Morgunblaðið - 27.09.1961, Síða 10

Morgunblaðið - 27.09.1961, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðivkudagur 27. sept. 1961 Ég vil komast í land og vera þar lengi! Rabbað við Noregsfara um borð í Keklu LAUST fyrir klukkan sjö í - gærmorgun lagðist Hekla með Noregsfarana innanborðs á ytri höfnina í Reykjavík. Blaðamenn frá Morgunblað- inu fóru með tollbátnum út að Heklu og ræddu við nokkra farþega, sem tekið höfðu þátt í förinni til Hrífu dala. Fyrstan hittum við fyrir ungan, knálegan mann, Hall- dór Björnsson, 13 ára, son ' Björns Jónssonar kaupmanns. Skipið uppi í fjöru — Þú hefur verið með í allri ferðinni? verður okkur fyrst fyrir að spyrja. — Já. Þetta var ógurlega skemmtileg ferð.. Á kvöldin spiluðu þeir, sem ekki voru sjóveikir, en ég var ekki mik ið uppi, allan fyrsta daginn í koju, en þú getur samt sagt að ég hafi verið dálítið uppi eftir það. — Hvernig var veðrið á út leiðinni? — Uss, úfið fyrsta daginn og ein nóttin á milli íslands og' Færeyja var ferleg. Það valt svo mikið. — Svafstu nokkuð þá nótt? — Eitthvað, en ég vaknaði klukkan þrjú og vakti til sex. Þá tók ég pillu til þess að sofna. Eg verð alltaf mátt laus og sofna ef eg tek sjó- veikispillur. — Var þetta í fyrsta sinn, sem þú fórst út? — Já. * — Hvað fannst þér mest gaman? — Það var mest gaman að fara í ferðirnar, t. d. þegar við fórum til Gudhaven. Við vorum uppi á fjalli og það voru hættulegar beygjur nið- ur. Þegar við komum niður fannst mér skrítið að sjá skipið liggja við bryggju þarna, bókstaflega alveg uppi í fjöru. Það var svona að- djúpt þama. Fótbolti og peningaspil — Varstu við afhjúpun styttunnar í Hrífudal? — Jú, það var sungið og Bjami Benediktsson og Auð- ur Auðuns fluttu ræður. Svo talaði fylkisstjórinn í Firða- Eylki held eg. — Voru foreldrar þínir með í ferðinni? — Já, og systir mín líka. Hún er átta ára. — Hvað talaðir þú við Færeyinga? — Ég talaði nú eiginlega ekkert mál við þá. Eg lét pabba hafa fyrir því. — Er ekki gaman að vera kominn heim aftur? — Jú, segir Halldór, sér- staklega þegar sjóveikin hef- ur herjað á mann. Ég vil komast í land og vera þar lengi. Förin ógleymanleg Inni í reyksal Heklu hitt- um við frú Auði Auðuns. w — Það má segja að allar viðtökur, sem við fengum væru alveg frábærar. Þó verð ur e.t.v. minnisstæðust kom- an til Dalsfjarðar, allt frá því er börnin heilsuðu okk- ur á bryggjunni og sungu þjóðsönginn og þar til við lögðum aftur frá 'landi. Við fundum hve fólkinu var það eðlilegt að taka á móti okk- ur eins og það gerði, og ég held að hver einasti í hópn- um hafi verið djúpt snortinn af móttökunum. Ferðin var í heild ákaflega skemmtileg | og að fara um þessi fögru héruð var ógleymanlegt. — Sjóferðin út var að vísu nokkuð erfið, en eftir á gefur hún ferðinni e.t.v. Auður Auðuns meira gildi. Eg er sannfærð um að þessi ferð hefur orðið — Var hún kannski yngst til þess að tengja ísland og af þátttakendunum? Noreg traustari böndum, og — Nei, dóttir Bjarna Bene hópurinn hér um borð hefur diktssonar var sex ára. En verið akaflega samstilltur all hún fór af skipinu í Bergen. lr verlð elns °? ein <>olw „ ^ , .. ^ skylda, sagoi Auour Auouns — Hvað keyptirðu i ferð- að lokum inni? — Fótbolta, föt, skó og spil, sem heitir Rulette. Það er svona peningaspil með plat- peningum. — Ætlarðu kannski að setja upp spilavíti? — Nei, þetta er ekkert svo leiðis. Löggan yrði þá líka fljót að taka þetta af mér. Já, og svo keypti ég mér sundgrímu með röri' í Fær- eyjum. Hún kostaði fimm færeyskar krónur. — Hvernig var í Færeyj- um? — Ágætt eins og alle .... ég meina alls staðar. — Talarðu norsku? — Nei, nei. Eg tala enga norsku, en ég hrafla kannski svolítið í dönsku. - „Hvad koster den?“ — Skildu Norðmenn dönsk una hjá þér? — Jæja, það var nú svona sitt á hvað. Það var auðveld- ast að segja já og nei, og það eina, sem ég eiginlega kunni var „hvad koster den?