Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. sept 1961 Sjötugur í dag dlafur Bjarnason bóndi í Brautarholti LANDBÚNAÐURINN hefir um aldaraðir frá upphafi íslands- hyggðar, verið höfuðatvinnuveg- ur þjóðar vorrar. Og það sýnir bezt og skýrast lífsmagn þessa atvinnuvegar að þrátt fyrir það þótt fólki hafi á síðustu áratugum stórum fækkað í sveitum landsins, hefir land- búnaðarframleiðslan aukizt hröð um skrefum. Hvert árið sem líður ber í skauti sér fram- leiðslumagnsaukningu sem yfir- stígur það sem áður var þekkt í þeim efnum. Það sem þessu veldur er fyrst og fremst að þakka dugn- aði, framsýni og hugkvæmni ís- lenzka bóndans í hagnýtingu hinnar nýju tækni, sem auðveld ar sveitastörfin og margfaldar afkastagetuna í hvítvetna. Sveit ir lands vors standa nú með út- réttan faðminn á móti hinni öru fólksfjölgun í landinu. Einn þeirra manna, sem nú um áratugi hefir staðið fram- arlega í hinu stórstíga uppbygg ingar- og framfarastarfi í sveit- um lands vors á sjötugsafmæli í dag. Þessi maður er Ólafur Bjarnason, hreppstjóri og bóndi á hinu forna og nýja höfuðbóli Kjalarnessþings, Brautarholti. Ólafur í Brautarholti er fæddur í Steinnesi í þingi í Húnavatnssýslu 19. september 1891. Á hann til merkra manna að telja í báðar ættir. Foreldr- ar hans voru séra Bjarni Páls- son, prestur og prófastur þar, kominn af húnvetnskum ættum og átti hann lengra fram að telja til Bjarna Pálssonar land- læknis og gætir þessara nafna tveggja mikið í ættum æ síðan. Móðir Ólafs, kona séra Bjarna, var Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sölvasonar bónda á Sjávarborg í Skagafirði, Guðmundssonar. Sagnir herma að Sölvi bóndi hafi mjög komið til greina sem þingmannsefni fyrir Skagfirð- inga er þeir í fyrsta sinn skyldu velja sér þingmann, þótt þjóð- haginn, Jón Sarosonarson, yrði þar hlutskarpari. Ólafur ólst upp í Steinnesi hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi en þau voru alls ellefu, átta bræður en þrjár systur. Gengu margir af bræðr- um Ólafs menntaveginn, eins og það er kallað. En þótt leið Ólafs til slíks frama væri hon- um jafngreið og bræðrum hans, þá var það eitthvað innra með honum sem réði því að hann tók aðra ákvörðun. Það kom þegar í ljós á æskuskeiði að Ólafi var í brjóst borið eðli og þrá bónd- ans sem sveigði leið hans beint í faðm hinnar gróandi náttúru. Tók Ólafur, er honum óx ald- ur til, við bústjórn hjá föður sínum og hélt þeim starfa unz hann settist í bændaskólann á Hólum og lauk þaðan prófi und- ir handleiðslu skólastjórans, hins skelegga áhugamanns í búnaði, Sigurðar Sigurðssonar frá Drafla stöðum, síðar búnaðarmálastjóra. Hvatti Sigurður Ólaf til utan- farar og frekara búnaðarnáms. Hvarf Ólafur að því ráði og var hann um eins árs skeið við verklegt búnaðarnám í Dan- mörku. Eftir heimkomuna lagði Sig- urður búnaðarmálastjóri mjög að Ólafi að takast ferð á hend- ur með sér til Grænlands og skyldu þeir leiðbeina Grænlend ingum í búnaðarháttum, einkum fjárrækt. Hafði Sigurður tekizt á hendur fyrir dönsku stjórnina að kaupa íslenzkan fjárstofn og fara með hann til Grænlands og kenna Grænlendingum fjár- rækt. Eigi vildi Ólafur hverfa að því ráði og neitaði slíkri för. Var það staðfastlegur ásetn ingur hans að Itáa ekkert trufla þá ákvörðun sína að helga ætt- jörðinni krafta sína, og um- fram allt ganga til liðs við gró- andann. Strax að námi loknu gekk Ólafur á hönd þeirri köll- un sinni að hefja eigin bú- rekstur. Valdi hann til þess jörð ina Akur í Þingi, sem var eign ættar hans. Gekk hann þegar rösklega til verks um