Morgunblaðið - 27.09.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.1961, Blaðsíða 23
Miðivkudagur 27. sept. 1961 MORGUNBLÁÐIÐ 23 Byrjað að steypa IVIiklubraut Sumner Welles látinn I GÆR var byrjað að steypa kafla Miklubrautar, sem bæjarráð og bæjarstjórn á- kvaðu fyrr í sumar að skyldi steyptur. Er hér um að ræða tvöfalda 935 m langa braut, sem byrjar nokkuð austan við Stakka- hlíð og nær austur fyrir vegamót Háaleitisbrautar. Blaðið átti í gærkvöldi tal við Gústaf E. Pálsson, borgarverk- fræðing, sem kvað 80 m langan kafla hafa verið steyptan í gær, en búast mætti við, að verk- inu miðaði betur næstu daga, en gert er ráð fyrir, að því ljúki einhvem tíma í október. Borgarverkfræðingur tjáði blaðinu, að við verkið væru notaðar afar stórvirkar vélar, sem fengnar hefðu verið að láni hjá Islenzkum aðalverktök- um á Keflavíkurflugvelli með leyfi bandarískra yfirvalda, en við vélarnar starfa bæði starfs- menn Reykjavíkurbæjar og menn frá Aðalverktökum. Allt sl. ár hefur verið unnið að undirbúningi þessara fram- kvæmda á vegum bæjarins, en hefur tafizt nokkuð í sumar, fyrst vegna Dagsbrúnarverk- fallsins og nú vegna verkfalls verkfræðinga. Samkvæmt upplýsingum, sem Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, BLED, 26. sept. — Úrslit 15. umferðar skákmótsins hér urðu þau, að Geller vann Parma í 31. leik, Gligoric vann Bertok í 38 leikjum og Keres vann Udovcic í 37 leikjum. Jafntefli varð hjá Ivkov og Germek eftir 16 lei'ki og Trifunovic og Petrosjan eftir 20 leiki. Biðskákir urðu hjá Portisch og Fischer, Naidorf og Pachmann, Tal og Bisquier og Matanovic og Donner. — Bið- skák Fischers og Udovcic úr 14. umferð lauk með jafntefli. Staðan á mótinu er sem hér segir: 1.—2. Tal og Fischer 10 v. og biðskák, 3.—4. Gligoric og Keres 9% v. og biðskák, 5. Petr- osjan 8% v. og 2 biðskákir, 6. Bisquier 8 og biðskák, 7. Geller 8 v., 8.—9. Naidorf og Trifunovic 7% og biðskák 10. Parma 7% v., 11. Portisch 7 og biðskák, 12. Donner 6% v. og 2 biðskákir, 13. Darga 6M> og ein biðskák, 14. Matanovic 5% og 3 biðskákir, 15. Pachmann 5 % og biðskák, 16. — Enn ríkja ... Framhald af bls. 1. enn fram í viðtali við „Express- en“ í Stokkhólmi, að sennilega hafi verið skotið á flugvélina og bendir á ýmsar spurningar, sem ekki hafi fengizt svör við. — Hann lýsir undrun yfir starfs- aðferðum hinnar ródesísku rann eóknarnefndar og bendir m. a. á, að þrír fulltrúar „Transair" hafi aðeins fengið að vera ó- virkir áhorfendur — en ekki að gera neinar sjálfstæðar at- huganir eða bera fram tillögur. Sænskir vopnasérfræðingar hafa gert ákveðnar athngasemd- ir í sambandi við þær upplýs- ingar rannsóknamefndarinnar ródesísku, að skotfæri hafi ver- Íð í flugvélinni — og sé það skýring þess, að skotsár fund- ust á einu líkanna. Sérfræðing- arnir sænsku segja hins vegar, að skot, sem springi við slíkar aðstæður, er þarna hafi verið am að ræða, mundu varla ganga gegnum venjuleg klæði. W raunveruleg skotárás hafi fundist á einu líkanna, sé það •önnua þess, að þefan skotum hafl verið hleypt af akotvopni. gaf á fundi bæjárstjórnar í ágúst, þegar þe(ta mál var þar til umræðu, verður kostnaður- inn við að steypa hvora braut um 3 millj. kr., þar sem áætlað er, að hver steyptur fermetri kosti 300 kr. Meginástæðan til