Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 24
IÞROTTIR Sjá bls. 22 219. tbl. — Fimmtudagur 28. september 1961 Svíþjóðarbréf sjá bls. 15. ‘FYFIR nokkrum dög-um varð mjög’ harður skipaárekstur á Ermarsundi. Brezka flutn- ingaskipið Nieeto de Larrin aga (8.870 tonn) og franska tankskipið Sitala (49.360 tn.) rákust á af miklu afli í svartaþoku. — Bæði skipin skemmdust mikið — og sést hér á myndinni, hvernig brezka skipið var útleikið, er það var dregið til hafnar í Portland. Einn maður, sem var fremst í skipinu, beið bana við áreksturinn. Hammarskjöld á heimleiö vottuð virðing í Genf í gær Feðgarnir á „Kar- moy“ taldir af ísafirði, 27. sept FULLVÍST er nú talið, að rækju veiðabáturinn Karmoy frá ísa- firði hafi íarizt og með honum Jóhonn Hnfstein i Evropuraoið Einar Arnalds endurkjörinn dómari JÓHANN Hafstein dómsmála- ráðherra hefur verið skipaður fulltrúi fyrir ísland á ráðgjafar- þingi Evrópuráðsins. Tekur hann nú sæti sem aðalfulltrúi í stað Jóhanns Þ. Jósefssonar, sem lézt 15. maí sl. Kjörbréf Jóhanns Hafstein var lagt fram og sam- þykkt á þingfundi í Strassbourg 21. september. Ráðherrann gat ekki komið því Við að vera á fundum þingsins að þessu sinni. Á fundi ráðgjafarþingsins 26. september var Einar Arnalds borgardómari endurkjörinn dóm ari í Mannéttindadómstóli Evr- ópu. Átti hann að ganga úr dómi eftir bráðabirgðaákvæðum um kjörtíma, en var að þessu sinni kosinn til níu ára. tveir menn, feðgarnir Simon og Kristján Ragnar Olsen. Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær, fór báturinn til veiða á mánudagsmorgun í og út af Mjóa firði. Veður var vont, og þegar báturinn kom ekki fram um kvöldið, var ' hafin leit og leitað alla nóttina. — Á þriðju- dagskvöld fundust svo hlutir i Þernuvík, utarlega í Mjóafirði, og grennd, sem eru ugglaust úr Karmoy. Þar á meðal má nefna rækjukassa, hluta af lúkarkappa, iestarhlera og reimuð stígvél. í gær var lítt sem ekkert hægt að leita á fjörum vegna veðurs, en ekki er talið, að mennirnir séu lengui á lífi. Simon Olsen var 63 ára að aldri, ættaður frá eynni Körmt (Kaimoy) í Noregi. Hann ásamt öðrum Norðmanni var upphafs- maðui rækjuveiða hér við land og því höfundur merkilegs kafla í atvinnusögu íslands. Hann lætur eftir sig konu Og 2 uppkömin börn. Kristján Ragnar, sonur hans, var 23 ára gamall. Hann íætur eftir sig konu og barn á fyrsta ári. — A.K.S. Banaslys í Hornafirði Fulltrúi íslands við útför Hammar- skjölds MAGNÚS V. Magnússon sendi- herra íslands í Stokkhólmi verð- ur sérstakur fulltrúi ríkisstjóm- ar íslands við útför Dags Hamm arskjölds, framkvæmdastjóra SÞ, í Uppsölum, hinn 29. september 1961. Óðinn aðstoðar bát Akranesi, 27. sept. SEINT í gærkvöldi hitti varð- skipið dragnótatrilluna Krist- björgu frá Reykjavík, sem hafði fengið nótina í skrúíuna. Eiríkur skipherra lagði þegar fyrir kaf- ara sinn að fara niður og hreinsa netið úr skrúfunni. Að því loknu hélt Kristbjörg áfram veiðum. — Oddur ísland vann Holland BRISTOL, 27. sept. — ísland vann Holland í fimmtu