Morgunblaðið - 14.10.1961, Side 13
Laugardagur 14. okt. 1961
MORGU'NBLIÐIÐ
13
☆
1 DAG, á aldarafmæli prófessors
©jarna f>orsteinssonar tónskálds,
feemur út ævisaga hans „Gmar
Ærá tónskáldsævi", er Ingólfur
Kristjánsson rithöfundur hefur
itekið saman. Bókin er gefin út
að tilhlutan Siglufjarðankaup-
Staðar til minningar urn prófessor
tBjarna, seim var heiðursborgari
Biglufjarðar og þjónandi prest-
tur þar í 47 ár. Þetta er stór og
vönduð bók og í henni eru um
70 myndir.
Morgimblaðið birtir hér á eft-
ir, með leyfi höfundar, nokkra
Ibætti úr þriðja kafla bókarinnar:
/' Dvölin á Kornsá.
Arin 1881—85 var Lárus
Blöndal sýslumaður í Kornsá í
.Vatnsdal þingmaður Húnvetn-
inga. Þegar hann sat þing í
Reykjavík, tókst kunningsskap-
ur með honum og Bjarna Þor-
steinssyni, en Bjarni var þá þing-
skrifari. A þinginu 1885 talaðist
svo til með þeim, að Bjarni færi
nOrður að Kornsá um haustið og
ikenndi tveimur sonum Lárusar
sýslumanns undir annan bekk
latínuskólans og yngri systkin-
lunum almenna barnafræðslu.
Þetta var þó okki fullráðið, þeg-
ar sýslumaður fór norður af þing
inu, en síðari hluta september
fékk Bjarni bréf frá honum, þar
sem hann óskar eindregið eftir
því, að hann komi norður eins og
þeir hafi rætt um og verði hjá
Prestshjónin á Hvanneyri í stofu sinni.
Kristján ráðsmaður og Theodór
litli, og drukku karlarnir toddý;
en í borðstofunni spiluðum við
whist: Jón Sigfússon og ég —
með sitt dökkrautt rommtoddý-
glasið hvor — og svo þær fröken-
arnar: Sigríður og Ragnheiður.
Skemmtum við okkur vel og sung
um ofurlítið, og spiluðum með
köflum. Mér datt þá í hug Beii-
man gamli:
•
„Káraste bröder, hár ár behag:
hár ár musik och flickor hvar dag,
hár ár Bacchusbuden,
hár ár kárleksguden,
hár ár allting-----hár ár jag!“
Hefði hamingjan þá sent þig
til okkar í norðurstofuna, Arni
minn, þegar við vorum farnir að
reyna að gefa frökenunum inn
toddý í theskeiðum og við Jónti
vóru farnir að taka grand-
issímó á nólóspil og omvendt, —-
þá skal ég ábyrgjast að þér hefði
ekki leiðzt ofurlitla stund. —
í þriðju stofunni var hópur af
vinnoraönnum og fleirum, sem
ýmist spilaði kött eða whist, og
fengu toddý í skál og drukku
með bollum“.
Að hátíðalokum tóku svo
skyldustörfin við að nýju, en
þrátt fyrir þau þótti Bjarna Þor-
steinssyni sem þarna væri aldrei
neinn hversdagsleiki. Veturinn
leið óðfluga við störf, söng og
hljóðfæraslátt, og það eina, sem
skyggði á hamingju Bjarna, var
tilhugsunin um það, að sífellt
styttist tíminn, sem hann átti
eftir að dveljast á þessu mann-
marga og skemmtiléga heimili.
Aður en varði var vorið komið
Sumardaginn fyrsta bar upp á
skírdag og Bjarni var árrisull
þann morgun. „Ég lauk upp aug-
„Omar frá tónskáldsævi“
Kaflar úr bók Ingólfs Kristjánssonar
um sr. Bjarna Þorsteinssonar
sér um veturinn heimiliskennari
Og jafnframt skrifari sinn.
Akvað Bjarni þá að taka til-
boði sýslumanns og lagði af stað
norður ríðandi 1. október, ásamt
Klemenz Jónssyni, bekkjarbróð-
tir sínum, sem einnig var að fara
norður í land, og voru þeir viku
á leiðinni í Vatnsdalinn og komu
að Kornsá aðfararnótt 7. október.
