Morgunblaðið - 14.10.1961, Page 16
16
MORGVNBLAÐIh
Laugardagur 14. okt. 196)
Notið Sólskinssápu
til þess að gera
matarílát yðar
tandurhrein
að nýju.
Haldið gólfum og
máluðum veggjum
hreinum og björt-
um með Sól-
skinssápu.
Notið Sólskinssápu
við öll hreinlætis-
verk heimilisins.
Allt harðleikið
nudd er hrein-
asti óþarfi.
Ökumaðurinn neitaði því að
hafa neytt áfengra drykkja síð-
asta sólarhring, en 2 lögregluþjón
ar báru, að ákærði hefði verið
rauður og þrútinn í framan, með
vot augu, og hefði lítils háttar
áfengisþefur verið úr vitum hans.
Hefði hann verið þreytulegur og
óupplitsdjarfur og framburður
hans mjög á reiki fyrst í stað.
Skv. þessum gögnum var á-
kærði sakfelldur fyrir undirrétti,
og þar sem um ítrekað brot var
að ræða dæmdur í 10 daga varð-
haid, ævilanga sviftingu ökurétt-
inda og greiðslu sakarkostnaðar,
sbr. 24. og 45. gr. áfengislaga og
80. og 81, gr. umferðalaga.
SKÝRSLUR PRÓFESSORS
OG LÆKNARÁÐS
Ákærði skaut dómi þessum til
Hæstaréttar Og var þar einkum
fjallað um blóðrannsóknina, auk
þess kom vitni fyrir réttinn, sem
bar það, að það hefði setið um
stund með ákærða á veitingahúsi,
skömmu áður en handtakan hafði
farið fram. Hafi engin áfengis-
áhrif verið að sjá á ákærða, né
hafi hann neytt áfengis þennan
tíma.
Próf. Jón Steffensen gaf rétt-
inum ýtarlega skýrzlu um aðferð
ir þær, sem rannsóknarstofa hans
beitir við rannsóknir á blóðsýn-
ishornum. Segir m. a. í skýrslu
hans:
„Á öllum mælingum er einhver
mælingaskekkja, og mín reynsla
af ofangreindri aðferð til alkóhól-
mælinga er, að það megi gera
ráð fyrir allt að 0,20 af þúsundi
mismun á tveim mælingum á
sama blóðsýnishorni. Það sem því
mælingin á blóðsýnishorni nr. 148
raunverúlega segir, er, að það
séu um 99% líkur fyrir því, að
magn reducerandi efna í blóðinU
liggi einhvers staðar á milli 0,41
og 0,61 af þúsundi miðað við
alkóhól."
Að fyrirlagi Hæstaréttar var
óskað umsagnar Læknaráðs um
skýrzlu próf. Jóns og rannsókn-
araðferðina. í ályktun ráðsins
segir m. a.:
„Læknaráð telur þá aðferð, sem
notuð er í rannsoKnarstofu prof.
Jóns Steffensens fullgilda til
alkóhólrannsókna á blóði, enda
er hún mikið notuð . . . Slíkar
rannsóknir hafa óhjákvæmilega
nokkra skekkju í för með sér, og
er því hæpið, eins og próf.
Steffensen tekur fram, að miða
við fundið mælingamagn í blóði,
t, a. 0,50 af þúsundi, eins og engu
geti skeikað við mælinguna. Þá
ber að taka tillit til annarra
reducerandi efna í blóðinu, sem
mælast sem alkohol, en eru það
ekki.“
Síðar í skýrzlu ráðsins segir, að
eðlileg reducerandi eíni í blóðinu,
einkum þar eð það hafi verið úr
bláæð, að kvöldlagi, séu minnst
0,03 af þúsundi. Alkóhól í blóði
X-S
Skrifsfofuma&ur
Ungur maður með Verzlunarskólamenntun eða aðra
hliðstæða menntun óskast til að sjá um tollaf-
greiðslu og verðútreikninga ásamt fleiri störfum
hjá þekktu innflutnrngsfyrirtæki. Umsóknir með
sem beztum upplýsingum um umsæjanda sendist
afgr. Mbl. fyrir 18 þ.m. merkt: „Skrifstofumaður
— 5598“.
Hefi góðan kaupanda
að 5 herb. íbúð á svæðinu Flókagata,
Lönguhlíð, Nóatún.
\i A R U Ð y RI.N N
Hafnarstræti 5.
D'OMSMáL
PÆT T I R
Olvun við akstur
ÖLVUN VIÐ AKSXUR
Málum út af brotum, þar sem
áfengi kemur til sögunnar við
notkun bifreiða, fer fjölgandi ár
frá ári. Er erfitt að dæma um
það í fljótu bragði, hvort það
stafar fremur af auknum afbrot-
um eða þyngdum ákvæðum i
áfengislögunum frá 1954 og um-
ierðalögunum frá 1958 og ske-
ieggari löggæzlu á þessu sviði í
;einni tíð. Líklegast er þó, að
ictta fari allt saman.
Á þessu ári hafa gengið nokkr-
r fróðlegir dómar í Hæstarétti
m ölvun við akstur og viður-
jg slíks og verður hér stuttlega
rakið efni þriggja þeirra.
SAKFELLING í UNDIRRÉXTI
Nótt eina stöðvuðu löggæzlu-
menn bifreið, sem var á ferð úr
Reykjavík. ökumaður hafði ekki
ökuskirteini meðferðis og færðu
löggæzlumennirnir ökumann á
lögreglustöðina, grunaðan um ölv
un við akstur. Blóðrannsókn, sem
tekin var af ökumanni leiddi í
Ijós, að reducerandi efni í blóði
hans voru 0,51 af þúsundi, en skv.
