Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 28. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 Magnús Gíslason skrifar: Svíþjóðarbréf MAGNÚS GÍSLASON náms- stjóri hefur fengið ársfrí frá störfum og dvelst nú í Kung- álv í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni. Mun hann kynna sér skólanám í Svíþjóð og Norður löndunum yfirleitt. Ennfrem- ur mun hann stunda fram- haldsnám í þjóðlífsfræðum (etnologi), en hann hefur iicentiat-próf í þeirri grein frá háskólanum í Stokkhólmi. Magnús mun skrifa nokkrar greinar frá Svíþjóð fyrir Mbl. og birtist hér hin fyrsta þeirra. KUNGALV, lð. septenuber 1961. Kungalv er vingjarnlegur og fal- legur smátoær með um 7 þús. í- Ibúa ca. 20 km fyrir norðan Gauta borg. Her var Gamla Konunga- hella, sem Snorri segir frá í Heimskringlu. Rústir þeirrar fornu bongar sjást enn fyrir norð an Kungalv. En hærra gnæfir Bohusvirkið suðvestan við borg- ina. Það er að nokkru frá því um 1300, en var endiurreist um 1600. íÞessi gamli söguríki kætali er skemmtileg andstæða hinna ný ■tízkulegu verzlunar- og skrifstofu bygginga, einbýlishúsa og sam- bygginga, sem hér hafa risið hin síðari ár. Allt er umvafið gróðri. Ásar og klettar eru klæddir skógi, greni og furu, eik og beiki, birki og reyniviði. Hér mætast gamlir tímar og nýir. Hér voru eitt sinn mót þriggja Norðurlanda. Það var þegar Halland var danskt, Bo- huslan norskt en Götaland sænskt. Gautelfur streyma hér framhjá. Fijótið flæðir lyngt, vatnsmikið og skipgengt fram breiðan og frjó saman dal. Beggja vegna fljóts- ins eru steinsteyptir vegir og um- ferðin er mikil, — látlaus straum ur farartækja. Við komum hingað fyrir tæpri viku frá Gautaborg. Það var ein (kennileg sjón áð sjá hafskip með háfermi af timbri bruna áfram að því er virtist gegnum gróður dal botnsins með skógivaxna fjalls- hlíðina í baksýn. Yfirborð fljóts- ins sést ekki af Veginum. Kungalv er í þjóðbraut, þar sem aðalbrautin meðfram vestur strönd Svíþjóðar frá Osló um Gautaborg til Kaupmannahafnar liggur gegnum bæinn. í gær heimsóttúm við skólana. Hér eru ýmsir skólar, m.a. þrír barnaskólar, gagnfræðaskóli og menntaskóli. Enn fremur er hér norrænn lýðháskóli, sem nýtur 6tuðnings allra Norðurlanda. Hann heíur starfað síðan 1947. Fjöldi nemenda úr næstu byggð arlögum sækja skóla í Kungalv. Skólar skyldustigsins gera nú tilraun með frí á laugardögum. í>rír fríir laugardagar eru ákveðn ir í haust og sjö í vor, en náms- efni þessara daga er bætt við námsefni annarra virka daga og ítundaskxá þeirra lengd sem því svarar. Fimm daga virka i skóla. Skoðanir virðast skiptar um þetta fyrirkomulag hér eins og annars staðar. Sumir álíta, að það sé hæpinn greiði við nem- endur og aðstandendur að lengja starfstíma skólanna fyrstu 5 virka daga vikunnar með því að Igefa frí á laugardögum. Aðrir álíta hins vegar, að þess sé full þörf að veita nemendum góða hvíld frá námi og skóla um helg- er. — Hér er ekki leyft að setja nemendum fyrir lexíur eða heimaverkefni undir mánudag, eða næsta dag eftir frídag, en J 1 J Svíar gera J Jtilraun með að J i gefa fri í \ \ skólum á \ \ laugardógum J t ( skólaár gagnfræðastigs skólanna hér er líka a.m.k. sex vikum lengra en heima á íslandi. Fyrir nokkru heyrði ég athygl isvert erindi, sem prófessir í upp eldisfræði við háskólann í Stokk- hólmi, Torstten Husén, hélt. Hann