Morgunblaðið - 27.09.1961, Side 6

Morgunblaðið - 27.09.1961, Side 6
6 MORCVNBLAÐTÐ _/dðivkudagur 27. sept. 1961 Við munum ekki glata uppruna okkar sagði Bjarni Benecfiiktsson í liáskólafyrirlestri sínum I Osló EINS og skýrt hefur verið frá i fréttum, hélt Bjarni Benedikts- son, forsætisráffherra, fyrirlestur á Islandskvöldi, sem haldiff var í hátíffasal Óslóar-háskóla sl. sunnudag aff tilhlutan Norræna félagsins og Norsk-íslenzka fé- Iagsins. Fjallaffi fyrirlestur for- sætisrálðherrans um hinn norska arf íslands. Úrdráttur úr fyrirlestri Bjarna Benediktssonar birtist í norska blaðinu Aftenposten og fer hann hér á eftir: — Eg minnist þess, að eitt sinn var ég á ferð um Vestur-Noreg með vini mínum, en foreldrar hans höfðu flutzt frá Noregi til íslands, hóf forsætisráðherrann mál sitt. — Þess vegna sagði ég við Norð mann, sem ég hitti, að vinuír iminn væri í raun og veru norsk- ur. — Norðmaðurinn rak upp stór augu ag spurði: ■— En eru ekki allir fslending- ar norskir? Eg varð jafn undrandi og sá, sem spurði mig, því að þrátt fyrir upprunann hafði mér aldrei dott- i« í hug, að íslendingar væru norskir. Það hefur litla þýðingu, þó nokkrir vísindamenn staðhæfi nú, að uppruni íslendinga sé efeki norskur að eins miklu leyti og löngum hefur verið álitið. Blóðblöndunin, sem án efa var talsverð strax í byrjun, haggar efcki þeirri staðreynd, að fslend- ingar rekja ættir sínar enn þá til Noregs; þaðan komu líka nær allir nafnfcunnir landnámsmenn. Á Mikiff rannsóknarefni íslendingar hafa nú búið í sinu eigin landi um það bil 1100 ár. Saga lapdanna hefur stundum verið nátengd, og um ýmsa hluti lík, en í öðrum tilfellum mjöig ólík. En allar aðstæður hafa mót að þjóðina með svo mismunandi hætti í hverju landi fyrir sig, að það myndi vera mikið rannsókn- árefni að gera nákvæman sam- anburð. Mismunur tungumálanna er rfcýrasta dæmið. Mál okkar hef- ur breytzt svo lítið, að hvert barn á íslandi á enn auðvelt með að lesa Heimskriinglu Snorra Sturlusonar, en verður að læra norsku eins og hvert annað er- lent mál. Erlendir fslandsvinir sjá landið oft úr fjarlægð í ljóma sögufrægð arinnar. Við, sem búum þar, elsk um landið okkar eins og aðrir elska lönd sín, en við vitum að það er ekki paradísareyja og við engir englar. öldum saman bjuggu fslendingar við svo hörð lífskjör, að fólksfjölgunin varð ekki eins mikil og eðlilegt er. Efcki er nákvæm vitneskja um hver tala þjóðarinnar var á fyrsta frelsistímanum, söguöld- inni. Færustu sagnfræðingar á- líta fullvíst að íbúatalan hafi þá verið tiltölulega miklu hærri en nú, í samanburði við aðrar Norð- urlandaþjóðir. Ar Viff erum stolt af fram- kvæmdum okkar Forsætisráðherra talaði um ástæðurnar — en þær voru marg ar — fyrir niðurlægingu þeirri, sem íslenzka þjóðin varð að þola. Ein þeirra var hið kalda loftslag, og þegar kuldi Og eldsumbrot fóru saman, var landið nærri því óbyggilegt. Til viðbótar við þetta, var það undir erlendri stjórn, sem hafði lítinn skilning á þörf- um þess, þrátt fyrir góðan vilja. Það var ekki fyrr en fyrir um það bil 200 árum, að tók að rofa til og eftir að landið féfck verzl- unarfrelsi og síðar stjórnmála- frelsi, er