24. gr. sbr. 25. gr. umferðalag-
anna telst ökumaður ekki geta
stjórnað bifreið örugglega, ef
þetta magn er yfir 0,50 af þús-
undi.
Við öll hreinlœtisverk
er þessi sápa bezt
Segið ekki
sápa - heldur
Sunlight-sápa
Xotið hina freyðandi Sólskinssápu við
heimilisþvottinn, gólfþvott og á málaða
veggi, í stuttu máli við öll þau störf,
þar sem sápa og vatn koma til greina.
Hin freyðandi Sólskinssápa fjarlægir
þráiátustu óhreinindi á svipstuudu, án
nokkurs nudds. Munið að Sólskinssápan
fer einnig vel með hendur yðar.
ákærða hafi því ekki getað farið
fram úr 0,48 í stað 0.51, eins og
lagt var til grundvallar í héraðs-
dómi og því undir 0,50 lágmarki
25. gr. umferðalagaiina.
SÝKNA í HÆSTARÉTTI
Hæstiréttur taldi með hliðsjón
af þéssum læknisfræðilegu gögn-
um ekki hægt að staðhæfa, að
áfengismagn í blóði ákærða hafi
í framangreint skipti náð því lág-
marki, sem um getur í 25. gr. um
ferðarlaga. „Að svo vöxnu máli
og þar sem önnur sakargögn eru
ekki því til styrktar, að ákærði
hafi í nefnt skipti verið með þeim
áfengisáhrifum, að varði við þau
ákvæði laga, sem greinir í þess-
um þætti ákæru, ber að sýkna
hann af ákæruatriði þessu.“
Hitt ákæruatriðið, að ákærði
hafi ekki ökuskírteini meðferðis
dæmdi Hæstiréttur ekki um, þar
sem. ákærður hafi ekki verið
spurður um það atriði. Ákærði
var því sýknaður af kröfu ákæru
valdsins í þessu máli og ríkis-
sjóði gert að greiða allan kostn-
að málsins í héraði og fyrir
Hæstarétti.
Sama niðurstaða var í svipuðu
máli skömmu síðar fyrir Hæsta-
rétti, þar sem áfengismagn í blóði
var 0.51 af þúsundi og önnur gögn
þóttu ekki leiða í ljós, að ákærði
hafi verið með áhrifum áfengis
við akstur þann, sem málið reis
af. Sá ökumaður hafi einnig ver-
ið sakfelldur í héraði.
ÁFRÝJUN FRESTAR EKKI
ÖKULE YFISSVIFTIN GU
Viðskiptum ökumanns þess,
sem frá greinir í fyrra málinu,
við lög og rétt var þó ekki lokið
með sýknudómnum i Hæstarétti.
Tæpum tveim mánuðum eftir að
hann hafði skotið undirréttar-
dómnum, sem svifti hann öku-
réttindum ævilangt, til Hæsta-
réttar, stöðvaði löggæzlumaður
hann við akstur og óskaði eftir
framvísun skírteinis. ökumaður-
inn sótti þá ökuskírteini sitt heim
til sín og sýndi löggæzlumanni,
en hann hafði ekki afhent skír-
teinið við leyfisveitinguna, eins
og áskilið er í lögum. Löggæzlu-
maðurinn þóttist hafa grun um að
hér væri ekki allt með felldu,
kannaði málið og leiddi það til
ákæru um akstur þrátt fyrir leyf-
issviftingu. Þar eð áfrýjun frestar
ekki áhrifum slíks dóms skv. 81.
gr. umferðarlaga, var ákærði
dæmdur í héraði í 10 daga varð-
hald og greiðslu sakarkostnaðar.
Máli þessu var einnig skotið til
Hæstaréttar.
Hæstiréttur kvað upp dóm í
máli þessu sama dag og sýknu-
dóminn í málinu, sem leiddi til
missis ökuleyfisins. í dómnum
segir m. a.: „Eftir málavöxtum
og þá sérstaklega með tilliti til
þess, að eigi var gerð gangskör
að því, að ákærði afhenti lögreglu
yfirvöldum ökuskírteini sitt skv.
7. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr.
26/1958, þykir þó mega ákveða,
að ákærði sæti sektarrefsingu fyr
ir þetta brot sitt, sbr. 3. tl. 74. gr.
hegningarlaga. “
Ákærði var skv. þessu dæmdur
til þess að greiða 1000 kr. sekt,
5 daga varðhald til vara, og
greiðslu sakarkostnaðár fyrir hér-
aðsdómi og Hæstarétti.
Bridge
tOKIÐ er einmenningskeppni
Bridgefélags kvenna og lauk með
sigri Ásu Jóhannsdóttir sem hlaut
314 stig.
Röð næstu 15 er sem hér segir:
2. Kristín Þórðardóttir 312 st,
3. Guðrún Einarsdóttir 302 —-
4. Sigurbjörg Ásbjörnsd. 298 —
5. Ásgerður Einarsdóttir 297 —
6. Laufey Arnanlds 296 —
7. Eggrún Arnórsdóttir 296 —
8. Petrína Færseth 294 —
9. Fríða Austmann 294 —
10. Ingiríður Siggeirsd. 288 -»
11. Guðbjörg Andersen 288 —»
12. Sigríður Bjarnadóttir 287 —
13. Sigríður Guðmundsd. 282 —
14. Unnur Jónsdóttir 282 —
15. Rannveig Theyll 280 —.
16. ína Jóhannsdóttir 278 —