Morgunblaðið - 27.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUWBL AÐIÐ Miðivkudagur 27. sept. 1961 Geti enginn lært af fortíðinni, er til einskis að vera að rifja hana upp. Ég hef dregið fortíð mína fram í dagsljósið til að geta gleymt henni. Það hefur borgað sig, ef aðeins einn unglingur getur lært af henni. Það var á sunnudegi fyrir skömmu, að Jonah Goldstein ræddi um eiturlyfjavandamálið í sjónvarpssendingu frá New York. Hann sagði, að taka þyrfti með- ferð eiturlyfjanotenda úr hönd- um lögreglunnar og fá hana lækn um í hendur. Hann sagði, að á hinum mörgu árum, sem hann hefði verið dómari, hefði aldrei verið komið með aðra en fátæk- iinga fyrir dómstólinn fyrir brot á eiturlyfjalöggjöfinni Hann sagði, að skömmu áður hefði komið til sín maður og beð ið "um ráð vegna tvítugs sonar sins, sem væri orðinn eiturlyfja- neytandi. Hvað haldið þið, að dómarinn hafi ráðið honum til að gera? Senda strákinn í skóla til Englands, þar gæti hann feng i læknishjálp á löglegan hátt Að hugsa sér, að dómari í sið menntuðu landi skuli þurfa að gefa slikt ráð, að játa að eina hjálpin sem eiturlyfjasjúklingur geti fengið sé að finna utan föð urlands hans, að eina lausnin, sém sé sæmadi siðuðum mönnum sé að leita úr landi .Þetta er sorg legt, en satt Þegar ég vandist á nautnina var ég óheppin að öllu leyti. í fyrsta lagi vissi ég ekki, að þessi leið væri til. Ég vissi ekki, hve skynsamlega er tekið á þessum málum í Evrópu. Og þó að ég hefði vitað það, hefði það verið til einskis. Um það leyti var styrjöld, og eina leiðin til að komast til Englands var að synda eða ganga í herinn. , Ef til vill vilja sumir krakkarn ir, sem ekki vildu láta henda sig að fara að ráðum dómara, hlusta á mig. Ég vona það svo sannar- lega. Eiturlyf hafa aldrei hjálpað neinum til að syngja betur, leika betur eða skara fram úr á nokk- urn annan hátt. Lady Day segir það, hún notaði nógu mikið af þeim til að komast að þessu. Reyni einhver einhverntíma að segja annað skaltu bara spyrja þá, hvort þeir viti eitthvað um eiturlyfjanautn, sem Lady Day hafi ekki vitað Ég held að ég hafi orsakað dauða móður minnar með því að fara að nota eiturlyf. Það flýtti að minnsta kosti fyrir. Og ég héld, að fseri mitt barn að neyta eiturlyfja myndi það verða mér að aldurtila Eg er ekki nógu sterk til aS horfa á nokkurn mann líða þær kvalir, sem ég varð að þola til að'komast á rétt an kjöl og vera þannig. Það eina, sem eiturlyfin geta gert fyrir þig er að drepa þig — drepa þig hægt, sígandi og á kvalafdllan hátt. Og þau geta drepið ástvini þína með þér. Þetta er sannleikurinn, allur sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn ★ Kvöldið, sem ég hélt stóru hljómleikana í London varð stór fenglegasta reynsla æfi minnar. Ég hafði aldrei komið fram í jafn stórum sal. Hljómsveitin, sem lék undir hjá mér, hafði hvorki meira né minna en þrjá- tíu og fjóra meðlimi. Og áheyr- endurnir? Þeir eru ekki betri í Metropolitan óperunni í New York. Eftir að ég var kynnt hefði mátt heyra saumnál detta í þess um risastóra sal. Fótatak mitt bergmálaði í salnum þegar ég gekk inn á sviðið. Lófatakið, þegar ég lauk söngn um, var það stórkostlegasta sem ég hafði nokkurntíma fengið. Eitt má nefna ennþá, sem er siður þar. Maður heldur þrjá hljómleika á dag Eina fyrir ung- linga, síðan stóra fyrir venjulega tilheyrendur, og svo hefur for- stjóri hljómleikanna tilbúinn næturklúbb til að syngja í á eft- ir. Á þann hátt má kynriast öllu á einum degi, krökkunum, fína fólkinu og þeim, sem drekka. Síðan hélt ég tónleika í minni borgum, nokkurra mínútna akst ur frá London. Aðeins eitt líkaði mér ekki við, það var maturinn. Ég var orðin svo leið á þessum listræna gisti- húsamat, að eitt kvöldið tók ég fram dós af rauðum baunum, sem ég hafði haft með m«- að heiman. Ég náði mér í krydd, svolítið af hamborgarakjöti og tók svo fram dós með Sterno og fór að matreiða baunirnar eins og ég vil hafa þær. Það var svona eins og handa þrem. Ég hélt, að mér yrði hent út fyr ir að skapa óþef, en áður en ég var búin að matreiða voru þjón- ustustúlkurnar, afgreiðslumenn- irnir og lyftustrákurinn farin að berjast um matinn. Það varð heil mikil skemmtun úr þessu. Ég hefði mátt vita, að svona færi Hinn frægi franski djass- fræðingur Hugh Panassie hafði komið til Ameríku naerri tuttugu árum áður. Ég hitti hann hjá Ir- ene og Teddy Wilson. Hann féll í sæluvímu út af rauðu baunun- um mínum með hrísgrjónum, og ég varð að láta hann hafa stóran kassa 'at þurrkuðum baunum til að hafa með sér heim Ég sendi ennþá þurrkaðar rauð ar baunir til kunningja í Lond- on. 24 Guð hjálpi einstæðingum „Jæja, Billie, þú ert þá kominn aftur. Við höfum átt von á þér. Þú veizt, að þú færð ekki hita- sótt hérna.