Morgunblaðið - 08.10.1961, Page 8

Morgunblaðið - 08.10.1961, Page 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. okt. 1961 Hve mikið reykjum við? ÁFENGI og tóbak eru þau' nautnalyf sem mest eru notuð um allan heim, einkum meðal menningarþjóðanna, en hvoru- tveggja hafa átt greiðari aðgang að mörgum svokölluðum villi- þjóðum heldur en ýmsir menn- ingarstraumar, því margir hafa reynst námfúsari á að reykja og drekka heldur en að lesa og skrifa. Áfengið er ævagamalt, svo gamalt að elztu sögur geta um víngerð og víndrykkju. Gamli Nói drakk sig fullan og varð séri til skammar, en hvergi er getið um reykingar í liblíunni. f>að er fyrst eftir að Ameríka finnst að tóbaksnotkun fer að breiðast út í Evrópu, fyrst sem neftóbak við konungshirðarnar í Frakklandi og Portúgal á 16. öld, en seinna koma reykingarnar til sögunnar. aðallega í pípu og síðan sem vindlar. Það er fyrst á seinni hluta 19. aldarinnar sem menn fara að reykja tóbak í pappír, og ekki fyr en á þessari öld að xnenn fara að framleiða og reykja sígarettur í stórum stíl, fyrst í Bretlandi, síðan í Banda- ríkjunum, en á Norðurlöndum verður Finnland fyrst til að setja upp sígarettuverksmiðju í Ábo Um 1910. Stórframleiðslan heimtar aukna neyzlu, sem aftur heimtar miklar auglýsingar, og sígarettu- auglýsingar hófust í stórum stíl í þessum þremur löndum á fyrstu tveim tugum þessarar aldar. Bret ar urðu á undan öllum öðrum að taka upp sígarettureykingar í stórum stíl, og Bandaríkin og Finnland sóttu fast á eftir, en síð an sigldu önnur Evrópuríki í kjölfárið. Sígarettureykingar á íslandi hófust tiltölulega miklu seinna svo nokkru næmi en i öðrum Ev- rópulöndum. Þegar Bretar reykja 786 sígarettur á mann, árið 1924. eru hér á íslandi ekki reyktar nema 108 sígarettur á mann. Og þegar þeir reykja 1050 sígarettur árið 1932. erum við enn ekki komnir upp í meira en 250 síga- rettur á mann á ári. En eftir að seinni heimstyrjöldin brýzt út aukast reykingar hér hröðum skrefum, svo að um það bil sem styrjöldinni er lokið erum við komnir upp í 700 sígarettur á mann á ári. En, eins og sézt af meðfylgjandi línuriti, þá fer fjarri því að reykingarnar standi í stað eða úr þeim dragi eftir ófriðinn. Þær fara vaxandi hröð um skrefum ár frá ári, og lítur ekki út fyrir annað en að svo verði enn um langan tíma. I (Sjá línurit efst til hægri) Nú vita allir, að mikið af síga- rettum, sem hér er reykt, fer ekki í gegnum Tóbakseinkásöl- una. Samkvæmt upplýsingum frá tollyfirvöldunum er talið að i 40.000 lengjur (carton) af síga- I rettum komi inn í landið með farþegum og áhöfnum skipa og flugvéla með löglegu móti, og bætast þá 8 milljón sígarettur á ári við það sem fer í gegnum Tóbakseinkasöluna. Er sígarettu- neyzlan því vafalaust komin upp í 205 milljónir á ári, eða sem næst 1200 sígarettum á ári á hvert mannsbarn í landinu. Mið- að við þá sem eru 15 ára og eldri verða þetta rúmlega 1700 sígarett ur á ári fyrir hvern karl og konu. Og þar sem láta mun nærri að rúmlega helmingur lands- manna reyki ekki er óhætt að tvöfalda þessa tölu rúmlega, a. m. k. upp í 3650 á ári, sem sam- svarar 10 sígarettum að meðal- tali á hvern reykjandi mann árið um kring. Sígarettuneyzla í ýmsum lönd um. Fjöldi sígaretta pr. mann a árL komu til krufninga 21 árs og eldri. Margir hafa talið að óhætt væri að reykja 10 sígarettur á dag, án þess að því fylgdi nokk- ur hætta, en reynzla okkar og annarra bendir eindregið til þess að jafnvel þetta sígarettumagn geti orðið sumum hættulegt. Hvaða sjúkdómum getum við búizt við af reykingunum? Allir kannast við reykinga- hóstann, sem flestir fá sem reykja rtokkuð til muna. Reykur- inn ertir slímhúðir öndunarfær- anna, allt frá koki og niður í