Bjarni hafði lengi haft hug á
því að komast norður í Húna-
vatnssýlu; hann hafði heyrt mik-
ið orð fara’ af óvenjugóðum söng
mönnum þar nyrðra og ekki sízt
iá sjálfu sýslumannssetrinu á
Kornsá. Björn G. Blöndal skóla-
feróðir hans hafði kennt honum
fyrstu tvísöngslögin, sem hann
feeyrði sungin, og sagt honum
mikið um sönglífið í Vatnsdal
Og víðar í Húnavatnssýslu. Það
var því með nokkurri eftirvænt-
ingu og tilhlökkun, sem hann yf-
irgaf höfuðborgina að þessu
einni, enda var honum nú orðið
mikið í mun að kynnast fólki sem
víðast á landinu, í þeirri von,
að hann gæti lært af því þjóðlög,
sem hann hefði ekki áður heyrt.
Og hann varð sannarlega ekki
fyrir vonbrigðum, þegar hann
fcom að Kornsá. Hann hafði oft
feeyrt um þetta víðfræga rausnar
feeimili og þá höfðingslund og
anenningarbrag, er þar ríkti.
Býslumannsheimilið var á þess-
um tímum eitt helzta músíkheim
áli norðanlands og þaðan dreifð-
Sst sönglist og glaðværð vítt um
eveitir. Bjarni komst líka brátt
eð því, að á Kornsá var sungið og
Íeikið á hljóðfæri, hvenær sem
itækifæri gafst til, og bæri gesti
e0 garði, sem Oft var, þá var tið-
um slegið upp veizlu, og ævin-
lega var það sönglistin, sem skip
»ði öndvegi.
» A Kornsá kynntist Bjarni Þor-
iteinsson konuefni sínu, Sigríði
Blöndal, dóttur Lárusar sýslu-
manns Og konu hans, Kristínar
!&sgeirsdóttur. Sigríður var þá
Itvítug að aldri, fríð sýnum og
Iglæsileg, með undurfagra söng-
ffödd, sem aðdáun vakti bæði þá
pg síðar, er þau Bjarni voru
fcom komin til Siglufjarðar og
prestsfrúin stjórnaði kirkjusöngn
«m og lék á orgelið, en meðan
feún var í föðurhúsum hafði hún
Seert að leika bæði á gítar og
fearmoníum.
1 bréfum til vina sinna fyrir
■unnan talar Bjarni Þorsteinsson
af hrifningu og virðingu um
Kornsárheimilið, en efcki minnist
hann á einkamál sín og sýslu-
manndótturinnar; getur reyndar
stundum um „frökenina“, sem
oft á kvöldin setjist með gítar-
inn sinn og spili og syngi, svo
unun sé á að hlýða.
„Þú getur hengt þig upp á það,
að mér líður hér ágæta vel“, seg
ir hann í einu bréfa sinna til
Arna „afa“. „Hér á Kornsá er
harmoníum og talsvert af nót-
um, og spila ég einstöku sinnum;
en á kvöldin, þegar orðið er
dimmt og maður sér ekki lengur
til að vinna, sezt frökenin oft
með gítar sinn og spilar og syng
ur, og við Lárus raulum ein-
stöku sinnum með . . . Ég kem
til með að hafa hér talsvert mik-
ið að gera, en ég er svei mér
ekki of góður til þess, — og allra
sízt, þegar ég hef alltaf músík
á milli . . . “
Og í öðru bréfi til Arna segir
han»:
„Fyrij alla muni sendu mér eitt
hvert faliegt stykki á nótum ....
Ég skal borga þér það í vor, ef
hamingjan vill að ég lifi svo lengi
og að við fáum að sjást, afi minn
sæll .... Hér eru mikil ísalög
í dalnum, allt í einu svelli, ágætt
reiðfæri og fremur gott veður;
14° í dag (6. desember). 1 fyrra-
dag var Ásgeir sál. á Þingeyrum
jarðaður; þangað fór sýslumað-
urinn og frúin; þá er ég hús-
bóndi á meðan — segi ég — en
frökenin er húsmóðir; erum við
þá oft að rífast um, hvort þetta
eða hitt heyri undir úrskurð hús-
bóndans eða húsmóðurinnar! En
Oftast nær verður það endirinn,
að réttast sé, að þau skipti sér
bæði af því ..."
