Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 1
24 sfður 48. árgangur 219. tbl. — Fimmtudagur 28. september 1961 Prentsmiðja MorrrunblaSsins Hvernig verður v.-þýzka stjórnin? Adenauer virðist reyna að knýja fram imdanslátt frjálsra demókrata með viðræðum við jafnaðarmenn Bonn, 27. september. (NTB/Reuter) TALSMAÐUB Kristilega demókrataflokksins sagði í dag, að Adenauer kanslari hafi lýst því yfir, að hann œtli að taka upp viðræður við frjálsa demókrata um stjórnarmyndun. Adenauer hefði einnig ítrekað, að hann mundi áfram verða forsætis- ráðherra — og hefði hann í því tilliti einhuga stuðning þingmanna flokks síns. Talsmaðurinn sagði, að Adenauer hefði ekki fengið neitt umboð frá flokki sín- um til að semja við jafnað- armenn um þátttöku í sam- steypustjóm — en engin samþykkt lægi heldur fyrir um bann við samstarfi við jafnaðarmenn. Fyrr í dag hafði formæl- andi Frjálsa demókrata- flokksins í Bonn látið svo um mælt, að nú virtust nokkrar líkur til, að stjórnarsamstarf kynni að takast með kristilegum demó krötum og jafnaðarmönnum — en viðræður þessara flokka hófust í gær. — Tals- maðurinn bætti því við, að jafnaðarmenn virtust ætla sér að komast í stjórn, hvað sem það kostaði. Það vekur athygll, að Aden- auer hefir kosið að ræða fyrst við jafnaðarmenn, þrátt fyrir það, að flokkur hans hefir alltaf miðað við, að samningar væru fyrst reyndir við frjálsa demó- krata. — Telja stjórnmálasér- fræðingar, að það hafi verið bragð Adenauers til þess að reyna að buga andstöðu frjáisra demókrata gegn því, að hann gegni áfram kanslaraembættinu. Hinir síðarnefndu ítreka þó svo að segja daglega, að þeir vilji ekkert með Adenauer hafa að gera. Hættið að leika með kjarnorkueldinn Galvao skýtur upp kollinunt Kasablanka, 27. sept. ENRIQUE Galvao, sem frægur varð fyrir að ræna portúgalska lúxus-skipinu „Santa Maria“, snemma á þessu ári, kom hingað í dag frá París. — Ekki vildi hann segja fréttamönnum neitt um erindi sitt, en kvaðst mundu verða okkra daga í Marokkó. sagði Home lávarður, utanríkisráðherra Bretlands, við Rússa á Allsherjarþinginu Sameinuðu þjóðunum, New York, 27. september. (AP—NTB/Reuter) AÐALRÆÐUMAÐUK á Alls herjarþinginu í dag, er það hélt áfram umræðu um al- þjóðamál, var brezki utan- ríkisráðherrann, Home lávarð ur, og kom haiin víða við í ræðu sinni. t Ráðherrann beindi ýms um skeytum að Sovétríkjun- um — sagði m. a., að þau „lékju sér að kjarnorkueld- inum“ með því að æsa bróð- ur gegn bróður, hvenær sem færi gæfist. I’á ásakaði Home Rússa fyrir að hafa leikið hinn kraklegasta hráskinna- leik í viðræðunum um bann við kjarnavopnatilraunum — og beindi þeirri spurningu til hinna svoncfndu hlut- lausu ríkja, hvort þau hefðu Aðstoð við erlend riki Washington, 27. sept. (NTB-AFP). BANDARÍKJAÞING I a u k störfum snemma í dag, eftir að báðar deildir höfðu afgreitt frumvarp forsetans um aðstoð við erlendar þjóðir. Niðurstað an varð sú, að samþykkt var að veita alls rúmlega 4 mill- jarða dollara til slíkrar aðstoð- ar á þessu ári — en það er hálfum milljarði dollara minna en Kennedy forseti hafði farið fram á. — Hins vegar féllst þingið nú á, að ákveða megi aðstoð við er- lend ríki til fimm ára I senn (þó skal áætlunin endurskoö- uð áriega), en hingað til hefir aðeins verið fjallað um slík mál fyrir eitt ár í einu. Bandaríkjaþing hefir nú set- ið lengur en-nokkru sinni, síð- an í Kóreustyrjöldinni, árið 1951. Þá varð fundum eigi lok- ið fyrr en 20. október. Þingið kemur saman á ný 10. janúar næstkomandi. verið jafnhófsöm