Morgunblaðið - 24.09.1961, Side 14
34
MORCVTS BL ÁÐIb
Sunnudagur 24. sept. 1061
Þessar ^læsilegru 3—5 herbergja íbúðir eru til sölu, við Kleppsvegs.
Upplýsingar í Pípuverksmiðjunni frá kl. 2—7 í dagf.
HANDRIÐALISTAR
úr plasti fyrirliggjandi.
Stærð: 40x8 mm.
Litur: grár, svartur, rauðbrúnn.
Verðið mjög hagstætt.
Vinnuheimilið að Reykjalundi
Aðalskrifstofur Reykjalundi: Sími um Brúarland
Skrifstofan í Reykjavík, Bræðraborgarstíg 9, sími 22150
Ný sending
Helena Rubinstein
snyrtivörur.
(Reykjavikur Apóteki) — Sími 19866.
Konan mín
GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTXIR
frá Hraunhvammi
andaðist í St. Josefsspítala, Hafnarfirði, þriðjudaginn,
19 þ.m.
Gunnlaugur Sigurðsson
JON ÞORSTEINSSON
frá Úlfsstöðum Loðmundarfirði,
andaðist á Seyðisfjarðarspítala hinn 21. september.
Jarðarför ákveðin síðar.
Vandamenn.
Útför sonur okkar
INGÓLFS VIGNIS
fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn
26. september og hefst kl. 2 e.h.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Hafnarfirði, 22. september 1961.
Rósa Ingóifsdóttir, Guðmundur í. Guðmundsson.
Konan mín
GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði,
þriðjudaginn 26. sept. kl. 13,30.
Gunnlaugur Sigurðsson
Maðurinn min nog faðir okkar
ÁSGEIR SIGURÐSSON
skipstjóri m.s. Heklu
andaðist 22. september í Stavanger
Eiginkona og börn
„AUSTIINI SJÓ“
fjölskyldubifreiðin er langódýrasta bifreið-
in í dag, miðað við sína mörgu óvenjulegu
eiginleika
Kraftmikil vél, 34 hestöfl, gerir bífreiðina
viðbragðsfljóta og mjög auðvelda í akstri.
Benzíneyðsla er sérstaklega lítil og hefur
komizt niður 15% ltr. á 100 km.
Hvert hjól er sérstaklega fjaðrað með
gúmmíútbúnaði ásamt dempara er gerir
bifreiðina stöðuga í beygjum.
Verksmiðjuverð AUSTIN SJÖ er
kr. 34.115.— og útsöluverð áætlað
kr. 102.000,—
Sýnishornabifreið væntanleg til landsins
snemma í næsta mánuði.
Allar nánari upplýsingar hjá
Garðar Gíslason hf.
Bifreiðaverzlun — Sími 11506
Spónlímingarpressa
er til sölu. Pressan er ársgömul með 3 rafmagns-
elementum 100 x 220 cm. Sérstaklega hentug fyrir
húsgagnavinnustofur og smærri verkstæði.
SIGURÐUR ELÍASSON HF. — Trésmiðja
Auðbrekku 52 — sími 14306 — Kópavogi.
Nr. 24/1961
Tilkynning
Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks-
verð á steinolíu og gildir verðið hvar sem er á
landinu:
Selt í tunnum, pr. líter.......... Kr. 2,33
Mælt á smáílát, pr. líter ....... Kr. 2.80
Söluskattur er iniiifalinn í verðinu.
Reykjavík 22. sept. 1961.
VerSlagsstjórinn
— Reykjavlkurbréf
Frh. af bls. 13. 11
ur farið hrollur um lesendur
Morgunblaðsins, þegar þeir hafa
horft á myndirnar sem teknar
voru af honum skömmu fyrir af-
tökuna. f>að var brotinn maður,
sem þar birtist.
