Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. sept. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Gúmbát urinn, BLAÐAMAÐUR og ljós- myndari Mbl. brugðu sér í gær vestur á Granda- garð, til að skoða gúm- björgunarbát þann, er barg lífi þeirra Gunnars Ásgeirssonar og Helga Símonarsonar, þegar mb. Helgi frá Hornafirði fórst fyrir rúmri viku skammt vestur af Færeyjum. • Báturinn nær óskaddaður Báturinn hafði verið yfir- farinn eftir volkið af Óla Barð dal, sem er löggiltur eftirlits- maður .með slíkum bátum, og sagði hann að báturinn væri enn í fullkomnu lagi, nema Myndin sýnir gúmbjorgunarbátinn af mb. Helga, sem bjargaði lífi þeirra tveggja, er af kom- ust. Við gúmbátinn stendur Óli Barðdal og heldur hann í hægri hendi á línunni, sem strekkja þurfti á, til þess að báturinn blésist út — og í vinstri á hylkinu, sem loftið í hann kemur úr. Báturinn rúmar 10 manns. sem skipbrotsmenn af Helga björguðust á hvað blæjan hefði rifnað lítið eitt á einum stað. Lítið ljós, sem er ofan á bátnum, logaði allan tímann. • Xvennt gerist í senn Bátar þessir eru ýmist geymd ir í töskum eða kistum uppi á stýrishúsi fiskiskipanna. Á ■ínan, sem strekkja þarf á til þess að þeir blásist út, að vera bundin í skipið, þannig að nóg sé að fleygja gúmmbátn- um fyrir borð — og gerist þá hvort tveggja í senn: Hanti fyll ist lofti og kemst á flot. Óþarft er að losa utan af þeim tösk- una, áður en þeim er fleygt út, heldur gerist það sjálfkrafa um leið og þeir fyllast lofti. • í bátnum 22 stundir Þeir Helgi og Gunnar hrökt- ust með gúmbátnum í nálægt 22 klukkustundir og var mik- ill veðurofsi framan af — en kuldi og vosbúð sótti að þeim allan tímann. Þá rak að lok- um í siglingaleið skozka línu- veiðarans Verbena víðs fjarri slysstaðnum og voru hólpnir úr því. STAKSTEMIAR Japanir gleyn dir? Menn minnast þess, að hér á árunum meðan Bandaríkjamenn höfðu enn ekki lagt niður tilraun- ir sínar með kjarnorkuvopn, var það eitt uppáhaldsefni Þjóð- viljaritstjóranna að skrifa um geislunaráhrifin í Japan, og venju lega fylgdi það sögunum, hve Jap Önum stæði mikil ógn af þessum tilraunum. Skein þá samúðin með Japönum út úr hverju orði, sem um þessi mál var ritað í Þjóðvilj anum. Nú vill svo til, að enn hafa ver ið hafnar kjarnorkutilraunir, sem Japönum stendur stuggur af. En að þessu sinni eru það ekki Banda ríkjamenn, sem hlut eiga að máli, heldur átrúnaðargoð Þjóðviljarit stjóranna í Báðstjórnarríkjunum. Svo kynlega bregður við, að síð an Kremlverjar hófu kjarnorku- tilraunir sínar að nýju hefur Þjóð viljinn aldrei minnzt á, hvílík hætta stafar af tilraunum þeirra, ekki fellur eitt einasta hluttekn- ingarorð í garð Japana, og er ekki annað að sjá en öll samúð Þjóðviljans með Japönum sé rok in út í veður.og vind. Því getur þó ekki verið um að kenna, að Japanir hafi tekið kjarnorkutil- raununum með neitt meiri fögn- uði en áður, því að japanska stjórnin hefur einmitt nú nýlega sent Ráðstjórninni harðorða mót- mælaorðsendingu vegna þessara „stórhættulegu