Morgunblaðið - 19.09.1961, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 19. sept 1961
Otgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík.
Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinssón.
Ritstjórn: iVðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: A.ðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HARMAFREGN
Þetta er ein af þeim tiltölu-
lega fáu myndum, sem borizt
hafa frá Angóla síðan átök-
in þar hófust fyrir um það
bil sex mánuðum. — Textinn
með myndinni, sem birtist í
Observer var svohljóðandi: —
Frumstæð herþjálfun upp-
reisnarmanna. Aginn er af
skornum skammti — og
þekkingin á hertækni engin.
Helzti bandamaður þeirra er
frumskógurinn. Uppreisnar-
herinn gengur berfættur, hef
ir enga einkennisbúninga og
vopnin eru mestmegnis forn-
fáleg og úr sér gengin — eins
og þessir framhlaðningar. —
Þá segir, að fréttamaður
Observers hafi séð einn upp-
reisnarmanna með byssu, sem
bar framleiðslumerkið: „Colt
of Hartford, Connecticut,
1863“.
MWtf
Sendibréf frá Angola
IjXREGNIN um lát Dag
* Hammarskjöld, aðalfram
kvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, er í senn mikil
harma- og ógæfufregn. Með
honum er horfinn af vett-
vangi heimsstjórnmálanna
mikilhæfur og glæsilegur
stjórnmálamaður, einlægur
friðarsinni, sem allur hinn
frjálsi heimur tengdi við
miklar vonir. Dag Hammar-
skjöld féll mitt í starfi sínu
í þágu heimsfriðarins. Friðun
Kongó var eitt stórbrotnasta
verkefnið, sem Sameinuðu
þjóðirnar höfðu tekið að sér
að leysa. Um skeið í sumar
leit út fyrir að þeim væri að
takast það. Svo syrti allt í
einu í álinn. Dag Hammar-
skjöld flaug til Afríku til
þess að taka sjálfur þátt í
sáttastárfinu. Það varð sein-
asta för þessa óþreytandi
sáttasemjara og baráttu-
manns, sem átti heimsfrið-
inn að æðstu hugsjón.
Dag Hammarskjöld hefur
fórnað lífi sínu í baráttunni
fyrir friðinn. Mikið skarð
stendur opið og ófyllt við
fráfall hans. Ægilegan vanda
hefur borið að dyrum Sam-
einuðu þjóðanna. Það verður
erfitt að ná samkomulagi
milli stórveldanna um eftir-
mann Dag Hammarskjölds.
Er raunar vandséð á þessu
stigi málsins, hvernig slíkt
samkomulag getur náðst.
Sameinuðu þjóðirnar máttu
ekki missa Hammarskjöld.
‘Mannkynið allt þurfti á
einlægni hans, þrautseigju og
þrotlausri baráttu fyrir friði
og réttlæti í heiminum að
halda. Hammarskjöld mun
verða syrgður um allan hinn
frjálsa heim. í átta ár hafði
hann helgað Sameinuðu þjóð
unum og baráttunni fyrir
friði og réttlæti í heiminum
alla sína krafta. Hann unni
sér naumast nokkurrar hvíld
ar. Allt hans starf mótaðist
af markvissri festu og ein-
lægum trúnaði við hugsjón
friðar og mannhelgi.
Dag Hammarskjöld féll
langt fyrir aldur fram á há-
tindi glæsilegrar starfsævi.
Hinn frjálsi heimur þakkar
honum líf hans og starf.
KOSNINGARNAR
í V-ÞÝZKALANDI
R S LIT kosninganna í
Vestur-Þýzkalandi hafa
komið nokkuð á óvart. Kristi
legi demókrataflokkurinn,
flokkur dr. Adenauers kanzl-
ara, hefur misst meirihluta
ginn, en helzti andstöðuflokk
ur hans, sósíaldemókratar,
unnið mikið á, og kemur sá
flokkur tvímælalaust út úr
kosningunum sem sigurveg-
ari. Sömuleiðis eru kosninga
úrslitin talsverður sigur fyr-
ir frjálsa demókrata, sem nú
hafa fengið oddaaðstöðu. Því
fer þó fjarri, að kristil. demó
kratar hafi beðið nokkurt
afhroð. Flokkur þeirra er enn
sem fyrr langstærsti flokkur
þjóðarinnar og mjög ólíklegt,
að stjórn verði mynduð án
aðildar hans.