lunga, svo að þær roðna og þrútna. Flest reykingafólk fær því króniska kokbólgu, bronchitis og barkabólgu, iðulega með nokk uð sérkennilegum morgunhósta. Auk þess er tóbakið æðaeitur, en misjafnt hve menn eru næmir fyrir bví. Hjá þeim sem eru næm- ir fyrir því er hætt við að innri lög slagæðaveggjanna þykkni, og getur það valdið þrengslum, sem geta orðið mjög hættuleg, eink- um í kransæðum hjartans, sem hættir þá til að stíflast og lokast. Kransæðastífla hefur farið mjög vaxandi bæði hér og í öðrum löndum og er útlit fyrir að reyk- ingar eigi þar töluverða sök. en þó ekki alla, því að þar kemur vafalaust fleira til. En hjá 1700 1600 1500 1400 1300 1200 1100 1000 900 800- 700 600 500 400 300 200j 100 15 ára pg eldri Salaá s'garetturt pr ftrlnh 1320-1959 3920 1930 1340 1950 1960 Hvað kostar það? U. S. A. ..... Ár. ... 1953 Fjöldi. 4700 Bretland 1800 Sviss 1583 ísland ... 1960 1120 Danmörk ... 1960 977 V. Þýzkaland . ... 1953 860 f talia ... 1953 663 Svíþjóð 621 Verra getur það verið, munu sumir segja, og saU er það. Lengi getur vont versnað og öll líkindi eru til þess að reykingarnar eigi eftir að ná til stærri hundraðs-l hluta af þjóðinni og að fjöldi' fólks eigi eftir að reykja meira, en það gerir nú. En það ástand sem nú ríkir í þessum málum er, fullkomið áhyggjuefni þeim mönnum sem er annt um heil-, brigði íslendinga, þótt ekki! versni frá því sem nú er. Hér á eftir fer tafla yfir fjölda lungnakrabbameina sem fundizt hafa við krufningar hér. Þessi tafla sýnir að lungnakrabbamein hefir vérið mjög sjaldgæft fram eftir þessari öld, en upp úr 1950 fer að bera meira á því, og nú er að því kpmið, að ekki er lengur unnt að segja að þetta sé sérstaklega sjaldgæfur sjúkdóm- ur. Allar líkur benda til að sjúk- dómurinn muni fara ört vaxandi á bessum áratug, ekkí aðeins hjá körlum, heldur einnig hjá kon- um. 1959 voru skráð 20 krabba- mein i lungum hér á landi, á móti 1—2 árlega fyrir 20 árum. 42 4= nj H 44 cð 42 42 m ÍH 44 ca cd Tl cð ao 3 3 tS 3 a o tui c 3 '< M ►4 « 1932—40 356 2 0.6 288 1 1941—45 270 3 1.1 208 0 1946—50 392 6 1.5 224 2 1951—55 409 13 2.9 372 4 1956—60 661 19 3.0 513 12 Lungnakrabbamein fundið krufningar á þeim sem voru 21 árs og eidri (Reykjavík). % á 1 við hundraðshluta allra sem mönnum sem eru sérstaklega' næmir fyrir reykingum geta æð- arnar stíflast á tiltölulega ung- um aldri, einkum í hjarta og í ganglimum, sé**taklega slagæð- um læranna (Búrgers sjúkdóm- ur). Þessa sjúkdóms fer iðulega að verða vart á fertugsaldri, að- allega hjá karlmönnum, Rann- sóknir á 484 mönnum í Cin- cinnati í U. S. A. leiddu í ljós að ef&ir prófessor I\SieIs Dungal allir sem fengu kransæðastíflu yngri en 41 árs voru reykinga- menn, og allir nema einn sem voru yngri en 46 ára. Þetta kem- ur vel heim við okkar reynzlu. Lungnakrabbameinið gerir sjaldan vart við sig fyrr en á fimmtugsaldri. Þó höfum við séð' menn deyja úr því hér innan við fertugt, ef þeir hafa byrjað að reykja upp úr fermingaraldri, eins og margir gera nú. Hvað kosta reykingarnar í peningum? Það er fljótreiknað, þegar Tó- bakseinkasalan selur um 200 milljón sígarettur á ári (10 millj. ' pakka) og útsöluverð á hverri sígarettu er um ein króna. Þegar I mannfjöldinn í landinu er um ! 