Morgunblaðið - 27.09.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.1961, Blaðsíða 17
MORGVNBLAÐIÐ 17 Miðivkudagur 27. s^>t. 1961 JL Frú Jórunn Norðmann F. 16. maí 1871. D. 11. sept. 1861« ÍHRAUN í Fljótum hefur ávallt verið talin með mestu kostajörð- tim Norðanlands. Sátu þar löng- um merkir búhöldar, og síðast VOru það afkomendur Einars B. Guðmundssonar hreppstjóra og dbrm. sem gerðu garðinn frægan. Einar B. Guðmundsson var faedd- ur á Hraunum 4. sept. 1841 og ’átti þar heima fram undir alda- xnótin síðustu, er dóttir hans Ólöf tók við búi á Hraunum. ’ Árið 1863 kvæntist Einar Krist- ínu Pálsdóttur prests í Viðvík og Ihóf búskap á Hruanum. Þeir varð xnargra barna auðið. öll börnin, •r upp komust urðu mikils metin og þjóðkunn, var eitt þeirra frú Jórunn Norðmann, sem nú er ný- látin. Jórunn var fædd á Harunum 16. maí 1871 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. í mörg Ihorn var að líta á mannmörgu heimili, og óvíða hygg ég að fjöl- breytni hafi verið meiri í vinnu- 'brögðum og önnum dagsins en á Hraunum, þar sem margskonar hlunnindi og landkostir prýddu þetta fagra höfuðból. Og ef skyggnzt var um af heimahlaði blasti óvenjuleg náttúrufegurð Við auga manns hvert sem litið var. Mér er sem ég sjái litlu heima- sæiuna á Hraunum glaða og ljúfa vaxa og dafna í þessu fágra um- hverfi, enda fannst mér hún bera svipmót þess alla ævi. Hugur hennar var næmur fyrir öllu fögru og góðu. Segja má að snemma hafi sótt að henni raunir litlu stúlkunni á Hraunum, hún var ekki nema 8 ára þegar móð- ir hennar dó. Má nærri geta hví- líkur harmur það hefur verið ungum börnum og heimilinu öllú. Þrem árum síðar giftist faðir hennar Jóhönnu Jónsdóttur próf- asts í Glaumbæ í Skagafirði, tók hún við húsforráðum á Hraunum ög annaðist uppeldi barnanna, einkum þeirra yngstu. — Ung gift ist frú Norðmann sveitunga sín- um Jóni Norðmann, prestssynin- um á Barði í Fljótum. Var mikið ástríki með þeim hjónum. Jón Norðmann var mikilsmetinn gáfu xnaður, stundaði hann verzlunar- störf, var verzlunaistjóri við Gránufélagið á Akureyri og síðan kaupmaður á sama stað. Honum voru falin mörg trúnaðarstörf á Akureyri, því hann þótti fram- sýnn og dugmikill athafnamaður. — En Akureyri naut hans skem- ur en skyldi, hann lézt í Kaup- mannhöfn vorið 1908. Allir sem til þekktu hörmuðu hann, sárast- ur var þó harmurinn heima hjá konu og 6 ungum börnum. Frú Norðmann sýndi þá sem Oftar. að hún var hetja. Henni var ljóst, að hún varð að stand- Mirmingarorð um að veita þeim allt þá mennt- un, er kostur var á. Ekki liðu mörg ár áður en aftur brá skugga á heimilið. Eldri son- urinn Jón veiktist og varð eigi bjargað. Hann dó rúmlega tvítug- ur að aldri, yndislegur piltur. Jón stundaði tónlistarnám í Þýzka- landi og þótti mjög efnilegur píanóleikari, enda gáfaður og list rænn. Margir óttuðust að slíkt áfall yrði móður hans Ofraun. En hún tók því eins og öðru mót- læti með stillingu Og hugarró. — Þá reyndi einnig á þrek hennar, þegar Kristín dóttir hennar, glæsi leg köna veiktist og dó frá manni og ungum börnum. Frú Norðmann gerði sér ljóst, að við engan var að deila, en hún trúði á Guðs handleiðslu. Má segja að henni hafi orðið að trú sinni og börnin hennar reyndust henni eins og bezt veiður á kosið. Eftir að börn hennar giftust Og stofnuðu heimili var hún hjá þeim til skiptis og fylgdist með lífi þeirra og barnabarná, sem hún lét sér mjög