Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 28. sept. 1961 Skipt um forstöðu- mann bandarísku leynibjónustunnar John McCone tekur v/ð af Allen Dulles Newport, Rhode Island, 27. september. (AP—NTB/Reuter) A BLAÐAMAN NAFUNDI hér í dag kunngerði Kenne- dy forseti, að John A. Mc- Cone, fyrrum formaður bandarísku kjarnorkunefnd- arinnar, mundi í nóvember nk. taka við stjórn Leyni- þjónustu Bandaríkjanna — (Central Intelligence Agen- Var ljóslaus Á MIÐVIKUDAGSKVÖLD varð maður á Afcranesi fyrir bíl og skrámaðist á fæti. Maðurinn ók á ljóslausu hjóli eftir götu og lenti á bifreið, sem ekið var aft- ur á bak. Vegna ljósleysis hjóls- ins sá bílstjórinn efcki til ferða mannsins og gat því ekki komið í veg fyrir árekstur. Maðurinn slapp tiltölulega vel, en hjólið mjun talsvert skemmt. — Tals- vert er um það nú þegar rökkva tekur, bæði á Akranesi og ann- ars staðar, að hjólríðandi menn gæti þess ekki að hafa ljós á farartækjum sínum, eins og þeim ber skylda til. ;MYND þessi var tekin inni a Afiklubraut í gærdag, en eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu var byrjað að steypa Miklubraut í fyrradag. Verður nú steypt 935 m löng tvöföld braut. Fremst á myndinni sést vél sú, sem sléttar steypuna og þjappar, en aftar pússnings véiin. (Xijósm. Mbl. Ól. K. M.). S o r a y a gerist leikkona Rómaborg, 27. sept. BLAÐIÐ „Momento Sera“ skýr- ir frá því í dag, að Soraya, fyrr- um keisaradrottning af Persíu, hyggist nú gerast kvikmyndaleik kona — og muni innan skamms hefja að leika í arabískri mynd um spámanninn Múhamed. Stirð tíð nyrðra Kópaskeri 27. sept. MJÖG stirð tíð hefur verið hér að undanförnu. Allt fram að síð- ustu helgi börðust menn við hey- vinnu, hvenær sem færi gafst. Flestum tókst að ljúka um helg- ina við heyskap en aðrir eiga enn óhirt. Slátrun sauðfjár er hafin og virðist vænleiki dilka heldur betri en sl. haust. — Jósep. 11 Engin lausn má verða á kostnað V.-Þýzkalands“ sagði von Brentano við flokksmenn gær sina í Bonn, 27. sept. VON Brentano, utanríkisráð- herra V-Þýzkalands, sagði í dag á fundi þingflokks kristi Iegra demókrata, að Bonn- stjórnin yrði að leggja sig fram við að tryggja það, að bandamenn hennar í vestri haldi fast við stefnu sína í Berlínar- og Þýzkalandsmál- unum — þótt ófriðlega horfi nú. Sagði ráðherrann, að ýmis öfl ynnu nú að því — einnig í Bandaríkjunum — að Berlínardeilan yrði leyst „á kostnað Vestur-Þýzka- lands“. — Lögbanns- málið flutt » dag f GÆR bar það til tíðinda í deilu bifreiðastjóra og stjóm- ar Hreyfils, að lögfræðingiur bifreiðastjóranna, Guðmund- ur Ingvi Sigurðsson hdl., lagði fram hjá borgarfógeta kröfu um lögbarm gegn aðgerðum stjórnarinnar í stöðvarhúsi fé- lagsins við Hlemm. Féfck Guð- mundiur Ingvi frest þar til kl. 10 f.h. í dag til að leggja fram greinargerð sína og tryggingu, en þeir Ólafur Þorgrímsson hrl., sem er lögfræðingur stjómarinnar, munu flytja mál ið fyrir borgarfógeta í dag. Má sennilega vænta úrskurðar fó- geta annað hvort síðari hluta dags í dag eða á laugardag. í gær lögðu bifreiðastjórarn ir fram kröfu um almennan félagsfund til þess að fjalla um ágreininginn um notkun stöðv arhússins, undirritaða af 120 félagamönnum. í gærkvötdi var svo haldinn stjórnarfundur í Hreyfli, þar sem einnig voru mættir lög- fræðingur og fulltrúar bifreiða stjóranna ásamt lögfræðingi stjórnarinnar. Mun þessi fund- ur hafa verið haldinn til þess að leitast við að ná sættum í málinu, en það tókst efcki. Brentano sagði, að samningar Bonnstjórnarinnar og leppstjórn- ar Sovétríkjanna í A.-Þýzkalandi væru „algerlega útilokaðir“. — Hann kvaðst vilja leggja áherzlu á þessi atriði, enda þótt hann teldi sig hafa tryggingu fyrir því, að stefna vesturveldanna í Berlin armálinu væri óbreytt. 