Bjarni Þorsteinsson varð 24
ára nokkrum dögum eftir að
hann kom norður að Kornsá. Á
afmælisdaginn sinn, 14. október,
fór hann snemma á fætur og
settist við harmóniið. í tilefni
dagsins gaf hann nemendum sín-
um „mánaðarfrí", og mestöllum
deginum varði hann við hljóð-
færið.
Það kemur hvað eftir annað
fram hjá honum, að hann hafi
haft mikið að gera þennan vet-
ur, en þó líður honum vel og un-
ir hag sínum með ágætum. Þeg-
ar líður fram á veturinn fer hann
að hugleiða hvað við taki hjá
sér, „ . . . þegar þessi vetur og
þetta vor er liðið — sem ég vildi
að sem síðast yrði — þvi ég
segi það satt, að mér líður vel
hér . . . “
Auk kennslustarfanna varð
Bjarni að sinna miklum skrift-
um í sýslumannsskrifstofunni.
Um veturinn var töluvert mála-
þras í umdæmi sýslumanns og
varð Bjarni að skrifa mikið af
málsskjölum í sambandi við ýms
an málarekstur. Þannig var til
dæmis umfangsmikið mál út af
landamerkjaþrætu, sem sýslu-
maður dæmdi þennan vetur. Þá
bar það við á Skagaströnd, að
þrír . piltar höfðu „plokkað
glugga úr sölubúð skikkanlegs
kaupmanns, farið þar inn og klifr
azt skömmu síðar út aftur, hlaðn
ir sherryflöskum, rúsínum og
sveskjum fyrir 60 krónur". Og
ennfremur varð einum náunga
það á að hagræða til tölum á
ávísun. „Hann hélt það væri lítið
saknæmt, þótt hann með sínum
eigin penna og bleki í
ávísun nokkurri upp á 4 krónur
bætti tölunni einn fyrir framan
þessa „fjóra“ og tæki svo út á
hana . . . “
öll þessi mál tók sýslumaður
fyrir þennan vetur, auk margra
annarra embættisverka, og fékk
það skrifaranum ærin verkefni,
enda varð Bjarni stundum að
vinna fram á nætur í sýslu-
mannsskrifstofunni. Einu kvöld-
inu, sem þeir sýslumaður og skrif
arinn sátu lengi að störfum, lýs-
ir Bjarni svo: „Fólkið, bæði
vinnumenn og vinnukonur, er
háttað og sofnað og farið að
dreyma hvað annað. Aðeins við
tveir erum á fótum og sitjum hér
kófsveittir á skrifstofunni . . . “
En þegar hlé varð á störfum,
greip Bjarni löngum í harmóníið,
stundum spilaði hann á spil við
heimilisfólkið eða gesti. I bréfi
úl Arna Jóhannessonar segk
hann: „Talsvert hef ég spilað um
jólin, einkum whist . . . Mér hef-
ur liðið vel um jólin og nýárið;
báða stórhátíðisdagana „funger-
aði“ ég sem organisti í Undir-
fells-„dómkirkju“. Og það held
ég! A nýársdagskvöld vorum við
boðin yfir að Hvammi: hjónin,
frökenin, drengirnir þrír og ég
«
Síðar kemur lýsing á gamla-
ársdagskvöldi heima á Kornsá:
„A gamlaársdagskvöld var hér
Magnús bóndi á Breiðabólstað,
allskemmtilegur maður og stór-
bóndi; þá var hér líka Ragnheið
ur Jónsdóttir, systir Jóns litla frá
Hjarðarholti. Sú fröken er á
kvennaskólanum í Ytriey. — I
vesturstofunni spiluðu þeir al-
kort, sýslumaðurinn og Magnús,
unum kl. 5 í morgun", segir hann
í einu bréfa sinna, „og þaut á
fætur Og vakti ýmislegt af fólk-
inu; sumt var þá vaknað en sumt
svaf ennþá með mjallahvíta, sí-
vala handleggina ofan á rúmföt-
unum“. Þegar allir höfðu klæðzt
og drukkið morgunkaffi, voru
lesnir tveir lestrar, sumardags-
lestur og skírdagslestur“, Og sung
ið bæði mikið og vel bæði á und-
an og eftir og á milli.