og óskammfeilnu“ tilrauna. Geislun tvöhundruð- faldast og þó þegir „FULLREYNT er nú, að samningsslit verða milli Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1. október næstkomandi. — Falla þá niður greiðslur samlagsins vegna læknis- hjálpar utan sjúkrahúsa, svo og á þeim sjúkrahúsum, þar sem ekki eru fastráðnir lækn ar“, segir í greinargerð frá stjórn Sjúkrasamlags Reykja víkur um samningsslit -lækna félagsins og sjúkrasamlags- ins. Eins og kunnugt er hef- ur Læknafélag Reykjavíkur nú endanlega hafnað tilboði sjúkrasamlagsins um bráða- birgðasamning, sem felur í sér hækkun, sem nemur 13% álagi á allar greiðslur samkvæmt núgildandi samn- ingi. Einnig hefur læknafé- lagið hafnað tilmælum S. R. um frest til athugana og við- ræðna um uppkast L. R. að nýjum samningi þessara að- ila. — Á fundi með blaðamönnum I gær gerði Guðjón Hansen trygg- ingafræðingur, sem nú gegnir störfum framkvæmdastjóra S. R. á fjarveru Gunnara Möller, grein fyrir sjónarmiðum stjórn- *r S. R. í deilu þeirri, sem nú er risin um kjör lækna miUi S. R. og L. R. Einnig voru mættir á fundinum Baldvin Jónsson hrl., formaður stjórnar S.R., Gunn- laugur Pétursson borgarritari, sem sæti á í stjórninni og fuU- trúar Sjúkrasamlagis Kópavogs, Þórður Magnússon formaður stjórnar S.K. og Jósafat Líndal framkvæmdastjóri S.K. ★ Krefjast yfir 100% hækkunar í greinargerð S. R. segir svo I framha^di af því, sem áður er til vitnað: „Læknar hafa krafizt hækk- ana á greiðslum sjúkrasamlags- in., sem nema að meðaltali all- mikið yfir 100% frá núverandi greiðslum. Jafnframt hafa þeir Iagt fram nýjan samningsgrund- völl, annars vegar fyrir heimilis- lækna, en hins vegar fyrir sér- fræðinga, í stað þess, að nú er f gildi einn heUdarsamningur milli aðilanna. Um aðdraganda má í stuttu málj segja þetta: í samningi L.R. og S.R. frá 19. maí 1960 var svo -ékveðið, að aðilarnir skyldu ,hvor um sig til- nefna fulltrúa, ekki færri en tvo og ekki fleiri en fimm í nefnd, er vinni að endurskoðun á öllu skipulagi læknaþjónustu, sem veitt er á vegum S.R. svo og greiðsluháttum fyrir þá þjón- ustu“. — Fer ekki milli mála, að hér er átt við eina nefnd með fulltrúum frá báðum aðilum, en ekki hvora nefndina frá sínum aðila, sem störfuðu sjálfstætt og óháð hvor annarri. Stjórn S.R. taldi mi'kils virði að fá þetta á- kvæði inn í samninginn, þar eð umræður gætu þá farið fram um skipulag læknaþjónustunnar án þess, að samningsslit vofðu yfir. Reyndin hefur hins vegar orðið sú, að nefndarhluti L.R. hefur hliðrað sér hjá að eiga nokkurt samstarf við fulltrúa S.R. í júlílok sagði L.R. upp samn- ingi sínum við S.R. frá og með 1. október. Kom þettá ekki á óvart með tilliti til þeirra breyt- inga, sem orðið hafa í kaupgjalds málum undanfarið. if Læknar tregir til viðræðna J ágústmánuði lögðu full- trúar L.R. í endurskoðunarnefnd inni, sem aldrei hafði komið sam an fullskipuð vegna tregðu L.R. á að eiga viðræður við fulltrúa S.R. í nefndinni, fram uppkast að nýjum samningi án þess þó, að