“ Þetta var gamli kvenlæknirinn í fangelsinu í Philadelphia að bjóða mér góðan dag á ný, skömmu fyrir sólarupprás — fimmtudaginn 23. febrúar 1956. Hún virtist hnuggin yfir að hafa ekki séð mig í níu ár, — án þess að borga fyrir. Ég kreisti úr henni mesta vind inn þegar í stað „Ég hef ekki beð ið þig um neitt, og ætla heldur ekki að gera það. En þú getur ekki einu sinni beðið með að neita, þangað til ég geri það.“ Hún var að tala um eiturlyf og ég vissj það vel, en ég var að tala um manngæzku, og hún vissi það jafnvel. Það var búið að taka mig fasta á ný Og ég var í fang- elsi. En nú gat hún ekkert sagt eða gert, sem kæmi illa við mig. Sama gilti um alla félaga henn- ar, löggurnar, sem höfðu ráðist inn í herbergið mitt, dómaránn, sem myndi bíða mín um dögun og lögregluforingjann sem var að fá blöðunum í næsta herbergi og ljósmyndarana, sem voru að sprengja perur sínar framan í Pepi, litla chihuahua-hundinn minn, þegar hann teymdj mig í bandi sínu inn um fangelsisdyrn ar. Ég vissi að blöðin myndu segja: „Hvað? aftur?“ Á yfirborðinu myndi það líta út rétt eins og í gamla daga en þó var allt breytt. Mér fannst ég hvorki vera ein- rriana né yfirgefin. Ég var heldur ekki ein. Louis var hjá mér. Þeir fóru með okkur saman, og Louis hélt í hönd mér og hvíslaði: — „Lady, hafðu engar áhyggjur. Við munum sigrast á þessu Ég skal sjá um þig.“ Guð er þeim miskunnsamur, sem hann leyfir að treysta ein- hverjum. Og ég treysti Louis. Ég var búin að vinna í viku á Showboat í South Philadelphia Við bjuggum á litlu hóteli skammt frá í herbergi með eld- húskytru Eftir siðustu sýningu á miðvikudagskvöldið, rétt eftir klukkan tvö, höfðum við Louis gengið heim. Ég afklæddist, gaf Pepi að éta, og stóð á nærklæð- unum einum með dós af Lima baunum í hendinni. Einhver sneri lyklinum í hurðinni utan frá. Næstum ekkert heyrðist, eins og skráin væri nýsmurð. Ég varð ekki vör við neitt, fyrr en fjórir menn og ein kona stóðu inn á miðju gólfi með húsleitar skipun. Louis talaði við þau, leit svo á pappíra þeirra og sá, að þeir voru löglegir. Hann var ró- legur og blíður eins og lamb. Hann bað mig að klæðast og fara með þeim. Hann var ekki ánægð Ur með fötin, sem ég fór í, minnti mig á, að ljósmyndarar myndu bíða niðurfrá og bað mig að fara í eitthvað snoturt. Hið fyrsta, sem þeir*' gerðu, eiris og alltaf, var að innsigla sal erniskassann svo að ekki væri hægt að koma neinu niður. Þeir fóru að leita í herberginu. Bað- hex-bergið var á stærð við sæmi- lega stóran skáp, en ég fékk samt ekki að fara þar inn ein. Kven- maðurinn tróðst inn á eftir mér. Hún var svó heppin að véra grindhoruð og tók því ekki mik ið rúm. Þeir rannsökuðu allt, sem við áttum. Þeir hentu kjólunum mín um um, rannsökuðu kápur, leit- uðu í skónum af mér og nærföt unum. Þeir potuðu í kremdollur, hrærðu í hundamatnum, undir teppinu, bak við gluggatjöldin, í rúminu og undir því. Lögreglu- konan leitaði á mér, meira að segja í eyrunum. Louis fékk sömu meðferð. En hvergi fannst neitt. Þeir fundu byssu Louis efst 1 töskunni hans. Hann hefur hana alltaf þar, svo að engin hætta sé á, að hún finnist ekki. Hann hef ur sagt mér hundrað sinnum, að færi lögreglan í einhverri borg inni að reyna að taka sig fastan, en gæti ekki borið fram nein sönnunargögn, myndi byssan hjálpa þeim til að halda virð- ingu sinni. Hann áleit, að þá yrði hann handtekinn fyrir að eiga skotvopn án leyfis. Hann gæti tek ið sektina og það yrði betra en láta þá fara að burðast við að draga mig fyrir rétt með sönnun argögnum, sem væru þeim einskis virði. Gleymið því ekki, að yfirvöld in vita hvar ég bý, og ég hef hafi verið falið þar. Einu sinni fann hann þrjár marihuana síga- rettur á gluggasillu í Los Angel es og henti þeim út. Þær hefðu getað