Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 1
24 siður
wqgjmMffoVb
48. árgangur
219. tbl. — Fimmtudagur 28. september 1961
Prentsmiðja Mor.tunblaSsina
Hvernig verður
f.-þýzka stjórnin?
Adenauer virðist reyna að knýja fram
undanslátt frjálsra demókrata með
viðræðum við jafnaðarmenn
Bonn, 27. september.
(NTB/Reuter)
TALSMAÐUR Kristilega
demókrataflokksins sagði í
dag, að Adenauer kanslari
hafi lýst því yfir, að hann
setli að taka upp viðræður
við frjálsa demókrata um
stjórnarmyndun. Adenauer
hefði einnig ítrekað, að hann
mundi áfram verða forsætis-
ráðherra — og hefði hann í
því tilliti einhuga stuðning
þingmanna flokks síns.
Talsmaðurinn sagði, að
Adenauer hefði ekki fengið
neitt umboð frá flokki sín-
um til að semja við jafnað-
armenn um þátttöku í sam-
steypustjórn — en engin
samþykkt lægi heldur fyrir
um bann við samstarfi við
jafnaðarmenn.
Fyrr í dag hafði formæl-
andi Frjálsa demókrata-
flokksins í Bonn látið svo
um mælt, að nú virtust
nokkrar líkur til, að
stjórnarsamstarf kynni að
takast með kristilegum demó
krötum og jafnaðarmönnum
— en viðræður þessara
flokka hófust í gær. — Tals-
maðurinn bætti því við, að
jafnaðarmenn virtust ætla
sér að komast í stjórn, hvað
sem það kostaði.
I»að vekur athygll, að Aden-
auer hefir kosið að ræða fyrst
við jafnaðarmenn, þrátt fyrír
það, að flckkur hans hefir alltaf
miðað við, að samningar væru
fyrst reyndir við frjálsa demó-
krata. — Telja stjórnmálasér-
fræðingar, að bað hafi verið
bragð Adenauers til þess að
reyna að buga andstöðu frjálsra
demókrata gegn því, að hann
gegni áfram kanslaraembættinu.
Hinir síðarnefndu ítreka þó svo
að segja da-glega, að þeir vilji
ekkert með Adenauer hafa að
gera.
lættið að leika með
kjarnorkueldinn
Galvao skýtur
upp kollinum
Kasablanka, 27. sept.
ENRIQUE Galvao, sem frægur
varð fyrir að ræna portúgalska
lúxus-skipinu „Santa Maria",
snemma á þessu ári, kom hingað
í dag frá París. — Ekki vildi
hann segja fréttamönnum neitt
um erindi sitt, en kvaðst mundu
verða okkra daga í Marokkó.
sagði Home lávarður,
Bretlonds, við Rússa
utanríkisráðherra
á Allsherjarþinginu
Sameinuðu hjóðunum,
New York, 27. september.
(AP—NTB/Reuter)
AÐALRÆÐUMAÐUB á Alls
herjarþinginu í dag, er það
hélt áfram umræðu um al-
þjóðamál, var brezki utan-
ríkisráðherrann, Home lávarð
ur, og kom haiin víða við í
ræðu sinni.
| Ráðherrann beindi ýms
um skeytum að Sovétríkjun-
um — sagði m. a., að þau
„lékju sér að kjarnorkueld-
inum" með því að æsa bróð-
ur gegn bróður, hvenær sem
færi gæfist. Þá ásakaði Home
Rússa fyrir að hafa leikið
hinn kraklegasta hráskinna-
Ieik í viðræðunum um bann
við kjarnavopnatilraunum —
og beindi þeirri spurningu
til hinna svonefndu hlut-
lausu ríkja, hvort þau hefðu
Aðstoð við erlend ríki
Washington, 27. sept.
(NTB-AFP).
BANDARÍKJAÞING 1 a u k
störf um snemma í dag, ef tir að
báðar deildir höfðu afgreitt
frumvarp forsetans um aðstoð
við erlendar þjóðir. Niðurstað
an varð sú, að samþykkt var
að veita alls rúmlega 4 mill-
jarða dollara til slikrar aðstoð-
ar á þessu ári — en það er
hálfum milljarði dollara
minna en Kennedy forseti
hafði farið fram á. — Hins
vegar féllst þingið nú á, að
ákveða megi aðstoð við er-
lend ríki til fimm ára í senn
(þó skal áætlunin endurskoð-
uð árlega), en hingað til hefir
aðeins verið fjallað um slík
mál fyrir eitt ár í cinu.