umbæt- ur þar, aukna ræktun og húsa- bætur. Eigi fannst Ólafi blasa við sér á þessum stað þau við- fangsefni í búskapnum er hug- ur hans stefndi að. Og er hon- um bárust fregnir um víðtæk- ara starfssvið og stærra í snið- um á annarri jörð, þótt í öðr- um landsfjórðungi væri, afréð hann þegar að færast meira í fang og leita gæfunnar í nýju umhverfi. Brá hann því búi á Akri, eftir fimm ára búskap þar. Seldi Ólafur Jóni Pálma- syni, alþingismanni, Akur við brottför sína þaðan og hefir Jón búið þar síðan, síðustu árin með Pálma syni sínum. Réðst Ólafur í það árið 1923 að kaupa höfuðbólið Brautarholt af Jóhanni Eyjólfssyni, er þar hafði búið um skeið. Eigi var þó Ólafur í fyrstu einn um þessi kaup, voru tveir menn aðrir í félagi við hann um kaup in og rekstur á búi þar fyrstu þrjú árin. En að þeim tíma liðn um keypti Ólafur jarðar- og búshluta félaga sinna og rak einn búskap í Brautarholti upp frá því. Við komu Ólafs Bjarna- sonar þangað hefst í rauninni hið mikla og víðtæka búskapar- og félagsmálastarf hans. Það vekur jafnan athygli þeg- ar ungir menn og glæsilegir flytja inn í nýtt byggðarlag og því meir sem athafnaþrá þeirra og raunsæi á sér dýpri rætur. Hollur og hressandi blær ' fylgir jafnan komu slíkra manna, sem nær langt út fyrir þeirra eigið starfsvið. Nokkuð á þessa lund mun því hafa verið varið með komu Ólafs Bjarnasonar á Kjal- arnes og störf hans og stefnu á hinu forna höfuðbóli, Brautar- holti. 1 Brautarholti höfðu í tíð þeirra, sem þar bjuggu næst á undan Ólafi verið allmikil bús- umsvif og um eitt skeið nokk- uð að umbótum unnið. En flest var það í stíl og sniði hins forna tíma og afköstin lítil og hæg- fara miðað við fyrirhöfn og til- kostnað. Með komu Ólafs að Brautarholti breyttist þetta. Þarna blöstu verkefnin við hin- um víðsýna framfaramanni, sem hafði opin augu og eyru fyrir kalli hins nýja tíma og lét ekki á sér standa að taka hina nýju tækni á jarðræktarsviðinu í sína þjónustu. Og vegsummerkin komu skjótt í Ijós. Ræktunin breiddist óðfluga út á vel fram- ræstu landi í órafjarlægð út frá hinum upphaflega túnfæti. AUt hélzt í hendur, sívaxandi fóður- öflun, stækkun bústofnsins og ný gripahús. Slík var þróunin í hinum örtvaxandi búskaparaf- köstum Ólafs í Brautarholti. Hugur Ólafs og stefna í bú- skaparháttum hefir ekki verið bundin við hina líðandi stund. Hann horfir fram á veginn og við honum blasa glæsilegar sýn- ir í framtíð hins íslenzka land- búnaðar. Markmið hans var að búa að minnsta kosti tveimur af sonum sínum örugga af- komumöguleika og framtíð á höfuðbólinu. Þessu marki hefir hann nú náð. Hefir honum og þjóðfélagi voru fallið í skaut sú hamingja að tveir af sonum hans hafa sezt að búi ásamt honum í Brautarholti og halda þar áfram uppbyggingarstarfi föður síns í hvívetna. Brautarholti fylgir falleg eyja skammt undan landi, Hvalfjarð- armegin. Eyjan er höfuðbólinil bæði til gagns og prýði. Er þar æðarvarp allmikið og lunda- veiði. Er eyjan gróðursæl. Harð skeytt stríð varð Ólafur löng- um að heyja við veiðiþjófa er þar gerðu strandhögg og spilltu unaði þeim og friðsæld sem varplöndum fylgir. Beitti Ólaf- ur margs konar brögðum við þessa ránsmenn og varð orust- an oft hörð. Nú hefir Ólafur unnið þetta stríð og friðað þenn an sælunnar reit, og að það hefir unnizt má í verulegum mæli þakka lægni þeirri og lip- urð, sem Ólafi er svo lagið að beita í viðskiptum við sam- borgara sína. Þótt Ólafur Bjarnason sé maður gróandans í náttúrunni, þá er hann ekki síður maður gróandans í þjóðlífinu. Ólafur er gæddur ríkri félagshyggju