Morgunblaðið - 08.10.1961, Síða 23

Morgunblaðið - 08.10.1961, Síða 23
^ Sunnudagur 8. okt. 1961 MORGVNBLAÐlb 23 — Siglufjörður fr Framh. af bls. 2 firði, og forystumaður bæjar- imála um áratugi á vaxtartíma- fbili kaupstaðarins. Hann var á sinni tíð kjörinn fyrsti heiðurs- tborgari Siglufjarðarkaupstaðar. Kl. 8,30 um kvöldið verður af- mælishátíð í Bíóhúsinu sem ein- göngu verður helguð tónlist sr. Bjarna Þorsteinssonar. Þar syngja Karlakórinn Vísir og Kirkjukór Siglufjarðar undir stjórn dr. Róberts A. Ottósson- ar og Páls Erlendssonar. Þá mun dr. Páll ísólfsson flytja erindi um tónlistarstarfsemi prófessors Bjarna. Sunnudaginn 15. okt. verður Ihátíðarmessa í Siglufjarðar- kirkju. Sigurður Stefánsson. vígslubiskup, þjónar við messu- igjörðina. Dr. Páll ísólfsson og Páll Erlendsson sjá um orgel- leik og stjórn söngs kirkjukórs- ins. Kl. 7 síðdegis verður kvöld- verður í boði bsejarstjórnar fyr- ir ýmsa gesti. Þá kemur út á afmælisdaginn ævisaga sr. Bjarna, sem Ingólfur Kristjáns son, rithöfundur, hefur tekið saman. Verður það vönduð bók og prýdd fjölda mynda. Útgef- andi er Siglufjarðarkaupstaður, Til stóð að taka í notkun nýtt pfpuorgel í kirkjunni þennan dag, en það verður því miður ekki komið til bæjarins nægi- iega snemma. I Leiðrétting í BLAÐINU í gær birtist grein undir fyrirsögninni „Guð er sál- fræðileg staðreynd“. Láðist að geta höfundar, en hann er Úlfur Ragnarsson læknir í Hveragerði. Biður blaðið velvirðingar á þessu Við höfund og lesendur. Leiðrétting 1 MINNINGARGREIN í blaðinu í gær um Halldóru Ólafsdóttur, Ihúsfreyju á Akranesi, var það ranghermt, að Guðmundur Páll Jónsson, maður Margrétar, dótt- ur Halldóru, væri leikprédikari. Guðmundur tók prestvígslu eftir að hann flutti til Vesturheims og hefur verið þar þjónandi prestur um langt skeið. -k Sunnudagskrossgdtan - Bréf frá New York Framh. af bls. 10. og Njálu. Birtir hún kort af þeim í bók sinni. Mjög virðist bókabúðum fara fjölgandi hér 1 New York. Haukur Morthens í norsk og danska útvarpinu HAUKUR MORTHENB, dægur-l lagasöngvari er fyrix skömmu kominn heim ef tir rúmlega ] tveggja mánaða dvöl í Noregi og Danmörku. Haukur ferðaðist nokkuð um í Noregi, og m. a. Böng hann tvisvar í útvarpið í Osló. Hann kom þar fram í þætti er nefnist „Ferðaþátturinn". en honum er stjórnað af hinum þekkta norska útvarpsmanni Öivind Jonsson. Þá söng hann einnig hálf tíma þátt (7 íslenzk ©g erlend lög) með undirleik i píanóleikarans Willy Andresen, ©g kvartett, en Willy er mjög vinsæll og skemmtilegur píanó- leikari. Þeim þætti verður út-. varpað sem sjálfstæðum þætti í norska útvarpinu. |N Haukur ferðaðist um Noreg með hóp skemmtikrafta undir etjórn norska söngvarans og Iharmoníkuleikarans, Per Gunn- ars, og þar söng hann með und- I irleik ensks „rokktríós", er nefn ' ist „The Strangers'*. í Kaupmannahöfn sðng Hauk- ar í danska útvarpið og kom j jþar m. a. fram í þætti er heitir t „Weekend“, og er undir stjórn | (hljómsveitarstjórans Kaj Mor- i tensen. Einnig kom fram í þess- um þætti, danski söngvarinn Gustav Winkler, en umsjónar- maður þáttarins er Ole Morten- , sen. f Þá söng Haukur í danska út- varpið með hinni skemmtilegu Ihljómsveit Jörn GrauengSrd, en sú hljómsveit hefur leikið undir söng Hauks á flestum hljómplöt- um hans. Eins og kunnugt er, þá er Jörn Grauengárd álitinn einn bezti gítarleikari á Norðurlönd- um. í þætti þeim, sem Haukur söng í danska útvarpið. söng hann bæði íslenzk og erlend lög. Haukur fékk tilboð frá dönsku hljómplötufyrirtæki, um að syngja inn á hljómplötur, og er mjög líklegt að hann fari innan skamms utan og taki ejnhverju þeirra atvinnutilboða, sem hon- um bárust. Haukur byrjar nú að syngja aftur á Röðli, en þar hefur hann nú sungið þrjú undanfarin ár við miklar vinsældir, en hljóm- sveit Árna Elvar hefur aðstoð- að hann. • NYSTARLEG LIST- SÝNING. í gær opnaði „Museum Of Modern Art“ fyrstu listsýningu sína á þessu hausti. Er hún fyrst og fremst helguð svokallaðri „samstillingarlist“ (assemblage) og er hin nýstárlegasta. En hún er í því fólgin að festir eru sam- an klipptir eða rifnir pappírs- sneplar, blaðaúrklippur, Ijós- myndir, klæðispjötlur, spítna- brak, málm- eða vélahlutir, skeljar eða steinar, og jafnvel hlutir eins