1 tilefni umtals og blaðaskrifa í Vestur-Þýzkalandi um það, að vesturveldin hyggist e. t. v. bjóða það fram til samkomulags í Þýzkalandsmálunum að fækka nokkuð herliði sínu í landinu, gaf bandaríska utanríkisráðu- neytið í dag út afdráttarlausa til- kynningu um það, að ekki hefði Hættulegt þýfi Á ÞRIÐJUDAG gleymdi maður tinuðum (galvaniseruðum) kos- angas-dunk á annarri af gömlu Verbúðarbryggjunum. — Þegar hann ætlaði að vitja um hann á þriðjudagsmorgun, var hann horf inn. Maður einn kvaðst hafa séð til tveggja stráka, sem veltu slík um dunki á undan sér upp sund- ið milli Verbúðanna kvöldið áð- ur. Dunkurinn, sem er um 700 króna virði, er fullur af gasi og því hættulegur í meðförum. Springur hann í loft upp, ef eld- ur kemst að honum. Það eru því vinsamleg tilmæli rannsóknar- lögreglunnar, að þeir, sem ein- hverjar upplýsingar g'eti veitt um málið, láti hana tafarlaust vita. komið til orða að draga á nokk- urn hátt úr herstyrk Bandaríkj- anna í Mið-Evrópu. — Jafnframt var tilkynnt í Wiesbaden í dag af hálfu bandarísku herstjórnar- innar þar, að sendar yrðu 8 flug- sveitir til styrktar flugflota Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu — en flugsveitir þessar verði stað settar í Vestur-Þýzkalandi. cy) — af Allen Dulles, sem verið hefur forstöðumaður leyniþjónustunnar um 8 ára skeið. Bæði McCone og Dull- es voru viðstaddir, er forset- iim gaf út yfirlýsingu sína. ÍC Samkvæmt áætlun Kennedy sagði, að Allen Dulles — en hann er bróðir Johns Foster Dulles, fyrrum utanríkisráðherra, sem látinn er fyrir nokkru — mundi ekki láta formlega af embætti fyrr en í nóvember, en þangað til mundi McCone hafa náið sam- starf við hann til þess að kynna sér öll mál stofnunarinnar og starfsaðferðir sem bezt. Kenne- dy minnti á það, að er hann hefði í fyrra framlengt starfs- tíma Allen Dulles, hefði verið ákveðið, að það yrði alls ekki lengur en eitt ár. ic Gagnrýnl Oft hefur verið um það rætt að undanförnu, að skipta þyrfti um forstöðumann leyni- þjónustunnar — og Dulles ver- ið gagnrýndur á ýmsan hátt. Einkum varð gagnrýnin hávær í sambandi við hina misheppn- uðu innrás á Kúbu á sl. vorL Kennedy hefur aldrei tekið undir þessa gagnrýni, heldur lýst trausti á Dulles — en þó hefur hann látið fara fram ýt- arlega rannsókn á starfshæfni stofnunarinnar. Ekkert hefur verið látið uppi um þá rann- sókn. — Tsjombe Framh. af bls. 1 nærri, að hann hafi hafnað til- boði Adoula um viðræður á þeim grundvelli og með því skilyrði, að Tsjombe féllist á þjóðnýtingu hins mikla, belg- íska námafélags Union Miniere. Jafnframt á Adoula að hafa krafizt þess, að hinir belgísku starfsmenn félagsins yrði látnir víkja og sérfræðingar frá Tékkóslóvakíu ráðnir í staðinn. Þessi frétt hefur þó ekki verið staðfest. , SNAIShnátar / SVSOhnútor X Snjókoma * úil V Stúrir K Þrumur ws Hi/tskil \L*Lao» | UM HADEGI í gær var all- mikil en nærri kyrrstæð lægð fyrir sunnan landið, en há- þrýstisvæði yfir Grænlandi. Á Vestfjörðum var NA-stormur, rigning og kalsaveður, en all- gott veður og úrkomulítið í öðrum landshlutum með 6—9 stiga hita. Búizt er við, að veð- ur fari smábatnandi á Vest- fjörðum í dag, en jafnframt hætta á, að N-áttin nái sér á öllu V- og N-landi. Á Norð- urlöndum og í Mið-Evrópu er veðurblíða um þessar mundir, hiti 15—20 stig víðast hvar. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land, Faxaflói og miðin: NA kaldi, úrkomulaust og víða léttskýjað. Breiðafjörður og miðin: NA stinningskaldi, skýjað. Vestfirðir og miðin: Hvass NA, rigning norðan til en slydda á miðunum. Norðurland til Austfjarða og miðin: NA kaldi, víða stinn ingskaldi á miðunum, rigning öðru hverju. SA-land og imiðin: SA gola eða kaldi, bjartviðrL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.