Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBL AÐIÐ Fimmtudagur 28. sept. 1961 iittMáfrifr CTtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: 'Vðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. AFLEIÐINGAR VERÐLAGSHAFTA ¥jÆR öldur hefur nú nokk- * uð lægt, sem hæst risu, þegar ríkisstjórnin tók á- kvörðxm sína um nokkra lin- un verðlagshafta, sem legið hafa eins og mara á allri verzlun landsmanna. Andstæðingar þessarar á- kvörðunar gera sér ljóst, að frá henni verður ekki hvik- að, og fylgjendur hennar gera sér sennilega ekki vonir um, að þegar á næstimni geti orðið að vænta nýrra skrefa f þá átt að afnema allt verð- lagseftirlit. Enda þótt nú kunni að verða nokkurt hlé, er þó fullvíst, að baráttu þeirra, sem trúa því, að frjáls samkeppni sé þjóðar- heildinni til mestrar hag- sældar, mun ekki linna fyrr «i verðlagseftirlit hefur ver- ið afnumið með öllu. <Hvers vegna afnema verð- lagseftirlitið, tryggir það ekki neytendum einmitt lægst vöruverð? kunna ein- hverjir að spyrja. Svarið við þessari spum- ingu er afdráttarlaust neit- andi. Það hefur þvert á móti verið höfuðávirðing verð- Iagshaftanna hér á undan- förnum árum, að þau hafa miklu frekar haldið verðlag- inu uppi. Ástæðan er sú, að þegar álagningin er ákveð- in sem tiltekin hámarks- prósenta getur það orðið inn flytjandanum mikil freist- ing að kaupa sem dýrast inn, því að þess dýrari, sem var- an er þeim mun hærri verð- ur álagningin að krónutölu og hagnaður hans meiri. Auk þess, sem verðlags- ákvæði geta þannig valdið hærra vöruverði, geta þau beinlínis valdið stöðvun eða samdrætti á framleiðslu og innflutningi ákveðinna vöru- tegunda. í fyrsta lagi getur þetta gerzt ,ef hið ákveðna há- marksverð svarar ekki til framleiðslu- eða innflutn- ingskostnaðarins. Og í öðru lagi geta verðlagsákvæði haft þessi óheppilegu áhrif, ef í ljós kemur, að fram- leiðsla eða innflutningur ann arra vörutegunda, sem ann- að hvort eru alls ekki háðar verðlagsákvæðum, eða þá ekki eins ströngum, er arð- Vænlegri. Þannig geta verð- lagshömlur jafnvel leitt til skorts á nauðsynlegum vöru- tegundum. Afleiðingum vöruskorts ætti' ekki að þurfa að lýsa fyrir íslendingum' Allir þeir, sem komnir eru til fullorð- insára kannast við biðraðir, skömmtun, svartamarkaðs- brask og bakdyraverzlun. Þegar slíkt ástand ríkir er verðlaginu að vísu haldið niðri í orði kveðnu, en í-raun inni kemur umstangið og aukakostnaðurinn við útveg- un vörunnar harðar niður á almenningi en nokkru hærri álagning mundi gera. Enginn neitar því, að nauðsynlegt getur verið að leiða í gildi allströng verð- lagsákvæði, þegar óeðlilegt ástand ríkir í þjóðfélaginu, eins og t. d. á styrjaldar- tímum. En það er mikill munur á afstöðu þeirra, sem viðurkenna verðlagshömlur sem neyðarúrræði, og hinna, sem telja þau alltaf eiga við. Það verður ekki séð, að nú séu fyrir hendi nein þau skilyrði, sem réttlætt geta þær verðlagshömlur, sem enn eru í gildi. Það er tvímæla- laust í þágu alls almenn- ings, að þeim verði aflétt, og ber að vinna að því, að það verði ekki látið dragast