan og Carl Seemann leika). Erindi: Lundúnaturn og Lundúna brenna (Sig. Gunnarsson kenn* ari). Öperumúsík eftir Puccini: a) Intermessó úr „Manon Les* caut“ (Sinfóníuhljómsveit út-* varpsins í Berlín leikur; Paul Strauss stjórnar). b) Atriði úr .Turandot** (Inge Borkh, Renata Tebaldi, Mario del Monaco, Fernando Corena o.fl. syngja með kór og hljóm sveit Santa Cecilia tónlistar háskólans í Róm; Alberto Er ede stjórnar). Tækni og vísindi; VIII. þátturtf Transistorinn (Páll Theódórsson eðlisf ræðingur). íslenzk tónlist; Lög eftir Sigfúa Einarsson. a) Elsa Sigfúss syngur. b) Vísnalög í hljómsveitarútsetn ingu Jóns Þórarinssonar (Hljóm sveit Ríkisútvarpsins leikur; Bohdan Wodiczko stjórnar). Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: „Syglarinn** eftir Arthur Omre; X. (Ingólfur Krist^ jánsson rithöfundur). A léttum strengjum: Jonah Jonefl kvartettinn leikur. Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.