nefndi erindið: „Dagens skola morgondagens samhalle“. Prófessor Torsten Husén kom, þar inn á 5 daga viku í skóla. Hann sagði m.a. að í rökræðum um þessi mál væri algengt að ganga út frá tvennu sem gefnu. Annars vegar að námsárangur- inn standi í réttu hlutfalli við þann tíma, sem nemandinn notar til námsins þannig, að hver tíma eining í kennslu skili hlutfalls- lega hliðstæðum árangri, og hins vegar, að nemendumirnnuiðan vegar, að nemendurnir tileinki sér að'eins eða aðallega námsefn ið undir handleiðslu kennara í kennslustund í skóla. Torsten Husén benti á, hve algengt það er að gáhga út frá þessu sem sjálfsögðum hlut. En sannleikurinin væri sá, að vit- neskja akkar um, hvað raunveru- lega gerist í samibandi við námið í kennslustund, er svo takmörk- uð, að eðlilegt er, að skólamenn séu hikandi við að gera ujpru- legar breytingar á því fyrirkomu- lagi, sem rikir um skipulag og að ferðir á sviði skólamála. Eigi að síður væri nauðsynlegt að leita að nýjum leiðum, sem henta nýjum tímum og líklegar eru til að skila betri árangri. Hefðbundið skipulag. Eg endursegi hér nokkur meg- inatriði úr erindi prófessors Tor- sten Husén. Hann sagði m a.: — Þegar við tölum um skóla hugs- um við okkur — a.m.k. borgar- búar — stórt hús með nokkrum jafnstórum stofum, sem nefnast kennslustofur. í hverri kennslu- stofu sitja álíka stórir hópar af nemendum, sem kennararnir leið beina og kenna tiltekinn skammt námsefnis daglega, ákveðinn fjölda kennslustunda á viku hverri. Einu sinni á ári eru svo þessir nemendahópar fluttir upp um einn bekk og fá þeir þá nýtt námsefni. Við göngum út frá því, að nem- endurnir læri eitthvað, sem máli skiptir, þegar kennarinn talar til þeirra, útskýrir eitthvað eða seg- ir frá, og sumir eru þeirrar skoð- unar að nemendurnir tileinki sér inámsefnið aðeins með aðstoð kennara, þegar hann útskýrir námsefnð, hlýðir yfir eða fer yfir lexíu dagsins eða texta kennslubókarinnar. En er það nú öruggt að þetta sé það eina rétta? — spyr prófess or Husén. — Væri ekki hugsan- legt að skiþuleggja námsstarfið öðruvísi — e.t.v. ekki nú en í framtíðinni, — þannig að hægt væri að komast hjá ýmsum á- göllum, sem þetta hefðbundna fyr irkomulag greinilega hefur? Tilraunir hafa verið gerðar í þá átt að reyna nýjar íeiðir, þar sem breytt hefur verið út af þeirri meginreglu að skoða hina hefðbundmu bekkjardeild ófrá- víkjanlega heild eða einingu í námsstarfimu. Það er spurning, sem vert er að íhuga, hvort hagkvæmt er að kenna fyrirfram fastákveðnum nemendahóp, 25, 30 eða 35 nem- endum í bekkjardeild, ár eftir ár samkvæmt fastmótaðri stunda skrá, milli 30 og 40 kennslu- stundir á viku, fyrirfram ákveð ið námsefni. Væri ekki framkvæmanlegt og vænlegra til áramgurs að haga stundaskránni á annan veg, að skipta nemendunum í hentugri starfshópa eftir því hver verk efnin eru, og vekja þannig áhuga og örva sjálfstætt starf nemend- anna? Athyglisverffar tilraunir. Undanfarin 5 ár hafa skipu- lagsbundnar tilraunir verið gerð- ar á þessu sviði í á annað hundr að skólum í Bandaríkjunum með styrk frá Ford-stofniununum. Til- raunir þessar eru gerðar undir umsjá ameríska uppeldisfræðings ins dr. Lloyd Trump. Meginmarkmiðið er að finna leiðir til að nýta betur en nú er gert störf og starfsorku kenn- arana með tilliti til kennara- skortsins sérstaklega í gagn- fræða- og