Og ýmislegt fleira verður til
þess að auka á ánægjuna þennan
fyrsta sumardag. Lambadrottn-
ing og lambakóngur spóka'sig úti
á túninu á Kornsá. Uppáhaldsær
sýslumannsfrúarinnar gaf heim
ilinu þessa sumargjöf til að gleðj-
ast við og dást að. Síðar um dag-
inn gengur Bjarni Þorsteinsson
með börnunum á bænum og
fleira heimilisfólki upp á hálsinn
fyrir ofan Kornsá til þess að sjá
fossinn í ánni, en hann er hár
og tilkomumikill í vorleysing-
tmni.
Þær voru bjartar og glaðværar
minningarnar, sem Bjarni hefur
átt um Kornsárdvölina, og lengi
hefur hann búið að þessum vetri
á margi lund. Segja má líka að
þessi vetrardvöl hafi markað
tímamót í ævi Bjarna Þorsteins-
sonar. Hann var nú heitbundinn
orðinn, og mun það, ásamt með
öðru, hafa verið orsök í því, að
honum þótti sem hann yrði að
láta til skarar skríða um val ævi
starfsins.
Guðfræðin varð fyrir valinu.
Þrjú ár voru nú liðin frá því
Bjarni Þorsteinsson lauk stú-
dentsprófi og enn voru ástæður
hans litlu betri en vorið 1883,
er hann setti upp stúdentshúfuna
fyrsta sinni. Líkurnar fyrir því,
að hann kæmist til náms erlend-
is, voru því engu meiri nú en þá.
En þó var högum hans nú breytt
að öðru leyti og á þann veg, að
ef til vill hefur hann ekki haft
eins mikla löngun til þess að fara
af landi brott og áður.
Samt sem áður var hann enn
tvíráður um það, hvað hánn ætti
að taka fyrir, og þegar hann fer
suður frá Kornsá, er hann ekki
enn búinn að gera þetta upp við
sig . . .
. . . En hvort sem Bjarna hefur
raunverulega verið það ljúft eða
leitt, þá skipaðist svo málum
sumarið eftir að hann fór frá
Kornsá, að hann ákvað að fara í
prestaskólann.
. . . Hinn tvíráði stúdent, sem
vorið 1886 lýsir því yfir í bréfi
til vinar síns, að prestur vilji
hann ekki verða, átti eftir að
verða einn kunnasti og virðuleg
asti prestur landsins og gefa ís-
lenzku kirkjunni gersemar, sem
hún mun lengi búa að . . .
Þeir voru 14 kandídatarnir,
sem útskrifuðust úr prestaskól-
anum 24. ágúst 1888, og voru
það þessir, samkvæmt Bréfa- og
prófbókum skólans: Árni Jó-
hannesson, Bjarni Einarsson,
Bjarni Þorsteinsson, Eggert Páls-
son, Hallgrímur Thorlacius, Hann
es Þorsteinsson, .óhannes L.
Jóhannesson, Jón Guðmundsson,
Jósep Hjörleifsson, Matthías
Eggertsson, Ólafur Finnsson, Ric
hard Torfason, Sigfús Jónsson
og Theodór Jónsson . . .
Þegar Bjarni Þorsteinsson
hafði lokið embættisprófinu,
þótti honum sem hann gæti ekki
á neinn hátt betur minntz þess-
ara tímamóta ævi sinnar en með
því að fara í heimsókn norður
að Kornsá. Strax daginn eftir
að hann tók á móti vitnisburðar- .
bréfi sínu úr hendi Helga Hálf-
dánarsonar lektors, söðlaði hann
hest og lagði af stað norður. Þá
voru rúm tvö ár liðin frá því
er hann yfirgaf Kornsárheimilið,
og þennan tíma hafði hugur hans
löngum hvarflað norður yfir heið
ar . . .
