Morgunblaðið - 27.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.09.1961, Blaðsíða 13
Miðivkudagur 27. sept. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 13 Málverkasýning Sigruringa E. Hjörleifssonar var opnuð sl. laugurdag í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Fyrsta hálftimann sem opið var seldust niu myndir, en nú eru alls 12 seldar. Sýningin verður opin til 3. október, kl. 2—10 e. h. — Með- fylgjandi mynd er af einu málverkanna á sýningunni og heitir: Lómagnúpur. Kurt Zier tekur viB sijórn_ Handíðaskólans EINS OG áður hefur verið getið hér í blaðinu lætur Lúðvíg Guð mundsson nú af stjórn Handíða- og myndlistaskólans, en við starfi hans tekiur Kurt Zier, rektor Od- enwaldskólans í Þýzkalandi. Tíu fyrstu ár handíðaskólans (1939 •—1949) var Zier yfirkennari skól ans. Zier roun vera væntanlegur til landsins í lok þessa mánaðar, en vetrarstarfsemi skólans hefst þegar upp úr mánaðarmótiunum. Handíða- og myndlistaskólinn Norðurlond beiti sér fyrix minnísmerki um Hnmmor- skjöld í New York HANSKA blaðið „Politiken“ birti um helgina þá fregn frá fréttaritara sínum í New York, að danski utanrikisráð- herrann, Jens Otto Krag, hefði gert það að tiliögu sinni við sendinefndir Finnlands, is- lands, Noregs og Svíþjóðar, á Allsherjarþingi SÞ, að Norð- urlöndin beiti sér fyrir því i sameiningu, að Dag Hammar- skjöld verði reist minnis- merki þar vestra. Er hugrmynd in sú, að minnismerkið verði brjóstmynd af hinum látna framkvæmdastjóra — og að henni verði valinn staður ann- aðhvort í garðinum við aðal- stöðvar SÞ eða einhvers stað- ar innan dyra. — Segir í frétt- inni, að tillagan hafi fengið mjög góðar undirtektir hjá norraenu sendinefndunum. Frá New York berast einnlg fregnir af tillögu um að nýtt bókasafn SÞ, sem nú er verið að ljúka við að koma upp og kostað hefur 6,5 milljón dali, verði látið bera nafn Hamm- arskjölds. MINNINGARATHÖFN Á FIMMTUDAG Daginn fyrir útför Hammar- skjölds, þ.e. á fimmtudaginn, fer fram minningarathöfn um hann og þá, sem fórust með honum, í aðalsal SÞ í New York. Munu þeir Mongi Slim, forsetl Allsherjarþingsins, og B. V. Klein, formaður Starfs- mannafélags SÞ, flytja ávörp og Philadelphiu-sinfóniuhljóm sveitin leika 9. sinfóníu Beet- hovens undir stjórn Eugén Ormandy. fær nú til umráða allmikið og gott húsnæði til viðbótar því hús næði, sem hann að undanförnu hefur haft í Skipholti 1. Eins o.g áðuT verður haldið uppi kennslu í þessum greinum: Dagdeildir: myndlistadeild, list iðnaðardeild kvenna, vefnaðar- kennaradeild og teiknikennara- deild. Síðdegis- og kvöldnámskeið: — teiknun og málun fyrir fullorðna, teiknun og föndur fyrir börn, bók band, graflist (aðallega lítógraf- ía), tauþrykk (sáldþrykk, batik), útsaumiur (gamlar og nýjar út- saumsgerðir), myndvefnaður, fjarviddarteiknun (Perspektiv- teikinun), almennur vefhaður, letr un og listasaga. Aðsókn að skólanum er mjög mikil oig eru sumar af kennslu- deildum hans nú þegar orðnar fullskipaðar svo að orðið hefur að vísa umsóknum frá. Þess skal hér getið, að þeir, sem fyrir 1. júlí s.l. höfðu sótt tun inngöngu í skól- ann til náms á vetri komanda, eru beðnir um að ítreka nú þegar um sóknir sínar, ef þeir óska þess að kama til greina við skipun í kennsludeildir nú. Framhald á bls. 23. Dag Hammarskjöld: Helgidó agnarinnar - Bænahús í höll Sam. þjóðanna í HÖLL Sameinuðu þjóðanna í New York lét Dag Hammar- skjöld aðalritari samtakanna innrétta lítið herbergi sem bænhús, helgidóm þagnarinn- ar. Þar eru aðeins 8 stólar. Þeir eru með hálmsætum og eru af mjög einfaldri gerð. Á miðju