memntaskólum. Athugun leiddi í ljós að veru- legur hluti af starfstíma kennar anna fór í eftirlit með nemendun um í sambandi við próf og skrif- legar æfingar, í frímínútum, úti- vist og eftirlit í borðstofum skól- anna, þar sem nemendur fengu hádegisverð í skólanum. Ennfrem ur færi langur tími og mikil starfsorka í að leiðrétta ýmis konar skrifleg verkefni. Slík störf eru nú víða í þessum amerísku tilraunaskólum unnin af aðstoðarstarfsliði skólanna svo sem umsjónarmönnum, skrifstofu fólki og húsmæðrum, sem vinna hálfan dapnn að ýmsurn verk- efnum í' þágu hlutaðeigandi skóla. Ennfremur hefur verið leitast við að fá fram fjölbreyttari og betri kennslutæki og handbækur fyrir kennara, ekki hvað sízt í eðlisfræði og stærðfræði, og auk þess ýmiskonar hjálpartæki, sem nemendur geta sjálfir notað í sambandi við námið, þar á meðal sérstök tæki eða námsvélar, sem nemendur geta notað til þjálf- unar til að festa ákveðna hluta námsefnisins í minni. Þessar tilraunir hafa aðallega verið gerðar í gagnfræðaskólum og menntaskólum, sem sé fyrir nemendur á 7.—12. skólaári. Hagkvæmari nýting á störfum og starfsorku kennaranna hlýt- ur að hafa allmiklar breytingar á starfsaðferðum skólanna í för með sér. Nýir starfshættir Oft er minnzt á nauðsyn þess að kenna nemendunum að vinna sjálfstætt og að þroska með þeim ábyrgðartilfinningu. Slíkir eigin- leikar eru mikilvægir bæði þegar um framhaldsnám er að ræða og ekki síður í daglegu lífi þjóð- félags þegnanna. En hvað gerir skólinn til þess að þjálfa nemendurna á þessu hvern aldursflokk fyrir sig, en sviði og kenna þeim að starfa sjálfstætt? Yfirleitt er það mjög takmark- að. Það hefur sýnt sig, að margir nemendur, sem setið hafa á skóla bekk í 12—14 ár og útskrifast hafa með góðum vitnisburði úr menntaskóla, hafa enga eða al- gjörlega ófullnægjandi þjálfun í að vinna sjálfstætt að námsstarf inu. Þróunin hefur einnig orðið sú, að háskólarnir hafa í vasandi mæli orðið að taka upp lexíunám Og aðrar starfsaðferðir mennta- skólanna, þar sem það hefur komið í ljós, að namendurnir hafa haft mjög takmarkaða þjálf un í að vinna sjálfstætt að nám- inu. Ennfremur er nú almennt álitið nauðsynlegt að kenna nemendun um að virina saman að sameigin legum verkefnum og þjálfa þann ig samstarfsvilja og félagslegan þroska þeirra. Beztum árangri 1 þessu tilliti ná þeir kennarar að jafnaði sem láta nemendurna vinna saman í smáhópum. En slík vinriubrögð geta verið tíma frek og gera oft miklar kröfur til hæfni kennaranna sem verk stjóra. Auk þess má nefna það að hægara er að mæla og meta bóklega þekkingu nemenda, held ur en félagslegan þroska eða hæfi leika til samstarfs. Eitt af grundvallaratriðum lýð- ræðis er að þegnarnir geti frjálsir og óháðir skipst á skoðunum. Hæfileikinn til að rökræða, til að styðja skoðun sína rökum og vilji til að virða skoðanir annara, eru mjög mikilvægir eiginleikar, sem nauðsynlegt er að þegnar í nú- tíma þjóðfélagi temji sér: Það er þess vegna mikilsvert, að skól inn leiðbeini nemendum sínum á þessu sviði. Málfundafélög, nem enda eru viðleitni í þessa átt. En í námsflokkum og litlum starfs- Frh. á bls. 17. mmm líður því mm VLL Í SKÓLANUM VÉR GETUM SÉÐ BÖRNUM YÐAR FYRIR VÖNDUÐÚM, HLÝJUM OG SNYRTILEGUM SKÓLAFATNAÐI LEITIÐ TIL OKKAR. AUSTUKSTRÆTI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.