Morgunblaðið - 27.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐ1Ð Miðivkudagur 27. sept. 1961 Saltfiskur og veiðarfæri skemmast í bruna HAFNARFIRÐI. — Síðdegis á laugardag kom upp eldur í fisk- verkunarstöð Venusar h. f. við Btrandgötuna og varð allmikið brunatjón á saltfiski, sem tilbú- inn var til útflutnings, veiðar- færum og húsinu sjálfu. Mikill reykur Hús þetta, sem er tvær hæðir og ris, er þarna í húsasamstæðu. Kom eldurinn upp á götuhæð- inni, en þar var olíuofn á gólfinu, sem notaður var til að þurrka það. Læsti eldurinn sig upp á loftið, þar sem geymt var allmik ið af veiðarfærum, striga, troll- tvinna og tjörubornum veiðarfær um. Var mjög mikill reykur á efri hæðinni þegar slökkviliðið liðið rösklega fram við slökkvi- starfið og hafði lokið með öllu að slökkva eldinn að tveimur tímum liðnum. Flötur sá, sem eldurinn læsti sig um er kring- um 300 fermetrar. Tókst að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist á neðri hæðina og næstu hús, sem eru samföst. Mikið tjón Á neðri hæðinni var allmikill saltfiskur eða milli 50 og 60 tonn og skemmdist talsvert magn af : honum eins og fyrr segir. Einnlg j eyðilagðist mikið af veiðarfær unum, en eitthvað mun þó vera hægt að nota. Húsið, fiskurinn og veiðarfær- in voru vátryggð en samt hefir kom »g varð ekki komizt að hon- , útgerðin orðið þarna fyrir til- um nema að rífa þa\úð. Gekk' finnanlegu tjóni. — G. E. ' í 4 4 Tveir frægir leikarar Hönd í hönd leiddust þau Maurice Chevalier, sem er 73 ára gamall, og Hayley Mills, hin 15 ára gamla enska, efni- lega leikkona. Þau voru á leið til kvikmyndaversins, Pine- wood-Studios nálægt London. Þessir ólíku leikarar leika í Walt Disney mynd, sem býggð er á sögu eftir Jules-Verne. — Walt Disney hefui á síðari ár um flutt starfsemi sína æ meir og meir frá Holl> wood til Evrópu. t Grét á frumsýningu Dansk-franska kvikmynda leikkonan Anna Karina (áður Hanna Blarke) grét höfgum tárum, þegar hún yfirgaf eitt af kvikmyndahúsunum í París ásamt manni sínum, leikstjór anum Luc Goddard. Hún hafði verið að horfa á frumsýningu kvikmyndar þeirra, „Kona er kona“, sem fyrir skömmu hlaut gullverðlaun á kvik- myndahátíðinni í Berlín. En Parísarbúar tóku mynd- inni ekki eins vel og Þjóðverj arnir. Áhorfendur púuðu myndina niður og þegar henni lauk, klöppuðu þeir feginssam lega saman höndum. — Hver hefur kennt önnu Karinu þess ar skringilegu áherzlur? spurði fólk og kímdi. Tékki rekinn vegna njósna ZÚRICH, 25. sept. — (AP) — Vaclav Smisek, menningarmála- fulltrúi sendiráðs Tékkóslóvakíu í Svisslandi, hefur verið rekinn úr landi vegna njósnastarfsemi. Hann var sakaður opinberlega um það í gær að hafa fengið tékkneskan mann, sem vann í rannsóknastofu í Sviss, til. þess að safna á ólöglegan hátt fyrir sendiráðið upplýsingum, sem áttu að vera leynilegar, um hernaðarleg, stjórnmálaleg og efnahagsleg málefni. Loftleiðamenn færðu borgarstjórum allra borga, se>a þeir heimsóttu, góða gjöf. Hér er Sigurður Magnússon að afhenda Maier, borgarstjóra Milwaukee, leirker, sem Kjartan Run- ólfsson gerði. Nýstárleg söluheríerð Loftíeiöa Allsherjarherferð í Wiscounsin LOFTLEIÐIR gengust á dögun- um fyrir allnýstárlegri' auglýs- ingaherferð í Bandaríkjunum. — Var þetta ein allsherjarherferð í blöðum, útvarpi og persónulegri kynningu Loftleiðamanna við framámenn í Wiscónsin fylki og væntir félagið góðs af. Þetta er í fyrsta sinn, að flug- félag fer slíka ,herferð í Banda- ríkjunum, sagði Sigurður Magn- ússón, fulltrúi félagsins, á fundi irneð blaðamönmim. Hann kom heim um helgina. Loftleiðir vörðu á síðasta ári 160 þús. dollurum í auglýsinga- starfsemi í Bandaríkjunum Og í ár var ákveðið að nota 15 þús. doll- ara til þessarar nýstárlegu til- raunar. Þegar félagið auglýsir í blöð- um og sjónvarpi, sem nær til allra Bandaríkjamanna er ekki gott að áíta’ sig á því hvaða auglýs- ing gefur félaginu mest í aðra hönd. Með því að einbeita sér í eiruu fylki er hægt að fá tölulegt yfirlit um árangurinn, sagði Sig- urður. Þess vegna var þetta ráð tekið. I Wisconsin