Morgunblaðið - 27.09.1961, Side 22
22
MORCVNBLAÐ1Ð
Miðivkudagur 27. sept. 1961
Greaves dæmdur í
sekt fyrir agabrot
Deilumál í italskri knattspyrnu
vekur heimsathygli
• Dáður maður
Greaves hefur verið kallaður
„Hamlet“ hinnar ítölsku knatt-
spyrnu. ítalir gengu mjög á eft-
ir honum að koma og loks varð
hann við þrábeiðni umboðsmanna
Milano fyrir offjár. ítalskir knatt
spyrnuunnendur dá hann mjög
íyrir hæfni og hann er sem kon-
ungur í Milanó. Því kemur þessi
árekstur við félagið nokkuð á
óvart.
BREZKI „vandræðadrengur-
inn“ í ítalskri knattspyrnu,
Jiinmy Greaves, sem keypt-
ur var til Milano fyrir hæsta
verð, hefur verið dæmdur í
sekt í Milano af félagi sínu.
Hann hlaut 850 dala sekt —
eða hálfa milljón líra — fyr-
ir óhlýðni.
• Leikur áfram
Greaves var einn markhæsti
maður í landsliðum Evrópu og
það vakti heimsathygli er Milanó
keypti hann fyrir 280 þús dollara
fra Chelsea.
Ritari Milan-félagsins sagði að
sektin þýddi ekki að Greaves væri
útilokaður frá að leika.
• Agabrot
Greaves var sektaður fyrir að
mæta ekki á þeim æfingum sem
tilskúið var. Greaves sagði sjálf-
ur að hann væri jafngóður þó
hann ekki mætt á þessa æfingu.
Forráðamenn félagsins sögðu
að hann hefði framið agabrot
sem ekki væri hægt að láta órefs-
að og „aganefnd" félagsins var
kölluð saman.
Siglfirðingar Norður-
landsmeistarar
ÞRJÚ félög KA og Þór á Akur-
eyri og Knattspyrnufélag Siglu-
fjarðar urðu jöfn á knattspyrnu-
móti Norðurlands og urðu að
leika aftur sín á milli og fóru
þeir fram um helgina. Voru allir
leikirnir á Siglufirði.
Á laugardag sigraði Þór K. A.
Síðan mættust KA og Siglfirð-
ingar og unnu Siglfirðingar með
5 gegn 1.
Á sunnudaginn kepptu svq
Siglfirðingar við Þór og fóru svo
leikar að Siglfirðingar unnu með
4 gegn 2 og þar með unnu þeir
titilinn „Bezta knattspyrnufélag
Norðurlands 1961“.
Siglfirðingar hlutu 12 stig á
mótinu og skoruðu 30 mörk gegn
11. Þór hlaut 10 stig, skoraði 26
mörk gegn 14, KA hlaut 8 stig
skoraði 26 mörk gegn 15. HSÞ
hlaut 2 stig, UMSS 2 stig og
UMSE 2 stig.
í- Enska knatfspyrnan ■:■
10. UMFERÐ ensku deildarkeppninnar
fór fram 61. laugardag og uröu úrslit
þessi:
1. deild.
Arsenal — Birmingham .......... 1:1
Aston Villa — Blackpool ........ 5:0
Bolton — W.B.A.............. 3:2
Burnley — Everton ............. 2:1
Chelsea — Blackburn ........... 1:1
Ipswich — Fulham ............ 2:4
Suður-Afríha
dæmd frú FIFfl
ALÞJÓÐA knattspyrnusamband-
ið ákvað í dag að útiloka Suður-
Afríku frá störfum alþjóða knatt
spyrnusambandsins. Þetta þýðir
að Suður-Afríka fær ekki að
leika landsleiki og fær ekki að
taka þátt í atkvæðagreiðslum í
alþjóða knattspyrnusambandinu.
Ástæðan sem gefin var fyrir
brottvikningu var sú að kyn-
þáttabarátta landsins bryti í
bága við ákvæði sambandsins.