þess, að hagkvæmt þykir að steypa þennan kafla Miklubrautar er sú, að í þessu svæði er lítið um leiðslur, en hins vegar mikil umferð, svo að viðhaldskostn- aður ætti að verða minni með þessu móti. Charles E. Wilson látinn Detroit, 26. sept. CHARLES E. Wilson, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, lézt í svefni á búgarði sín- um í Wilson í Louisiana í mOrg- un. Hann var 71 árs að aldri. Wilson var aðalforstjóri Gener- al Motors bílasmiðjanna, eins stærsta fyrirtækis Bandaríkjanna, um rúmlega tíu ára skeið — áð- ur en hann tók við embætti varn- armálaráðherra í stjórn Eisen- howers, árið 1953. Því embætti gegndi hann í 4 ár. Germek 5 v., 17. Friðrik Ólafs- son 4Va og biðskák og 18. Udovic 4 og biðskák. SIÐUSTU FRÉTTIR Friðrik vann biðskák sína við Darga. Tal og Fischer unnu báð- ir sínar biðskákir og eru jafnir og efstir með 11 vinninga hvor. Bíllinn hékk á vegarkantinum SELFOSSI, 26. sept. — í fyrri- nótt lá við að illa færi við Ölfus- árbrú. Fólksbíll, sem var á leið vestur yfir brúna, lenti úti í veg- arkantinum öðru megin við brúna, þegar steypta hluta henn- ar sleppir. Þarna hékk hann í kantinum, eftir að hafa lent á gulu steinunum við vegarkant- inn og sópað þeim niður og auk þess lent á Ijósastaur. Vegkant- urinn, sem bifreiðin hékk utan í, er þarna um það bil 10 m hár, svo óvíst er hvernig farið hefði um farþegana, ef bíllinn hefði farið niður. Tveir menn voru í bílnum, Og var ökumaðurinn und ir áhrifum áfengis. Lögreglan á Selfossi kom þegar á vettvang og tók ökumanninn í sínar vörzlur. * Atakanlegt slys ÓVENJULEGA átakanlegt „fjöiskylduslys“ varð í Dan- mörku um helgina. Það var 52 ra gamall maður, seml varð fyrir bifreið úti á þjóð- vegi og varð það hans bani. Slíkt er að sjálfsögðu siður en svo einsdæmi í Danmörku — en hið sérstæða og átakanlega við slysið var það, að bifreiða- stjórinn var tengdafaðir son- ar bins látna. Mikill vinskapur var með hinum tveim fjöl- skyldum — og fjrr sama dag hafði sá, er fyrir slysinu varð, ekið með tengdaföður sonar sins í hinum sama bíl, sem um kvöldið varð honum að bana. f FRÉTTUM frá Washington seg- ir, að Sumner Wellea, fyrrum að- stoðar-utanríkisráðherra Banda- ríkjanna — í forsetatíð Roose- velts — hafi látizt 24. sept. að heimili sínu í Bernardsville, New Jersey. Welles var 69 ára að aldri, er hann lézt. — Símamálin Framhald af bls. 1. leið 408 sjómílur, en mesta dýpi á leiðinni er 1850 m. Er gert ráð fyrir, að Alert komi til Vestmannaeyja 4. október. 1 Vestmannaeyjum verður sæsíma strengurinn svo tengdur við annan streng, sem lagður var í sumar út frá ströndinni, en Alert til aðstoðar við það verk verður danska sæsimaskipið Eduard Suenson. Þegar lagningu símastrengs- ins milli Færeyja og íslands er lokið, mun Alert halda á ný til Southampton og lesta þar streng, sem lagður verður milli Velbestad og Gairloch í Skot- landi. Sú vegalengd er um 295 sjómílur og mesta dýpi á þeirri leið 1050 m. Á leiðinni milli Færeyja og fslands verða 15 neðansjávar- magnarar, en 10 milli Færeyja og Skotlands. Þeir aðilar, sem eiga sæsímastrenginn verða Mikla norræna ritsímafélagið og póst- og símamálastjórnirnar í Danmörku og Englandi. 