Það vakti mikla athygli
fyrir kosningarnar, bæði í
Þýzkalandi sjálfu og erlend-
is, hve málefnaágreiningur
stærstu flokkanna var lítill.
Aðalástæðan er vafalaust sú,
að sósíaldemókratar hafa tal-
ið sér hag í að taka upp
hægrisinnaðri stefnu og hafa
m. a. kastað fyrri þjóðnýt-
ingarstefnu sinni fyrir róða,
eins og flestir sósíaldemó-
krataflokkar í Evrópu hafa
reyndar gert eftir stríðið. —
Einnig í utanríkismálum er
stefna flokkanna hin sama:
báðir styðja varnarsam-
starf vestrænna þjóða af al-
hug, og sósíaldemókratar
héldu því m. a. s. fram í
kosningaáróðri sínum, að
flokkur þeirra væri harð-
skeyttari í andspyrnu sinni
gegn kommúnismanum. —
Þó að þessi staðhæfing eigi
sjálfsagt ekki við nein rök
að styðjast, sýnir hún þó, að
flokkarnir töldu ákveðinn
stuðning við Atlantshafs-
bandalagið vænlegan til sig-
urs. Því er ekki um það að
ræða, að kosningaúrslitin séu
nokkurt áfall fyrir vestrænt
samstarf, nema síður sé, því
að allir stærstu flokkar lands
ins styðja eindregið hverja
viðleitni í þá átt.
Enn ríkir óvisssa um stjórn
armyndun. — Nærtækasta
lausnin virðist samsteypu-
stjórn kristilegra og frjálsra
demókrata. Þegar fyrir kosn
ingar lýsti foringi frjálsra
demókrata, Erich Mende, því
yfir, að hann væri reiðubú-
inn til stjórnarsamstarfs með
kristilegum demókrötum, ef
svo færi, að þeir misstu
meirihluta sinn. Þessa yfir-
lýsingu ítrekaði hann svo í
gær. Enn hefur dr. Adenau-
er ekki tjáð sig um þessa
hugmynd, en flokkur hans
heldur fund í dag til þess
að ræða hin nýju viðhorf, og
skýrast línurnar væntanlega
eftir þann fund.
Fari svo, að stiórnarsam-
starf takist með kristilegum
og frjálsum demókrötum, rís
sú spurning, hver verði
g IN N af fréttamönnum
brezka stórblaðsins „Ob-
server“, sem dvaldist í Ang-
ola um tíma, hefir nýlega
birt eftirfarandi bréf frá Af-
ríkumanni — „um 25 ára
gömlum, vel klæddum, mennt
uðum — og taugaóstyrkum
eftir atburði síðustu fimm
mánaða“. Þannig er stuttorð
lýsing fréttamannsins á bréf-
ritaranum ,en nafni hans, og
sínu, heldur hann leyndu. —
Þeir ræddust stuttlega við,
er fréttamaðurinn dvaldist í
Angóla — en ekki þótti þeim
hættulaust að eiga langt og
ýtarlegt samtal. Blökkumað-
urinn vildi hins vegar fá að
hitta blaðamanninn aftur til
þess að skýra greinilegar frá
gangi mála í landi sínu..
„Þetta var hættuspil“, seg-
ir blaðamaðurinn; „en loks
stakk ég upp á því, að hann
skyldi skrifa mér bréf um
það, sem hann vildi sagt
hafa ,og fá mér það á til-
teknum stað og tíma. Og hér
kemur bréfið hans, sem hann
hætti lífi sínu og frelsi til að
afhenda — en af því má
nokkuð kynnast kvíða, von-
um og innri baráttu angólsks
blökkumanns í ágúst 1961.
kanzlari í hinni nýju stjórn.
Frjálsir demókratar eru sagð
ir hafa horn í síðu dr. Aden-
auers, en hliðhollari dr. Er-
hard. Hins vegar herma
fregnir, að Adenauer sé ekk-
ert um það gefið að sleppa
stjórnartaumunum í hendur
Erhards og treysti honum
jafnvel ekki fyllilega fyrir
stöðunni.
Við þessum spurningum
öllum fást svör næstu daga,
— í>ar sem allur heimurinn
spyr nú, hvað sé að gerast hér
í Angóla, vil ég skýra yður frá
gangi mála í landi mínu í nokkr-
um atriðum.
Angóla er afrískt land, sem vill
móta framtíð sína sjálft, eins og
öll önnur lönd. Ég og landar
mínir erum þess albúnir að verja
framtíð fósturjarðar okkar, þótt
það kosti okkur lífið.
■fc Hvers vegna?