En örlögin hrópuðu á blóð og
þau hafa fengið það. Enginn veit
hverjar afleiðingarnar verða,
hvar hefndin bíður eða hvort
hún fær að vinna sín verk í fyll.
ingu tímans. Gursel hershöfð-
ingi hefur sagt, að hann hafi ekki
annað í hyggju en koma á raun-
verulegu lýðræði í landinu og
leysa vandamál þjóðarinnar á
lýðræðislegan hátt. Ekki skal það
efað. En áreiðanlega verður það
verk ekki auðveldara eftir aftöku
Menderesar, Bayars forseta og
Zorlus, utanríkisráðherra. Að
þessum mönnum standa sterk öfl
og þau bíða færis.
Menderes var mjög dáður af
bændum, enda bar hann hag
þeirra fyrir, brjósti alla tíð. Og
því skal ekki gleymt, að % hluL
ar þeirra, sem greiddu atkvæði
um nýju stjórnarskrána, voru
henni mótfallnir. Menderes var
orðinn þjóðsagnapersóna í heima
landi sínu, þegar hann lézt. Hann
lenti, eins og marga rekur minni
til, í hryllilegu flugslysi í Bret-
landi, en komst af og tókst að
brjótast út úr brennandi flakinu.
Það var myrkur. Forsætisráð*
herra Tyrklands reikaði um skóg.
inn örvita, hrópandi í sífellu;
„Hér er Menderes, Menderes
forsætisráðherra Tyrklands.**
Hróp þetta minnir óneitanlega
á Örvæntingaróp annars sigraða
valdamanns: „Hest! Hest! Kon-
ungdæmi mitt fyrir hest!“
Hvort sem menn eru konung.
ar eða einvaldar, hvort sem þeir
heita Ríkarður III. eða Menderes,
rennur upp sú stóra stund, þeg-
ar ókunn rödd segir: Hingað og
ekki lengra! En því vildu tyrk-
neskir bændur ekki trúa. Þeir
héldu að Menderes væri heilagur
maður, eftir að hann slapp úr
flugslysinu. Og sú þjóðsaga var
oft sögð í Tyrklandi meðan hann
dvaldist í fangelsinu og beið
dóms, að hann riði hvítvængjuð-
um hesti frá Jassaida-fangeisinu
til Eyup-bænahússins í Istanbul,
Sú þjóðsaga var auðmeltari en
óþægileg staðreynd. Og í slík.
um sögum geta bæði óláns- og
illræðismenn fengið uppreisn.
Pílagrímsför
Áður hefur verið minnzt hér f
Reykjavíkurbréfi á afhendingu
Ingólfsstyttunnar 1 Noregi. Er
ekki úr vegi að ljúka þessu
spjalli með svofelldum orðum
Bjarna Benediktssonar, þegar
hann afhenti styttuna í pílagrím#
för íslendinganna til Noregs,
Ráðherrann sagði:
„Við íslendingar erum tengdir
Norðmönnum og Noregi á ótal
vegu. Frá Noregi komu forfeður
okkar og héðan tóku þeir með
sér tungu sína, sem við enn töL
um og sízt viljum glata. Hingað
sóttu þeir uppistöðu í réttarskip-
un sína, sem við enn erum stoltir
af. Til íslands fluttu þeir með
sér forna, norska menningu, sem
í mynd Eddukvæða og frásagna
Snorra Sturlusonar er enn hluti
af uppeldi okkar og hugarheimi,
Umfram allt höfum við fengið að
erfðum frá Norðmönnum seiglu,
áræði og sjálfstæðisþrá, sem
fleytti þjóðinni gegnum ótal
margar aldalangar þrengingar og
gerði henni að lokum fært að
fylgja norsku fordæmi og endur-
heimta sjálfstæði sitt og skipa
sér í sveit frjálsra þjóða.“
Undir þessi orð tekur íslenzka
þjóðin.
PILTAR A
ef þiá elqfí nnnustum /Æ
pS a éq Hrintjána //v/
fájrfá/7 temv/7wion_
/f^/rarr/ 6 \