lengur en góðu hófu gegnir. HRINGSNÚNING- UR TÍMANS Tl/|eðan kaupdeilurnar í sum ar stóðu sem hæst, var það eitt höfuðágreiningsefni Morgunblaðsins og Tímans, hvort þjóðarframleiðsla okk- ar hefði vaxið svo mikið á xmdanförnum árum, að hún gæti staðið undir þeim kaup- hækkunarkröfum, sem þá voru bornar fram. Morgunblaðið birti í þeim umræðum upplýsingar byggð ar á rannsóknum Fram- kvsémdabanka íslands, sem sýndu, að vöxtur þjóðar- framleiðelunnar á því tíma- bili, sem um var deilt, hafði verið miklu hægari en svo, að atvinnuvegirnir fengju staðið undir meiriháttar kaup hækkunum. Tíminn birti hins vegar hverja greinina eftir aðra um gífurlegan vöxt þjóðar- framleiðslunnar, sem átti að sanna, að atvinnuvegirnir gætu hæglega risið undir kauphækkunum á eigin spýt- ur. í krafti þessara órök- studdu fullyrðinga og með misbeitingu á samtökum al- mennings, samvinnuhreyfing unni og verkalýðshreyfing- unni, knúðu framsóknar- menn og kommúnistar svo fram stórfelldar kauphækk- anir og felldu þar með gengi íslenzku krónunnar. Um helgina gerðust svo Leiðtograr Brazzaville samtakanna. Frá vinstri: Ahmadou Ahijo (Cameroun), Leon M’Ba (Gabon), Hubert Maga (Dahomey) og fyrir ofan hann efst í tröppunum Philibert Tsiranana (Mada- gaskar), Moktar Ould Daddah (Mauritania), Fulbert Youlou ábóti (Kongó), Maurice Yameogo (Efri Volta), Francois Tombal- baye (Chad), efst í tröppunum Mamadou Dia (Forsætisráðherra Senegal), neðst við hlið Youlou er Houpouet Boigny (Fílabeins- ströndin), Hamani Diori (Niger), Leopold Senghor (Senegal) og yzt til hægri David Dacko (Miðafríku Lýðveldið). Samvinna í Afríku DAG nokkurn í júní með- an hann dvaldi í Banda- ríkjunum, sagði Fulbert Youlou ábóti, forseti Kongólýðveldisins (Brazza ville Kongó) við frétta- menn: — Það er eitt, sem ég ekki skil fyllilega. Þið lát- ið mikið með þá stjórn- málamenn Afríku og Asíu ríkjanna, sem gagnrýna ykkur og eru góðir vinir Moskvu og Peking. En þið takið ekkert tillit til okkar hinna, sem hafa sannað að við erum vinir ykkar og að þið getið reitt ykkur á okkur. Og þetta er því miður rétt. Þegar Nasser, Nkrumah, Sekou Toure og aðrir svo- nefndir hlutleysingjar halda ráðstefnu í Accra eða Casa- blanca, streyma þangað frétta menn frá öllum löndum og þá er skrifuð síða eftir síðu um ráðstefnu, sem ekkert leiðir af sér nema að þar eru fluttar háróma áróðursræður þar sem talað er um nýlendustefnur og heimsvaldastefnur. En þegar leiðtogar Brazzaville sanftak- anna halda ráðstefnu er lítið um það rætt í blöðunum. Áhugaleysið á Brazzaville samtökunum er það mikið að fæstir vita hvað lönd eru að- ilar að þeim, svo bezt er að rifja það upp. 22 MILLJÓNIR f Brazzaville samtökunum eru: Madagaskar (4% anilljón íbúar), Mauretania (500.000 íbúar), Senegal (rúmlega 1 milljón íbúar). Fílabeins- ströndin (2,2 milljón íbúar), Efri Volta (um 3 millj. íb.), Dahomey (IV2 millj. íb.). Niger (2% millj. ib.), Camer- oun (3% millj. íb.), Brazza- ville Kongó (700.000 íb.), Gabon (um 400.000 íb.). Mið- afríku Lýðveldið (um 1 millj. íb.) og Chad (2% millj. íb.). Það er að