1 eigu íslendinga er hins vegar aðeins últrastuttbylgjusambandið milli Reykjavíkur og Vestmanna- eyja. Aðspurður um það, hvort verkfræðingaverkfallið gæti haft einhver áhrif á það, hve- nær hægt yrði að taka streng- inn í notkun, svaraði Jón Skúla son yfirverkfræðingur því til, að hvað snerti lagningu strengs- ins hefði það engin áhrif, en auðvitað ylli verkfræðingaleys- ið nokkrum erfiðleikum við tengingu í landi. Hins vegar sagði Jón, að nokkrar tafir hefðu orðið á efnisafgreiðslu og gæti verkinu eitthvað seinkað af þeim sökum. Almennur kirkjufundur HIN N almenni kirkjufundur verður haldinn dagana 22.—24. okt. nk. Aðalmál fundarins verða: 1. Framtíð Skálholts. Framsögu- maður Páll V. Kolka, læknir. 2. Veiting prestsembætta. Fram sögumenn verða Hákon Guð- mundsson, hæstaréttarritari, og Ásmundur Guðmundsson, fyrrv. biskup. Dr. Ámi Helgason flytur op- inbert erindi, er hann nefnir: Kirkjan og ríkið. Afvopnunarstofn- un Bandaríkjanna NEW YORK, 26. sept. Kenn- edy Bandarikjaforseti nndirrtt- aðí I dag iög nm Afvopnunar- stofnun Bandaríkjanna, er verð- ur hluti af stjóm landsins. í yfi’rlýsingu, sem forsetinn gaf út í þessu samhandi, sagði hann, að þessi nýja stofnun væri tákn þess, hve Bandaríkjastjóm teldi afvopnunarmálin þýðingarmikil. — Handiðaskólinn Frh. af bls. 13. Starfsskrá skólans ásamt unv sóknareyðuiblöðum, fást í bóka- búðum Lárusar Blöndal, Vestur veri og Skólavörðustig 2. Skrif- sbofa skólans, Skipholti 1 er opin mánud., miðvikudaga Og fösbud. U. 5—7 síðd. ^ Tal og Fischer efstir Krefjast bifreioa- stjórar lögbanns? EKKI náðist samkomulag um reiðastjórum, sem þátt tóku i vopnahle í gær milli bifreiða- stjóra á Hreyfli og stjórnar fé- lagsins, en eins og skýrt var frá í blaðinu í gærmorgun tók stjórnin þá ákvörðun í fyrra- dag að breyta stöðvarhúsinu við Hlemm í skrifstofuhús- næði, Og var þeim bifreiða- stjórum úthýst, sem þar hafa haft aðsetur. \ f gærmorgun, þegar smiðir þeir, sem stjórnin hafði ráðið til þess að breyta húsnæðinu, komu til vinnu sinnar, tóku bifreiðastjórar sér stöðu inni í húsinu og komu í veg fyrir, að þeir fengju nokkuð gert i allan gærdag. f gærkvöldi vorú uppi um það raddir meðal bifreiðastjór anna að krefjast lögbanns gegn aðgerðum stjórnarinnar. Höfðu þeir fengið Guðmund Ingva Sigurðsson hdl. til þess að gæta réttar síns í málinu, ef til kæmi, en lögfræðingur stjórnarinnar er Ólafur Þor- grímsson hrl. Þá flaug það fyr- ir í gær, að stjórnin hygðist höfða mál gegn nokkrum bif- því að hindra smiðina í störf- um. Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær fór fram undirskrifta söfnun meðal bifreiðastjór- anna um áskorun á stjórn fé- lagsins að endurskoða af- stöðu sína, og munu hafa und- irritað hana um 160 af tæplega 300 félagsmönnum. Lögðu bif- reiðastjórar áskorun sína fyr- ir stjórnina i gær, en hún tók málið ekki til meðferðar þá. Þar sem bifreiðastjórunum þótti stjórnin nokkuð við- bragðssein, hófu þeir í gær nýja undirskriftasöfnun. Að þessu sinni var það um kröfu um almennan félagsfund, en þurfa mun V* félagsmanna, eða 75, til þess að krafa um félagsfund sé rétt fram borin. f gærkvöldi höfðu tæplega 100 bifreiðastjórar undirritað þessa kröfu, en blaðinu er ekki kunnugt um, hvort hún var lögð fyrir stjórn félagsins í gær. Löglegri kröfu um fé- lagsfund mun stjórninni skylt að sinna innan 14 daga frá því að hún er borin fram. Semja