Morgunblaðið - 14.10.1961, Síða 22
22
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 14. okt. 196)
Bridge
QHQQHÍHÍHtHtHlHiHiHlHti
ÖNNUR umferð tvímennings-
keppni B. R. fór fram 12. þ.m.
10 efstu pörin eru sem hér
segir:
1. Rósmundur — Stefán 387
2. Eiður — Guðjón 365
3. Kristjana — Halla 361
4. Ivar — Ragnar 355
5. Sveinn — Ingi R. 348
6. Þórarinn — Arnar 341
7. Karl — Ólafur 340
8. Júlíus — Jón 339
9. Björn — Elísabet 331
10. Guðrún — Steinsen 321
3. umferð, sem jafnframt er
sú síðasta, verður spiluð í Skáta
heimilinu n.k. þriðjudag 17. okt.
Benedikt Jakobsson með úrvalsflokk fimleikamanna
Hreyfingarleysi og hóglífi
skapa mestu sjúkdómshættur
Hressingarleikfimi getur bætt iir,
segir Benedikt Jakobsson aðalbjálfari
KR sem stóreykur fimleikastarf
FIMLEIKADEILD KR hefur
stóraukið starfsemi sína. í stað
eins sýningarflokks, sem starfað
hefur hjá félaginu, verður nú tekr
in upp kennsla og tímar fyrir
konur eldri sem yngri — og verð
ur þetta létt hressingarleikfimi.
Samskonar tímar verða teknir
upp fyrir karla, svonefntdir „öld-
ungaflokkar." Loks verður sett-
ur á laggirnar drengjaflokkur 14
ára og eldri.
• Nýir flokkar
Forráðamenn fimleikadeildar
KR og stjórnar félagsins ræddu
við blaðamenn í gær. Skýrðu
þeir svo frá að stöðugt væri spurt
um það af eldri félögum KR
og fleirum hvort félagið myndi
ekki efna til fimleika fyrir þá.
Af þeim sökum hefði nú verið
bætt og aukið starf deildarinnar.
í stað þess að hafa einn flokk
úrvalsmanna sem æfir undir sýn
ingar, verður tekin upp hressing-
arleikfimi fyrir karla og konur
á öllum aldri. Auk þess verður
svo starfræktur drengjaflokkur,
en hlutverk hans er fyrst Og
fremst að ala upp efni í úrvals-
flokkinn.
Um 30 manns hafa æft hjá
fimleikadeild KR ár hvert að und
anförnu í þessum eina flokki,
sem starfræktur hefur verið.
Nú í vetur verður æfingatafla
deildarinnar sem hér segir:
íþróttahús Háskólans: Mánu-
dag, fimmtudaga og föstudaga
kl. 9,15, karlar 16 ára og eldri.
Kennarar: Benedikt Jakobsson og
Jón Jónsson.
Austurbæjarskólinn: Mánudaga
og miðvikudaga kl. 7,15—8, öld-
ungaflokkur. Kl. 8—8,50, drengja
flokkur 14 ára og eldri. Kennari:
Björn Þór Ólafsson.
Miðbæjarskólinn: Mánudaga og
fimmtudaga kl. 9,30—10,15 frú-
arflokkur. Kennarí: Gunnvör
Björnsdóttir.
0 Kennarar
Eins og sjá má, verður Bene-
dikt Jakobsson áfram aðalkenn-
ari hjá deildinni, en hann hefur
verið lífið og sálin í fimleikum
KR um áratuga skeið. Auk hans
kennir svo einnig úrvalsflokkn-
um, Jón Jónsson. Þá bætast tveir
nýir kennarar 1 hópinn, Björn
Þór Ólafsson frá Ólafsfirði ný-
útskrifaður íþróttakennari og
Gunnvör Björnsdóttir íþrótta-
kennari.
• Hreyfing er nauðsynleg
Benedikt Jakobsson ræddi
nokkuð um gildi leikfiminnar
og líkamsástand manna al-
mennt. Hann sagði frá rann-
sóknum sem víða hafa verið
gerðar sem sýna og sanna að
hægt er að viðhalda fullri
starfsorku almennings í 20—
25 ár lengur en> ella með
hæfilegri hreyfingarleikfimi.
Sagði Benedikt að ekki þyrfti
leikfimi til endilega — heldur
einhverja íþrótt sem menn
kysu sér. Aðalatriðið væri að
hreyfa alla liði daglega, i
spenma alla vöðva daglega, að
láta hjartað vinna allt að há-
marki einu sinni á dag og að
viðhalda mætti öndunarfær
anna með réttum æfingum. Ef
þannig er æft verður kerlingu
Elli haldið frá fólki eins lengi
og kostur er.