segja, þarna búa samtals um 22 milljónir. Ástæðan fyrir því hve litið þau merku tíðindi, að Tím- inn hringsnýst í umræðun- um um vöxt þjóðarfram- leiðslunnar. Nú eru röksemd irnar fyrir verkfallsbarátt- unni gleymdar, en hins veg- ar eru framsóknarmenn orðn ir uppiskroppa með árásar- efni á ríkisstjórnina, og þá er gripið til að halda því fram, að hér hafi að undan- förnu „orðið minni fram- leiðsluaukning en í nokkru öðru landi Vestur-Evrópu“. Hringsnúningurinn er því algjör: í sumar var vöxtur þjóðarframleiðslunnar svo mikill að áliti framsóknar- manna, að hann átti hæg- lega að geta risið undir 13— 19% kauphækkunum; 3 mánuðum síðar er vöxtur þjóðarframleiðslunnar orðinn hér minnstur í gjörvallri V- Evrópu. Skammt er öfganna á milli. Þó að Tíminn ýki að vísu síðari fullyrðingu sína ekki síður en þá fyrri, felst þó í henni ótvíráð játning á því, að kauphækkanirnar, sem framsóknarmenn og komm- únistar stóðu að í sumar voru langt umfram það, sem vöxtur þjóðarframleiðslunn- ar leyfði og ' voru þannig bein skemmdarverk gegn efnahagslífi landsins. tökin er að miklu leyti sú að þar þekkja menn ekki áróður er getið um Brazzaville sam- og skilja ekki þýðingu blað- anna. Og þar við bætist svo starfsaðferð þjóðleiðtoganna í þessum 12 ríkjum. ÁRANGURSRÍKIR FUNDIR Þegar til dæmis ráðstefna er haldin í Accna, er aðalefni þeirra ræður, sem fluttar eru opinberlega. En þegar hinir ,,12“ hittast eru fundirnir hins vegar haldnir fyrir luktum dyrum. Áður en þjóðarleiðtog arnir hittast hafa sérfræðing- ar þeirra rætt vandamál þau, sem eru á dagskrá, og gefið leiðtogunum skýrslur. Og úr því að á fundum leiðtoganna eru ekki aðrir viðstaddir en þeir sjálfir, geta þeir unnið án þess að taka tillit til áróð- urs og geta vandlega og í næði kynnt sér þessar skýrslur. Árangurinn af þessari starfs aðferð, sem notuð hefur verið á öllum fundum hinna .,12“ (fyrir ári í Abidjan höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar, í des- ember í Brazzaville, í marz í Yaounde höfuðborg Camer- oun og nú nýlega í Tanana- rive, höfuðborg Madagaskar), er einnig sá að allir hafa fund- irnir borið jákvæðan árangur.i NÁIN SAMVINNA Áður en Tananarive ráð- stefnan var haldin höfðu þess- ir 12 þjóðleiðtogar komið á fót samtökum um fjárhags- samvinnu og stofnað Air Afrique, sem er sameiginlegt flugfélag. Þar að auki höfðu þeir undirbúið m^l þau, sem afgreidd voru á Tananarive ráðstefnunni, sem ekki var 1 neitt smáræði. í höfúðborg Madagaskar stofnuðu þeir bandalag, sem nefnist l’Union Africaine et Malgache, en tilgangur þess er að koma á virku samstarfi á sviði stjórnmála, utanríkis- mála, fjármála, hernaðar, dómsmála og menningarmála. Á ráðstefnunni undirrituðu leiðtogarnir 10 milliríkjasamn inga, sem leiddu til þess að þeir hafa nú raunverulega sameiginlega utanríkisstefnu og sameiginlega utanríkisþjón ustu. í París og hjá Samein- uðu þjóðunum í New York hefur hvert land sitt sendiráð, en í öðrum löndum munu rík- in hú koma sér upp sameigin- legum sendiráðum. Framhald á bls 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.