Tsjoníbe og Adoula? Elisabethville, 26. sept. (AP/NTB/Reuter ) EINS og oft áður er býsna erfitt að átta sig á gangi mála í Katanga — og raun- ar öllu Kongó. Berast á víxl fréttir um það, að raunveru- lega hafi slitnað upp úr framhaldsviðræðum varð*andi vopnahléð milli fulltrúa Kat- angastjórnar og SÞ — og, að Tsjombe hafi nú afráðið að halda til Leopoldville eða senda þangað fulltrúa til viðræðna við ríkisstjórn Ad- oula um framtíðarstöðu Kat- anga í sambandsríki Kongó. Hvort tveggja virðist haft eftir allgóðum heimildum, en ekki geta fréttirnar þó talizt fyllilega áreiðanlegar. — ★ — Það er haft eftir fulltrúa SÞ í Katanga, Conor O’Brien, að Tsjombe hafi fallizt á samnings- viðræður við Leopoldville-stjóm ina. Hafi samkomulag náðst um þetta með erindaskiptum Tsjom- bes og Adoula, fyrir milligöngn stjónrar Kongó-Iýðveldisins í Brazzaville. — ★ — Eftir klúkkustundarfund eftir- litsnefnda með vopnahléi í Kat- anga, sem skipaðar voru af Kat- angastjórn og herstjóm SÞ, til- kynnti Evariste Kimba, utanrík- isráðherra Katanga, í dag, að stjórn sín hefði krafizt þess, að SÞ flyttu á brott allt lið sitt í Katamga — og yrðu ekiki frekari Siglir með aflann FLATEYR’, 26. sept. — NA rok er hér í dag og lemjandi rigning og snjókoma til fjalla. Undan- farið hefur verið ótíð og enginn bátur komizt á sjó. Einn bátur — 100 lestir að stærð — fór í sigl- ingu til Englands sl. föstudag. Er það í fyrsta sinn, sem bátur héðan siglir með aíla sinn á er- lendan markað. Aflann selur bát urinn í Grimsby á fimmtudag — ‘ 42 tonn. — FréttaritarL viðræður í nefndunum fyrr en krafan hefði verið send aðalstöðv um SÞ í New York og svar bor- izt við henni þaðan. — Mahmoud Khiari, aðalsamningamaður SÞ, sagði hins vegar að loknum fyrr- nefndium fundi, að hanm hefði aðeins verið til undirbúnings frek ari viðræðum. Vildi hann ekk- ert frekar um fundinn segja. — ★ — Tsjombe lýsti því yfir í dag, að 17 belgiskir foringjar i Kat- angaher — hinir síðustu, sem þar þjónuðu — hefðu nú horfið úr landi. - Háskólafyrirlestur Framhald af bls. 6. manna til okkar og traust okkar á þeim fram í raunhæfú sam- starfi. Eins og ég sagði í upphafi máls míns, eru íslendingar ekki norsk ir, en við erum norskrar ættar. Þann arf, sem forfeður okkar fiuttu með sér frá Noregi fyrir 1100 áruim, höfum við reynt að varðveita af fremsta megni. Við vomum, að við munum aldrei glata hinni fornu tungu okkar, því þolgæði, krafti og sjálfstæðis- þörf, sem hinir norsku forfeður eftirlétu okkur. Þessir eiginleik- ar hafa ' gert íslenzku þjóðinni kleift að standast ótal erfiðleika og komið henni aftux í hóp sjálf- stæðra þjóða. ★ Við gleymum aldrei uppruna okkar Við munum síðast alls gleyma uppruna okkar. Og erindi mitt og annarra fulltrúa, sem til þess voru valdir, til Noregs að þessu sinni, var að afhenda Norð mönnum að gjöf styttu af Ingólfi Amarsyni frá Hrífudal í Dals- firði, fyrsta landnámsmanni á ís- landi. Með þessari gjöf viljum við þó ekki aðeins minna á hinn norsba uppruna okkar, sem er í rauninni óþarft. En eins og segir í samþykkit Alþingis, er hún af- hent sem tákn um órjúfandi vin- áttu þjóðanna. Megi þessi vin- á*ta vara og eflast um alta fram- tið, sagði forsætisráðherrann að lakum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.