Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUTSBL AÐIÐ Fimmtudagur 28. sept. 196» ÞAÐ ER nú sem óðast að renna upp fyrir mönnum, að í hinu mikla vopnakappMaupi, sem nú virðist vera að komast í algleymi í heiminum, verður sigurinn kominn undir einni sérstakri grein vopna — en það eru eldflaugar til varnar gegn eldflaugum. Sú þjóð, secm fyrst eignast slíka eldflaug — við skulum kalla hana: „gagn flaug“ til aðgreiningar frá / SÍ^uvtu 3 únun huta Ruísar lugt á ímíðt rika aheriÍLV nflau^aUíi'fa.. baicma $em ókorí Iwjur ex kjarnorkuhiefcla. hce]\r vcl trjonu ílíkrar gagnflauíjar Vú cr vcrí6 aí vinna ab fullkomnun |leaarar nleÁilu. í\ titraunír cru C\n$ v«1 á vetj komnnr wpp'ýíin<^ar 3avda - riU.jamanria bcnáa til, gela Rús5ar or$i& tö lu- vert a antlan þeimu*n •fram1ci6<lu I acuja • tf fya farri, dúeti Kru5tcfp or&íá fcr5on^varí á ölturri ■frífcqrráðS'fcefnum, cy 'fénqi& bvi •framqenqt sem banh vill. ^ Geta gagnflaagai /*•* x !•- O raðio arsutam? venjulegum eldflaugum — kemur til með að hafa í hönd um sór gífurlegt vald — vænt anlega úrslitavald á kjamorku öld. Ýmsir aðilar í Bandaríkjun um hafa haft fullan hug á því undanfarin ár, að vinna sem ötulast að gerð slíkra gagn- flauga, en ekki notið stuðn- ings stjórnarvaldanna sem skyldi og því ekki fengið nægi legt fé í hendur til þess að geta unnið svo nokkru nemi að rannsóknum. Bandaríska vikuritið U. S. News & World Report skýrir frá því, að talið sé, að Rúss- ar séu vel á veg komnir í smíði slíks vopns og miði eld flaugatilraunir þeirra, er hóf ust 13. sept s.l. að því að full- komna gerð gagnflauga. Sér- fræðingar telja hinsvegar, að Bandaríkjamenn eigi að minsta kosti fjögur ár eftir enn til þess að fullkOimna fyrstu gerð gagnflauga 'sinna, sem þeir nefna „Nika-Seifur“. Vitað er, að Hússar byrjuðu seinna á þessum tilraunum en Bandaríkjamenn, en síðan þeir hófust handa, hafa þeir látið þær standa fram úr ermum svo um munar, og er því alls ekki talið ólíklegt, að Rússar verði á undan Bandaríkja- mönnum um framleiðslu gagn flauga. „Mjög alvarlegt mál“. Þessar staðreyndir hafa vald ið mörgum opinberum aðilum í Bandaríkjunum miklum á- hyggjum. f ræðu sem yfirmað- ur flughers Norður-Ameríku hélt 10. september s.l. sagði hann mál þetta „mjög alvar- legt“. Og aðrir telja, að með slíkt varnarvopn í höndum geti Rússar þvinigað fram næst um hvað sem er. Væru Rússar færir um að hefja kjarnorku- styrjöld, án þess að eiga á hættu að tortímast sjálfir, væru þeir í aðstöðu til þess að fá öllum sínum kröfum fram gengt í hverju máli sem er. Á sama hátt gætu Bandaríkja- menn ef þeir hefðu slíkt varn acyopn í höndum haldið kröf- um Krúsjeffs í skefjum svo ekki séu nefndar milljónir manna sem hver slík gagn- flaug gæti bjargað frá tortím ingu. Eldflaugakerfi Bandaríkj- anna er að verða stöðugt mi'k ilvægara. Rússar hafa nú hafið umfangsmiklar tilraunir bæði með kjarnorkusprengjur og eldflaugar. Þeir hafa sprengt 13 kjarnorkusprengjur síðan um mánaðamót sl. og síðan 14. sept. hafa þeir skotið á loft tveim margþrepa eldflaugum. Forystumaður eldflaugatil- rauna í Sovétríkjunum K. S. Moskalenko sagði í ræðu 13. sept. s.l., að Rússar gætu ger- eytt óvinaþjóðum í árásum, sem útilokuðu hverja gagn- árás. Það vill segja, að Krú- sjeff byggir upp skref fyrir skref möguleika Rússa á að heyja og sigr>a í einhliða styrj- öld þannig, að fórnarlömb hans fái engum vörnum við komið. Og sérfræðingar telja, að kokhreysti Krúsjeffs síð- ustu mánuðina megi rekja til þeirrar vissu hans, að Sovét- ríkin muni fyrr en varir hafa pálmann í höndunum — þ.e.a. s. hina mikilvægu gagnflaug. Hver er ástæðan? En hver er ástæðan fyrir þvi, að Bandaríkjamenn standa Rússum að baki í þessu máli? U. S. News & World Report segir, að yfirmenn Bandaríkjahers og forystu- menn fyrirtækisins Western Electric Company, — sem er aðalverktaki hersins 1 eld- flaugasmíðum — hafi um LÁTIÖ LAMPM frá Húsbúnaði Jýsa heimilin Munið húsgögnin frá húsbúnaði Laugavegi 26 þriggja ára skeið verið þess fullvissir, að unnt sé að fram- leiða gagnflaugina Niku-Seif með góðum árangri. Þeir hafa smíðað þriggja þrepa eldflaug, búna föstu eldsneyti, og hefur hún 450 þús. punda upphafs- þrýsting, þegar hennir skotið á loft. Sú eldflaug á að geta lyft kjarnorkuvopni