Morgunblaðið - 14.10.1961, Qupperneq 11
Laugardagur 14. okt. 1961
MORGUNBLAÐIÐ
11
SJÁVARÚTVEGUR
Fiskileit og flotvörpur
FYRIR stuttu síðan var Td/v
Narfi, sendur í fiskileitarleiðang
ur, fór m. a. alla leið til Nýfundna
tends. Fisklaust var að kalla alls-
staðar þar sem reynt var, en í
fréttum var frá því skýrt, að á
dýptarmælum skipsins, hefði
skipstjóri orðið var við fisktorf-
ur uppi í sjó, en ekki væri vitað,
hvaða fiskur það hefði verið.
í þessu sambandi rif jaðist upp
fyrir mér, að fyrir aðeins átta
árum var togarinn Ólafur Jó-1
hannesson frá Patreksfirði, skip-
etjóri Kristján Pétursson, að veið
um við vestur Grænland, og gerði j
heilan veiðitúr nær eingöngu
með flotvörpu.
Hvers vegna var fiskileitarskip
ið b/v Narfi ekki við því búinn,
að geta gert tilraun til þess að
vita hvaða fiskur var þama uppi
í sjó? Skip sem kostar í rekstri
um 30 þús. krónur á sólarhring,
er ekki með veiðarfæri, sem kost
ar svipað og sólarhrings úthald.
En hefði ef til vill getað fært
íslenzku þjóðarbúi milljóna verð
mæti og forðað bví frá milljóna-
töpum.
Ég fór þvi að renna huganum
aftur í tímann þegar flotvarpan
var hér mest á dagskrá, en virð-
ist nú öllum gleyrnd, þó aðrar
þjóðir geri stöðugar tilraunir
með slík veiðarfæri, og hafi náð
góðum árangri. Mér var kunnugt
um það, að Agnar G. Breiðfjörð
blikksmíðameistari átti hugmynd
ina að þeirri flotvörpu sem best-
ur veiðiárangur varð af. og gekk
undir nafninu „Breiðfjörðs-
varpa“. Starfaði hann lengi og
mikið að þessari hugmynd sinni
og síðast í samstarfi við Bjarna
Ingimarsson skipstjóra, er strax
fékk trú á vörpunni, gerði manna
mest tilraunir með hana og fisk-
aði manna mest ' hana.
í dagblaðafréttum í apríl 1952
segir : „Togarinn Neptúnus kom
í gær til Reykjavíkur með afla,
sem er alveg óvenjulegur og
sennilega nær einsdæmi — 270
lestir af saltfiski, sem fengist
höfðu á Selvogsbanka á átta dög-
um“.......,Blaðið átti viðtal við
Bjairnia Ingimarsson skipstjóra.
Við fengum iðulega 7—8 poka í
holi, sagði skipstjórinn og það
þakka ég Breiðfjörðsvörpunni,
sem ég nota, Gamla varpan hefir
varla komið í sjó tvo síðustu
túra. Aðallega fengum við þenn-
an afla uppi í miðjum sjó, og
það er ekki aðeins að þessi varpa
gefi betri afla, heldur er slitið á
henni miklu minna en á gömlu
botn vörpunni. “
•Tryggvi Ófeigsson útgerðar-
maður segir í bréfi til Agnars
um þetta leyti .... „Samkv. til-
mælum vil ég votta það sem
mitt álit, að flotvarpa hans, sem
Gekk af fundi
VÍNARBORG, 6. október. —
Rússneski fulltrúinn á þingi AI-
þjóða kjamorkumálastofnunar-
tnnar, gekk út af fundi skömmu
áður en Svíinn Dr. Sigvart Ek-
lund tók forml við embætti fram-
kvæmdastjóra stofnunarinnar.
Rússinn hrópaði áður en hann
gekk úr salnum, að vesturveldin
etæðu að baki Dr. Eklunds og
Rússar mundu aldrei fallast á
stjórn hans.
Bjami Ingimarsson skipstjóri,1
hefir á s.l. vetrarvertíðum reynt
rækilega, hafi tvöfaldað fiski-
magn íslenzku togaranna, og íj
sumum tilfellum mikið meir......
í>að er mitt álit, að flotvarpan
sé þjóðnytja uppfinning, svo
reyndist það að minnsta kosti
síðastliðna vertið".
í dagblaðafréttum 24. apríl
1952, segir, ,,s.l. laugardag fór
fyrsti vélbáturinn, sem kurmugt
er um, út á veiðar með flötvörpu
af svipaðri gerð og þeirri sem
togararnir eru nú farnir að nota,
nema hvað hún er eðlilega minni.
Var það ísleifur frá Hafnarfirði
skipstj. Bjami Árnason. Klukk-
an sjö í gærmorgun bárust þær
fréttir, að vélbáturinn hefði
mokfiskað í þessa nýju vörpu á
Selvogsbanka.“
f stuttu viðtali við Agnar og
Kristján Pétursson skipstjóra s.l.
föstudag barst m.a. í tal: Kristján
sagðist hafa notað flotvörpuna
með góðum árangri á vertíðinni
1952. Árið eftir var hann á skipi
sínu við veiðar á Fyllubanka, var
nær engin veiði í botnvörpuna,
en á dýptarmælunum mátti sjá
mikið af fiski uppi í sjó. betta var
í hallanum á 130/140 föðmum.