gólfi stendur málm- steinsblokk og úr lofti her- bergisins fellur ljósgeisli yfir steininn. Annan hliðarvegginn hefur sænski listamaðurinn Bo Beskow myndskreytt. Aðrir munir eru ekki í nerberginu. Við inngang þessarar litlu vistarveru fá gestir afhent dá- lítið blað, þar sem aðalritar- inn kynnir „herbergi þagnar- innar“ í fáum orðum. Orð Dag Hammarskjölds eru á þessa leið: — Þetta her- bergi er helgað hugsjón frið- arins og þeim sérstaklega, er fórna lífi sínu í þágu friðar- ins. Innst í vorri vitund á kyrrð in griðland. Þar ræður þögnin ríkjum. í þessari byggingu, sem Hin- ar Sameinuðu þjóðir reistu yfir starfsemi sína í þágu frið arins, þar sem fulltrúar hinna ýmsu þjóða skiptast á skoðun- um í rökræðum, leita sam- stöðu eða leitast við að sætta fjarskyld sjónarmið, er full þörf fyrir vistarveru, sem helguð er þögninni, út á við gagnvart umhverfinu og kyrrð inni, inn á við gagnvart 'vorri innstu vitund. Tilgangurinn var að skapa athvarf í litlu, friðhelgu her- bergi, þar sem hægt er að vera 1 einrúmi með hugsanir sinar og bænagjörð, þar sem dyr standa opnar inn í ómælis heim frjálsrar hugsunar og þögullar bænar. Fólki, sem aðhyllist hin fjarskyldustu trúarbrögð er ætlað að eiga hér athvarf, þess vegna mega engin þau tákn, sem að jafnaði eru notuð við guðsþjónustu hinna ýmsu safn aða fyrirfinnast hér. En hér eru þó tákn, sem tala sama máli til vor allra. Vér höfum leitað að slíkum táknum og höldum oss hafa fundið þá í ljósgeislanum úr lofti herbergisins, er flæðir yfir glitrandi málmgrýtið. 1 miðju herberginu sjáum vér þannig tákn þess, hvernig ljós himinsins gefur jörðinni, sem fóstrar oss, ljós Og lífs- orku, og mörgum er það einnig tákn þess, hvernig ljós andans gefur efninu líf. En steinninn segir oss meira. Hann gegnir merku hlutverki. Vér getum skoðað hann sem altari, tákn þess grundvallar, sem allt byggist á. Ekki fyrir þá sök, að enginn Guð sé til, ekki getur steinn heldur skoð azt altari hins óþekkta Guðs. Hánn er frumstætt altari, helg að þeim göfuga Guði, sem mannkynið tilbiður á ýmsan hátt og nefnir ýmsum nöfnum. Málmsteinninn minnir oss einnig á allt það, sem traust er og óbifanlegt í þessum fall valta og síbreytilega heimi. Þyngd steinsins og harka er tákn hinna traustu hornsteina trúar og þolgæðis, sem öll mannleg viðleitni verður að byggjast á. Málmurinn leiðir hugann að nauðsyn þess að velja milli eyðingar og uppbyggingar, milli styrjaldar og friðar. Úr járni hefur maðurinn smíðað sér vopn, en einnig plógjárn. Úr járni eru stríðsvagnar gerð ir, en úr járni hafa menn einnig byggt sér híbýli. Málm steinn er hluti þeirrar auð- legðar, sem við höfum fengið í arf á þessari jörð. Á hvern hátt getum við bezt ávaxtað þann fjársjóð? Ljósgeislinn varpar birtu yfir steininn, í miðju herberg- inu. Þar eru ekki önnur tákn. Þar er ekkert, sem getur trufl að athyglina eða rofið ró vorr- ar innstu vitundar. Þegar vér lítum upp frá upplýstum fleti málmsteinsins, mætir einfald- ur myndflötur auganu á veggn um andspænis er lyftir hug- anum út yfir tíma og rúm í þögulli leit að jafnvægi og kyrrð, þar sem friður og frelsi ríkir. Gamalt spakmæli segir, að gildi kersins sé ekki fólgið í efninu eða ytra borði þess, heldur í hinu kúfta hvolfi kers ins eða inntaki þess. Þetta forna spakmæli á einnig við um þessa litlu vistar veru — herbergi þagnarinnar. Það er á valdi þeirra, sem hing að leita að gæða tómleik þess persónulegu lífi. Kyrrðin og þögul leit að friði og samræmi endurnærir vora innstu vitund og veitir oss styrk. Dag Hammarskjöld 350 hvalir veiddust í sumar VERTÍÐINNI er lokið hjá okkur í ár og bátamir eru allir á leið inn með síðustu hvalina, tjáði Septembermótið HAFNARFIEÐI. 