annt um. Síðustu árin var hún mest hjá Katrínu dóttur sinni og manni hennar Jóni skólastjóra Sigurðs- syni. Þar átti hún öruggt athvarf. Langri ævi er nú lokið. Frú Norðmann lézt aðfaranótt mánu- dags 11. sept. Hún félck hægt and lát eins og smágerð ilmjurt er lokar krónunni hægt og mjúklega og fellur til jarðar hávaðalaust. En ilmurinn er horfinn, ilmur göfugrar sálar. Um leið og ég votta ættingjum og vii\um samúð mína þakka ég góða vináttu. Hulda Á. Stefánsdóttir. LÁTIN er hér í Reykjavík frú Jórunn Norðmann. Húnn var fædd að Hraunum í Fljótum þann 16. maí 1871, dóttir heiðurshjón- anna Einars Baldvins Guðmunds- sonar og Kristínar Pálsdóttur sálmaskálds Jónssonar í Víðvík. Árið 1894 gekk hún að eiga Jón kaupmann Norðmann, velmetinn athafnamann. Varð þeim sjö barna auðið og eru fjögur á lífi: Katrín, Óskar, Ásta og Jórunn. Var sambúð þeirra hjóna hin fcezta, en stutt, því að árið 1908 varð Jórunn að sjá af manni sínum og var sár harmur að henni kveðinn Og börnunum, en hún lét ekki bugast, enda hafði hún þá nnkið að lifa fyrir, og það kom í ljós seinna, að hlutverk sitt sem móðir leysti hún af hendi með rnestu ágætum. Eftir and- lát manns síns fluttist Jóruhn til Reykjavíkur með börn sín og hefir búið þar síðan, síðustu árin hjá Katrínu dóttur sinni og manni hennar, Jóni Sigúrðssyni, skóla- stjóra, sem hafa annazt hana með stakri nærgætni, en annars var hún alla jafna umvafin ástríki barna sinna. Frú Jórunn var fríð og glæsi- leg kona, sem tekið var eftir hvar sem hún fór. Hún var sannköll- uð hefðarkona í þess orðs fyllsta skilningi.. En þótt ytri glæsi- mennska hennar væri mikil, bar þó sú innri af, því að Jórunn var gáfuð kona og góð, og var sem hlýju og birtu legði 'af henni. Hún hélt uppi hér í Reykjavík, í mörg ár, mesta myndar- og gestrisnisheimili, enda var þar oft gestkvæmt. Kom þar m. a. margt sönglistarfólk, bæði innlent og erlent, svo að heimiíið var sann- kallað „músík-centrum“, enda var húsfreyjan sjálf mjög söng- elsk. Þaðan eiga margir ljúfar og skemmtilegar endurminningar, enda hafði Jórunn sérstakt lag á að láta gestum sínum líða vel, og ekki voru börnin eftirbátar henn ar í því. Var oft glatt á hjalla og söngur og hljóðfærasláttur var þar hafður í hávegum. Nú þegar frú Jórunn er horfitv af sjónarsviði okkar og haldin til: annarra heimkynna, fylgja henni hlýjar þakkir og góðar óskir hinna mörgu sem hún gladdi eða rétti hjálparhönd á annan hátt — en þeir eru margir. Blessuð veri minning þessarar góðu konu. Ottó Arnar ast raunirnar barnanna vegna. Mikið verkefni var framundan, að sjá mörgum börnum farborða. Heimilið á Akureyri var mjög jglæsilegt og nutu þar margir mik- illar gestrisni. Húsmóðirin Ijúf og góð tók ávallt okkur krökkunum, sem áttu því láni að fagna að eiga vini meðal barnanna í „Norð- mannshúsi", með ástríki og hlýju, og lét jafnt yfir alla ganga. Fljótt veitti ég þvi athygli hve xnild hún var í dómum sínum Og umburðarlynd, ef eitthvað bar ýtaf, liún vildi gera gott úr öllu. Vorið 1909 flutti unga ekkjan xneð fríða barnahópinn sinn til Reykjavíkur. Nánir ættingjar og vinir hvöttu hana til þess, að sagt var. En við sem heima sátum eöknuðum hennar og barnanna. Þegar kveðjur höfðu farið fram og skipið lagði frá landi á Akur- eyri flýttum við krakkarnir okk- Ur upp á brekku til þess að geta Béð svo langt sem augað eygði til skipsins, sem flutti vini okkar á brott, góðar óskir og þakkir fylgdu þeim út fjörðinn. Þegar til Rvíkur kom bjó frú Norðmann börnum sínum yndis- legt heimili. Vakti hún yfir vel- ferð þeirra og lét sér umhugað Sjötugur í dag: Ólafur Runólfsson í DAG er sjötugur Ólafur Runólfs son bóndi Strandgötu 17 Hafnar- firði. Ólafur er fæddur á Fossi í Mýr dal 27. sept. 1891. