Morgunblaðið - 08.10.1961, Page 24

Morgunblaðið - 08.10.1961, Page 24
Bréf frá New York — Sjá bls. 10 — 228. tbl. — Sunnudagur 8. október 1961 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13. Verður U Thant fram- kvæmdastjóri SÞ? Talið er að samkomulag hafi náðst um skipan hans NEW YORK, 5. okt. (NTB/ Reuter) — Kunnugir telja nú nokkrar horfur á, að sendiherra Burma hjá Sameinuðu þjóðun- um, U Thant, verði í næstu viku skapaður til að gegna störfum framkvæmdastjóa Sl> fyrst um sinn. ÖRYGGISRÁÐIÐ Á FUND Forseti Öryggisráðsins, Tyrk- inn Turgut Menemenciouglu, hefur upplýst, að ráðið muni að öllum líkindum koma saman til fundar í næstu viku, og jafn- framt hefur heyrzt, að bæði aust rænir og vestrænir aðilar geti fallizt á skipan U Thant. SAMKOMULAG AUSTURS OG VESTURS Bandaríkin hafa áður tekið því fálega, að Öryggisráðið hafi með ráðningu framkvæmdastjórans að gera, en eru nú talin geta fallizt á slíka málsmeðferð, ef fyrir hendi sé samkomulag um mann til starfans. Áformað mun vera, að sá er nú sezt í sæti framkvæmdastjóra, verði í því til loka kjörtímabils Hammar- skjölds eða fram í apríl-mánuð 1963. LÆTUR SOVÉTVELDIÐ UNDAN? I>að er mál manna hér, að Sovétveldið muni láta dragast á að einum manni verði falið að gegna starfi framkvæmdastjóra, enda hafa nær öll önnur en kommúnistaríkin vísað á bug hinni sovézku tillögp um þrí- stjórn samtakanna. Reyndur embættismaður U Thant er 52 ára að aldri og hóf feril sinn sem uppeldisfræð- ingur. En síðan Burma öðlað- ist sjálfstæði eftir síðari heims- styrjöldina hefur hann gengt margvíslegum trúnaðarstörfum á vegum hins opinbera, m.a. var hann útvarpsstjóri Burma og hátt settur í upplýsingamálaráðuneyt inu. Hann er náinn vinur U Nu forsætisráðherra og var í fylgd með honum á Colombo-ráðstefn- unni 1950, Bandung-ráðstefnunni og nú síðast Belgrad-ráðstefn- unni, sem haldin var fyrir rúm um mánuði. Meðal þeirra mörgu landa, sem hann hefur heimsótt í opinberum erindagjörðu-m, eru bæði Svíþjóð og Danmörk. — Ekki þarf að taka fram, að U Thant nýtur mi-kils álits á vett- vamji Sameinuðu þjóðanna og er þao mál manna, að hann muni, ef til kemur, leysa störf fram- kvæmdastjórans af hendi með ýtr ustu varkárni. í sambandi við þessa lausn á vandamálinu varðandi ráðningu framkvæmdastjóra, er rætt um, að ráðgjöfum hans verði um leið fjölgað, en hins vegar hvíli ekki á framkvæmdastjóranum nein skylda að bera einstök mál undir þá, né heldur að nokkur þeirra fái neitunarvald. f GÆR gerir Þjóðviljinn hækkun á smjörlíki að umræðu- efni. Segir blaðið smjörlíki hafa hækkað úr kr. 13.40 hvert kíló í kr. 18.00. Síðan reiknar blaðið hækkun þessa út í prósentum að venju og ræðst að „fjárhagsbralli gróðamanna“, sem reka smjörlíkisgerðirnar. — En sá smávægilegi galli er á útreikningunum, sem nægðu til að blaðið birti 5 dálka forsíðufyrirsögn með tilheyrandi ábendingu um „Hefndardýrtíð ríkisstjórnarinnar“, að einungis 39% af fullyrðingum Þjóðviljans er sannleikur en 61% ósannindi. Þannig háttar sem sé til, að heild- söluverð hækkaði úr kr. 13.40 hvert kíló í kr. 15.20 eða um 13.4%. Smásöluverð hækkaði aftur á móti úr kr. 15.00 í kr. 18.00. Er það heldur meiri hækkun en í heildsölunni, þannig að heildarhækkunin er sem næst 18% og í því falli væru ósannindi blaðsins um 50%! Þetta er aðeins lítið dæmi um málflutning stjórnar- andstæðinga um þessar mundir. En um þessa hækkun eins og aðrar, sem nú dynja á landslýðnum, er það hins vegar að segja, að á þeim bera þeir menn alla ábyrgð, sem í sumar stóðu að svikasamningum SlS og kommún- ista. — iiteiiíiiiiiii'i'i'ivi'i'i'i'iii nn m Armann sigraði í báðum róðrunum í gær Róðramótinu lýkur á Skerjafirði í dag Róðrarmót fslands hófst í gær- dag á Skerjafirði. Var þá keppt í 500 m róðri drengja og 1000 m róðri. Sveitir Ármanns