Portúgalar halda því fram, að
Angóla-þjóðin óski alls ekki eftir
sjálfstæði, enda styðji hún Salaz-
ar (einvalda Portúgals). En hvers
vegna telja þeir það þá dauðasök,
ef Angóla-maður lætur stjórn-
mál til sín taka og segir: „Lengi
lifi Angóla!“? Hvers vegna hafa
Portúgalar flutt hingað hermenn
frá Evrópu? Hvers vegna hafa
þeir fangelsað þá Angóla, sem
reyndu með friðsömum hætti að
bera fram kröfuna um frelsi
landsins? Hvers vegna hafa þeir
ekki komið á þjóðaratkvæða-
greiðslu meðal Afríkumanna í
Angóla til þess að fá úr því skor-
ið, hvort þeir vilja sjálfstæði eða
ekki?
ic Hver er þróunin
— eftir 500 ár
Við höfum lifað við grimmdar-
stjórn Portúgals í 500 ár, og nú
viljum við fá að ráða örlögum
okkar sjálfir — af því að við bú-
um við eymd. Yður hlýtur að
vera kunnugt um, að það er eng-
inn háskóli í Angóla — og að
Afríkumönnum hér er meinað að
öðlast alla æðri menntun. Þér vit
ið líka, að Angóla er afrískt land,
en samt sjáið þér ekki aðra
Afríkumenn, er þér gang-
ið um götur borganna, en verka-
menn. Þér sjáið engar eignir
Afríkumanna — vegna þess, að
portúgalska stjórnin meinar þeim
að „komast áfram“ í lífsbarátt-
unni, komast í álnir. Ef þér lítið
vel í kringum yður, munuð þér
taka eftir Afríkumönnum í bláum
einkennisfötum. Þeir eru ánauð-
ugir verkamenn. En hvorki hjá
opinberum stofnunum né einka-
fyrirtækjum munuð þér finna
Afríkumann í ábyrgðarstöðu —
af því að þeim er meinuð öll að-
staða til náms.
Ef Portúgalar eru hingað komn
ir til þess að flytja okkur menn-
ingu Evrópu, hvernig stendur á
því, að maður kemur ekki auga
á neina andlega þróun meðal inn
fæddra eftir öll þessi 500 ár? —
Margir bræðra minna hér eru að
deyja úr hungri á sama tíma og
allur heimurinn ætti að geta búið
við hagstæð lífsskilyrði. Hér í
landi er það.svo, að Evrópumað-
ur, sem ekki hefir neina þekk-
ingu eða kunnáttu til að bera,
hlýtuir þó ávallt að bera meira
úr býtum en Afríkumaðurinn.
Lagabókstafurinn segir reyndar,
að Afríkumaður geti orðið lands-
stjóri — en þegar til kastanna
kemur, er erfitt að finna inn-
fædda jafnvel í svo lágu „em-
bætti‘ sem verkstjóra.
Þrælar ekkl spurðir álits
Portúgalar segja, að enginn mis
munum kynþátta eigi sér stað í
Angóla, en það er ekkert annað
en löghelgaður uppspuni. — Þeg-
ar portúgölsk yfirvöld halda þvi
fram, að Angóla-þjóðin hafi sýnt
andúð sína á Sameinuðu þjóð-
unum, á það aðeins við um hina
evrópsku íbúa — ekki Afríku-
mennina. Þeir eru þrælar og þræl
ar eru ekki spurðir um skoðanir
sínar. — Við, Afríkumennirnir,
höfum enga löngun til að fram-
kvæma neins konar aðskilnað
kynþátta — við viljum, að fólk
af öllum kynþáttum geti búið í
sátt Og samlyndi í Angóla, sem
verði stjórnað með hagsmuni
allra íbúa þess fyrir augum.
At 100 þúsund drepnir
Árið 1960 voru margir af okkar
fólki dæmdir til tíu ára útlegðar.
Og þá risu Afríkumenn upp. Af-
leiðingin varð sú, að ^Portúgalar
drápu 30.000 Okkar. í dag hefir
verið gengið milli bols og höfuðs
á rúmlega 100 þúsund Afríku-
mönnum í Angóla. Portúgalarnir
ofsækja alla innfædda, er játa
mótmælendatrú — rétt eins og
Þjóðverjar brytjuðu niður Gyð-
inga. Slík dráp eru í fullum gangi
meðan ég skrifa þessar línur. —.
Á sama hátt og Portúgal svaraði
Framhald á bls. 23.