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Ólafsdóttir frá Reynisholti í Mýrdal og Run- ólfur Runólfsson bóndi á Fossi, frá Skálmabæjarhráuni í Álfta- veri. Ólafur dvaldist á Fossi til tíu ára aldurs, hjá föður sínum. Fimm ára ganjiall missti hann móður sína. Þegar hann fór frá föður sín- um fluttist hann að Suður-Vík til Haildórs bónda Jónssonar og var þar til 19 ára aldurs. Þar kveðst hann hafa notið ágætis uppeldis á góðu og mannmörgu heimili. Tuztugu ára gamall fór Ólafur tii náms í Bændaskólann á Hvann eyri og útskrifaðist þaðan eftir tveggja ára nám vorið 1912. Eftir það stundaði hann ýmsa /vinnu bæði við landbúnað og sjó- sókn á togurum, en sem kunnugt er voru á þeim tímum ekki ráðn- ir á togara nema úrvals duglegir menn. Árið 1916 þá 25 ára gamall flutt ist Ólafur til Hafnarfjarðar og hef ur átt þar heima síðan eða í 45 ár. Allan þennan tíma hefur hann verið sístarfandi og er enn þó sjötíu ár eigi hann að baki. Hinn 27. desember 1922 ’kvænt- ist Ólafur Hendrikku Hendriks- dóttur, Hansens skipstjóra í Hafn arfirði, ágætri konu sem reyndist manni sínum vel meðan hennar naut við, en hún lézt árið 1958, hafði þá fyrir löngu misst heils- una og legið rúmföst í 12 ár. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Sigríði, sem giftist Alfreð Ander- sen iðnverkamanni, búsett í Hafn arfirði og Guðnýju gift Daníval Finnbogasyni bifvélavirkja, bú- sett í Ólafsvík. Ólafur stofnsetti verzlun við standa gestum fyrir beina. og mun hún hafa skilað því hlut- verki, sjáifri sér og heimilinu til sóma, sem og öðrum störfum, sem hún þurfti að vinna af hönd- um, sem ung stúlka á mannmörgu heimili, og síðar, sem húsfreyja og móðir barna sinna. Eftir Ástu liggur því mikið ævistarf, starf, sem að vísu er oftast lítt í frásögur fært, en unnið lengst af í hljóðlátri fórn- fýsi, samfara dugnaði og sam- viskusemi. En nú er Ásta orðin háöldruð kona. Æsku og starfsárin löngu að baki. Gamla heimilið hennar horfið í fjarlægð, frá dvalarstaðn um í dag, þar sem hún sleit barns skónum, naut yndis æskuáranna, og síðar um áratugi vann sín I verk og barðist sinni baráttu 85 ára i dag: Ásla Þorvaldsdóttir FRÚ ÁSTA Þorvaldsdóttir fyrr- um húsfreyja á Krossum á Ár- skógsströnd í Eyjafjarðarsýslu er 85 ára í dag. Ásta fæddist að Krossum og ólst þar upp hjá foreldrum sín- um Sigurlaúgu Jóhannsdóttur og Þorvaldi Þorvaldssyni búandi hjónum þar. Voru systkinin 7 sem til þroskaaldurs komust. 5 bræður og tvær systur. 3 bræðr- anna ásamt fósturbróður drukkn uðu af báti í fiskiróðri, nálægt aldamótunum, og fjórði bróð-1 irinn drukknaði einnig all-1 mörgum árum síðar. Eftir lifa' aðeins tvö systkinanna, Ásta og einn bróðir, rúmlega áttræður að aldri. Eftir lát móður sinnar Sigur- laugar, sem búið hafði sem ekkja um nokkur ár eftir lát seinni manns síns, tók Ásta við bús- forráðum á Krossum ásamt manni sínum Ólafi Þorsteinssyni En eftir lát manns síns, brá Asta búi og fluttist til sonar síns á Akureyri og átti þar heimili um árabil, en flutti siðan til Reykja- víkur og býr nú hjá börnum sín um að Blönduhlíð 20. Ég sem