um- ferð á Evrópumeistaramótinu í bridge með 6:0 (98-51, í hái- leik 32-18). England vann Finnland 6:0, Danmörk vann Frakkland 5:1, Sviss vann Líbanon 6:0, frland vann Egyptaland 6:0, Svíþjóð vann Spán 5:1 og ítalía vann Belgíu 6:0. f kvennaflokknum átti fs- land frí. Þar vann England Þýzkaland 6:0, Belgía vann Holland 4:2, Egyptaland vann Svíþjóð 4:2, Frakkland vann England 4:2 og Finnland vann Noreg 5:1. ____ Genf, 27. sept. (AP) ÞÚSUNDIR heimamanna og út- lendra komu til Genfar-flugvall- ar í dag til þess að votta hinum Iátna framkvæmdastjóra SÞ, Dag Hammarskjöld, virðingu sína — en þá kom þangað leiguflugvél sú, er flytur lík hans og félaga hans til Stokkhólms. Var kistu Hamm- arskjölds koipið fyrir á svörtum palli framan, við flugstöðvarbygg inguna, þar sem hún skal standa, þar til haldið verður til Stokk- hólms snemma á fimmtudagsnótt ina. Svissneskir verðir í svörtum einkennisbúningum stóðu heið- ursvörð á flugvellinum, þegar flugvélin lenti, en þar voru einn- Harður árekstur við Kópasker Kópaskeri, 27. sept. HARÐUR bílaárekstur varð í gær um 20 km frá Kópaskeri. Rákust saman rússneskur landbúnaðar- jeppi Þ—548 og Moskvits-fólks- bifreið Þ—660. Áreksturinn varð á sléttum og beinum vegi, og er of hraður akstur talinn helzta orsök slyssins. Bifreiðarstjórinn á jeppanum hlaut rifbrot við áreksturinn og marðist auk þess allmikið. Far- þegi á fólksbifreiðinni fótbrotn- aði og einnig brotnaði Önn- ur hnéskel hans. Aðrir í bílunum hlutu ekki teljandi meiðsli, en í jeppanum voru 3 farþegar og tvennt í fólksbílnum. SvO harður var áreksturinn, að fólksbifreiðin er talin með öllu ónýt. — Jósep. Rússarnir komnir austur fyrir SOVÉZKU skipin, sem hafa hald ið sig fyrir norðan að undanförnu fóru austur fyrir á þriðjudag. — Munu flotarnir nú halda sig út af Austfjörðum. ig mætt hundruð starfsmanna SÞ og eriendra stjórnarerindreka. ■ Gengu þeir þöglir fram hjá kist- unni, sem var sveipuð hinum blá- hvíta fána SÞ, en í fararbroddi fóru bróðursonur hins látna, Knut Hammarskjöld, Og kona hans, ásamt Pier Spinelli, for- stjóra Evrópuskrifstofu SÞ. Með- al annarra þekktra manna, sem þarna voru viðstaddir, má nefna farand-sendiherra Kennedys Bandaríkjaforseta, Averill; Harri man. Kristmann stefnir UM SÍÐUSTU helgi birtist í einu vikublaðanna grein um Kristmann Guðmundsson. Hef ur Kristmann nú falið lögfræð ingi sínum, Ólafi Þorgríms- syni, hrl., að sjá um málshöfð- un á hendur ritstjóra blaðs- ins vegna greinarinnar. Telur Kristmann, að í greininni séu meiðyrði um sig; þar sé gengið nærri einkalífi sínu; og að þar sé um atvinnuróg að ræða. (Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins 27. september 1961). Heimsókn f orscta til Vancouver og Toronto (Fréttaskeyti frá J.M.) SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld héldu íslendingar í British Col- umbia forseta íslands hóf í Van- couver. Voru þar margir tignar- menn viðstaddir. Sunnudagsmorg un hlýddi forseti messu í íslenzku kirkjunni, en síðar um daginn heimsótti hann