Morgunblaðið - 27.09.1961, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.09.1961, Qupperneq 2
2 MORGUiyBLAÐtÐ Miðivkudagur 27. sept. 1961 Éftir að Kennedy Bandarikjaforseti hafði flutt rseðu sína á Allsherjarþinginu á mánudaginn, sagði Gromyko, utanríkis- ráðherra Sovétrikjanna (sem ekki hafði klappað fyrir ræð- unni), við forsetann: „Þér voruð í góðu formi". Var myndin tekin, er þeir heilsuðust. — 1 gærkvöldi hélt Gromyko sína ræðu — og var í sama „formi“ og sovétmenn oftast eru. — — Frá fundi SÞ Framh. af bls. 1 skuli með einhverjum hætti fá aðild að SÞ. Sagði hann, að Sovétrikin visuðu þeirri fráleitu hugmynd algerlega heim til föðurhúsanna. — Þá drap ráð- herrann á ásakanir Kúbustjórn- ar á hendur Bandaríkjunum og taldi það rökstutt, að Banda- rikin hygðu enn á aðgerðir til þess að steypa stjóm Castros. Sagði hann í því sambandi, að fyrri viðvaranir Sovétríkjanna um það, að þau mundu koma Kúbu til hjálpar gegn banda- riskri árás, væru „enn í gildi". ★ ÞÝZKU MÁLIN Gromyko sagði, að það fæli í sér ógnun við friðinn, að ekki hefðu enn verið gerðir friðar- samningar við Þýzkaland — og sakaði í því sambandi NATO- ríkin um að bera ábyrgð á I FREGNUM frá Moskvu seint í gærkvöldi sagði AP- fréttastofan, að Tass hefði loks skýrt allýtarlega frá ræðu Kennedys á Allsherjar- þinginu — og hefði mátt skilja af athugasemdum frétta stofunnar, að sovétstjórnin mundi formlega hafna af- vopnunartillögum Bandaríkja stjómar. versnandi ástandi og aukinni spennu á alþjóðavettvangi. Ef heiminum væri steypt út í styrjöld vegna Berlínar, mundi það kosta „himdruð milljóna manna lífið“. Lýsti hann þvi yfir, að Berlínar- og Þýzka- landsmálin „yfirskyggi öll önn- ur (vandamál) nú“ — einkum þó spurningin um friðarsamn- inga við Þýzkaland. Kvað hann lausnina þar vera þá að undir- rita sér-friðarsamninga við bæði þýzku ríkin — og að gera Vestur-Berlín að frjálsu borg- ríki, án hers og herbúnaðar. — Sagði hann, að síðan ætti að veita báðum þýzku ríkjunum aðild að samtökinn SÞ. Báðherrann kvað Sovétríkin fús að gera nauðsynlegar ráð- stafanir til að tryggja stöðu Berlínar. — Kæmi t. d. til at- hugunar, að lið frá hlutlausum ríkjum, eða á vegum SÞ, yrði staðsett þar til öryggis. — Eng- inn er að hóta Berlín. sagði hann. * „FRIÐARSTEFNA" Þegar Gromyko hafnaði banda rísku tillögunni um bann við kjarnavopnatilraunum, áréttaði hann enn þá afstöðu Rússa, að eina lausnin fælist í þeirra eig- in tillögum — „það er að semja um almenna og algera afvopn- un“, sagði hann, og „slíkt samkomulag yrði jafnframt lausn á spumingunni um endi kjarnavopnatilrauna". — Ráð- herrann sagði, að þeir, sem gagnrýndu tilraunir Sovétríkj- anna, bæru fyrir sig „uppgerð- ar-umhyggju fyrir mannslífum“. Síðan bætti hann við: — Já, sovétstjórnin lætur gera kjarnavopnatilraunir, hún er að láta framieiða nýjar teg- undir vopna, og hún freistar og mun áfram freista þess að treysta varnarmátt Sovétríkj- anna og bandamanna okkar, sem reka friðarstefnu og vilja almenna og algera afvopnun, eins og við. Yfirleitt virðist fátt eða ekk- ert nýtt að finna í ræðu Gro- mykos, er gefi vonir um batn- andi ástand í alþjóðamálum. * JÚGÓSLAVINN „VESTRÆNN" Meðal annarra ræðumanna á „Allsherjarþinginu í dag voru þeir Luns, utanríkisráð- herra Hollands, og Popovic, júgóslavneski utanríkisráðherr- ann. Það vakti allmikla athygli, hve Popovic íylgdi hinum vestrænu sjónarmiðum í mál flutningi sínum: Hann gagn- rýndi t.d. kjarnavopnatilraun irRússa ogtaldi nauðsynlegt að semja þegar um bann við slíkum tilraunum. — Hann lagði og til, að skipað'ur yrði framkvæmdastjóri SÞ til bráðabirgða — og taldi öll tormerki á rússnesku tillög- unni um þrjá jafnréttháa framkvæmdastjóra. Sierra Leone -100. ríkiSÞ NEW YORK, 26. sept. — Sam- þykkt var án umræðu í ör- yggisráði SÞ í dag að veíta Afríkuríkinu Sierra Leone upptöku í samtökin. Verður það 100. aðildarríkið. — Aftur