1- Hið árlega Septembermót Taflféiagsins hófst s. I. fimmtudagskvöld. Þátttak- endur eru 10 í A-fl., fimm gfestir úr Reykjavík og jafnmargir héð- an. Hinir reykvísku gestir eru Gunnar Gunnarsson og Björn Þorsteinsson sigurvegarar í meist araflokki á skákþingi Norður- landa s. 1. sumar, Bragi Björns- son og Sigurður Jónsson sigur- vegarar í unglingaflokki á Norð- urlandamótinu. Bragi var einnig meðal þátttakenda. — Hafnfirð- ingarnir eru Sigurgeir Gíslason, Grímur Ársælsson, Haukur Sveinsson, Jón Kristjánsson og Stígur Herlufsen. Tvær umferðir hafa verið tefld- ar og urðu úrslit, sem hér segir. 1. umferð: Björn vann Stíg, Bragi vann Jón, Bragi Kristjáns- son vann Hauk, Sigurður vann Gunnar, Sigurgeir og Grímur gerðu jafntefli. 2. umferð: Sigur geir vann Sigurð. Björn Loftur Bjarnason útgerðarmaður Morguubiaðinu á mánudags- kvöld. Loftur sagði að alls hefðu veiðzt 350 hvalir í sumar, en vertíðin hófst 21. maí í vor. Væri aflinn fyrir neðan meðallag ef tillit væri tekið tif sl. sex ára. 1957 var metár hjá Hvalstöðinni, en þá fékk hún 517 hvali. Það eru einkum langreyður, sand- reyður og búrhveli, sem veiðzt hafa en steypireyður er friðuð sem kunnugt er. Framleiðsla hvalstöðvarinnar, lýsi, mjöl og hraðfryst hvalkjöt, er að mestu flutt út. Er kjötið notað til skepnueldis erlendis. — í fyrra veiddu hvalbátarnir 379 hvali. Se:: barnabækur og skáldsugu eftir Guðrúnu frá Lundi komnar út hjá Leiftri BLAÐINU hafa borizt 6 bama- og unglingabækur, sem gefnar eru út af Prentsmiðjunni Leift- ur hf. Eru fimm þessara bóka framhaldsbækur. Kim og dular- fulla húsið er sú fimmta í röð- ínni, Græna vítið er 3. Bob Moran bókin, Fríða, Kútur og Kata er sú fyrsta í sagnaflokki, sem koma mun út á næstunni, vann I Hann og hvíta kanínan er 11. Braga B, Gunnar vann Jón, Hauk Hönnubókin, Matta-Maja í ur vann Grím, Stígur vann Braga ■ menntaskóla er hin 8. í sinni K. | röð. \ . Sjötta unglingabókin er hin gamalkunna saga Róbinson Krúsó í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar og er bókaút- gáfan Elding útgefandi hennar en Leiftur prentar. I bókinni eru margar myndir. Þá hefur blaðinu einnig bor- izt skáldsagan „Stýfðar fjaðrir“ eftir GuðrúUu frá Lundi *með formála eftir sr. Helga Kon- ráðsson, en Leiftur er útgefandi hennar Útsvör í Ólafsvík ÓLAFSVÍK 25. sept. — Niður- jöfnun útsvara er nú lokið hér. Niðurstöðutölur fjárliagsáætlun- ar fyrir 1961 voru 3,775,000 krón- ur og álögð útsvör á 264 ein- staklinga og 11 fyrirtæki nejna 2,450,000 krónum. Hæstu gjaldendur eru Kaup- félagið Dagsbrún 150 þúsund. Hraðfrystihús Ólafsvíkur 115 þúsund, Olíufélagið h.f. 47,700, Olíuverzlun fslands 39,700 og vél- smiðjan Sindri 28 þúsund. Af einstaklingum ber hæst út- svör Víglundur Jónsson útgerð- armaður 75 þúsund krónur, Hall- dór Jónsson útgerðarmaður 51 þúsund, Tryggvi Jónsson skip- stjóri 32,500, Jósteinn Halldórs- son skipstjóri 28,900, Jóh'ann Jóns son kaupmaður 24 þúsund og Alexander Jóhannesson kaupfé- lagsstjóri 23,100 krónur. — Fréttaritarl Akureyrartop;arar AKUREYRI, 23. sept. — Tveir Akureyrartogarar hafa selt afla sinn nýlega á erlendum mark- aði. Norðlendingur seldi í Bret- landi 128 lestir fyrir 10.163 pund. Er það mjög góð sala. Þá seldi Harðbakur í Þýzkalandi 171 lest fyrir 94.300 mörk. Þessi sala er öllu lakari en þess ber að gæta, að hann lenti í mjög miklum hita — 28—30 stig. Við slíkan hita fellur fiskurinn mjög í verði. — St. E. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.