Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 28. sept. 1961 MORCVNBIAÐIÐ 23 — Samningsslit Framh. af bls. 3. sjúkrahúsa falli niður, en iðgjöld (hinna tryggðu lækki að sama skapi. í>ó skal samlagsstjórn m.a. heimilt, að fengnu samþykki tryggingaráðs, í stað þess að lækka iðgjöldin, að verja fé því, sem sparast, til greiðslu til hinna tryggðu upp i kostnað við læknis Ihjálp. S.R. hefur ekki tekið á- kvörðun um, hvora þessara leiða |það muni velja. Ef ekki næst samkomulag við einkasjúkrahús, þ. e. sjúkrahús, þar sem læknis- þjónusta er ekki innifalin í dag- igjaldi, getur Tryggingastofnunin ákveðið, að samlagið endurgreiði sjúklingum tiltekna upphæð fyr- ir hvern legudag upp í kostnað- inn. Um þessi atriði mun sam- lagið birta auglýsingu næstu daga“. ★ Tilboði um bráðabirgða- samning hafnað Guðjón Hansen sagði á blaða mannafundinum, að stjórn S.R. hefði kallað þennan fund saman til þess að koma á framfæri leið- réttingum á ýmsu, sem um þessi mál hefði birzt í blöðum að und- anxörnu frá L.R. Stjóm S.R. íhefði hins vegar ekki talið þetta tímabært fyrr en nú, þar sem útséð væri um það, að samning- ar næðust ekki, en læknar hefðu nú endanlega hafnað tilboði S.R. um bráðabirgðasamning. Sagði Guðjón, að ekki væri hægt að skilja viðbrögð lækna öðru vísi en svo, að þeir annað hvort vildu alls ekkert samkomulag við S.R., eða vildu halda til streitu kröf- um, sem ekki er nokkur leið að fallast á. ★ Gerðardómi hafnað Þá gat Guðjón þess, að skv. almannatryggingalögunum ætti að skipa gerðardóm í deilu sem þessari, ef ekki næðist samkomu lag og skyldu þá deiluaðilar til- nefna hvor sinn fulltrúa og hæsti réttur oddamann. Hins vegar gætu aðilar einnig neitað að skipa fulltrúa í gerðardóminn,, sem þýddi það, að algjör samn- ingsslit yrðu. Þetta hafa læknar nú gert, sagði Guðjón Hansen. ★ 14,9 millj. kr. vegna grreiðslna, sem nú falla niður Fjárhagsleg þýðing þeirra liða læknisþjónustunnar, sem S.R. tekur nú ekki lengur þátt í, þ. e. greiðslur vegna læknis- hjálpar utan sjúkrahúsa og á jþeim 3 sjúkrahúsum, þar sem ekki eru fastráðnir læknar, sést bezt á því, sagði Guðjón, að á sl. ári námu útgjöld S.R. vegna þessara liða, 14,9 millj. kr. Og yrði gengið að kröfum lækna nú rnundu þær meira en tvöfaldast. Áfram tekur S.R. þó þátt í kostn aði vegna sjúkrahúsvistar, lyfja og dagpeninga. L.R. mun skiþu- leggja næturþjónustu, en lækn- um verður veitt fyrirgreiðsla í (heilsuverndarstöðinni af Reykja- víkurbæ og S.R. á sama hátt og éður. ★ Iðgjöld mundu lækka um rúman helming í greinargerð S.R. kemur það fram, að skv. almannatrygg- ingalögunum er gert ráð fyrir því, að þegar samningslaust verður falli greiðsiur S.R. vegna 6júkrahjálpar utan sjúkrahúsa niður, en iðgjöld hinna tryggðu lækki að sama skapi. Skal þó eamlagsstj órn heimilt, að fengnu Bamþykki tryggingarráðs, að verja fé því, sem sparast til greiðslu til hinna tryggðu upp í kostnað við læknishj álp í stað þes« að lækka iðgjöldin. Að- spurður um lækkun iðgjalda, ef 6Ú leið yrði farin, svaraði Guð- jón Hansen því til, að þau mundu lækka um nokkru meira en helming. Á sl. ári hefðu ið- gjaldagreiðslur tU S.R. numið um 20,5 millj. kr., en útgjöldin vegna Þeirra liða, sem nú falla niður 14,9 millj. kr. Ekki er þó víst