á móti fór mestallur dagurinn í það að ræða um, hvernig f jalla skyldi um úpp- tökubeiðnir Mauretaníu og Ytri-Mongólíu — en af- greiðsla þeirra getur haft á- hrif á það, hvemig fer um Kínamálið er það verður rætt á Allsherjarþinginu síðar. upmaður Danskur frímerkjaka hyggst stefna póst- og símamálastjórninni BERLINGUR skýrir frá því sl. sunnudag, að danskur frímerkja- kaupmaður, Fritz Neve, hafi fal- ið lögfræðingi sínum í Reykja- vík, Herði Ólafssyni, að stefna íslenzku póst- og símamálastjóm innj fyrir meint svik í sambandi við frímerkjaviðskipti, er hann átti við Póst- og símamálastjóm- ina við útgáfu á Evrópufrímerkj- um. __ Segir í Berlingi, að kaupmað- urinn hafi á grundvelli tilboðs íslenzku póstþjónustunnar pant- að 45.000 ný frímerki, 5,50 kr. merki og 6 kr., en fékk ekki merkin sökum þess, hve margar pantanir bárust. Telur kaupmað- urinn, að gildur samningur hafi verið komirrn á, þar sem hann hafi samþykkt tilboð íslenzku póstþjónustunnar, og liggi því fyrir vanefndir og samningsrof, sem hann eigi rétt á skaðabótum fyrir. í tilboði Frímerkjasölu póst- stjórnarinnar, sem hún sendi 12. júlí sl. til frímerkjakaupmanna og safnara um allan heim, var skýrt frá því, að pantanir á fyrstadagsumslögum skyldu send ast 14 dögum fyrir útgáfudag, sl. mánudag, en hinsvegar var ekki tilgreindur neinn frestur til þess að panta laus frímerki. Danski frimerkjakaupmaðurinn pantaði á réttum tíma og greiddi 3100 stimpluð merki á fyrstadagsum- slögum. Þessi frímerki fékk hann keyþt. Á tímabilinu 4.-9. sept. pantar hann enn 45.000 ónotuð Evrópusett, sem út átti London, 26. sept. ÍSLAND og írland gerðu jafn- tefli í 2. umferð á Evrópumeist- aramótinu í bridge, 3:3 (65:68, í hálfleik 31:32). Egyptaland vann Líbanon 6:0, Danmörk vann Sví- þjóð 6:0, Belgía vann Finnland 6:0, Frakkland vann Holland 6:0, Sviss vann Þýzkaland 6:0 og Nor- egur vann Spán 5:1. í kvennaflokki vann Holland fsland með 5:1, (84:71, í hálfleik 54:53). Egyptaland vann Belgíu 6:0, Frakkland vann England 6:0, Svíþjóð vann Noreg 6:0 og Þýzka- land vann Finnland 6:0. í þriðju umferð vann ftalía fs- land með 6:0 (81:52, í hálfleik 18:18). Danmörk vann Líbanon Líkið af sjómanni frá Þórshöfn f BLAÐINU í gær var skýrt frá því, að í fyrramorgun hefði fund izt lík af karlmanni í Reykja- víkurhöfn. Rannsóknarlögregl- unnj hefur nú tekizt að upplýsa af hverjum þetta lík er. Reyndist það vera Olgeir Sig- tryggsson,- sjómaður, sem er frá Þórshöfn, en mun hafa verið skipsmaður á vélbátnum Geir goða um skeið og hélt síðast til um borð í honum. Sl. sunnudags- kvöld var hann á dansleik í Ing- ólfskaffi með bróður sínum. Það an fór hann kl. 1.30 um kvöldið, og var þá talsvert undir áhrifum áfengis. Eftir það er ekki vitað um ferðir hans. Við réttarkrufningu í gær- morgun kom í Ijós að dánaior- sökin var drukknun. Hefur því áverkin á höfði líksins, sem Sagt var frá í blaðinu í gær, ekki vald ið dauða hans. að gefa 19. sept. og greiðir þau. Þann 15. seþt. fær kaupmaður- inn skeyti frá íslenzku póststjórn inni, þar sem honum er skýrt frá því, að pantanir hans á ónotuð- um frímerkjum hafi borizt of seint, en að peningarnir hefðu verið mótteknir og beðið um fyrirmæli um, hvað gera skyldi eins og ástatt væri. Kaupmaðurinn tók þá far með flugvél til Reykjavíkur, þar sem hann síðari hluta sunnudags heimsótti Jón Skúlason, aðstoð- ar póst- og símamálastjóra. Krafðist hann þess, að hin pönt- uðu og greiddu frímerki yrðu af- hent. Fundur var með póstmönn- um á mánudag og var kaup- manninum þá tilkynnt, að sök- um mikilla pantana væru engin frímerki seld, sem pöntuð hefðu verið eftir 4. sept. Frímerkja- kaupmaðurinn sneri sér þá til Harðar Ólafssonar, lögfræðings og fól honum að annast mál sitt. Skýrði lögfræðingurinn póstin- um frá því, að myndast hefði bindandi samningur milli kaup- mannsins og póst- og símamála- stjórnarinnar og samkv. þeim samningi