og hnífar og gafflar, bifreiðahlutar, stólar og borð og yfirleitt flest, sem nöfnum tjá- ir að nefna. Þeir, sem þessa list iðka leggja megináherzluna á, að hinn táknræni boðskapur þessara hluta, sem ekki sé upp- runalega meintir sem listaverk, geti verið eins þýðingarmikill eins og raunverulegt útlit þeirra. Á þessari sýningu „Modern Art“ sýna 130 listamenn frá ýms um löndum vestan hafs og aust- an 250 listaverk. Kubismi og surrealismi segja þarna mjög til sín, bæði í málverkum og högg- myndum. • KAPPHLAUP UM FÁRÁNLEIIKA. Hjá því getur naumast farið að manni virðist sumt á þessari sýningu bera kapphlaupi um fá- ránleika fyrst og fremst vott. í einum sýningarsalnum er t. d. stillt upp notaðri salemisskál, sem ekki verður séð að lista- maðurinn hafi haft önnur af- skipti af, en að rita nafn sitt á hana. f öðrum sal er kassi með ryðguðum hnífapörum hengdur upp á vegg og glerplata sett fyr- ir hann til þess að halda ruslinu saman. í þeim þriðja er klesst saman ýmiskonar ósamstæðu drasli úr gömlum bílum og þetta ferlíki síðán hengt upp á vegg í Öndvegisstað. Skott og haus af tófu er líka neglt upp á einum stað!! Innan .um þennan óskapnað get ! ur hinsvegar að lita mörg frum- leg og skemtileg listaverk saman sett úr hlutum eins og strætis- vagnamiðum, frímerkjum, fiðr- ildisvængjum, brúðuhandleggj- um, blaðaúrhlippum og tréflís- um ,auk málverka og högg- mynda. Það var gaman og skoða þessa sýningu á þriðjudagskvöldið og kynnast þeim straumum, göml- um og nýjum, sem um hana renna. • ÍSLENZKT HJÚKRUN- ARHEIMILI. Úti á Long Ilsland hafa tvær íslenzkar hjúkrunarkonur, þær Guðrún og Bergljót Rútsdætur hafið rekstur á hjúkrunar og elli heimili. Hafa þær skýrt það eft- ir föður sínum, Rúti Jónssyni, gömlum og góðum Reykvíkingi, sem lézt fyrir nokkrum árum. Heitir það „Rúts Nursing Home“ og hefur þegar getið sér ágætt orð í nágrenni sínu. Ég skoðaði þetta heimili s.l. sunnudag ásamt nokkrum fleiri löndum. Þar er allt með miklum myndarbrag, hreinlæti frábært og allur aðbún- aður að gamla fólkinu góður og notalegur. Eru þar nú rúmlega 20 vistmenn en þær systur eru að undirbúa nokkra stækkun heimilisins. Keyptu þær gamalt stórhýsi til þessa reksturs og létu breyta því og laga eftir þörfum. Sjálfar búa þær í vist- legu íbúðarhúsi við hlið hjúkr- unarheimilisins, sem stendur inni í skógi á mjög fögrum og hlý- legum stað. Hafa þær Guðrún og Bergljót lagt geyslega vinnu í að byggja þessa stofnun upp. Allir eru vistmenn þeirra að sjálfsögðu Bandaríkjamenn, flest vel efnum búið fólk, sem ekki hefur aðstöðu til þess að vera á heimilum ættmanna sinna, eða á þá enga. Var það mjög ánægt með dvölina þarna og þakklátt þeim systrum fyrir góða aðhlynningu. Heimsóknin í „Rúts Nursing Home" var hin ánægjulegasta. íslenzkur manndómur, framtak og áræði hafa byggt þessa mann- úðarstofnun upp. y —“"v S. Bj. Kommúnistaáróð- ur ekk þolaður MANILA, 7. okt. (AP) — Carios P. Carcia, forseti Filipseyja, sagði í dag, að engu sendiráði ysði þolað að breiða út kommúnista- áróáúr í landinu. Komst hann svo að orði í yfirlýsingu um mál kú- banska sendiráðsforstöðumanns- ins Solers, sem orðið hefur að víkja af þesskonar orsökum. 70 útgerðarmenn AKRANESI 7. okt. — Átta línu- bátar eru á sjó héðan í dag. Landlega er hjá sjómönnum á trillúbátaflotanum. Útgerðar- menn hér í bæ, sem eiga vél- knúin skip anno domini 1961 eru að tölu milli 60 og 70. — Oddux. Merkur maður genginn ÞÚFUM, N-fs. 28. sept. — Hörmu legt var sjóslysið mánudaginn 25., er rækjubáturinn Karmöy frá fsa firði fórst hér í inndjúpinu, lík- lega austur af Þernuvík með tveimur mönnum, feðgunum Símoni Olsen formanni og Krist- jáni syni hans. Höfðu þeir lengi stundað rækjuveiðar og verið afla sælir. Símon Olsen var norskur að ætterni, fluttist til ísafjarðar fyrir 30 árum og var upphafs- maður rækjuveiðanna hér á landi, ruddi hann þarna braut nýjum og óþekktum fiskiveiðum, sem hafa reynzt tekjudrjúgur atvinnu vegur og veitt fjölda fólks mikla og góða atvinnu. Símon Olsen var duglegur sjómaður og reynd- ist farsæll og aflasæll. Lætur hann eftir sig íslenzka konu og áttu þau 3 uppkomin börn. Með fráfalli hans er merkur tnaðwr genginn. — P. P,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.