í 75 mílna hæð á örfáum sekúndum. Þar myndi vopnið splundrast í námunda við árásarvopnið, sem væntanlega færi með ca. 18.000 mílna hraða á klst. Ekki er nauðsynlegt að hitta beint. Sprengingin frá Níku-Seifi lamar eyðileggingarmátt árás arvopnsins. Til þess að koma upp stöðv um fyrir gagnflaugar af gerð- inni Níka-Seifur í bandarísk um borgum á sem stytztum tima, fóru yfirmenn hersins fram á bráðabirgðafjárveit- ingu til framleiðslu einstakra hluta flaugarinnar. Til dæmis þarf til einnar samstæðu hundruð milljóna transistora í hin fullkomnu og flóknu rat- sjártæki flaugarinmar. Þessa hluti tekur mánuði og áx að framleiða. Herinn fór ennfrem. ur fram á fjárveitingu til þess að koma upp takmörkuðum fjölda stöðva í helztu borgutm til að byrja með, meðan síð- ustu tilraunir með gagnflaug- ina væru gerðar. öllum slíkum umsóknum landhers, flughers og margra áhrifamikilla þing manna Bandaríkjaþings var hafnað. Stjórn Eisenhowers neitaði árið 1959 að láta af hendi 137 milljónir dala, sem þingið hafði sérstaklega ætlað til framleiðslu gagnflaugarinn ar - á þeirri forsendu, að ekki hefðu fengizt fullnægjandi sannanir fyrir starfshæfni flaugarinnar. í stað þess var hernum gert að reyna flaugina næsta ár gegn Atlas-flugskeytum, sem skotið yrði á loft frá Kyrra- hafi. Þessa skipun staðfesti stjórn Kennedys snemma á þessu ári. Margir sérfræðingar innan sem utan hermálaráðuneytis- ins telja þessa varkárni hættu lega. í hinum stærri áætlun- um Bandaríkjamanna um framleiðslu margbrotinna og fullkominna vopna, er ekki ó- venjulegt að leyfa fyrirfram kaup á hlutum, sem vitað er, að langan tíma tekur að fram leiða. Sérfræðingar telja, að taka muni fjögur ár — að af- loknum tilraunum á Kyrra- hafi — að fullgera fyrstu gagn flaugastöðina fyrir Níku-Seif. Rök með og móti. Fyrrgreindar ákvarðanir bandarískra stjórnvalda má rekja til ráða fámenns hóps sérfræðinga í varnar- málaráðuneytinu. Andstaða þeirra gegn áætluninni um Níka-Seif kom greinilega fram við harðar umræður á þinginu. Aðalrök þeirra em þrenn: — 1) Vera kann, að gagnflaugin Níka-Seifur bregðist sök- ' um þess, að ekki hefur fundizt leið til þess að greina milli hlaðinna eld- flauga og óhlaðinna „tál- fugla“. 2) Þótt Níka-Seifur reynist eins og ætlazt er til, verður flaugin svo dýr í fram- leiðslu, að einungis verður unnt að nota hana til varn ar litlum hluta þjóðarinnar. Þeim 10 milljörðum dala, sem áformað væri að veita til framleiðslu þessarar gagnflaugar væri betur var ið til þess að efla annan vopnabúnað. 3) Engin trygging sé fyrir því, að Bandarikj aimenn muni eiga nægilega mörgum gagnflaugum á að skipa til þess að verjast hugsanlegri eldflaugaárás. Sumir vísindamenn telja, að kostnaðarminna yrði og betra að varpa fyrir borð hugmynd um um Níku-Seif og reyna í stað þess að finna ráð til þess að eyða eldflaugum óvinarins skömmu eftir að þeirn er skot ið á loft. Stuðningsmenn áœtlunarinn ar um Níku-Seif svara þessu til: — 1/) Umræddar gagnflauga- stöðvar ráða við allt, sem til þessa hefur verið fundið upp. Það verður ekki unnt að ginna ratsjártækin þann ig, að þau sendi flaugar gegn óhlöðnum tálflaugum. 2) Kostnaðurinn við gerð slíkra gagnflaugastöðva yrði lítill imiðað við það tjón er hlytist af eyðingu bandarískra stórborga. — Bandaríkjamenn hafa til þessa varið fimmtíu sinn- um meiri fjárupphæð til framleiðslu gagnárásar-eld flauga, en til gagnflaugar- innar Níku-Seifs. 3) Ekkert kerfi stenzt ofur- efli. En jáfnvel takmörkuð vörn mundi torvelda Rúss- um áætlanir um árásar- stríð. Krúsjeff gæti aldrei sent eldflaugar sínar af stað í fullvissu um að geta gereytt bandarísku þjóð- inni á svipstundu. Af tilraunum á næsta ári, sem frarn fara á Kyrrahafi ætti að fást skorið úr deilunni um hæfni gagnflaugarinnar til að greina á milli tálflauga og hlaðinna eldflauga. Tilrauna- flaugum verður skotið á loft frá Kwajalein gegn Atlasflug- skeytum, sem aftur verður skotið á loft frá Kaliforníu í 4000 mílna f jarlægð. Beri þær tilraunir góðan á- rangur verður hafin fram- leiðsla gagnflauga af gerðinni Níka-Seifur. Úrslitin í kapphlaupinu við Rússa fara svo eftir þvi hversu vel þeim sjálfum miðar áfram við eigin tilraunir með gagn- flaugar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.