“ Þurrt brauð og ávextir Uti á bátaþilfari hittum við tvær ungfrúr, Unni Fær- seth, sem starfar við af- greiðslu Morgunblaðsins og Ingibjörgu Jónsdóttur, sem svarar í símann hjá Sjóvá. — Það var vont veður á leiðinni út, segjum við til að byrja á einhverju. — Koivitlaust. Það lá við að maður stæði á haus í koj- unni, segir Unnur. — Hvernig var matarlyst- in? — Orðin ágæt síðustu dag- ana. , :— En til að byrja með? — Við borðuðum ekkert nema þurrt brauð og ávexti fyrstu tvo sólarhringana. Maður hélt engu öðru niðri. —• Var þetta fyrsta utan- ferðin? — Já, hjá okkur báðum. Þetta var ógurlega skemmti- leg ferð. Langbezti dagurinn var í Hrífudai. Og móttök- urnar .... Það var álls stað- ar tekið á móti okkur með lúðrásveitum, a.m.k. í Staf- Unimir Færseth og Ingibjörg Jónsdóttir. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) angri. Annars vorum við allt af að syngja, heilsuðum og kvöddum með því að syngja ættjarðarlög. Við vorum eig- inlega búnar að fá nóg af ætt jarðarlögum. — Finnst ykkur ekki gam- an að syngja? -— Jú, segir Unnur, — en ég kunni bara ekki allt sem sungið var. Regnhlífar og dúkkur — Þið hafið náttúrlega gert innkaup? — Við fórum fjórar ferð- ir fuliklyfjaðar í Bergen. Og það rigndi allan tímann. — Hvað var keypt? — Við byrjuðum á að kaupa ' regnhlífar og svo komu töskur. — Og svo? — Það var svo mikið að það er ómögulegt að muna hvað kom á eftir töskunum. Dúkkur og svoleiðis. — Fyrir ykkur sjáifar? — Nei, nei, fyrir frænkur og frændur. — Eigið þið frændur, sem hafa gaman af dúkkum? — Nei, í guðs bænum, allt frænkur. Við keyptum bíla fyrir frændurna. — Þið talið náttúrlega góða norsku? Þú getur rétt ímyndað þér það. Það sögðu allir að við töluðum góða norsku, en , WmÉ? / ':íx% við sögðum aldrei annað en & .xfmmm:, " já og nei og tusind tak. Hyruvogn — Við fengum líka fínar llpl |p w móttökur í Færeyjum, segir fJp ' Ingibjörg. pf * — Hvernig er tusind tak á færeysku? — Það má guð vita. Við gátum alls ekki sagt það þar. grl(#aH| Það voru allar búðir lokað- ar, en opnuð ein og ein fyr- ir okkur. — Hvað keyptuð þið þar? — Ég keypti eina hval- tönn, segir Ingibjörg. — Ég keypti kort, svarar Unnur. — Hver fékk kortið? — Ég ætla að eiga það sjálí. — Annars var ósköp líkt og hér heima í Færeyjum. — Tókuð þið ykkur kannski hyruvogn í Færeyjum? — Hyruvogn? Hvað er það nú? — Leigubíll. — Jú, við vorum keyrðar frá skipinu út í Kirkjubæ í hyruvognum, sagði Unnur að Halldór Björnsson lokum. Sendisveinar óskast Vinnutímar : frá kl. 6 f.h. til kl. 12 á hádegi. frá kl. 9 f.h. til kl. 6 e.h. JHftrðMttlilafrid Innfærslukaup Fyrir reikning, þess sem þetta skiptir, skulu innfærast, ef hægt væri 50.000 sett af Evrópufrí- merkjum 1961 (íslenzkum) út- gefnum hinn 18. þ. m. á Islandi. Fast bindandi tilboð, gegn svari sem sent verður frá skrifstofu minni föstudaginn 29. september þ. á., óskast sent til varemægler H. Abildstrpm, Vesterbrogade 10, Kpbenhavn V, annaðhvort með bréfi, símskeyti eða telex 2570. Drengur varð undir Líl UM ÁTTALEYTIÐ í fyrrakvöld varð slys á Miklubrautinni. Drengur á reiðhjóli varð þar fyr- ir bíl, en meiddist þó ekki alvar- lega. Drengurinn, sem er fjórtán ára gamall, var að fara vestur Miklu- braut á reiðhjóli. Þegar hann var kominn um það bil hundrað metra vestur gamia Seljalands- veginn, fór keðjan af hjólinu. Drengurinn fór þá af hjólinu og bograði nokkra stund niður að hjólinu til að reyna að koma keðjunni á aftur. Þarna er tví- stefnuakstur á suður brautinni og engin götulýsing. Enda skiptl það engum togum, að bíll, sem var að koma vestur Miklubraut- ina, eins og drengurinn áður, ók á hann, þar sem hann bograði við h’ólið. Bílstjórinn sá drenginn, þegar hann var kominn mjög nærri honum, og hemlaði snögglega. En þá sprakk hemlarör, svo hemlarn- ir urðu óvirkir. Lenti bíllinn þá á drengnum, sem kastaðist upp á hægra frambretti hans Og féli siðan niður á götuna hægra meg- in við bílinn. Ðrengurinn var síð an fluttur á Slysavarðstofuna. — Hann reyndist vera óbrotinn, en mikið marinn. Að lokinni rann- sókn á Slysavarðstofunni, var drengurinn fluttur heim til sín, þar sem meiðsli hans reyndust ekki vera alvarlegri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.