í gagnrýni sinni, ef vesturveldin hefðu orðið fyrri til að hefja til- raunasprengingar og dreifa þannig atóm-helrykinu um víða veröld. t Home lávarður skoraði á Rússa að hefja samvinnu við vestræn ríki til trygg- ingar friði — „með því að efla heildarvilja Sameinuðu þjóðanna, í stað þess að reyna að knýja áfram sinn þríeykisvagn“. t Um Berlínar- og Þýzka- landsmálin sagði ráðherrann m. a., að Brctar mundu leggja hart að sér til að ná samkomulagi — en sérhver lausn yrði að vera byggð á grundvelli sjálfsákvörðunar- Norrænt landnám á Nýfundnalandi Kaupmannahöfn, 27. sept. (Einkaskeyti frá Páli Jónssyni) BERLINGSKE Tidende segir þá frétt, að norskur rannsóknarleið- angur, undir stjórn fornfræðings- ins Helge Ingstad, telji sig hafa fundið sannanir fyrir því, að nor- rænir menn hafi búið á norður- strönd Nýfundnalands um árið 1000. Hafa leiðangursmenn fund- ið leifar sjö húsa um 16 km. vest an við Bauld-höfða, sem þeir telja að verið hafi bústaður nprrænna manna. réttar Þjóðverja, hvar í land inu sem þeir hyggju. — ★ — Home lávarður hrósaði af- vopnunartillögum Kennedys, sem hann kallaði „áhrifamiklar“, — og hvatti til, að þær yrðu lagð- ar tii grundvallar nýjum af- vopnunarviðræðum, annaöhvort i 10 þjóða hópnum, sem sótti afvopnunarráðstefnuna siðustu og Rússar ruku burt af á af- drifaríku andartaki, eða í enu víðari þjóðahóp. ★ sjAlfsákvörðunar- RÉTTURINN — Það er svo sem ekkert undarlegt, þótt suma fýsi að gera breytingar á samningi, sem er 15 ára gamall, sagði Home, er Framhald á bls. 23. ENN tekst einum og einum að Iosna við „austursæluna“ og komast yfir til Vestur- Berlínar, þrátt fyrir gadda- vírsgirðingar, steinmúra og nauðungarflutninga fólks burt frá borgarmörkunum að aust- anverðu. — t gær hermdu t. d. fregnir, að a. m. k. sjö manns hefði tekizt að flytja vestur yfir mörkin — um há- daginn. Meðfylgjandi mynd sýnir tvö atriði þess harmleiks, sem sifellt er að gerast á mörkum Austurs og Vesturs í Berlin. — Til vinstri sést hvar a-þýzk ir lögreglumenn (að ofan) og ínefndur vestanmaður togast á um 77 ára gamla konu, sem reyndi í örvæntingu að klifra út um gluggann á íbúð sinni til að forðast að vera flutt nauðug á brott. Hún má þakka hinum nafnlausa tnanni, sem togaði í fætur hennar, að hún hlaut frelsið. Til hægrj sést hvar önnur kona, fimmtug að aldri, stökk aiður í net slökkviliðsmanna á öðrum stað í horginni, rétt iður en „alþýðulögreglan" greip hana til að flytja hana eitthvað austur á bóginn .. Tsjombe kveðst vilja semja við Adoula Segist nú aðeins bíða svars hans við tilboði sínu Elisabethville, 27. sept. (NTB/Reuter) TSJOMBE, Katangaleiðtogi, skoraði í dag á Cyrille Ad- oula, forsætisráðherra mið- stjórnar Kongó í Leopold- ville, að koma til viðræðna við sig á hlutlausu lands- svæði, með það að markmiði að ryðja úr vegi öllum á- greiningsmálum hinna 2ja stjórna. — Ég skora jafn- framt á alla velviljaða menn að veita mér lið við að koma á slíkum fundi, sagði Tsjom- be á blaðamannafundi, — og ég vænti þess, að við (hann og Adoula) munura finna lausn, sem allir megi vel við una. — Tsjombe sagði, að enda þótt stjórn sín hefði nú mjög sterka aðstöðu eftir úrslit þardaganna við lið SÞ í Katanga, vildi hann leggja áherzlu á ósk sína um „samninga við hina kongósku bræður mína — án utapiaðkom- andi íhlutunar". — „Því bið ég Adoula forsætisráðherra að hitta mig á hlutlausu svæði, og bíð ég nú svars hans“. í dag var það haft eftir heim- ildum, sem standa Tsjombe Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.