Ben.edikt sagði að kyrrsetur
fólks með sívaxandi iðnvæð-
ingu og auknum þægindum,
væri háskalegur fyrir sérhvert
þjóðfélag. Ekki þyrfti að ef-
ast um að sjúkdómar af völd-
um slíks hreyfingarleysis yrðu
almennir og þjóðfélagsplágur
innan skamms. Sameinuðu
þjóðirnar hafa tekið málið fyr
ir og vísindin segja að ekkert
vegi á móti þessu nema hæfi-
leg hreyfing. Aðgengilegast
fyrir almenning er hressing-
arleikfimi. Hvatti hann fólk
mjög til þess að nota þau tæki
færi, sem íþróttahreyfingin
hér vildi gefa fólki til slíkra
hluta.
Ríkharður þakkar
RÍKHARÐUR Jónsson knatt-
spyrnumaður heldur utan í dag
til lækninga. Bað hann blaðið
fyrir eftirfarandi þakklæti:
„Áður en ég heid utan langar
mig að láta þessi fáu orð frá mér
fíira. Af öllum þeim fjölda, sem
tók þátt í að létta mér
þessa ferð, get ég aðeins fáa
nefnt. Upphafsmaður þessarar
ferðar var Sveinn Sæmundsson
blaðafulltrúi hjá Flugfélagi ís-
lands, hann ásamt Flugfélaginu
og Gísla Sigurbjörnssyni opnuðu
ieiðina en þær undirtektir sem
hann fékk hjá íþróttafréttaritur-
um blaðanna, ásamt öllum þeim
fjölda fólks, frá ótrúlegustu stöð-
um, eru mér meira virði en allt
annað er ég hef áður reynt. Fyr-
ir öll þau bréf ,óskir og þakkir
mér tii handa, þakka ég af al-
hug, og vona ég að geta þakkað
betur með afturkomu á völlinn,
sjálfum mér til ánægju. Eg finn
w*
7/JJÁ hrinCunum.
/m/§ t/2 uttt.
7/nJnatríux& 4
að ég nýt uppgangsanda Akranes
liðsins, þó að ég eigi aðeins minn
ellefta part, og er það líkt, og er
skipstjóranum er þökkuð björg-
un, þó hvorugur okkar væru
nokkurs megnugir án samherja.
Eg sk'oða þennan stuðning við
mig sem drengskaparbragð en
ekki ölmusu og þakka það tæki-
færi, sem þið gefið mér nú á
þennan hátt — hjartanlega — og
fer því bjartsýnn.“
kl. 8.
* V ♦ *
Bridgefélag Kópavogs hefur
nú hafið vetrarstarfsemi sína,
og byrjað var með einmenn-
ingskeppni. Staðan er nú þessi
hjá efstu mönnum:
1. Jóhann Lúthersson 116 st.
2. Ármann J. Lárusson 111 —
3. Jón Ingibergsson 108 —
4. Gústaf Sigurgeirsson 104 —
5. Hannes Alfonsson 101 —
6. Jón Hermannsson 99 -«
7. Sigurjón Bjarnason 99 —
8. Svafar Sigurðsson 99 —
9. Gísli Finnsson 99 —
10. Sigurberg SigUrðsson 98 —
11. Magnús Þórarinsson 97 —
12. Benjamín Ólafsson 95 —
13. María Sigfúsdóttir 95 —
14. Knut Helland 94 —
15. Magnús Þórðarson 94 —
16. Bjami Sigurðsson 93 —
Spilað er á mánudagskvöld-
um og er næsta umferð 16. okt.
og hefst kl. 8 stundvíslega.
Námskeið í Há-
skólanum fyrir
dönskukennara
DANSKI sendikennarinn við
Háskólann, cand. mag. Erik
Sþnderholm, mun í vetur halda
námskeið í dönsku, sem eink-
um er ætlað dönskukennurum.
Fyrirhugað er að hafa tvær
kennslustundir í viku. I annarri
kennslustundinni verður farið
yfir danska hljóðfræði og hafðar
talæfingar, en hinni verður var-
ið til lestrar nútímabókmennta
(„Vintereventyr“ eftir Karen
Blixen).
Þeir, sem kynnu að vilja taka
þátt í námsskeiðinu, eru beðn-
ir að koma til viðtals við kenn-
arann mánudaginn 16. október
kl. 20.15 í VI. kennslustofu há-
skólans (á miðhæð).
29 sænsk met í
frjálsum íþróttum
Á ÞESSU ári hafa verið sett 29
sænsk met í frjálsum íþróttum.