Það var aðalfundur alþjóða-
sambandsins sem nú er haldinn
í Lundúnum sem kvað upp þenn
an úrskurð. Jafnframt ákvað
fundurinn að fresta kosningu nýs
forseta alþjóðasambandsins þar
til í maí að annar fundur verður
haldinn í Chile í sambandi
við úrslitakeppni heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu. Fram
að því mun Thommen frá Sviss
sem er kjörinn varaformaður,
gegna störfum forsetans, en
hann lézt sl. vor.
Á þessum sama fundi var á-
kveðið að úrslitaleikurinn um
Evrópubikarinn í knattspyrnu
skyldi leikinn í Amsterdam 1962.
Leicester — Sheffield W........ 1:0
Manchester U. — Manchester City 3:2
N. Forest — Tottenham ......... 2:0
Sheffield U. — West Ham ....... 1:4
Wolverhampton — Cardiff......... 1:1
2. deild.
Bristol Rovers — Lees ........ 4:0
Charlton — Luton ............. 0:1
Huddersfield — Walsall ........ 4:2
Liverpool — Bury .............. 5:0
Plymouth — Derby .............. 2:3
Preston — Leyton Orient ...... 3:2
Rotherham — Brighton .......... 2:1
Southampton — Newcastle ..„.... 1:0
Stoke — Norwich ................„„ 3:1
Sunderland — Scunthorpe ....... 4:0
Swansea — Middlesbrough ....... 3:3
Staðan er nú þessi:
1. deild (efstu og neSstu liðin)
Burnley 10 8 1 1 33:19 17
Manchester U. 9 6 2 1 20:12 14
West Ham 10 5 3 2 22:17 13
Blackpool 10 2 3 5 15:22 7
Wolverhampton 6 1 3 4 11:15 5
Birmingham 10 1 3 6 11:27 5
2. deild (efstu og neðstu liðin)
Liverpool 9 8 1 0 25:4 17
Southampton 10 « 1 3 20:9 13
Rotherham 8 6 0 2 19:14 12
Newcastle 9 2 2 5 C:10 6
Preston 9 2 1 6 11:17 5
Charlton 9 1 2 6 9:22 4
Hruðkeppni
í körfuboltu
HRAÐKEPPNISMÓT í körfu-
knattleik var haldið í íþrótta-
húsinu á Keflavíkurvelli á sunnu
daginn. Körfuknattleikssamband
ið gekkst fyrir mótinu og var
það haldið í þeim tilgangi aðal-
lega að byrja keppnistímabilið
fyrr en ella og ýta félögunum til
æfinga nú þegar. í mótinu tóku
Iþátt 6 lið, Ármann, ÍR, KR og
^KFR frá Reykjavík og työ iið
Sumarbúðir Þjóðkirkjunnar
ALLT frá sumrinu 1954 hefur
verið rekið kristilegt starf fyrir
börn og unglinga að Löngumýri
í Skagafirði. í fyrstu var það
ætlað fyrir ungar stúlkur og þá
sá frk. Ingibjörg Jóhannsdóttir,
skólastjóri um reksturinn með
beinni aðstoð þjóðkirkjunnar, en
frá sumrinu 1957 hefur þjóðkirkj
an sjálf rekið þarna sumarbúðir
fyrir börn, en ætíð notið ómetan-
legrar aðstoðar fr. Ingibjargar.
Skipta þau þörn nú þúsundum,
sem hafa notið dvalar í Sumar-
búðum kirkjunnar að Löngu-
mýri.
Nú í sumar var starfsemin
mjöfe öflug, enda prýðis starfs-
kraftar, sem allir lögðust á eitt,
svo að árangur gæti orðið sem
beztur. Sumarbúðastjóri var síra
Jón Kr. ísfeld, sem löngu er
kunnur fyrir sérstaka hæfileika
sína í barnastarfi. Ráðskonan var
frú Svava Bernharðsdóttir, sem
— Ég gleymi aldrei
Framhald af bls. 3
um að spara kraftana, enda
í'or smám saman að draga af
okkur, því ekkert matarkyns
var f bátnum. Armbandsúrið
mitt gekk alltaf og við gátum
því fylgzt með tímanum. —
Klukkustundu eftir slysið
heyrðum við greinilega í flug-
vél, en sáum ekkert, því loft-
ið var dimmt. Eg hefði gaman
af að vita, hverjir þar hafa
verið á ferð.