báru sig- ur úr býtu-m á báðum vegalengd- unum. í 500 m sigraði A-sveit Ár- manns á 2.10.2. Róðrarfél. Reykja víkur var 2—3 bátslengdum á eftir og 3. í mark var sveit Róðr- arklúbbs Akureyrar. í 1000 m róðri sigraði sveit Ár- 1 Bílstjórar handtaka bjóf |UM ÞRJÚLEYTIÐ aðfaranótt Ilaugardagsins var brotin rúða lí verzluninni Goðaborg að ILaugavegi 27 og stolið tveim- Pur rifflum úr glugganum. |Leigubílstjórar, sem áttu lleið um Laugaveginn, gerðu Isér lítið fyrir, h-andtóku þjóf- linn, pilt um tvítugt, og af- fhentu hann lögreglunni Er Ihér um að ræða fyrirmyndar- Iframkomu hjá borgurunum. 50 ára skátastarf f DAG er merkjasöludagur skáta. 2. nóv. 1962 verða liðin 50 ár frá því að fyrsta skátafélagið var stofnað hér á íslandi, í Reykja- vík. Fyrstu foringjar þess voru þeir Sigurján Pétursson, Álafossi, Helgi Jónasson, Brennu og Bene- dikt G. Waage, forseti ÍSÍ. Hátíðahöld af þessu tilefni verða einkum fól-gin í landsmóti skáta, sem haldið verður á Þing- völlum um mánaðamótin júlí- ágúst að ári, auk hátíðahalda í hverju skátafélagi næsta haust. manns á 2.49.5. Sveit Róðrar- félags Reykjavíkur varð önnur á 2.51.0 og Róðrarklúbbur Akureyr ar í þriðja sæti. t Róið var úr fjarðarbotni og fram að Nauthólsvík. ! í dag fyrir hádegi verður keppt | í 1000 m róðri drengja og kl. 1 í 2000 m róðri karla. í drengja- róðrinum eru aðeins sveitir frá Róðrarfélagi Reykjavíkur og Akureyri, en í karlaróðrinum er Ármann með auk hinna tveggja. Róið verður frá Shell og inn í fjarðarbotn. Skurðað- gerð á Menon NEW YORK, 7. okt. (AP) — Krishna Menon, landvarnarráð- herra Indlands, gekk í dag, undir skurðaðgerð á heila í Montefiore sjúkrahúsinu hér í New York. Gekk aðgerðin að óskum og er líðan ráðherrans sögð góð eftir hana, en hann hvílist nú. Það var heilasérfræðingurinn dr. Leo Davidoff, sem framkvæmdi skurð aðgerðina, er tók um eina klukku stund. Búizt er við að Menon dveljist í sjúkrahúsinu næstu viku eða 10 d-aga. Hvatarfundur á miðvikudag S J ÁLFSTÆÐISK VENN A- FÉLAGIÐ H V Ö T heldur fund í Sjálfstæðishúsinu nk. |miðvikudagskvöld (11. okt.) kl. 8.30. Rætt verður um fé- [lagsmál m. a. vetrarstarfið. jFrú Auður Auðuns talar einn ig á fundinum. i Loks verða •kemmtiatriði og kaffidrykkja. HER er uppdráttur að lóð þeirri, sem Reykjavíkurbær úthlutar Háskólamum í til- efni hálfrar aldar afmælis hans, en hún er a. m. k. 100 þús. ferm. að stærð, að því er Geir Hallgrímsson, borgarstjóri skýrði frá á há- tíðarsamkomu háskólans í fyrradag. Sýna þéttu strikin viðbótarlóðina. Háskólinn fær til fullra umráða svæði milli íbúðarhverfis prófessor anna og háskólalóðarinnar. Og ekki verður ráðstafað án samþykkis Háskólans, svæð- — inu vestan Suðurgötu, frá Hringbraut að Fjallhaga og meðfram honum að Dun- haga. Þó er tekið fram að óráðið er hvort eða hvenær talið verður unnt að leggja niður knattspyrnuvöllinn. Þá er svæðið fyrir austan Suðurgötu frá Oddagötu og Aragötu, suður umdir mörk Skildinganess og svæðið fyrir austan háskólalóðina og Oddagötu, en ekki er nánar tiltekið hve langt það nær. Auk þess sem sést á kortinu gaf Reykjavíkurbær fyrirheit um lóð undir læknadeild sunnan Hrimg- brautar, gegnt Landsspítal- anum. Verður Ytrí - Mongólía sam- þykkt? TAIPEI, 7. okt. (AP). — Blaðið „China Post“, sem er óháð, birti í dag þá fregn, að kínverska þjóS ernissinnastjórnin á Formósu muni nú hafa til athugunar að breyta um afstöðu sína til um« sóknar Ytri-Mongólíu um upp* töku í Sameinuðu þjóðirnar. Er af ýmsum talið, að stjórnin sé nokkuð hikandi í því að beita neitunarvaldi sínu gegn upptöku landsins, þar eð slíkt kunni að hafa slæm eftirköst fyrir þjóðern issinna sjálfa og framtíð þeirra hjá samtökunum. Af tvennu illu sé líka Ytri-Mongólía skömminni til skárri en Rauða-Kína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.