að þessi leið sé fær, þar sem iðgjöldin eru greidd af hinum tryggðu og með framlögum ríkis og sveitarfélaga. Ef lögin yrðu ekýrð á þann veg, að framlög tveggja siðarnefndu aðilanna Jækkuðu jafnhliða framlögum binna tryggðu sagði hann, að ó- Skákmótið í Bled BLED, 27. sept. — Allar biðskák- ir hafa nú verið tefldar á skák- mótinu hér. 13. umferð: Udovcic gaf bið- skák sína við Trifunovic án frek- ari taflmennsku. Matanovic og Petrosjan sömdu um jafntefli án þess að tefla. Keres og Bertok gerðu jafntefli eftir 48 leiki. 14. umferð: Petrosjan vann Bertok í 62 leikjum. Gligoric vann Matanovic í 66 leikjum. Donner og Geller gerðu jafntefli. 15. umferð: Fiseher vann Portisch í 48 leikjum, Tal vann Bisquier í 61 leik. Friðrik Ólafs- son vann Darga í 69 leikjum. Jafntefli varð hjá Naidorf og Pachmann eftir 46 leiki og Mat- anovic og Donner eftir 55 leiki. Staðan eftir 15 umferðir er þessi: 1.—2. Fischer og Tal 11 vinn- inga, 3. Gligoric 10% v., 4.—5. W Petrosjan og Keres 10 v., 6.-7. Trifunovic og Geller 8% v„ 8.—9. Bisquier og Naidorf 8 v„ 10.—11. Parma og Donner 7% v., 12. Portisch 7 v., 13.—14. Mat- anovic og Darga 6% v., 15. Paehmann 6 v., 16. Friðrik Ólafs- son 5% v., 17. Germek 5 v., 18.—19. Ivkov og Bertok 4% v. og 20. Udovic 4 v. ' Ekkert var teflt í dag, en mót- ið heldur -áfram á morgUn. Myndin var tekin á Reykjavíkurflugvelli 26. þ. m. er feg- urðardrottningar Finnlands, Danmerkur og Svíþjóðar voru að leggja af stað með flugvél Loftleiða. Á myndinni sjást þau María Guðmundsdóttir og Einar Jónsson, er fylgdu þeim til skips, og flugstjórinn, Ingvar Þorgilsson. Horf ðu reiður um öxl“ í síðasta sinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur nú sýnt hið þekkta leikrit John Osborne 81 sinni og verður siðasta sýning in á leiknum annað kvöld. — Sýningin hefur hlotið mjög góða dóma. FLATEYRI, 26. sept. — Sauð- fjárslátrun hófst hér í dag hjá Kaupfélagi önnfirðinga. Að þessu sinni verður slátrað um 500 fjár. Er l>að talsvert meira en í fyrra. — Fréttaritari. Tvær ráðu- neytisstöður lausar SAMKV. auglýsingu í Lögbirt ingablaðinu eru tvær stöður, sem ráðherra veitir, lausar við dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið. önnur er fulltrúastaða, en hin staða skjalavarðar í ráðu- neytinu. Umsóknarfrestur er í báðum tilvikum til 17. okt. hugsandi leið. væri að fara þessa ár Hækkun á læknaþjónustunni Samkvæmt áætlunum L.R. nefndi Guðjón Hansen nokkur dæmi um hækkun á almennri læknaþjónustu: Viðtal án rann- sóknar 40 kr., símaviðtal 30 -kr., viðtal með skoðun 60 kr., vitjun 110 kr., vitjun að næturlagi senni lega 220 kr. Dæmj um hækkun á sérfræð- ingataxta. Fyrstu 2 viðtöl hjá lyflæknum o. fl. 195 kr. hvort um sig en kosta nú 89 kr. Fyrstu 2 víðtöl hjá handlæknum 157,50 kr. hvort um sig, en kosta nú 59,35 kr. Seinni viðtöl hækka yfirleitt heldur minna, en ýmsar aðgerðir hjá handlæknum aftur man meira. Læknar buðu 10% afslátt frá þessum töxtum, ef samningar tækjust milli þeirra og S.R. ár S.R. hlynnt endurskipulagn- ingu Guðjón Hansen vék nú að tillögum L.R. um endurskipu- lagningu læknaþjónustunnar og kvað S.R. hafa talsverðan áhuga á samvinnu um að hrinda sum- um þeirra í framkvæmd, þ. á m. starfsskiptingu lækna. En meðal annarra