180 þús., eins og láta mun nærri nú, þá kemur um 1100 kr. kostn- aður á hvert mannsbarn í land- inu vegna sígarettureykinga, eða 5500 kr. á ári á hverja 5 manna fjölskyldu. Þetta eru nýjar álög- ur, sem þjóðin hefir óbeðin lagt á sig möglunarlaust, ný byrði, sem ekki var t’il fyrir 50 árum. Seldar tóbaksvörur frá Tóbaksverzlun íslands: Neftóbak 4.016.206 7.942.000 Munntóbak 304.857 304.713 Reyktóbak 2.838.211 9.305.671 Vindlar 3.877.490 14.617.605 Sígarettur 34 331.630 140.628.470 Samtals: 45.368.394 172.798.459 En þetta er þó ekki allur kostn- lungnakrabbameinin munu fara langt fram úc magakrabbamein- unum. Þetta kapphlaup er nú hafið, og er sennilegt að þessi áratugur verði ekki liðinn áður en lungnakrabbameinið hefir náð magakrabbameininu, ef unga fólk ið heldur stefnu sinni í reyking- um. í Bandaríkjunum eru lungna- aðurinn við reykingarnar. og krabbamein nú víða orðin 5—10 sennilega arlls ekki mesti kostn- j sinnum algengari en magakrabba aðurinn. mein. Ef gera ætti upp allan kostnað við reykingarnar þyrfti að meta til peninga hvern einstakan af eftirfarandi liðum: 1. Tímatap. Enginn reykir svo að ekki fari tími til þess, sem betur mætti verja. Nú á dögum er ekkert dýrara en tími annarra. Eðlilegt er að atvinnurekendur vilji ekki kaupa reykingar starfsfólks síns. 2. Óhreinindi: Húsakynni óhreinkast af reyk og sóti, gluggatjöld sortna, og hvar sem til muna er reykt eykst ræstingarkostnaður. 3. Eldhætta eykst, svo að á hverju ári hljótast margir eldsvoðar, stærri og smærri af sígarettum, stundum svo að manntjón verður af. 4. Heilsutjónið er þó vafalaust kostnaðarsamast, því að reyk ingarnar valda sjúkdómum, eins og áður er sagt, sem leiða marga til bana. Hvernig má stemma stigu fyrir hættunni, sem fram undan er? | Engum sem lítur á meðfylgj- andi línurit, getur blandast hug- I ur um að sígarettureykingarnar munu fara ört vaxandi á næst- unni, ef ekkert sérstakt kemur til, sem breytt getur núverandi stefnu í þessum málum. Um 1970 verður sígarettuneyzla á hvert mannsbarn í landinu komin upp í 1800 á ári og fyrir þá sem eru 15 ára og eldri upp í 2500. Hér er aðeins reiknað með sölu einka- sölu-sígaretta, svo að gera má ráð fyrir að raunverulega yrðu tölurnar nær 2000 og 3000 um 1970. Um það verður ekki villst, að við erum á þeirri leið að lungna- krabbameinum hlýtur að fara stórkostlega fjölgandi frá því sem nú er og þótt magakrabba- rnein sé nú allra krabbameina algengast hér (um þriðja hvert krabbameiha í karlmönnum er í maga) þá er fyrirsjáanlegt að Eru nokkur ráð til, sem duga? Reynzlan hefir sýnt að sá sem hefir vanið sig á að reykja, á yfirleitt erfitt með að venja sig af því, og sú raun verður því erf- iðari, sem meira hefir verð revkt. Þeim sem vilja hætta að reykja, en treysta sér ekki til þess, má gefa eftirfarandi leiðbeiningar: 1. Veikindi, sem hitasótt fylgir, leiða oft til þess að sjúkling- inn langar ekkert í reyk með an hann er^veikur, né fyrst á eftir, getur oft ekki hugs- að sér að reykja fyrstu dag- ana á eftir. Slíkt tækifæri ætti hver sá að nota, sem vill hætta að reykja, því að þá er auðvelt að láta vera að byrja aftur. 2. Hætta að bera á sér sígarett- ur. Hjá mörgum eru síga- rettureykingar frekar vani en ástríða, og fyrir þá sem reykja ekki mikið, getur nægt að hætta að bera á sér sígarettur. 3. Hver kona sem verður barnshafandi ætti að hætta að reykja jafnskjótt og hún verður þess vör, því að full 'ástæða er til að halda að reykingar skaði þróun fóst- ursins. Móðir sem hefir barn á brjósti má alls ekki reykja, því að nikótín getur farið yfir í móðurmjólkina og stór- skaðað heilsu barnsins. 4. Hætta að selja sígarettur í lausasölu. Slík sala getur van ið börn á reykingar, Loks .þarf almenningsálitið á reykingum að breytast frá því sem nú ér. Unglingarnir virðast ! halda að það sé fínt að reykja. En það er hvorki fínt né „smart.“ j Það er fyrst og fremst heilsuspill andi og \j afnfratrtt sóðalegt, þar sem það óhreinkar andrúmsloft og umhverfi reykjandans. Ef vinnuveitendur, sem þurfa að ráða fólk til vinnu hjá sér, tækju upp þann sið að ráða síður .............— -------------

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.