ástandið allt annað. Ör- astar breytingar hafa orðið á þessari öld. Án þess að ýkja mifc- ið, er hægt að segja, að allar byggingaframfcvæmdir á íslandi hafi átt sér stað síðustu 60—70 árin. Við íslendingar erum stólt- ir af því hvað okkar fámenna þjóð hefur framkvæmt síðustu tvo-þrjá mannsaldra. Umfram allt hefur fámennið sína kosti. Hver einstaklingur hefur meira gildi hjá afskekktri þjóð, sem telur minna en 200 þús., en hjá þjóð, sem telur tvær-þrjár milljónir, svo ekki sé talað um tvö-þrjú hundruð milljóna manna. Lífs- kjörin verða jafnari og samúð- in með þeim, sem verða fyrir ógæfu meiri. Á Hnignunin fylgdi í kjölfar einangrunarinnar Forsætisráðherrann hélt á- fram og sagði m.a.: — Það er engin móðgun hvorki við Norðmenn né Dani, þó að sagt sé að fslendingar hlytu ekki gæíu af stjórnarsambandinu við þá, meðan fyrst Noregur og síð- an Danmörk réðu yfir íslandi. Erfið voru vandamálin þá. En flóknari eru þau nú. Nokkrir óttast, að aukin sam- skipti íslendinga við aðrar þjóð- ir muni leiða til þess, að þeir glati tungu sinni og þjóðarxnenn- ingu. Eg hræðist ekfci að þannig fari. íslenzk menning hefur aldrei staðið í meiri blóma, en á sögu- öldinni, þegar þjóðin hafði mik- il samskipti vð aðra. Hnignun og afturför fylgdiu í kjölfar einangr- unariinnar. Ein ástæðan til þess hve fs- lendingum befur tekizt að koma miklu 1 framfcvæmd síðustu tvo- þrjá mannsaldra, er að þeir hafa ekki verið hræddir við að læra af öðrum. •fa í ýmsu tilliti hafa Norffmenn veriff fyrirmynd Sökum rásar atburðanna, hef ur samneyti okkar við ykkur Norðmenn' á síðari öldum verið minna en við Dani. Þó hefiur norsfca þjóðin fremur en Danir verið okkur fyrirmynd í ýmsu tilliti. Á sviði fiskveiða og þá einkum síldveiða, hafa íslend- ingar fetað í fótspor Norðmanna. Og í skógrækt höfium við lært meira af ykfeur en nokkrum öðr- um. Og engir hafa sýnt eins mik- inn áhuga á að hjálpa oktour og þið. Bjarni Benediktsson, forsætisráffherra, og Henrik Groth, for- maffur Norræna félagsins í Nt!?egi. Myndin var tekin í hátíffa- sal Óslóar-háskóla. (Mynd: Aftenposten) Það er erfitt að ófmeta þau á- hrif, sem norskar bókmenntir hafa hafit á ísland. Verk eftir Björnson, Ibsen og fleiri norsk skáld hafa verið lesin með næst- um því eins miklum áhuga á ís- landi og í Noregi. Á- Innganga Noregs í Atlants- hafsbandalagiff hafffi úrslita- þýðingu á íslandi Bjami Benediktssön, forsæt- isráðherra sagði, að frelsisbar- átta Norðmanna hefði haft mjög mi'kil áhrif á íslendinga. Hann sagði einnig, að innganga Noregs í Atlantshafsbandalagið hefði haft úrslitaþýðingu á íslandi. Eins getur farið hvað efnahags- bandalaginu, sem nú er í undir- búningi, viðvíkur. íslendingar hafa mikinn áhuga á að leita ráða hjá Norðmönn- um um lausnir ýmissa vanda- mála. Slíkar viðræður eru eng- in nýjung. Norsk yfirvöld hafa á síðari árum gefið íslendingum ráð og látið þeim í té sérfræð- inga, þegar um það hefur verið beðið. Þetta hefur aukizt, þegar um erfið vandamál er að ræða. Nú sem stendur vinna þrír norsk ir sérfræðingar, sem norstoa Stjórnin hefiur léð oktour, við að gera fjárhagsáætlun fyrir næstu árin eftir