endurskipulagningartil- lagna L.R. nefndi hann styttan vinnutíma, alls konar fríðindi og ýmsar skyldur, sem þeir telja lagðar sér á herðar, ef tillögur þeirra næðu að ganga. Kvöldskoli KFUM uð hefjost Læknar áætla í kostnað 224 þús. kr. Loks skýrði Guðjón Hansen frá því, a, læknar byggðu kröf- ur sínar um hækkun m. a. á áætlun, sem þeir hefðu gert um kostnað sinn vegna stofu, bif- reiðar og fræðslu. Er áætlunin miðuð við 1500 sjúkrasamlags- númer. en skv. henni áætla lækn ar árlegan kostnað sínn 224 þús. kr. Kvað Guðjón þó margt at- hugavert við áætlun L.R. í hin- um nýju kröfum sínum gera læknar hins vegar ráð fyrir 2000 sjúkrasamlagsnúmerum sem hámarki hjá lækni, sem stundar eingöngu heimilislæknisstörf og rúmlega 300 kr. gjaldi á númer, að meðtöldum greiðslum fyrir börn, svo að árstekjur þeirra yrðu samkvæmt því rúmlega 000 þús. kr. að frádregnum kostnaði, sem læknar telja e. t. v. 250 þús. kr. eða 350 þús. kr. tekjur nettó. KVÖLDSKÓLI KFUM, sem starfað hefur um langt árabil hefst samk- æmt venju í byrjun október. Einskis inntökuprófs er krafizt, en öllum þeim, sem lok- ið hafa prófi 1. bekkjar gagn- fræðastigs er heimil skólavist. Einkum er hann ætlaður þeim, sem stunda ýmis störf á daginn, en vilja jafnframt leggja stund á nám að kvöldi. Rétt er að benda þeim ungling- um, sem ekki hafa lokið lög- boðnu skyldunámi, að þeim gefst kostur á að ljúka því í Kvöldskóla KFUM. Helztu námsgreinar skólans eru íslenzka, enska, danska, kristin fræði, reikningur, bók- færsla auk handavinnu stúlkna. Enn er tækifæri fyrir þá, sem hug hafa á skólavist á vetri kom- anda að láta innrita sig í skólann í verzluninni Vísi Laugav. 1. Skólinn verður settur mánud. — Aukin fræðsla Frh. af bls. 11 Verður því að telja, að stór ávinn ingur væri að því að viðurkennd rafföng og efni væri auðkennd. Fundurinn beinir því þeim til- mælum til Rafmagnseftirlits ríkis ins að það komi því til leiðat eftir því sem tök eru á, að raflögn og efni til raforkuvirkj sem hlotið hafa samþykkt Raf- fangaprófunar Rafmagnseftirlits ríkisins, verði auðkennd með (í) merkinu og með þeim hætti, sem og öðrum tiltækilegum ráðum, verði útilokað eftir föngum að þeir hlutir, sem viðurkenningar- skyldir eru, séu á boðstólum óvið- urkenndir. Fundurinn naut fyrirgreiðslu ýmissa aðilja, svo sem Rafmagns- eftirlits ríkisins, Laxárvirkjunar Og Raíveitu Akureyrar, sem bauð fundarmönnum í ferð að Mývatni og Laxárvirkjum. 2. okt. kl. 19.30 í húsakynnum KFUM og K við Amtmannsstíg. Þess er vænzt, að væntanlegir nemendur eða einhverjir í þeirra stað mæti við skólasetningu. Nánari upplýsingar um skól- ann eru veittar í síma 37047. Drengur slasast AKRANESI, 27. sept. — Á ellefta tímanum í morgun varð ellefu ára drengur, Sigurður Jónsson Mýrdal, til heimilis á Vestur- göfcu 67, fyrir slysi á gatnamót- um Vesturgötu og Krókatúns. Vörubifreiðin E-153 hafði ný- tekið beygju fyrir keiluna neðst á Skólabrautinni á leið niður Vesturgötuna, en þá kom Sigurð- ur -litli á hraðri ferð á hjóli út úr Krókatúni inn á Vesturgötu. Enda þótt bíllinn hemlaði (förin mældiust 4ra metra löng), ók drengurinn framarlega á hægri hlið bílsins. Við það kastaðist hann af hjólinu ofan á steypta götuna og hlaut höfuðhögg, svo að hann missti meðvitund. Flytja varð hann í sjúkrabíl upp í sjúkrahúsið. Er hann þar í rann- sókn. — Oddur. Leiðrétting í FRÉTT um almennan kirkju- fund 22.