og hefir komið þar mjög við sögu í byggðarlagi sínu og víð- ar. Og það sýnir gleggst traust það og álit sem hann nýtur, hve margþættum störfum honum hefir verið falið að gegna á því sviði. Ólafur hefir verið í hrepps- nefnd Kjalamesshrepps í 36 ár og oddviti hreppsnefndar í 12 ár. Hreppstjóri hefir hann ver- ið í 29 ár. Tók hann við hrepps stjórninni af Kristjáni Þorkels- syni í Álfsnesi er gegnt hafði því starfi um langt skeið. Þá hefir hann verið formaður bún- aðarfélags hreppsins um langt skeið. Fulltrúi á aðalfundum Mjólk- urfélags Reykjavíkur hefur Ólaf ur verið í 37 ár. Endurskoðandi þess félags í 6 ár. Stjórnarnefnd armaður félagsins í 25 ár og loks formaður félagsstjórnarinn- ar síðustu 7 árin. Þá hefir Ólafur verið 17 ár i stjóm Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Hann hefir átt sæti á Búnaðarþingi og fleiri opinber um störfum hefir hann gegnt þótt eigi séu þau hér talin. Ólafur Bjarnason er vinsæll maður, sem vegna hæfileika sinna og mannkosta nýtur mik- ils trausts. Hann er málafylgjumaður mik ill, kann þó vel að stilla í hóf sókn sinni og blanda geði við aðra menn og hefir til þess ríka hneigð að leiða hvert mál til lykta með sátt og samlyndi. Ólafur getur verið fasmikill þeg ar honum svellur móður og er mikið niðri fyrir. Ólafur er höfðingi heim að sækja. Hann er maður gjörfulegur að vallar- sýn, afrendur að afli, enda var hann mikill íþróttamaður í æsku. Hann er glæsimenni í framgöngu. Ólafur er kvæntur ágætri og mikilhæfri konu, Ástu Ólafs- dóttur, prófasts í Hjarðarholti, Ólafssonar. Hefir sambúð þeirra verið mjög farsæl og það ligg- ur mjög á lausu sú játning hjá Ólafi, að mesta gæfuspor sitt á lífsleiðinni hafi hann stigið er hann gekk að eiga þennan trygga og einlæga lífsförunaut. Þeim hjónum hefir orðið fimm barna auðið og eru fjögur þeirra á lífi: Ingibjörg hjúkrun- arkona, gift Gunnari Sigurðs- syni, verkfræðingi í Reykjavík, Ólafur læknir í Svíþjóð, kvænt- ur sænskri konu, Jón, kvæntur Auði Kristinsdóttur og Páll, ókvæntur, í Brautarholti. Sonur, Bjami að nafni lézt 22 ára að aldri. Þeim Brautarholtshjónum, Ástu og Ólafi, er mjög annt um kirkju staðarins. Stóðu þau að því með öðru safnaðarfólki Brautarholtssóknar að gerðar voru miklar endurbætur á kirkjunni á 100 ára afmæli henn ar. Var kirkjan við þessa að- gerð prýdd og fáguð. Gáfu þau Brautarholtshjónin við þetta tækifæri kirkjunni forkunnar fagran skírnarfont, er þau höfðu látið gera í Italíu. Eigi er að efa að margar hug- heilar hamingju- og árnaðar- óskir munu þeim Brautarholts- hjónum berast á sjötíu ára af- mæli Ólafs bónda. Pétur Ottesen, T eak-útihurðir Stærð 90x200 cm. Verð kr. 6.900 fyrirliggjandi Hjaimar Þorsteinsson & Co. hf. Klapparstíg 28 — Sími 11956 Gaboon 16,22 og 25 mm. Teak 2” nýkomið / Hjálmar Þorsteinsson & Co. hf. Klapparstíg 28 — Sími 11956 Rambler Er eftirsóttasti bíll í USA. Kambler american er sex manna bíll. Sparneytin og sterkur. Kostar frá kr. 206.000.00 með miðstöð. Rambler american er bíllinn fyrir yður. Jón Loftsson hf. Sími 10604 Dodge Weapon með spili óskast til kaups. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: ,675 — 5367“. Þvottahús Skyrtuþvottahús, með nýtízku vélum til sölu. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Skyrtuþvottahús —1581“. Haínarijörðar og nógrenni sendibílar óvalt til þjónustu fyrir yður. Vanti yður sendibíl, bá hringið í síma 50348. Nokkrar duglegar reglusamar stúlkur óskast Upplýsingar ekki gefnar í síma Sendibilar, Vesturgötu 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.