búa 3,5 milljónir manna, mjög margir þeirra komn ir af innflytjendum frá Norður- Evrópu, þ. e. þeim löndum, sem Loftleiðir fljúga til í Evrópu. Hópur 10 framámanna Loft- leiða ferðaðist síðan í hálfan mán uðu um ríkið, fóru um 12,700 mílur í bílum, stofnuðu til per- sónulegra kynna við um 1500 framámenn, fengu 15 nýja um- boðsmenn og 16 nýja farmiða- sölustaði að auki. Þeir voru í blöðum og útvarpi um allt ríkið, höfðu boð inni fyrir samtals 857 gesti, kynntu þeim Loftleiðir og ísland, m. a. með mynd JKjartans Ó. Bjarna- sonar: „Þetta er ísland“. Síðan var svarað fyrirspurnum. Næstu daga munu 36 útvarps- stöðvar í ríkinu flytja einnar mínútu auglýsingu fiá Loftleið- um — og verður hún flutt 10 sinn um í hverri stöð. Þá birta 150 blöð og timarit í Wiscounsin 4 auglý.singar frá félaginu — og eru Loftleiðamenn mjög eftirvænting arfullir, því fyrstu áhrifin eru þegar komin. Nokkra síðustu daga ferðarinnar bárust skrif- stofunum 52 farmiðapantanir, sem er beinn árangur af herferð- inni, sagði Sigurður. — Hann gat þess og til gamans, að lauslega áætlað næmi sú auglýsing, ( sem félagið hefði fengið í blaðá- og útvarpsviðtölum við ferðamenn- ina, 20 þús. dollurum og mætti telja það beinan hagnað. Flugfloti 8Þ í Kongó efldur Enn á h'uldu, hvort stjórnin bei ir hervaldi gegn Katanga Merkjasala Menn- ingar- og minning- arsjóðs kvenna 27. SEPTEMBER er merkjasölu- dagur Menningar- og minningar- sjóðs kvenna. Yfir 150 konur hafa á undan- förnum árum hlotið styrki úr sjóðnum, aðallega styrki til há- skólanáms og listnáms. Einnig eru veittir styrkir til vísinda- starfa o. fl. Þess er vænzt, að konur veiti sjóðnum lið með því að selja merki. Börn fá góð sölulaun. Merkin verða afhent frá kl. 10 í dag — miðvikudag — á þessum stöðum: Félagsheimili Neskirkju. Sólvallagötu 25. Iðnskólanum, gengið inn frá Vitastíg. Gagnfræðaskólanum Braut- arholti 18. Félagsheimili Laugameskirkju. Tómstundaheimilinu Lindar- götu 50. Langholtsvegi 135. Skrifstofu Kvenréttindafélags íslands, Laufásvegi 3. hilti 18. Leopoldville, 25. september. (NTB/Reuter/AP) FJÓRAR orrustuþotur komu í dag til Kongó til afnota fyrir liðsafla Sameinuðu þjóðanna þar, en samtímis unnu forvígismenn SÞ í land inu kappsamlega að því að reyna að jafna ágreining þeirra Cyrille Adoula, for- sætisráðherra, ‘ og Moise Tsjombe, fylkisstjóra í Kat- anga. í Stanleyville gera þeir Antoine Gizenga, vara- forsætisráðherra, og nánustu stuðningsmenn hans sitt ýtr- asta til að fá ríkisstjórnina í Leopoldville til að grípa til vopna gegn Katanga, segir fréttaritari Reuters. Efling flugflotans Einn af talsmönnum SÞ skýrði frá því 1 dag, að fjórar F-86 orrustuþotur væru komnar til Leopoldville frá Eþíópíu. — Flugvélarnar væru hluti af sveit 14 orrustuþota og sex flutningavéla, sem látnar yrðu SÞ í Kongó í té. A. m. k. tvær bandarískar Globemaster-flutn- ingaflugvélar eru þegar komn- ar til landsins og fleiri sagðar á leiðinni. Tvær norskar C-119 flugvélar komu einnlg til Leo- poldville um miðjan dag í dag, en þær höfðu viðkomu í Ghana á sunnudagskvöldið. Vaxandi áhrif SÞ Stjórnmálafréttaritarar voru í dag þeirrar skoðunar, að áhrif forvígismanna SÞ á stjórnina í Leopoldville fari vaxandi, en hins vegar hefur Neville Kana- karantne frá Ceylon, sem er lögfræðilegur ráðunautur SÞ í Kongó, lagt á það áherzlu opin- berlega, að samtökin geti ekkl skorizt í leikinn, ef Kongó- stjórn ákveður að láta til skar- ar skriða gegn Katanga í þeim tilgangi að binda endi á aðskiln að fylkisins. Sameinuðu þjóð- irnar viðurkenni Kongó, sem eina heild — Katanga ekki undanskilið. Ákvörðun tekin í Leopoldville Michel Tomelaine, næstráð- andi SÞ í Katanga, lýsti því yf- ir í dag, að fyrirskipanir um að hefja nýlega afstaðnar hernað- araðgerðir SÞ gegn Katanga- stjórn hefðu komið frá aðal- stöðvum SÞ í Leopoldville. — Vísaði hann algjörlega á bug staðhæfingum um að dr. Conor Cruise O’Brien, yfirmaður hans í Katanga, hefði á eigin spýtur tekið ákvörðun um að beita hervaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.