— En þannig gekk það alla
nóttina. Við vorum stöðugt að
ausa, einbeittum okkur að því.
Veðrið fór samt lægjandi og
þetta varð rólegra hjá okkur.
— En um morguninn var
töluvert af okkur dregið, orðn
ir bæði þyrstir og svangir.
Enda þótt ég væri enn von-
góður, þá fór ég að bolla-
leggja það með sjálfum mér,
að betra væri að deyja snögg-
lega en kveljast Og veslast upp
í gúmmíbátnum. Með sjálfum
mér ákvað ég þá að kasta mér
úr bátnum, áður en ég yrði
svo þróttlaus, að ég gæti ekki
hreyft mig. Undir niðri trúði
ég því samt, að okkur yrði
bjargað — og við Gunnar töl-
uðum aldrei um þann mögu-
ieika, að okkar dagar væru
taldirr
• Okkur var borgið
— Þegap um hægðist Og
versta veðrinu slotaði, lögð-
Bandaríkjamanna af vellinum.
Fyrst léku Ármann og KR og
vann Ármann með 39—24. Næst
léku ÍR og KFR og vann ÍR með
44—18. Þá léku All Stars og
VP 26 og vann All Stars með
59—39.
í annarri umferð mættust Ár-
mann og All Stars og vann All
Star 46—23. í úrsþtaleik vann
All Star ÍR með 78 gegn 43.
Æfingaleysi gætti mjög hjá lið
unum og virtust þeir einir í
þjálfun sem stundað hafa æfing-
ar hjá bandaríska þjálfaranum
1 Wyatt.
hafði starfsstúlkur sér við hlið,
er ekki hugsuðu aðeins um mat
og hreingerningar, heldur aðstoð-
uðu börnin og hjálpuðu þeim,
þegar með þurfti. Og á kvöldin,
þegar börnin voru komin upp á
herbergi sín, skipti starfsliðið sér
niður á herbergin og þar var tal-
að við þau, þeim sagðar sögur eða
lesið fyrir þau og að lokum farið
með bænir með þeim. Þannig
skapaðist vinátta milli starfsfólks
Og barna, Og sumarbúðirnar urðu
eitt stórt og fjölmennt heimili.
Auk hins fasta starfsliðs, skiptust
norðlenzkir prestar á um að vera
í Sumarbúðunum nokkra daga í
senn, og var að starfi þeirra mik-
ill fengur.
Alls dvöldu í flokkunum í sum-
ar, fjórum talsins, 153 börn, á
aldrinum 6—14 ára. Segir sumar
búðastjóri í skýrslu sinni um þau:
......yfirleitt voru þarna indæl
börn .... nokkur börn reyndust
umst við niður í bátinn. Eg
kíkti út öðru hvoru, en sá
aldrei neitt. — Við vorum ró-
legir, en ég var farinn að
dofna töluvert upp að mitti.
Kuldinn og langvarandi nær-
ingarleysi var farið að segja
til sín.
— Eg leit út eins og oft áð-
ur og sá þá línubát rétt við
hliðina á okkur. Við vorum
að reka fram hjá honum og
ég spratt upp og kallaði af
öllum lífs og sálar kröftum á
hjálp.
— Maðurinn í stýrishúsinu
hafði ekki tekið eftir okkur,
en hann heyrði hrópið — og
okkur var borgið. Guð hafði
bænheyrt mig. Það var öruggt,
að við áttum ekki að fara,
þessir tveir.
• Var veill fyrir
— Það er undarlegt, hve
fljótur ég var að jafna mig,
því undanfarin fjögur ár hef
ég verið undir læknishendi
vegna vöðvabólgu í baki og
framan á bringunni. í þessum
lasleika hef ég illa þolað kulda
og ég hélt, að ég væri ekki
kominn yfir þetta. — En við
fengum sérstaklega góða að-
hlynningu. Eg var með 39 stiga
hita, þegar komið var í sjúkra-
húsið, gat þá ekki gengið
vegna þess, hve ég var dofinn.
En eftir þrjá daga var ég far-
inn að staulast og er nú bratt-
ur.