bæri póstinum að af- henda þau merki, er greitt hefði verið fyrir. Þegar kaupmaðurinn fékk eigi að heldur frímerkin, fól hann lögfræðingi sínum að höfða mál á hendur pósti.num, en hélt að því búnu til Dan- merkur. Þegar frimerkjakaupmaðurinn yfirgaf ísland hafði hann með- ferðis fyrstadagsumslögin og 6:0, England vann Svíþjóð 6:0, 6:0, England van nSvíþjóð 6:0, Holland vann frland 6:0, Þýzka- land vann Spán 4:2, en jafntefli varð hjá Belgíu og Frakklandi 3:3. í 4. umferð átti ísland frí. Eng- land vann Líbanon 6:0, Frakk- land vann Egyptaland 6:0, Sviss vann Svíþjóð 6:0, Belgía vann ír- land 5:1, Ítalía vann Holland 6:0 og Þýzkaland vann Noreg 6:0, en jafntefli varð hjá Finnlandi og Danmörku 3:3. í kvennaflokki vann írland ís- land 6:0 (80:32, í hálfleik 39:15), England vann Belgíu 4:2, Þýzka- land vann Egyptaland 5:1, Frakk- land vann Holland 5:1 og Svíþjóð vann Finnland 6:0. — Axel. þau 3100 merki, sem áttu að hafa verið stimþluð. Ennfremur heppnaðist honum að kaupa nokkurt magn af hinum nýju merkjum hjá íslenzkum frí- merkjakaupmanni, en á tvöföldu verði. Islenzki frímerkjakaup- maðurinn vissi, að danski kaup- maðurinn hafði gert stærstu er- lendu pöntunina — og myndi að- eins fá hluta af henni. segir I Berlingi. ★ Hörður Ólafsson, lögfræðing- ur skýrði Mbl. frá því í gær, að hann væri enn ekki farinn að senda stefnuna og myndi fyrst reyna að ná sættum í málinu. ★ Þá skýrðu talsmenn póst- og simamálastjómarinnar Mbl. svo frá í gær, að sú venja hefði jafn- an verið viðhöfð, þegar ný frí- merki eru gefin út, að ekki hefði verið tekið við pöntunum á stimpluðum fyrstadagsumslög- um síðasta hálfa mánuðinn fyrir útgáfudag. Ákveðið hefði verið að láta sömu reglu gilda um ónotuð frímerki vegna mikillar eftirspurnar, en þess hefði aldrei áður verið þörf. Þær pantanir hins danska frímerkjakaup- manns, sem borizt hefðu eftir 4. sept. sl. hefðu því ekki verið af- greiddar. Meira er ekki að segja um málið á þessu stigi en póstur og sími héfur falið lögfræðingi sínum, Sveinbirni Jónssyni, mál- ið 1 hendur. Markaðsverð Evrópufrímerkjanna Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér hjá frí- merkjakaupmanni hér í bæ mun verðið á íslenzku • Evrópufrí- merkjunum á markaði erlendis nú vera ca 65 certt í heildsölu, settið eða um 30 kr. ísl., en smá- söluverðið um 1 bandarískur dollar. En þess ber að gæta, ságði frímerkjakaupmaðurinn, að merkin eru ekki komin í fujla umferð ennþá, svo búast má við, að þau hækki, þegar þau eru komin í umferð frá þeim erlend- um kaupmönnum, sem hafa birgt sig upp af þeim. Markaðs- verðið hér heima er nú milli 30 og 40 kr. settið. TT” I — Handritin Framh. af bls. 1 Þtss má svo gjarnan geta, að meðal stjórnmálamanna hér er það ekki talið skipta mikju, hvaða ráðherra fari opinber- lega með handritamálið, þar sem litið er svo á, að það sé i rauninni útkljáð — og bíði að- eins formiegrar og endanlegr- ar afgreiðslu þar til eftir næstu kosningar til þjóðþings- ins. ■fogfr'wrfrtl'M.. NU ER tekið að kólna í veðri norður undan. Á hádegi var frostið 3 stig á Tobin-höfða, og 5 til 12 stig á strönd Græn- lands þar norður frá. Á sund- inu milli íslands og Grænlands er líka stormur og snjókoma, sem ná mun suður á Vestfirði þegar lægðin sem er suðvestan við Reykjanes er komin lengra austur á bóginn. Veðurspáin kl. 10 i gærkvöldi SV-land, Faxaflói og miðin. Austan goia fyrst, allhvass norðan á morgun, úrkomu- laust að mestu. Breiðafjörður og miðin: ÍÍA kaldi og síðar hvass, rign- uig öðru hverju. Vestfirðir og miðin: Hvass NA, stormur á miðunum, rign ing og síðar slydda,- Norðurland til Austfjarða og miðin: Aústan eða SA gola og bjart veður i nótt en gengur f allhvassa NA átt með rigningu á morgun. SA-land og miðin. Austan kaldi og smáskúrir í nótt, létt ir til með norðan stumings- kalda á morgun. Jafntefli og töp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.