Bandaríkjaþing hefir nú set-
ið lengur en-nokkru sinni, síð-
an í Kóreustyrjöldinni, árið
1951. Þá varð fundum eigi lok-
ið fyrr en 20. október. Þingið
kemur saman á ný 10. janúar
næstkomandi.
verið jafnhófsöm í gagnrýni
sinni, ef vesturveldin hefðu
orðið fyrri til að hefja til-
raunasprengingar og dreifa
þannig atóm-helrykinu um
víða veröld.
t Home lávarður skoraði
á Rússa að hefja samvinnu
við vestræn ríki til trygg-
ingar friði — „með því að
efla heildarvilja Sameinuðu
þjóðanna, í stað þess að
reyna að knýja áfram sinn
þríeykisvagn".
t Um Berlínar- og Þýzka-
landsmálin sagði ráðherrann
m. a., að Bretar mundu
leggja hart að sér til að ná
samkomulagi — en sérhver
lausn yrði að vera byggð á
grundvelli sjálfsákvörðunar-
réttar Þjóðverja, hvar í land
inu sem þeir byggju.
- • —
Home lávarður hrósaði af-
vopnunartillögum Kennedys, sem
hann kallaði „áhrrfamiklar", —
og hvatti til, að þær yrðu lagð-
ar til grundvallar nýjum af-
vopnunarviðræðum, annaðhvort
í 10 þjóða hópnum, sem sótti
afvopnunarráðstefnuna siðustu
og Rússar ruku burt af á af-
drifaríku andartaki, eða í enn
viðari þjóðahóp.
* sjAlfsakvörbunar-
rétturinn
— Það er svo sem ekkert
undarlegt, þótt suma fýsi að gera
breytingar á samningi, sem er
15 ára gamall, sagði Home, er
Framhald á bls. 23.
-4>B
ENN tekst einuin og einum
að losna við „austursæluna"
og komast yfir til Vestur-
Berlínar, þrátt fyrir gadda-
virsgirðingar, steinmúra og
inauðungarflutninga fólks burt
frá borgarmörkunum að aust-
anverðu. — f gær hermdu
d. fregnir, að a. m. k. sjö
manns hefði tekizt að flytja
vestur yfir mörkin — um há-
daginn.
Meðfylgjandi mynd sýnir
tvö atriði þess harmleiks, sem
sifellt er að gerast á mörkum
Austurs og Vesturs í Berlin.
— Til vinstri sést hvar a-þýzk
ir Iögreglumenn (að ofan) og
ínefndur vestanmaður togast
á um 77 ára gamla konu, sem
reyndi í örvæntingu að klifra
út um gluggann á íbúð sinni
til að forðast að vera flutt
nauðug á brott. Hún má
ji.ikka hinum nafnlausa
tnanni, sem togaði í fætur
hennar, að hún hlaut frelsið.
— Til hægri sést hvar önnur
kona, fimmtug að aldri, stökk
niður í net slökkviliðsmanna
á öðrum stað í borginni, rétt
iður en „alþýðulögreglan"
greip hana til að flytja hana
eitthvað austur á bóginn
Norrænt landnám
á Nýf undnalandi
Kaupmannahöfn, 27. sept.
(Einkaskeyti frá
Páli Jónssyni)
BERLINGSKE Tidende segir bá
frétt, að norskur rannsóknarleiS-
angur, undir stjórn fornfræðings-
ins Helge Ingstad, telji sig hafa
fundið sannanir fyrir því, að nor-
rænir menn hafi búið á norður-
strönd Nýfundnalands um árið
1000. Hafa leiðangursmenn fund-
ið leifar sjö húsa um 16 km. vest
an við Bauld-höfða, sem þeir telja
að verið hafi bústaður nprrænna
manna.
Tsjombe kvaöst vilja
semja við Adoula
Segist nú aðeins bíða svars
hans við tilboði sínu
Elisabethville, 27. sept.
(NTB/Reuter)
TSJOMBE, Katangaleiðtogi,
skoraði í dag á Cyrille Ad-
oula, forsætisráðherra mið-
stjórnar Kongó í Leopold-
ville, að koma til viðræðna
við sig á hlutlausu lands-
svæði, með það að markmiði
að ryðja úr vegi öllum á-
greiningsmálum hinna 2ja
stjórna. — Ég skora jafn-
framt á alla velviljaða menn
að veita mér lið við að koma
á slíkum fundi, sagði Tsjom-
be á blaðamannafundi, — og
ég vænti þess, að við (hann
og Adoula) munum fínna
lausn, sem allir megi vel við
una. —¦
— • -
Tsjombe sagði, áð enda þótt
stjórn sín hefði nú mjög sterka
aðstöðu eftir 6rslit bardaganna
við lið Si> í F.atanga, vildi hann
leggja áherz'.u á ósk sína um
„samninga við hina kongósku
bræður mína — án utariaðkom-
andi íhlutunar". — „Því bið ég
Adoula forsætisráðherra að hitta
mig á hlutlausu svæði, og bíð
ég nú svars hans".
í dag var það haft eftir heim-
ildum, sem standa Tsjombe
Framh. á bls. 2..