ísl. elliheimili 1 Vansouver og stakk fyrstu skóflu stunguna fyrir nýju heimili. — Mánudag heimsótti hann borgar- stjóra og háskólann, en flaug síð- degis til Toronto. Þar snæddi hann hádegisverð með Frost for- sætisráðherra, heimsótti borgar- stjóra og tók á móti íslendingum í Icelandic-Canadian Club. — Forseti flýgur heim á laugardag. (Skv. fréttaskeytum frá J.M.). Götur steyptar á Akranesi Akranesi, 27. sept. SÍÐAN í fyrrahaust, að byrjað var að steypa göturnar hér, hef- ur Akranessbær tekið ótrúlegum stakkaskiptum. Hann hefur feng- ið annað og hreinlegra yfirbragð. í ár var byrjað að steypa göt- urnar síðast í júnímánuði. Fyrst var Hafnarbraut steypt frá hafn- argarði vestur að Bárugötu. — Næst Skólabrautin, þá Vestur- gatan frá Bárugötu upp að Skóla braut, síðan Bárugatan frá ís- húsi H.B. & Co. að Vesturgötu. Svo var Suðurgatan tekin fyrir og steyptir 170 metrar, hlutinn frá Melteigi upp að Suðurgötu 54. Nú er tekið til óspilltra málanna j við Kosningabrautina, sem köll- juð er. Þar á að steypa nú 100 metra vegarstúf á miðri Skóla- fcrautinni, sem verið hefur úr „bikini", e. k. afbrigði af mal- biki, sem hefur reynzt mjög illa. í gærmorgun hófust menn handa um að brjóta upp „bikini" stúf- inn. Svo verður Suðurgatan steypt ofan frá Melteigi og nið- ur á Hafnarbraut. Undir miðjum götunum liggur skolpleiðslukerfi bæjarins, og of- an að leiðslunum liggja hreins- unarbrunnar með um 50 metra millibili. Vatnsleiðslukerfið ligg- ur og í miðjum götum. Hins veg ar eru rafmagns- og símaleiðslur faldar undir gangstéttum. — Yf- irverkstjóri er Leifur Ásgríms- son. — Oddur. Hornafirði, 26. sept. •BANASLYS varð hér á mánu- dagskvöld, er tæplega 57 ára gamail maður, Þorleifur Þorleifs- son frá Stapa á Nesjum, varð fyr- ir b.fieið. Þorleifur heitinn var á göngu milli bæja kl. rúmlega hálfsjö í mjög slæmu skyggni. Gekk hann út á þjóðveginn fram undap skúr sem stendur við veginn, r<:gar jeppi kom akandi. Mun Þorfeif- ur hafa gengið beint fyrir hann og lent á bílhorninu, en síðan kastazt á götiuia. Fébk hann við það mikið högg á höfuðið, sem talið er að hafi dregið hann til bana. — Hann var fluttur heim til sín að Stápa og lézt þar á þriðj udagsmorgun. Þorleifur var ókvæntur, en hef ur staðið fyrir öðru býlinu á Stapa. — G. S. Hozgii leiðii íslenzku póst- stjóiniiuii Kaupmannahöfn, 27. sept. (Einkaskeyti frá Páli Jónssyni). EKSTRABLADET hefir þá sögu að segja, að frímcrkja- kaupmenn um alla Evrópu séu íslenzku póstmálastjórninni reiðir, þar sem hún hafi boðið til sölu frímerki (Evrópumerk in), sem hún síðan hafi ekki getað afgreitt. Er haft eftir frímerkjakaupmönnum, að pantanir þær, sem ekki hafi reynzt unnt að fullnægja, nemi hundruðum þúsunda merkja — en póststjórnin hafi ekki sett neinar takmarkanir á pantanir, þar sem hún hafi ekki gert ráð fyrir slíkri eftir spurn eftir merkjunum, sem raun varð á. — Segir loks í blaðinu, að búast megi við skaðabótakröfum úr ýmsum áttum vegna þessara mistaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.