Þegar Bjarni Þörsteinsson
kom úr þessu ferðalagi að norð-
an um 20. september, var hann
engan veginn ráðinn í því, hvað
hann ætlaðist fyrir um vetur-
inn, „ . . . þó hafði ég víst helzt
hugsað mér að lifa í Reykjavík
næsta vetur og sækja svo kann-
ske um Hvanneyri í Siglufirði
með vorinu“, segir hann í dag-
bókinni.
Nú var það orðin Hvanneyri,
en áður hafði hann haft auga-
stað á Otradal, sem einnig var
laus um þessar mundir, en með-
an hann var í norðurferðinni
hafði einn af skólabræðrum hans,
sem útskrifaðist með honum úr
prestaskólanuim, fengið veitingu
fyrir Otradal. Það var Jósep Hjör
leifsson, er síðar varð svo prest-
ur á Breiðabólsstað á Skógar-
strönd.
En nú gerðist margt á skömm-
um tíma.
Nokkrum dögum eftir að
Bjarni kom úr ferðalaginu hitti
hann Arna Jóhannesson. Sagði
Arni honum þau tíðindi, að hann
væri að hugsa um að sækja um
Hvanneyri í Siglufirði þá þegar
og vera þar að minnsta kosti til
vorsins, en sækja ef til vill síðar
um Þönglabakka, ef hann yrði
þá laus; póstskipið Thyra færi
norður eftir fjóra daga, og hann
færi með því til brauðsins, ef
honum yrði veitt það.
Bjarna brá dálítið við þessa
ákvörðun vinar sins, en spyr
hann, hvort honum sé ekki sama,
þótt haim sæki heldur um Þöngla
bakka, fyrst hann sé einnig laus
og hann hafi hug á því brauði í
framtíðinni, svo að Hvanneyri
standi sér opin, ef hann kunm að
sækja um hana, — en helzt vilji
hann draga það til vorsins.
Arni kvaðst fús að gefa það
eftir, en með því móti þó, að
Bjarni sæki þá strax um og verði
sér samferða norður með Thyru.
Þetta þótti Bjarna helzt til skjót-
ráðið, og hefði kosið að mega
hugsa málið nokkurn tíma, en
það var óhagganlegur ásetning-
ur Arna að sleppa ekki þessari
skipsferð.
Niðurstaðan varð svo í stytztu
máli sú, að þeir löbbuðu sig sam-
an í skrifstofu biskups og sóttu
um sitt hvort prestakallið, Bjarni
um Hvanneyri, en Arni um
Þönglabakka, og 28. sept. var
Bjarni settur prestur í Hvann-
eyrarprestakalli méð aukaþjón-
ustu að Kvíabekk í Ólafsfirði,
þar sem prestlaust hafði verið
frá því í fardögum um vorið, er
séra Jón Jónsson, er þjónað hafði
þar í tvö ár, fór þaðan.
Tveim dögum síðar, sunnudag-
inn 30. september, tók svo Bjarni
Þorsteinsson prestsvígslu í dóm-
kirkjunni í Reykjavík, ásamt átta
öðrum guðfræðikandídötum, en
kandídatarnir, sem vígðust þenn
an dag, voru eftirtaldir:
Arni Jóhannesson, vígður til
Þönglabakka, Bjarni Einarsson til
Þykkvabæjarprestakalls, Bjarni
Þorsteinsson til Hvanneyrar í
Siglufirði, Hallgrímur Thorlacius
að Ríp í Skagafirði, Jóhannes
Lynge Jóhannsson aðstoðarprest
ur til sér Jakobs Guðmundssonar
á Kvennabrekku, Jón Guðmunds
son að Skorrastöðum, Jósep Hjör
leyfsson til Otradals, Matthías
Eggertsson til Helgastaða og Öl-
afur Finnsson aðstoðarprestur til
séra Þorkels Bjarnasonar á Reyni
völlum.
Það mun sjaldgæft, að jafn-
margir prestar hafi vígzt í einu
í dómkirkjunni, enda var mann-
fjöldinn svo mikill við þessa
athöfn, að koma varð fyrir stól-
um inni 1 kórnum fyrir kirkju-
Framhald á bls. 14.