Sýnir þetta glögglega mikla
grósku í íþróttalífí Svía. Sá mað
ur, sem mest umtal og hrifningu
hlýtur um þessár mundir er Ove
Jonsson, en hann hefur sett eða
tekið þátt í átta þessara meta
(sum í boðhlaupum). Hæst ber
hið ágæta met hans í 200 m.
hlaupi, en það er 20,8 sek. og
skipar honum í fremstu röð í
heiminum í þessari grein. Hann
hefur sýnt mikla framför í sum-
ar og þríslegið metið í 200 m
hlaupinu. Fyrst 21,1 sek, síðan
21.0 sek., og loks 20.8 sek. Aðrir
sem hæst bera eru Lage Tedenby
í 3000 m hindrunarhlaupi. Hann
hefur tvíslegið metið^ fyrst með
tímanum 8:41.4 sek og síðan
8:39.8 sek.
En jafnastan árangur yfir sum
arið á hástökkvarinn Stig Patt-
erson. Hann bætti metið í 2.15 m,
og í yfir tuttugu keppnum hefur
hann að jafnaði stokkið 2,10 jxl
Vmis mál
endurflutt
á þingi
ALLMÖRG frumvörp og tillögur,
sem voru til meðferðar á síðasta
þingi, en náðu þar eigi fram að
ganga hafa nú verið endurflutl
á Alþingi því, er kom saman i
vikubyrjun. Meðal þessara mála
er þáltill. Jóns Skaftasonar o. fl.
um stuðning ríkisins við jarð-
hitaleit og jarðhitaframkvæmdir,
frumvarp Þórarins Þórarinsson-
ar um að felldur verði úr lögum
einkaréttur Ferðaskrifstofu rík-
isins til að starfrækja ferðaskrif-
stofu fyrir erlenda menn, frum-
varp Karls Guðjónssonar o. fL
um landsútsvör, frumvarp Geirs
Gunnarssonar og Hannibals
Valdimarssonar um slysatrygg-
ingu sjómanna og frumvarp Ól-
afs Jóhannessonar o. fl. um
stuðniníg við bændur til bústofns
aukningar og vélakaupa. Sagt
var frá málum þessum öllum,
meðan þau voru til meðferðar á
síðasta þingi, og mun þeirra eftir
ástæðum enn verða getið hér í
blaðinu síðar, þegar umræður
um þau hefjast.
Höfðingleg gjöf í
Helgasjóðinn
S É R A Gunnari Árnasyni og
blöðunum hafa þegar borizt
margar gjafir í samskotasjóð-
inn, sem myndaður var til að
aðstoða fjölskyldur sjómann-
anna, er drukknuðu af Helga
frá Hornafirði. Nýlega afhenti
Sigfús Bjarnason, forstjóri
Heklu hf., séra Gunnari höfð-
inglega gjöf í sjóðinn, kr. 10.000.
Síldarleit
FRAM er komin á Alþingi svo-
hljóðandi þingsályktunartillaga
um síldarleit. „Alþingi ályktar
að skora á ríkisstjórnina að gera
ráðstafanir til þess að fjölga þeg-
ar á næstu síldarvertíð fyrir
Norður- og (Austurlandi síldar-
leitarskipum um eitt. — Samein-
að Alþingi kýs fimm manna
nefnd, starfandi skipstjóra til
ráðuneytis um stjórn síldarleit-
arinnar.“ Flutningsmenn tillög-
lnnar eru þeir Jón Skaftason,
Ólafur Jóhannesson og Eysteinn
Jónsson. í stuttri greinargerð
er sá rökstuðningur fyrirmálinu,
að þar sem leitarsvæði á síld-
veiðum sé nú orðið mjög stórt,
sé nauðsynlegt að bæta einui
skipi við í leit þá, er Ægir og
Fanney hafa annazt á miðunum
síðustu vertíðir.
—Tristan da Cunha
Framhald af bls. 3
reynd veldur mönnum áhyggj
um, og spurt er: Hvernig fer
fyrir fólki, sem allan sinn ald
ur hefir lifað í raunverulega
hreinu andrúmslofti, laust við
alla sýkla — þolir það umskipt
in, þegar því er skyndilega
svipt inn í „eiturloft" það, sem
heimur nútímans býður íbú-
um sínum?
Það er síður en svo allt feng
ið með menningunni — og
fundur „náttúrubarnanna" á
Tristan da Cunha og tuttug-
ustu aldarinnar getur orðið
erfiður á margan hátt og sárs
aukafullur. — Fyrir tæpum
20 árum var íbúum eyjarinnar
boðið að flytjast þaðan og setj
ast að í Englandi. Þeir sögðu
nei, allir sem einn. Þeir þekktu
ekki menninguna, en þeir
þekktu sitt frjálsa líf og kærðu
sig ekki um að fórna því fyrir
óþekkt gull og ókunna, græna
skóga. Og þó segir máltækið,
að enginn viti, hvað átt hefir
— fyrir en misst hefir .,,