Það. sem Gunnaf hafði að
segja, var í sama dúr. Það
hvaiílaði ekki að honum, að
- úti væri um þá félágana. Jafn-
vel, þegar þeir voru að berj-
ast við að finna snúruna á
gúmmíbátnum í ólgandi haf-
' löðrmu og ofsaroki, þá var
lífsorkan svo mikil, að dauð-
inn Kom þeim ekki til hugar.
Helgi var með sár á öðrum
ökla, alveg eins og eftir hlekki.
Það voru merkin eftir snúru
gúmmíbátsins, sem bjargaði
lífi þeirra. Hann var líka með
ógróin sár á hnúum eftir barn-
inginn i gúmmíbátnum. Gunn-
ar kenodi sér einskis meins.
í fyrstu óhlýðin og jafnvel mót-
þróagjörn, en hægt var að kæfa
þann ófögnuð hjá þeim, a. m. k.
meðan þau voru í Sumarbúðun-
um . . . Vart varð við mont og
mikilmennsku, en slíkt gert burt-
rækt : svo sem auðið var . . .
Fiestöll börnin gengu í sunnu-
dagaskóla að vetrinum, sum
reglulega, önnur aðeins einstaka
sinnum. öll kunnu börnin ein-
hverja bæn eða vers .... Leitast
var við að fylgjast með því, að
börnin færu með bænir, áður en
þau færu að sofa. Sumir herberg-
isstjórar (en það voru eldri börn-
in) lásu stutta ritningargrein, en
á eftir fóru allir með Faðirvorið
upphátt. Þetta var fyrst tekið
upp af dreng frá Siglufirði ...»
Þannig varð hið góða ríkjandi, en
hið jlla rekið á brott .... Blót
og formælingar voru stöðvaðar
að mestu .... Lögð var áherzla
á kærleikann til Guðs og manna,
en einnig á vináttu til dýra. í fá-
um orðum sagt var það keppi-
kefli allra, sem við Sumarbúð-
irnar störfuðu, að börnin mættu
sem mest læra af guðsótta og
góðum siðum“.
Sumarbúðastarf kirkjunnar er
byggt á bjargi kristindómsins.
Miðpunktur búðanna var því kap
ellan, þar sem fram fóru morg-
un og kvöldhelgistundir. Tóku
börnin á virkan hátt þátt í guðs-
þjónustunni þar, sungu fullum
hálsi, lásu ritningarkafla og báðu
upphátt, fengu til skiptist að
kveikja á kertunum á altarinu
og úthluta Biblíumyndunum, sem
börnin fengu á degi hverjum.
Auk helgistundanna og hinnar
beinu fræðslu voru það leikirnir,
sem mestan svip settu á búðirnar.
Var þar um að ræða bæði úti og
innileiki. Fóru fram meistara-
knattleikir og þótti mikið í það
varið að vera Löngumýrarmeist-
ari. Auk þess var sund iðkað 1
sundlauginni í Varmahlíð.
Þá unnu börnin einnig nokkuð
að garðyrkju Og gróðursetningu,
og fengu fjórir drengir verðlaun
fyrir vel unnin störf. Þá má
einnig nefna handavinnuna. Var
ýmislegt unnið úr oasti og skorið
út í birki, þá voru búin til merk-
isspjöid úr leðri og bátar úr vír
og basti.
Annað hvert kvöld var kvöld-
vaka en hin kvöldin voru sýndar
kvikmyndir. Léku börnin sjálf á
kvöldvökunum og þótti takast
ágætlega. Reynt var að láta sem
flest börn koma fram. Kvölds og
morgna, hvernig sem viðraði var
íánahylling, og voiu þá sungin
ættjarðarlög.
Þátttakendur í sumarbúðunum
voru víðsvegar að af landinu, en
þó langflestir úr Reykjavík. Er
það von allra, sem þessu starfi
unna og hafa lagt hönd á plóginn.
að börnin hafi ekki einungis haft
gaman af dvöl sinni í Sumarbúð-
um kirkjunnar, heldur einnig hlot
ið þar nokkurn þroska. Og æski-
legt væri, að foreldrarnir aðstoð-
uðu törnin og örfuðu þau til að
halda áfram þeim trúariðkunum,
sem þau vöndust á í sumarbúð-
unum.
(Fréttatilkynning
frá Þjóðkirkjunni).