þessar línur rita, ólst upp að Krossum, hjá föðurömmu minni móður Ástu, og selnni manni hennar Gunnlaugi Jóns- syni skipstjóra. Man ég því Ástu vel, þá hún var á bezta aldurs- skeiði, ógift í föðurhúsum. Þótti hún glæsileg kona, fríð sýnum, vel gefin og menntuð eftir því sem þá gafst kostur ungum stúlk- um til menntunar. Gekk hún í kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafirði fram. Þótti Ásta hinn bezti kvenkostur. Kroseaheimilið var af mörg-,- um þekkt fyrir rausn og mynd- arskap. Þangað komu því marg- ir, innlendir gestir og erlendir, enda lá heimilið við þjóðbraut. Kom þá ekki sízt í hlut Ástu að Strandgötu 17 í Hafnarfirði og rak hana til ársins 1936. Jafn- framt stundaði hann búrekstur allumfangsmikinn, aðallega mjólkurframleiðslu. Árið 1936 hætti hanií að verzla og sneri sér eingöngu að Framh. á bls. 21. sem húsfreyja og móðir barna sinna. En þótt gamla heimilið og átt. hagarnir séu nú fjarlægir, gieym ast þeir aldrei, en lifa ferskir d vitundinni, þótt aldur og ár fær- ist yfir. Hin háaldraða kona, ásamt okkur hinum, sem tengd erum gamla Krossaheimilinu, sjáum það í dag, sem aðra daga, yndislegt, fagurt og kært, þar sem það stendur undir fagur- grænni fjallshlíðinni, utarlega, vestan Eyjafjarðar, ekki langt frá sjónum. Sólaruppkoman, séð og lifuð á Krossum, margan vor og sum- armorguninn, gjeýmist aldrei. Þegar geislar MSandi sólar brut- ust yfir Kaldbak og gylltu fjalls- hlíðarnar í vestri, þegar miðnæt- ursólin /arpaði mildum purpura- ljóma á sjó og land Eyjafjarðar, þegar fersk hafgolan læddist inn fjörðinn, og svalaði þeim, sem þreyttur stritati. Né heldur gleymast hamfarir norðursins, sem bar brotnandi brimöldur að ströndinni og brimniðinn sem barst heim að bænum, sem hljóm kviða, soigaróður, minning þeirra atburðr., sem á sínum tíma vakti harm og trega í hjörtum þeirra sem áttu og misstu frá þessu heimili. Ásta eins og svo margir aðrir, sem þarna fengu að lifa og starfa, eignaðist sínar yndis og unaðarstundir, en einnig sínar sáru lífsstundir harma og trega, margs konar baráttu og érfiðis. Þannig þykist éjk Vita að af- mælisbarnið í dag, hugsi heim á fornar slóðir, minnist horfinna lífdaga. Eftilvill að einhverju meS trega, en þó ánægt og 'sælt, meðal barna sinna og vina, því þrátt fyrir allt, varð þó sigurinn henn ar. Sá ávinningur henni gefinn, sem nýtur þakklát í hjarta gjafa Guðs og manna, virðingar hinna mörgu, sem þekktu þessa konu, sem átti og á hreint hjarta, fórn- fúsan huga, og góðvild til alls og allra í svo ríkum mæli. Eng- inn okkar veit. hve mörg æviár- in afmælisbarnið á enn ólifuð, En ég trúi því, að þá þau verða að fullu talin, verði næst áfang- inn í ætt við rísandi sólardýrð þá sem hún ung og eldri að árum fékk svo oft að lifa vormorgnana á Krossum. Þessi undragjöf kraftar og dýrðar Guðs sólar, sem má sætta os- mennina við hlutskiftið, skapa nýjan kraft í sál, kjark og þrá til að berjast baráttunni, lifa lífinu í bjartri sigurvon. Kæra föðursystir. Þannig hafa mótast mínar óskir til þín á þess- um heiðursdegi þínum. Fátækleg orð að vísu. Vissulega margt ósagt, sem ég ekki get sagt, en vona að bæði hið sagða og ósagða, sem að baki orðanna býr, skiljist þér sem þakklæti og blessunar- óskir frá mér og mínum til þín — fyrir allt gamalt og nýtt, heima og að heiman. Innilegar hamingjuóskir Ásta mín. Ingólfur Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.