komið okkur báðum í fang elsi. Þegar maður hefur einu sinni verið handtekinn fyrir að eiga eiturlyf, lærir maður að lifa svona. Louis eyddi drjúgum — Þetta var rödd Berta í tal- stöðinni! . . Hann var að spurja um Markús! — Það var leiðinlegt að þú skyldir koma hingað Sirrí . . . Af pví þú hefur komið sjálfri þér í mikla klipu! . . Berti, Markús er enn á verði vjð hreindýra- girðingarnar . . . Af hverju kveik ir þú ekki skógareld til að fá hann í burtu? hluta af tíma sínum, þegar viS vorum á ferðalagi til að reyna að vernda mig. Aldrei er samt hægt að vera öruggur. Meðan ég er úti að syngja getur hver, sem er, geng ið inn í herbergið, annaðhvort til að leita að einhverju eða skilja eitthvað eftir, sem hann gæti komið og sótt seinna. Þessvegna var Louis svona ánægður, þegar þeir fundu byssuna hans. Hann vonaði, að þeir myndu láta sér aldrei verða tekin föst heima hjá mér, og því síður í búningsher- berginu. Það er alltaf gert á ein- hverjum gistihúsum. Gleymið þyí ekki, að eiturlyfja notkun er ekki neitt einkahelvíti í þessu landi/ Enginn býr í einsi manns klefa utan fagelsanna. — Nautnin, er einnig víti fyrir ást- vini manns, og þeir líða meira að segja verstu kvalirnar. Oft hefur Louis hætt lífi sinu til að reyna að hjálpa mér. Eig- inmenn, konur mæður og feður eiturlyfjarieytenda gera það á hverjum degi. Og þá eru þau orð in glæpamehn eftir lögum þessa lands. Ég get sagt ykkur frá frægura hljóðfæraleikara, sem var illa farinn eiturlyfjaneytandi. Stund- um sigraðist hann á ástríðunni, en stundum várð hann að láta undan. Þannig gekk það árura saman. Hann var frægur, eins og ég, og það gerir illt verra. SJÚtvarpiö Miðvikudagur 27. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Tðn* leikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 10:10 Veðurfregnir) 12:00 Hádegisútvarp. (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). m 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir. —- 15:05 Tónleikar — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Operettulög. 18:55 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Annelies Kupper syng ur lög eftir Schumann. — XJndi* leikari á píanó: Hans Altmanm 20:15 Samfelld dagskrá: Heimskringla. blað Vestur-Islendinga 75 ára. (Sveinn Skorri Höskuldsson mag ister undirbýr dagskrána: — flytjendur auk hans: Kristján Róbertsson og Andrés Björnsson) 21:15 íslenzk tónlist: a) Strákalag eftir Jón I.eifs — (Rögnvaldur Sigurjónsson leikur á píanó). b) Þrjú lög fyrir fiðlu og píanó eftir Helga Pálsson (Björn Ölafa son og Arni Kristjánsson leika), 21:35 „Gegnum Víðidal", frásöguþáttur Bjöm Daníelsson skólastjóra —> (Höf. flytur). j 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn“ eftir Arthur Omre: XIII. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 Djassþátttur (Jón Múli Arnason) 23:00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 2*. september. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Tðn* leikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- Xeikar — 10:10 Veðurfregnir) 12:00 Hádegisútvarp. (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Á frívaktinni", sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir. — 15:05 Tónleikar — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr ðperum. 18:55 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Nútímatónlist: Musica Nova kðrlnn l Berlfn syngur kórlög eftir Biichtger, Orff, Killmayer og Bartok. — Hermann Henderer stjórnar. 20:25 Krindi: Maria Stuart (Jón R, Hjálmarsson skólastjóri). 20:55 Fiðlusónata nr. 2 í G-dúr, op. 10 eftir Grieg (Yehudl Menuhin leikur á fiðlu og Robert Levin á píanó). 21:15 Eriend rödd: „Hvers vegna ég skrifa:: eftir Georg Orwell (Sig- usður A. Magnússon blaðamaður) 21:40 Tónleikar: ítalskir söngvarag syngja ástardúetta úr óperum. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eftlr Arthur Omre; XIV (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur), 22:30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 3 i C-dúr, op. 58 eft* ir Sibelius. — Borgarhljómsveit in í Helsinkl leikur, — Jussi Jal as stjórnar. \ (Frá Sibeliusarvikunni i Hels- inki í júní s.l.). 23:00 Dagskráriok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.