—24. ofct. nk. varð sú villa í gær að sagt var að dr. Árni Helgason flytti erindi. Hér er um að ræða dr. Árna Árnason lækni. — Leiðréttist þetta hér með. )ar \ Einmeimings- keppni í bridge ÖNNUR umferð einmennings- keppninni Bridgefélags Reykja- víkur fór fram sl. þriðjudag og eru 16 efstu, sem hér segir: 1. Jakob Bjarnason 2. Jónas Bjarnason 3. Eiður Gunnarsson 4. Þórir Sigurðsson 5. Guðjón Kristjánsson 6. Guðrún Bergsdóttir 7. Ásbjörn Jónsson 8. Árni Jónsson 9. Björgvin Færseth 10. Hjalti Elíasson 11. Árni Guðmundsson 12. Steinn Steinsen 13. Hans Nielsen 14. Jón Björnsson 15. Sigurj. Sigurbjörnsson 16. Jóhann Lárusson 3. umferð fer fram í Skátaheim ilinu í kvöld og hefst kl. 8. 827 745 724 723 720 714 713 711 701 698 698 697 696 692 691 689 — Allsherjarþingið Framhald af bls. 1. hann ræddi um tillögur Rússa um friðarsamninga við Þýzka- land, — en slíkar breytingar má ekki gera með - úrslitakostum eins aðilans, heldur með sam- þykki allra. Og enginn má hafa það að markmiði að ná pólitísk- um sigri í slíku máli — takmark- ið verður að vera sanngjarnt samkomulag. — Ef samningar verða um Berlín, sagði hann, verða þeir að kveða afdráttar- laust á um frjálsar samgöngur við borgina og — að íbúarnir í Vestur-Berlín fái að njóta áfram þess frjálsa lífs, sem þeir hafa kosið sér. Og allir samningar um Þýzkalandsmálin verða að grund vallast á sjálfsákvörðunarrétti Þjóðverja, hvort sem þeir eiga heima í Austur- eða Vestur- Þýzkalandi, Vestur- eða Austur- Berlín. ★ GEGN „ÞRÍSTJÓRN" Home hafnaði algerlega „þri stjórnar" tillögum Rússa — og kvaðst sannfærður um, að mik- ill meirihluti þjóða vilji, að SÞ hafi einn traustan, hlutlausan framkvæmdastjóra. f þvi sam- bandi komst hann m.a. svo að orði: — Ef við nokkru sinni viður- kennum þá kenningu (Rússa), að enginn einn maður geti af hlutleysi framkvæmt fyrirmæli Öryggisráðsins, þá er eins gott fyrir aðila SÞ að taka saman föggur sínar og halda heimleið- is — því að þá er svo komið, að heimurinn er orðinn siðferðilega gjaldþrota. — Hann kvað Breta vilja SÞ sem sterkastar — en þá verður Allsherjarþingið líka að gera ráðstafanir til þess að koma á fót „lögregluliði" samtakanna, sem verði annað og meira en samtíningur úr ýmsum áttum, sagði Home. — Hann vísaði al- gerlega á bug þeim ásökunum, sem fram hafa komið um, að Bretland hafi lagt stein í götu síðustu aðgerða SÞ í Kongó. — Þvert á móti hefðu Bretar lagt sig í líma til að starf samtakanna þar mætti bera sem ríkastan ár- angur — en hins vegar hefðu þeir frá því fyrsta varað við þvi, að samtökin snerust á sveif með einhverjum einusm aðila innan- landsátakanna í Kongó. * HÆTTIÐ LEIKNUM Loks skoraði Home lávarður á Sovétríkin að hætta að notfæra sér öll þjóðleg og alþjóðleg vanda mál til eigin framdráttar. — Lát- um Sovétrikin sýna öllum heimi, að hið kommúníska þjóðfélags- kerfi sé hið bezta — ef þau geta, sagði hann. Bretar óttast ekki slika samkeppni — en við biðj- um Sovétríkin að láta af því að æsa bróður gegn bróður, því að á vorura alvarlegu tímuin er það ekkert minna en leikur að kjarn- orkueldinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.