norskri fyrirmynd. Þannig kemur góðvilji Norð- Framhald á bls. 23. ♦ f guðhræðslu og siðprýði Velvakanda hefur borizt eft irfarandi bréf frá séra Jó- hanni Hannessyni, prófe&sor: Kæri Velvakandi: ,,f blaði þínu þann 22. sept. er fyrirspurn frá Sveini frá Fossi varðandi fyrirbæn presta af prédikunarstól „fyr- ir ríkisstjóm, forseta og biskupi sér á parti“ eins og þetta væru ,,dæmdir fangelsis menn“, segir hann, og finnst bænin móðgun við þessa að- ila. í Heilagri Ritningu segir svo um þetta efni: Fyrst af öllu áminni ég þá um að fram fiari ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum, fyrir konungum og öllum þeim, sem hátt eru sett ir, til þess aff vér fáum lifaff friffsamlegu og rólegu lífi í allri guðhræffslu og siffprýffi. Þetta er gott og þóknanlegt fyrir Frelsara vorum Guði, sem vill að allir menn verði hólpnir og komizt til þekk- ingar á sannleikanum (I. Tím. 2, 1—4). ^Ekld^amastjáð fyrirbæn Hér má greina milli tveggja meginatriða, þ. e. sjálfra fyrir mælanna um fyrirbæn fyrir öllum mönnum — og yfirvöld unum „sér á parti“, en þessum fyrirmælum hefir kristin kirkja fylgt öldum saman — og tilgangs fyrirmælanna og fyrirbænanna. Vér biðjum Guð að vernda yfirvöldin og blessa til þess að vér — lands- lýður allur — megi lifa frið- samlegu lífi í guðhræðslu og siðprýði. Bænin hefir þannig samfélagslegan tilgang og geta allir skiliff hann, sem skilja vilja. Vilji menn annað, t. d. blóðuga byltingu, ófrið, guð- leysi og siðleysi, stríð allra gegn öllum, þá væri eðlilegt að amast við bæninni. Ekkert mat á yfirvöldunum felst í þessari bæn og kirkjan ber hana fram jafnt fyrir kristn- um yfirvöldum og heiðnum, jafnt fyrir hægri stjórnum, vinstri stjórnum og samsteypu FERDIN AIMD stjórnum. Mér vitanlega hefir ekki verið amast alvarlega við hinni kirkjulegu fyrirbæn af öðrum en Japönum, því þeir töldu að keisarinn væri guð- dómlegur og bæri því að á- kalla hann. • Kaldur blær wmjmmmmmmmmmmmmmmmmmmm á^ielgih^di í spurningu Sveins felst einnig annað, sem rétt er að taka til athugunar: Hvort bænina beri að flytja af prédik unarstól. í flestum kirkjum er hin almenna fyrirbæn — sem fyrirbænin fyrir yfirvöld- unum er liður J — flutt frá altari. Hún er hjá flestum öðr um viðhafnarmeiri ag skýr- ari en hjá oss. Réttmætt er einnig að benda á nauðsyn betra messuforms en þann arf frá ,,Leirgerði“ M. Stephen- sens, sem vér búum við þann dag í dag. Aðrar kirkjur hafa flestar fyrir löngu bætt úr þeim spjöllum, sem þá voru unnin á helgihaldinu. Ég held einnig að Sveinn hafi rétt fyr- ir sér að ávinningur væri i því aff leggja tóniff niður og taka upp sæmilegan lestur þess í staff. Tónið kælir að mínum dómi messuna og þar sem söfnuðir eru nálega hætt- ir að svara presti, hefir það glatað tilgangi sínum. Erlend. ir kirkjugestir hér taka eftir þeim kalda blæ, sem einatt einkennir íslenzkt helgihald. En hefir Sveinn hlustað á messur annarra þjóða þegar þær hafa verið haldnar hér? Honum hefir verið það vel. komið og sömuleiðis að fá bækur að láni, þar sem boð- aðir eru betri siðir en nú tíðfc- ast með oss. Jóhann Hannessoa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.