greiðsluupphæðir væru til- greindar. Um svipað leyti til- kynnti L.R., að kröfur lækna mundu verða gerðar á grundvelli þessa uppkasts. S.R. taldi nauðsynlegt að fá nokkurra mánaða frest til at- hugana og viðræðna um uppkast L.R. svo og þau atriði, sem S.R. telur ástæðu til að fá rædd í sambandi við breytt skipulag. Samninganefnd L.R. tók þessu af skilningi, en tók þó fram, að frestur mundi ekki verða veittur lengur en til 1. desember. Kom- ust samninganefndirnar að sam- komulagi um bráðábirgðasamn- ing til tveggja mánaða, en al- mennur læknafundur felldi sam- komulag þetta og fól samninga- nefnd að ganga frá kröfum L.R. Þær kröfur bárust S.R. ekki fyrr en 23. þ. m. og fólu, eins og áður er sagt, í sér yfir 100% hækkun á greiðslum samlagsins til lækna. ■jkr S.R. býður 13% hækkun Tveimur dögum síðar gerði S.R. grein fyrir nokkrum atrið- um, sem það óskaði viðræðna um í sambandi við skipulagsbreyt- ingar og ítrekaði jafnframt ósk sína um bráðabirgðasamning. Bauð S.R. 13% álag á allar greiðslur samkvæmt núgildandi samningi. Skyldi álag þetta greitt frá 1. júlí sl. að telja, enda störf- uðu læknar til áramóta á nú- verandi grundvelli. Þessu tilboði hefur L.R. hafnað. Af framansögðu má vera ljóst, að samningar hafa strandað á kaupkröfum læknanna eða því, að þeir vilja enga samninga. Um ágreining um skipulag er alls ekkj að ræða, a. m. k. ekki enn sem komið er, þar eð viðræður hafa ekki átt sér stað um það efni. Sjúkrasamlagið hefur fUll- an áhuga á breyttu skipulagi, en sú afstaða L.R., að skipulag, sem læknar hafa búið við í 25 ár, gæti með engu móti haldizt ó- breytt í 2—3 mánuði enn, svo ^ð timi vinnist til að ræða annað betra, hiýtur að vekja furðu. ÍC Lækka iðgjöldin? Þegar samningalaust verður, 'er svo ráð fyrir gert í almanna- tryggingalögum, að greiðslur S.R. vegna sjúkrahjálpar utan Framhald á bls. 23. p.loovil.iinn En það eru fleiri en Japanir, sem fá geislavirkt Kremlrykið yfir sig í ríkum mæli. Samkvæmt mælingum Eðlisfræðistofnunnar- innar hefur geislun í andrúmsloft inu hér á landi hvorki meira né minna en TVÖHUNDRUÐFALD- ASX síðan Ráðstjórnin hóf kjarn orkutilraunir sínar að nýju fyrir 3 vikum; aukizt úr 1/100 í Z pic- ocurie. f grein, sem bh-tist hér í blaðinu í gær úr bandaríska stórblaðinu New York Ximes kom glögglega fram, hversu alvarlegar afleiðingar kjarnorkusprengingar Ráðstjórnarinnar geta haft í ná- inni framtíð fyrir þau landssvæði, þar sem úrkoma er mikil: bein- krabbi, hvítblæði og vansköpuð smáböm. Yfir öllu þessu þegja útibússtjórar Kremldeildarinnar hér, og er það enn eitt dæmið um hundtrygga þjónustu þeirra við hina austrænu yfirboðara. Það er því ekki að ástæðulausu, sem menn spyrja nú með tilliti til fyrri umhyggju Þjóðviljans fyrir Japönum, hvort ekki sé nú tími til þess kominn fyrir blaðið að hafa áhyggjur af hætt unni, sem heilsufari íslenzkra barna, og reyndar einnig fullorð inna, er búin vegna Ráðstjómar- geislunarinnar í andrúmsloftinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.