Kristjáni datt í hug að reyna flot
vörpuna,^ sem hafði reynzt svona
vel við ísland. Eftir 18 klukku-
stunda misheppnaðar tilraunir
tókst honum svo að ná fiski, og
var eftir það flotvarpan nær
eingöngu notuð í 4 sólarhringa
og fengust 2—5 pokar í holi.
Bjargaðist þannig veiðiferðin
með fullfermi, en útlendir tog-
arar, sem voru á sömu slóðum,
fengu litla sem enga veiði í botn-
vörpu. Fiskurinn sem fékkst í
flotvörpuna var vænni, en sá
sem fékkst í botnvörpuna. Norsk
ur línuveiðari var þarna einnig
staddur og gerði skipstjóri hans
tilraunir að leggja línuria með
síldarbeitu í fiskitorfumar, en
fiskurinn virtist ekki taka'beit-
una, og fór línuveiðarinn eftír
tvo sólarhringa.
Það má benda á í þessu sam-
bandi, að tækni hefir síðan stór-
aukizt til notkunar flotvörpu
með nýrri gerð dýptarmæla, sem
sýna hvar flotvarpan er í sjón-
um og hvar fiskurinn er. Hefir
t. d. b/v Freyr slíkan útbúnað.
Einnig er rétt að benda á, að fisk
urinn sem Ólafur Jóhannesson
fékk, var ekki hrygningarfiskur,
að margir hafa haldið. að í því
ástandi væri eina leiðin að ná
fiskinum í flotvörpu, eins og var
hér á Selvogsbanka, en það er
að sjálfsögðu skaðlegasta aðferð
in að taka fiskinn í hrygningu,
og einnig að hundruð skipa keyri
með skrúfuþyt og veiðarfæra-
drætti gegnum upplitaðan sjó af
frjómagni vaknandi lxfs nýrrar
fiskkynslóðar.
Agnar er nú að vinna að nýrri
hugmynd um flotvörpu, sem
sérstaklega væri sniðin fyrir þörf
vélbátaflotans, einkum með síld-
veiðar í huga, en einnig annan
fisk upp í sjó. Sagðist hann álíta
það mjög knýjandi nauðsyn. að
hugleiða það vel og vandlega,
hvort ekki væri hægt að breyta
til, að verulegu leyti frá núver-
andi netjaveiði aðferð, yfir í flot
vörpuveiði. Myndi slíkt tvímæla-
laust vera stórkostlegt fjárhags-
atriði í veiðarfærakostnaði fyrir
bátaflota landsins.
Me# útfænslu landhelginniar.
er það veiðisvæði sem stóru tog-
ararnir beittu aðallega flotvörp-
unni á, af þeim tekið og notkun
flotvörpu á þessu svæði einnig
bönnuð.
Það er einnig tímabært að
athuga, hvort ekki væri þjóðhags
lega skynsamlegt, að leyfa að
einhverju leyti flotvörpuveiðar á
ákveðnum svæðum. um ákveðinn
tima. En í öðni lagi að banna
allar veiðar og öll veiðarfæri í
sjó á hrygningarsvæðum þorsks-
ins hér við land t.d. mánaðar-
tíma, meðan aðalhrygningin á sér
stað, og reyna á þann hátt, að
vinna með náttúruöflunum, að
stórfelldu fiskklaki í sjó um-
hverfis landið.
Og síðast en ekki sízt, þyrfti
nú þegar að hefja skipulagða
fiskileit fyrir togaraflotann, og
halda henni samfellt áfram, með
skipi, sem ekki þyrfti að vera háð
neinum takmörkunum mn stutt-
aii athafnatíma.
H. J.
Frú Sólveig Eggerz við eitt mál verk sitt. Með henni á mynd-
inni er Jóhann Árnason, sem hefur innrammað flestar myndir
hennar.
Mólverkasýning á Akureyri
AKUREYRI, 9. okt.: — S.l. laug
ardag opnaði frú Sólveig Eggertz
Pétursdóttir listmólari, málverka
sýningu í Amaró-húsinu á Akur
eyri. Á sýningunni eru 80 myndir
iþar af 14 olíumálverk, hinar flest
ar vatnslitamyndir. Mikill fjöldi
fól'ks hefur þegar skoðað sýning-
una, og listakonan hlotið hina
beztu dóma. Þetta er fyrsta sýn-
ing frúarinnar hér Norðanlands,
en áður hefur hún sýnt í Reykja-
vik. Myndirnar á þessari sýningu
eru fiestar málaðar í surnar, og
þá einkum í Svarfaðardal og við
Eyjafjörð. Á fyrsta klukkutíman
um eftir að sýningin var opnuð
seldust yfir 40 myndir. Sýningin
verður opin til 15. þ.m. frá kL
4—10 hvern dag. —st.e.sig.
.......FLJÚGIÐ
MED HINUM NÝJU
HRAÐFLEYGU FLUG
VÉLUM LOFTLEIÐA
DC-6B
ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM